Tíminn - 22.03.1973, Blaðsíða 3

Tíminn - 22.03.1973, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 22. marz. 1973. TÍMINN 3 • • Onnur þyrlan að verða fleyg ÞYRLURNAR tvær, sem Landhelgisgæzlan fékk i vetur, eru ekki enn komnar i gagniö. Þó verður þess skammt að bfða, að önnur þeirra verði fleyg. 1 vetur hefur verið unnið að þvi að styrkja þær og endurbæta, en það hefur reynzt mikið verk að koma þeim i það horf, að þær geti sinnt þvi hlutverki, sem þeim er ætlað. Vikurinn afbragðs- gott byggingaefni Erlendir aðilar vilja kaupa hann í miklum mæli ÞÓ, Osló— Að undanförnu hafa farið fram rann- sóknir á gjalli frá Vestmannaeyjum við Tækni- háskólann i Þrándheimi með það fyrir augum, að hagnýta það sem byggingaefni. Gjallið, sem til rannsóknanna var notað, var keypt i Álasundi, þar sem það var selt til ágóða fyrir Vestmannaeyinga, og nægðu visindamönnunum þau 150 grömm, sem þeir fengu, til að komast að þeirri niðurstöðu, að gjallið hentaði einstaklega vel sem byggingaefni, og vildu þeir jafnvel telja það hið albezta, sem þeir hefðu nokkurntima haft undir höndum. viðræöna við Magnús Magnússon bæjarstjóra um hugsanleg vikur- kaup. Sömu fregnir hermdu, að fyrst i stað vildu þeir Þránd- Að þvi er fregnir frá Noregi i gær hermdu, er norskur maður, Fredrik Aas að nafni, væntan- legur hingað til lands i kvöld, til Pakistanar færa út landhelgi í 50 mílur NTB. Rawalpindi — Stjórn Pakistans tilkynnti i gær, að fisk- veiðilögsaga landsins hefði verið færð út í 50 milur úr tólf og tók ákvörðun þessi þegar gildi. Miklar veiðar I Arabiuflóa á ATHUGASEMD FRÁ VÖKU A MIÐVIKUDAGINN birtist i Timanum fréttagrein um þá at- burði, sem orðið hafa vegna kjörs stúdenta til háskólaráðs. Fréttina skrifaði Erlingur Sigurðarson, en hann er einn af frambjóðendum i nefndum kosningum. Við hörm- um, að blaðið skyldi ekki fá annan fréttamann til þess að gera þessu máli skil, þannig að lágmarks- hlutleysis yrði gætt, þvi við telj- um, að mjög ósmekklega hafi verið hallað á annan aðila máls- ins i skrifum fréttamannsins og frambjóðandans. Fréttamaður- inn segir að visu i „fréttinni” að ekki hafi náðst i Davið Oddsson, en á hann var mest ráðizt i „frétt- inni”. Ekki vitum við hvar hann hefur leitað fyrir sér, þvi hvorki var hringt heim til Daviðs né heldur á vinnustað hans. I „fréttinni” var birt dreifibréf, þar sem einhliða og ómálefnalega var að okkur vegið og viljum við þvi biðja yður um að birta það dreifibréf, sém stuðningsmenn okkar sendu frá sér, á sama eða sambærilegum stað i blaðinu. 1 þvi dreifibréfi er gerð grein fyrir, hvers vegna það lögbann, sem sett var, var óhjákvæmilegt. Það hljóðaði svo: í morgun lagði borgarfógetinn i Reykjavik lögbann við utankjör- staðakosningu, sem „kjörstjórn” hafðistaðið að innan náttúrfræði- deildar. Tildragandi þessa dóms- úrskurðar er þessi: Kjörstjórn (sem eingöngu er skipuð vinstri mönnum) við kosn- ingu til háskólaráðs virðist starfa samkvæmt beinum tilskipunum vinstri meiri hlutans i Stúdenta- ráöi. Skrifstofa Stúdentaráðs er rekin sem kosningaskrifstofa, vinstri frambjóðendna og Stú- dentaráð borgar sima og fjölrit- unarkostnað. Nú I morgun keyrði um þver- bak. Skyndilega var hafin utan- kjörstaðakosning fyrir hóp nátt- úrufræðinema, sem eru að fara i ferð til Færeyja. Fjöldi annarra stúdenta úr öðrum deildum verð- ur fjarverandi á kjördag, en stú- dentaráðsmeirihlutinn taldi sig eiga trygga stuðningsmenn i nátt- úrufræðideild og þvi var þeim einum leyft að kjósa sérstaklega. Er þetta einhver freklegasta ó- sanngirni, sem stúdentum hefur verið sýnd. Frambjóðendunum, Davið Oddssyni, Sigfúsi Jónssyni, Hannesi J.S. Sigurðssyni og Ar- disi Þórðardóttur, var ekki til- kynnt um þessa skyndilegu utan- kjörstaðakosningu, enda eru þau ekki að skapi Stúdentaráðsmeiri- hlutans. Frambjóðendum vinstri manna var gert viðvart, og unnu þeir að smölun og sima- áróðri frá skrifstofu Stúdentaráös fram eftir kvöldi I gær. Forsendur lögbannsins eru: a) Engin heimild er i nýsaminni reglugerð um utankjörstaðakosn- ingu, þvert á móti er skýrt kveðið á um, að kosningin skuli fara fram á einumvirkum degi, eigi fyrr en sjö dagar eru liðnir frá þvi að framboðsfrestur rann út (nú eru fjórir dagar liðnir). b) Utankjörstaðakosningin var ákveðin með örstuttum fyrirvara og var aðeins tveimur frambjóð- enda tilkynnt þessi ákvörðun. c) Utankjörstaðakosningin var einungis ætluð og auglýst fyrir ákveðinn hóp stúdenta (3,9% þeirra) úr einni ákveðinni deild, þó að vitað sé að fjöldi stúdenta mun verða fjarverandi á kjördag. d) Kærufrestur var ekki liðinn og ekki nægilega tryggt að kæru yrði við komiö gagnvart þeim, sem greiddu atkvæði utankjörstaða. e) Ein deild var sótt heim til að kjósa, en aðrar verða að mæta I anddyri Háskólans. Reykjavik, 21. marz 1973. Daviö Oddsson. Ardis Þórðardóttir. Við þessa athugasemd er aftur þá athugasemd að gera, að greinarhöfundar beina geiri sin- um ekki að réttum aðila. Siðari hluti greinarinnar, þar sem kom að málsvörnum Vökumanna, var styttur af undirrituðum vegna þrengsla i blaöinu að þeim fjar- verandi og forspurðum, er frétt- ina samdi. J.H. siðari árum hafa orðið til þess að mjög hefur gengið á fiskstofnana, en það hefur haft óhagstæð áhrif á afkomu fiskimanna i Pakistan, segir i yfirlýsingu rikisstjórnar- innar. Krabbastofninn hefur einkum beðið tjón af ofveiði. Pakistan- stjórn færði út að eigin sögn land- helgina til að vernda þá ibúa Pakistans sem kynslóð fram af kynslóð hafa stundað veiðar á miðunum við landið. Sovétmenn stunduðu umfangs- miklar togveiöar i Arabiuflóa. Útfærslan var rædd fyrirfram við fulltrúa Sovétrikjanna. heimsmenn fá 500 lestir af vikri til bygginga, og væntanlega miklu meira siðar. Við snerum okkur til Magnúsar Magnússonar til að fá staðfest- ingu á þessu. Hann sagöi að all- mörg bréf hefðu borizt, þar sem spurzt væri fyrir um vikurkaup, og þess jafnframt farið á leit að taka þátt i þeim. Yfirleitt væru þau frá einkaaðilum i bygginga- iðnaðinum. Þessi bréf væru viða að, bæði frá Ameriku og ýmsum Evrópulöndum, þ.á.m. Noregi. Aðilarnir ættu það sammerkt að hafa til þessa keypt vikur frá Italiu og Grikklandi, en vildu nú gjarnan snúa sér hingað, einkum ef vikurinn reyndist svo gott byggingaefni sem nú er talið. Nú I vikunni voru hér á ferð fulltrúar geysivoldugs amerisks fyrirtækis, og áttu viðræður við Mágnús og fulltrúa Almennu verkfræðiskrifstofunnar, en starfsmenn hennar gerðu i sjálf- boðavinnu áætlun um vikur- hreinsun i Eyjum, en að sögn Magnúsar er meiningin að láta hreinsunina og söluna haldast nokkuð I hendur ef af þessu verður, og söluhagnaðurinn þá látinn ganga upp I hreinsunar- kostnaðinn, til að létta á meö Við- lagasjóði. Að sögn Magnúsar vildu Amerikanarnir kaupa allt að einni milljón tonna af vikri, en fá strax 3 tonn vestur til reynslu. Ekki er þó búið að ganga frá neinum samningum þar um. Ef viðræður hinna norsku aðila bera árangur má búast við, að þar opnist markaður fyrir vikurinn, og vafalaust verða fleiri til að hagnýta sér þetta góða bygg- ingarefni, sem nú hefur stórspillt heilli byggð. Þá opnast og tekju- möguleikar fyrir endurreisnar- starfið, og með þvi er hægt að hagnýta sér skaðvaldinn til nýrr- ar uppbyggingar viða um heim. Enn eitt dauðaslysið á Hringbraut 61 ÁRS gömul kona varð fyrir bil á Hringbraut, rétt vestan Njarðargötu, sl. þriðjudagskvöld. Lézt konan samstundis. Hún hét Hólmfriður Friðriksdóttir frá Ytri- Reykjum í Miðfirði, Hún bjó i vetur hjá dóttur sinni að Holtsgötu 13. Hólmffriður var að koma frá Umferðarmiðstöðinni og var á leið yfir nyrðri akbraut Hring- brautar er hún varð fyrir bilnum, en hann var að fara fram úr öðrum bil. ökumaðurinn ber, að hann hafi ekki séð konuna fyrr en rétt um það bil er hún varö fyrir bilnum, skyggni var slæmt, rigning og dimmviðri, og var konan dökkklædd. ökumaðurinn er 17 ára gamall piltur. Sá hluti Hringbrautar, sem liggur milli Hringbrautar og Miklatorgs er mesti slysakafli á landinu. Þar hafa orðið átta dauðaslys á fjórum árum, sjö þeirra urðu með þeim hætti aö ekið var á gangandi fólk. Þetta er annað dauðaslysið á þessum kafla á árinu. OÓ BJARGAÐI MANNI í ÞORLÁKSHÖFN AÐFARANÓTT þriðjudagsins féll Björn Friöriksson frá Blöndu- ósi I sjóinn af vélbátnum Dalaröst. Báturinn lá þá i Þorlákshöfn, Skipstjórinn á Daia- röst, Hákon Magnússon, mun hafa verið sofandi, þegar Björn féll I sjóinn, en engu að siöur var það Ilákon sem stakk sér i Iskaldan sjóinn og kafaöi niður á botn eftir Birni. Náði Hákon Birni upp, en hann var orðinn meðvitundarlaus, þegar upp á yfirborðið kom. Lifgunartilraunir með blásturs- aðferð voru strax hafnar, og tókst að lífga Björn við áður en læknir kom á staðinn. Siðar voru báðir mennirnir fluttir til Reykjavikur, en þeir voru báðir töluvert eftir sig eftir volkið. Húsnæðismálin t ágætu erindi um daginn og veginn fyrir skömmu ræddi Hannes Pálsson frá Undirfelli m.a. um húsnæðismál. Hann- es talar þar af langri reynslu en hann hefur átt sæti i Hús- næðismálastjórn um langt árabil. Hannes sagði m.a. um húsnæöismáiin og fjárþörf byggingasjóðs. „Samkvæmt núgildandi lög- gjöf munu lánsmöguleikar Byggingarsjóðs verða rúm- lega 1200 milljónir á árinu 1973. Það svarar til þess að hægt væri að lána 900 þús. kr. til rúmlega 1320 nýrra ibúða og 80 millj. króna til kaupa á gömluin ibúöum. Hjá hús- næðismálastjórn lágu við siö- ustu áramót 486 umsóknir sem orðnar voru lánshæfar, en höfðu ekki fengið neina af- greiðslu. Þetta er nokkru meira en verið hefur undan- farandi ár. En úr þessu væri hægt að bæta ef vilji væri fyrir hendi. Fyrir 2 eða þrem árum fluttu Framsóknarmenn á Alþingi frumvarp til laga um auknar tekjur fyrir Byggingarsjóð. Þær tillögur liöfðu þaö til sins ágætis, að þar var ekki gert ráð fyrir neinni skattálagningu heldur stefndu þær að auknum sparnaði almennings, og varla trúi ég þvl, að jafn heilbrigður flokkur flytji frumvarp i stjórnarandstöðu en standi ckki við það i stjórnarandstöðu. Skuturinn mun þvi varla cftir liggja, ef vel er róið fram I. Síðan hafa bætzt við hugmyndir um að skylda lifcyrissjóðina til að kaupa skuldabréf fyrir nokk- urn hluta af sinu ráöstöfunar- fé, sem nú mun orðið mikið á annan milljarð króna á ári. Það eru þvl nóg úrræði til þess að auka útlánsmöguleika Byggingarsjóðs, ef vilji er fyr- ir hendi hjá þeim, sem með l'orystu fara i húsnæðismál- um. Að siðustu þetta: Sé löggjöf- um okkar full alvara með þaö að auka jafnvægi i byggð landsins, þá þarf húsnæðis- þátturinn að fylgja eftir at- vinnuþættinum. Þegar atvinnuskilyrði batna i hinum dreifðu kauptúnum og kaup- stöðum landsins þarf að bæta skilyrðin til að sjá fólki fyrir húsnæði. Sennilega yrði bezta leiðin til þcss sú, aö sveitar- félögin byggðu leiguibúðir. Til þess eru hin smærri kauptún algerlega vanmegnug nema aö stóraukin séu lán til slikra ibúða. Lánin til hinna dreifðu þorpa þyrftu að vcrða a.m.k. 80% af kostnaðarverði íbúð- anna, eða svipaö og lánin til hinna 1250 framkvæmda- nefndar ibúða, sem Reykja- vík hefur fengið. Um Iangt skeiö hefur það gengið svo, að margir hafa kosið heldur að fjárfesta i ibúðabyggingum á stór- Rcykjavikursvæðinu heldur en i hinum dreifðu þorpum, og þó að atvinnuskilyrði hinna smærri staða séu aö batna, þá mun enn um skeiö verða hik á fólki að reisa sér þar hús, meðan þaö veit ekki með vissu hvaða festa verður i atvinnu- lifinu. Okursala og okiirleiga þekkist ekki á fólksfáu stöðun- um. Þar skammast menn sin fyrir að okra á náunganum og fjárfestingin verður ekki eins gróðavænleg og á stór- Reykjavíkursvæöinu. Byggðajafnvægi Jafnvægi i byggð landsins næst aldrei nema að fjármögnun til Byggingar- sjóðs rlkisins eða Byggðasjóðs verði aukin, svo að hægt verði að veita allhá viðbótarlán til hinna smærri staða til ibúða- Frh. á bls. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.