Tíminn - 22.03.1973, Side 6

Tíminn - 22.03.1973, Side 6
6 TÍMINN Fimmtudagur 22. marz. 1973. ALÞINGI Umsjón: Elías Snæland Jónsson Togaraverkfallið leyst með lagasetningu: Ríkissjóður greiðir mismuninn milli lokatilboða deiluaðila EJ—Reykjavik, — „Með þessu frumvarpi er togaraverkfallið leyst án þess að önnur fjárhagsút- gjöld séu lögð á togaraútgerðina en þeir höfðu sjálfir samþykkt i samningunum jafnframt þvi sem siðasta tilboð yfirmanna er staðfest og lögfest sem kjarasamningur. Mismuninn þarna á milli greiðir rikissjóður, og er lauslega áætlað, að þar sé um 6-8 milljónir króna að ræða. Það er þvi á engan hallað með þessu frum'varpi heldur er báðum aðilum komið til hjálpar við lausn deilunnar”, sagði Hanni- bal Valdimarsson, félagsmálaráðherra, er hann mælti fyrir stjórnarfrumvarpi um kaup og kjör„ yfirmanna á botnvörpuskipum, sem eru stærri en 500 rúmlestir brúttó i neðri deild Alþingis i gær. Frumvarpið felur i sér, að lög- festireru kjarasamningar annars vegar milli Félags islenzkra botnvörpuskipaeigenda og ann- arra eigenda umræddra skipa og hins vegar milli Vélstjórafélags Islands, Félags isl. loftskeyta- manna, Skipstjóra- og stýri- mannafélagsins öldunnar, Skip- stjóra- og stýrimannafélagsins Kára og Skipstjórafélags Norð- lendinga. Gilda samningarnir út þetta ár. Jafnframt eru verkföll og verkbönn þessara aðila bönnuð samningstimann. Verkfall undirmanna Ilannibal Valdi- marsson rakti þróun vinnu- deilu undir- manna og yfir- manna á tog- araflotanum i framsöguræðu sinni. Hann minnti á, að i sömu mund og eldgosið hófst i Eyjum hafi verkfall undirmanna á togaraflotanum skollið á. Lausn þess hafi dregizt mjög á langinn, og hvorki gengið né rekið i samn- ingaviðræðum aðila. Rikisstjorn- in hafi þá skipað þá Ragnar Ólafsson, hrl., og Guðlaug Þor- valdsson, prófessor, i sáttanefnd, og störfuðu þeir að lausn deil- unnar ásamt Torfa Hjartarsyni, sáttasemjara rikisins. Hannibal sagði, að þar hefði komið, að hann hefði orðið sann- færður um, að aðilar gætu ekki leystdeiluna sjálfir. Rikisstjórnin hafi þá haft afskipti af málinu og komist að raun um að ekki bar mikið á milli, en hins vegar hafi stifni mikil verið i málinu. Rikis- stjórnin hafi rætt við báða aðila og siðan gert tilboð um að brúa það tiltölulega litla bil, sem á milli deiluaðila var. Báðir aðilar hafi sætzt á þetta, og hafi náðst samkomulag, sem samþykkt var i félögunum, og verkfalli undir- manna þar með aflýst. Vinnustöðvun yfirmanna Áður en verkfalli undirmanna lauk hófst verkfall yfirmanna. Vonir stóðu til, að sú deila stæði ekki lengi, en þær brugðust. Sáttanefnd tókst ekki að koma á samningum. 16. marzræddi rikis- stjórnin við báða deiluaðila, og gekk úr skugga um á hverju strandaði. Bauðst hún siðan til að reyna að brúa bilið með svipuðum hætti og varðandi undirmennina. Undirmenn tóku þessu liklega. Kröfur útgerðarmanna Útgerðarmenn töldu sig hins vegar þurfa að hafa tryggðan rekstrargrundvöll útgerðarinnar, \ég fóru fram á að hallinn á út- gerðinni sl. ár yrði greiddur. Rikisstjórnin benti á, að það mál allt væri til skoðunar i nefnd, sem ætti að grandskoða rekstrar- grundvöll togaranna m.a. i sam- starfi við fulltrúa togaraeigenda. Væri ekki hægt að blanda þvi inn i lausn þessa verkfalls, og hafa skipin bundin á meðan þessi könnun, sem tæki nokkurn tima enn, færi fram. Þetta breytti hins vegar ekki neikværði afstöðu út- gerðarmanna til tilboðs rikis- stjórnarinnar. Yfirmenn samþykkja Sáttanefnd hélt tilraunum sinum áfram, og á fundi með yfir- mönnum 17. marz lögðu þeir fram lokatilboð sitt um það, sem þeir gætu sætt sig við. Þetta loka- tilboð, ásamt yfirlýsingu ráð- herra um tilboð rikisstjórnar- innar, var lagt fyrir útgerðar- menn, en þeir höfnuðu þvi tilboði. Niöurstaða viöræðnanna Rikisstjórnin hafði þvi kannað i fyrsta lagi hversu langt útgerðar- menn gátu teygt sig til sam- komulags, síðan með sama hætti kannað hversu langt fulltrúar yfirmanna gætu gengið i samkomulagsátt, og hefðu þeir i ýmsu slegið af kröfum sinum vegna afskipta rikisstjórnar- innar. Siðan hefði rikisstjórnin boðizt til að greiða það, sem á milli bæri, og sem metið væri á 6- 8 milljónir á þessu ári. Þetta hefðu yfirmenn sætt sig við, en út- gerðarmenn ekki. Væri þvi eina leiðin að lögfesta þetta tilboð. Alvarlegt þjööfelagsvandamál Hannibal sagði, að það væri ekkert ánægjuefni, og það sizt hjá sér, að verða að beita lög- gjafanum til að leysa vinnudeilu. I þessu máli hefði samningaleiðin hins vegar verið reynd til þrautar. Fullreynt hefði verið, að aðilar gætu ekki komizt að sam- komulagi. Verkfallið væri orðið alvarlegtþjóðfélagsvandamál, og þvi ekki um annað að ræða en höggva á hnútinn. Teldu jafnvel sumir, að heldur hefði dregizt of lengi að til slikra aðgerða væri gripið en hitt. Og vonandi væru flestir sammála um, að nauð- synlegt væri að flotinn hæfi veiðar á ný. Allar helztu upplýsingar komnar fram Lúðvik Jósefs- son, sjávarút- vegsráðherra, sagði, að i þeirri greinargerð, sem framsögu- maður flutti, hafi komið fram allt það, sem nauðsynlegt væri til að skýra það mál, sem fyrir þingmönn- um lægi. Hann rakti siðan samningana við undirmenn og siðan yfirmenn. I undirmannadeilunni hefði legið fyrir lokatilboð frá báðum aðil- VIÐRÆÐUR VIÐ YFIRMENN: ÞRJÚ HELZTU DEILUATRIÐIN ÞAU kjaraatriði, sem megin- deilanvarum milli yfirmanna á togaraflotanum og togara- eigenda, voru þrjú, að þvi er sjávarútvegsráðherra upplýsti á Aiþingi i gær. Þessi þrjú deiiumál voru sem hér segir: 1. Deilt var um fasta mánaðarkaupið. Yfirmenn gerðu kröfur um 25.000 krónur i fast grunnkaup á mánuði. Togaraeigendur gáfu kost á rúmlega 17.300 krónum. Yfir- menn féllust að iokum á þetta. 2. Deilt var um aflahlut yfir- manna. Yfirmenn gerðu kröfur um, að aflaprósenta yfirmanna hækkuðu um 0.20%. Sem dæmi má nefna að 1. velstjóri hefur haft 1.63% i aflaprósentu, en hefði 1.83% samkvæmt kröfu yfirmanna. Togaraeigendur gátu fallizt á 0.10% hækkun. Frumvarpið felur i sér, að mismuninn —■ þ.e. 0.10% — — greiði rikis- sjóður. 3. Deilt var um þá kröfu yfirmanna, að tekið væri inn i samningana ákvæði um, að ef skipverjum á togurunum fækkaði frá tiltekinni um saminni tölu, eða ef svo vildi til i einstökum veiðiferðum, að þeir væru færri en um væri samið, þá hækkaði einnig afla- prósenta yfirmanna nokkuð, eða um 0.075%. Undirmenn fengu slikar reglur inn i sina samninga þó þannig, að ef um fækkun háseta væri að ræða, þá myndu þeir, sem raun- verulega taka aukna vinnu þess vegna á sig, fá þessa hækkun. 1 frumvarpinu tekur rikissjóður á sig að greiða þessa greiðslu. —EJ. ÞETTA GRE/Ð/R RÍKISSJÓÐURINN EJ-Reykjavik — Eins og fram kemur annars staðar hér á siðunni greiðir rikissjóður mismuninn milli lokatilboða deiluaðila i togaradeilunni. Þetta staðfestu sjávarútvegs- ráðherra og fjármálaráðherra i sérstakri yfirlýsingu, sem birt var sem fylgiskjal með frumvarpinu um togara- kjörin. Þessi yfirlýsing er svo- hljóðandi: „Það staðfestist hér með, að ríkisstjórnin hefur samþykkt að greiða útgerðarféiögum hinna stærri togara sérstakar aukagreiðslur á árinu 1973 vegna nýrra kjarasamninga við yfirmenn, sem hér segir: 1. Rikissjóður greiði sem nemur 0.10% af kauphækkun yfirmanna af afiahlut, enda verði sú kauphækkun alis 0.20% i aflahlut hvers manns. Rikissjóður greiði einnig þá kauphækkun, sem yrði vegna ákvæða um fækkun skips- hafnar frá 24 á skutt- ogurum og 26 á siðutogurum og sem næmi 0.075% á mann. Þetta verði fyrirfram metið fyrir hvert skip á sanngjarnan hátt. Rcykjavik, 16. marz 1973. Lúðvik Jósepsson. Halldór E. Sigurðsson”. um, en rikisstjórnin síðan lofað að greiða eigendum skipanna það sem á milli bar. Það hefði leyst deiluna. Málið hafi borið að á mjög svipaðan hátt varðandi deilu yfirmanna, og rikisstjórnin farið nákvæmlega sömu leið, þ.e. hún hafi lýst þvi yfir, að hún væri reiðubúin að greiða útgerðar- mönnum þá upphæð sem á milli bar. Þá hafi svo brugðið við, að þeir hafi ekki getað fallizt á að gera samninga við yfirmenn á þessum grundvelli, þótt þeir hafi gert það skömmu áður varðandi undirmenn. Þvi hafi málið orðið að koma fyrir Alþingi með þess- um hætti. Skapar stærri vanda- mál? Pétur Sigurðs- son(S)sagði, að þegar vinnu- deila væri leyst með þeim hætti, sem hér væri lagt til, væri lágmark að ætlast til þess, að vandamálið leystist um leið. Sér virtist, að þótt frumvarpið leysi vandann gegnvart fá- mennum hópi manna þá væri um leið verið að búa til miklu stærra vandamál. Hanntaldi það mjög vafasamt, að gefa fordæmi með þvi að lögfesta óskalista annars aðilans i kjaradeilu. Einnig taldi hann mjög hættulegt að lögfesta frumvarpið óbreytt, þvi að það myndi þýða meiri hækkun fyrir yfirmenn heldur en undirmenn fengu eftir langt verk- fall. Það þýddi að kaupbilið milli undirmanna og yfirmanna stækkaði verulega. Þetta væri óréttlátt og myndi auka það vandamál, sem skapast vegna þeirrar viðmiðunarkröfu, sem ávallt væri uppi og væri ein for- senda endurskoðunar kjara- samninga. Taldi hann, að i nefnd þyrfti að kanna þetta mjög vel og fá margvislegar upplýsingar um ýmsa þætti málsins. Gylfi Þ. Gisla- son (A) flutti fyrst almennt yfirlit um þau stefnumið stjórnarflokk- a n n a , s e m brotin hefðu verið á valda- ferli hennar, en fjallaði siðan um frumvarpið sjálft. Sagði hann það afstöðu Alþýðuflokksins, að ef ljóst væri, að ékki yrði um roskun á kjara- hlutföllum milli undirmanna og yfirmanna með samþykkt frum- varpsins, þá myndi Alþýðuflokk- urinn stuðla að samþykkt þess, þvi þjóðarnauðsyn krefðist þess, að verkfallið leystist. Þingmaðurinn taldi, að með sumum ákvæðum frumvarpsins væri þest’ kjaramismunur milli undir- og yfirmanna hugsanlega aukinn. Þetta yrði að kannast rækilega i nefnd, og væri þvi ekki ástæða til að fram færi itarleg efnisumræða við þessu fyrstu umræðu. Það yrði fyrst að kanna málið I i.efnd og fá botn i það. Enginn rekstrargrund- völlur Sverrir Her- niannsson (S) gagnrýndi rikisstjórnina fyrir að hafa ekkert aðhafzt i málinu i tvo mánuði. Þá gagnrýndi hann, að tekið væri upp i frumvarpið til- boð annars aðilans i deilunni, I stað þess að láta sáttanefnd leggja fram miðlunartillögu og lögfesta hana. Þá sagði hann, að alls enginn grundvöllur væri fyrir rekstri þessa atvinnuvegar. Þá taldi hann að i engu hefði verið staðið við þær yfirlýsingar, sem rikisstjórnin gaf við undir- ritun samninga við undirmenn, og væri það ástæðan fyrir þvi, að samningar hefðu ekki tekizt ew. Spurði hann viðskiptaráðherra, hvort hannværi viss um að skipin færu til veiða þrátt fyrir, að þessi frumvarpsómynd yrði að lögum. Enginn útgerðarmaður gæti hreyft sina togara þótt frum- varpið yrði samþykkt. Upplýsingar skortir Jóhann Haf- steins (S)sagði, að Sjálfstæðis- menn myndu ekki telja eftir sér að starfa fram á nótt ef með þyrfti til þess að mál þetta yrði af- greitt eins og rikisstjórnin hefi sem fyrst. Hins vegar væri frumvarpið sjálft með ólikindum, þvi það væri þannig úr garði gert, að þingmenn gætu meðengumóti gert sér grein fyrir hvað i þvi fælist. Það skorti allar upp- Frh. á bls. 15

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.