Tíminn - 22.03.1973, Page 7

Tíminn - 22.03.1973, Page 7
Fimmtudagur 22. marz. 1973. TÍMINN 7 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson, Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaös Timans). Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif- stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif- stofur f Bankastræti 7 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsinga- simi 19523. Aðrar skrifstofur: simi 18300. Askriftagjald 300 kr. á mánuði innan lands, i lausasölu 18 kr. eintakið. Blaðaprent h.f. - Broslegt brambolt Nokkrar konur i hafa beitt sér fyrir undir- búningi mótmælaaðgerða húsmæðra gegn verðhækkun landbúnaðarafurða. Mótmælin eiga að verða i þvi fólgin, að húsmæður dragi verulega úr kaupum sinum á þessum vörum. Þær konur, sem á oddinum eru i þessari her- ferð og hæst láta, eiga það sammerkt, að þær eru ákafamanneskjur i félagsstarfi Sjálf- stæðisflokksins i Reykjavik. Ein þessara ihaldskvenna kom fram i sjón- varpinu i fyrrakvöld og lýsti röksemdunum fyrir þessari herferð. Þær voru þær einar, að félagsskapurinn væri á móti þvi yfirleitt að landbúnaðarvörur hækkuðu i verði. Auðvitað kysu allir það helzt að það væri bara kaupið, sem hækkaði, en allt vöruverð stæði sifellt i stað. En málið er ekki svona ein- falt og hér ráða lögmál, sem engin mótmæli fá haggað. Nú er það staðreynd, sem staðfest er i opin- berum hagskýrslum, að kaupmáttur hins al- menna launamanns til að kaupa nauðsynjar heimilisins, hefur aldrei verið meiri hvorki fyrr né siðar i Islandssögunni. Launþegar eru nýbúnir að fá 12-13% kauphækkun. Það er við þessar aðstæður, sem ihaldskonur finna allt i einu þessa riku þörf til að mótmæla hækkunum á nauðsynjum heimilisins. Að visu varð talsmaður valkyrjanna að viðurkenna það i sjónvarpinu, að i staðinn fyrir landbúnaðarafurðir, sem þær ætluðu ekki að kaupa, yrðu þær að kaupa vörur, sem væru miklu dýrari og alls ekki eins hollar heimilis- mönnum. Þessar aðgerðir eru þvi hvorki gerð- ar af umhyggju fyrir pyngju húsmæðra né heilsufari heimilismanna þeirra. Þessar að- gerðir verka öfugt á báða þessa mikilvægu þætti i heimilislifinu. En hverju eru ihaldsvalkyrjurnar þá að mót- mæla? Þegar málið er brotið til mergjar, er niðurstaðan þessi: Þessar konur, sem margar koma frá tekjuhæstu og „finustu” heimilunum i Reykjavik, eru að mótmæla þvi, að bændur og húsmæður á sveitaheimilum fái kjarabætur, þegar allir aðrir þjóðfélagsþegnar fá þær. 1 mörgum tilfellum hafa þær og þeirra eigin- menn fengið kauphækkanir 1. marz, sem eru margfaldar i krónutölu, við það, sem bændur og húsmæður i sveitum og annað láglaunafólk fékk þá. Þessar valkyrjur vita mæta vel, að land- búnaðavörur yrðu ekkert ódýrari, þótt bændur gæfust upp á íslandi og flytja yrði inn allar bú- vörur. Allt ber þvi að sama brunni. Þetta brambolt er vegna þess að það skortir verkefni fyrir þessar konur i Sjálfstæðisflokknum og Sjálf- stæðisflokkurinn virðist ekkert hafa lært á „mjólkurverkfallinu” fræga, þegar hann fékk konur til að berjast gegn myndarlegasta átaki, sem gert var til að koma auknu hreinlæti og betra skipulagi á dreifingu mjólkurafurða og þar með bættum hollustuháttum i Reykjavik. Þessar valkyrjur þögðu þunnu hljóði, þegar viðreisnarstjórnin lagði söluskatt á land- búnaðarvörur og soðninguna og aðrar mikil- vægustu nauðsynjar heimilanna. Núverandi rikisstjórn afnam söluskatt af þessum nauð- synjum strax og hún kom til valda. Forustugrein úr The Economist: Brezku aðalflokkarnir tveir eru illa staddir Torvelt getur þó orðið að sameina þó kjósendur sem snúa við þeim bakinu Fagnandi fylgismenn hefja Taverne á loft ÞEGAR atkvæðagreiðslu lauk i aukakosningunum i Lin- coln um daginn var svo að sjá, sem Dick Taverne hefði unnið frækilegan sigur. Sumir for- ustumenn Frjálslynda flokks- ins fullyrtu einnig, að koma myndi i ljós, þegar atkvæði yrðu talin i Chester-le-Street, að flokki þeirra hefði vegnað einstaklega vel. Frjálslyndir höfðu litið sem ekkert viður- kennt fylgi fyrir i þvi kjör- dæmi, og þvi hlaut fjórðungur greiddra atkvæða eða meira að teljast stórfenglegur árangur. Sjálf hin tölulegu úrslit i þessum tveimur kjördæmum eru þó ekki i margra augum hið markverðasta við niður- stöðu kostninganna, og sama er að segja um þriðja kjör- dæmið, Dundee East, sem kosið var i á sama tima. Ekki ber að neita þvi, að Taverne sýndi lofsvert hug- rekki þegar hann tók þann kost að segja heldur af sér og leggja til baráttu i aukakosn- ingum en að beygja sig fyrir skipun forráðamanna Verka- mannaflokksins (um afstöð- una til aðildar að Efnahags- bandalagi Evrópu). Taverne er að visu engan veginn heiðarleikinn i stjórnmálum holdi klæddur, en breytni hans i þessu tilfelli var virðingar verð og verðskuldaði sigur. HITT er þó meira um vert, að kjörfylgi hans i Lincoln, ásamt kjörfylgi minnihluta- flokkanna i hinum kjördæm- unum tveimur, verður að telja óræka staðfestingu á þvi, að aðalflokkarnir tveir hafa valdið verulegum hluta kjós- enda vonbrigðum ogóánægju. Vitaskuld verður það misjafnt á hinum ýmsu stöðum og fer eftir margvislegum aðstæð- um, hve mikill hluti kjósenda lætur þessa óánægju i ljós með atkvæði sinu, en sé heimaseta talin með veltur þetta oftast á allt að þriðjungi atkvæða. Allar likur bentu til — jafn- vel áður en vitað var með nokkurri vissu, hve vel Taverne gengi i Lincoln — að fylgi hans yrði nægilega mikið til þess, að ýta undir vonir þeirra, sem láta sig dreyma um tilkomu þriðja aflsins i brezkum stjórnmálum. Varla verður lengra gengið en að viðurkenna, að draumar þess- ara manna beinist i rétta átt. Vitaskuld er ærið áhyggju- efni út af fyrir sig, að höfuð- leiðtogar stjórnmála i landinu skuli hafa valdið jafn miklum hluta kjósenda vonbrigðum og raun ber vitni, og ef til vill batnaði neðri málstofan að mun, ef verulega aukinn hluti þingmanna virti sannfæringu og grundvallarkenningar meira en frama sinn. En niðurstöður þessara nýaf- stöðnu aukakosninga virðast að mjög litlu leyti benda til, að það þriðja stjórnmálaafl, sem kynni að láta að sér kveða, yrði hófsamt afl, jafnvel þó að æskilegt væri i sjálfu sér. TAVERNE þingmaður er raunar sjálfur slikt þriðja afl, en aðeins þó i Lincoln. Varla verður i efa dregið, að sumir harðsviraðir ihaldsmenn hafa greitt honum atkvæði (þrátt fyrir frambjóðanda flokks þeirra i kjördæminu) i þeirri trú, að það væri öruggasta að- ferðin til þess að fella hinn opinbera frambjóðanda Verkamannaflokksins og gefa Wilson eftirminnilega ráðn- ingu i leiðinni. Sennilegt er þó, að mikill meirihluti kjósenda Tavernes hafi áður skipað raðir hinna hófsamari kjós- enda bæði i Verkamanna- flokknum og Ihaldsflokknum. Þegar svipazt er um utan Lincoln kemur ýmislegt annað og uggvænlegra i ljós. Satt að segja virðast hinir óánægðu kjósendur, sem kosið hafa fulltrúa Frjálslynda flokksins og aðra óháða frambjóðendur, — og þeir eru vissulega ærið margir — eigi það eitt sameiginlegt að þeir hafa snú ið baki við núverandi leiðtog- um Ihaldsflokksins og Verka- mannaflokksins. HVERNIG á til dæmis að færa að þvi rök, að unnt sé að mynda samræmt stjórnmála- afl úr fyrrverandi kjósendum Verkamannaflokksins, sem kusu frambjóðanda Frjáls- lynda flokksins i Rochdale af þvi að þeim ofbauð undanláts- semi flokksforustunnar við vinstri arm flokksins, og ihaldskjósendunum, sem kusu Frjálslynda flokkinn i i Sutton and Cheam til þess að and- mæla stefnusveigju rikis- stjórnarinnar að miðju? Fyrir geturkomið, að slikar tilfærsl- ur fylgis leiði til sigurs æski- legasta frambjóðandans, en ærið varasamt gæti þó orðið að ýta sifellt undir þær i þeirri trú, að sú yrði ævinlega raun- in. Sé i raun og veru ástæða til að örvænta út af núverandi ástandi i brezkum stjórnmál- um, er björgunar naumast að leita utan tveggjaflokka- kerfisins. Vitaskuld batnar íhaldsflokkurinn i augum margra kjósenda við brott- hvarf áhangenda Powells úr honum, en aðrir gera sér vonir um, að brotthvarf hófsamra kjósenda úr Verkamanna- flokknum hægi á reki hans til vinstri. Og báðir aðilar geta haft nokkuð til sins máls. Hins vegar ber svo á það að lita, að miður góður árangur frambjóðenda thaldsflokksins i aukakosningum — af hverju, sem hann kann að stafa — verður varla til þess að auka trú rikisstjórnarinnar á, að efnahagsstefna hennar njóti hylli meirihluta kjósenda. Og slik frammistaða frambjóð- enda Verkamannaflokksins virðist ekki hægja rek hans til vinstri. Heldur ýta undir fylgni hans við kröfur verka- lýðshreyfingarinnar hvað sem tautar og raular. Svo óliklega gæti jafnvel farið, að vel- gengni Tavernes i Lincoln verði til þess að hvetja hóf- sama þingmenn Verka- mannaflokksins til þess að sitja hjá við atkvæðagreiðslur og láta minna á sér bera en áður. ÞETTA væri slæmur árang- ur virðingarverðrar baráttu. Brezk stjórnmál þarfnast ekki nýs þriðja afls, sem spunnið sé utan um eftirstöðvarnar af Frjálslynda flokknum, heldur fyrst og fremst aukinnar ákveðni hófsamra manna i báðum stóru flokkunum og einurðar þeirra til að láta meira að sér kveða en áður. Enn nauðsynlegra kann þó að vera að kjósendur geri sér þess grein, að þeir eignast aldrei aðra stjórnmálamenn en þá, sem þeir verðskulda. Kjósendur hafa ekki sýnt á undangengnum árum, að þeir eigi skilið annað en þá stjórn- málamenn, sem lofa þeim gulli og grænum skógum. Afstaða kjósenda til aðal- flokkanna tveggja hefir lengi minnt á viðleitni tveggja hrappa, sem eru að reyna að leika hvor á annan. Kjósendur og stjórnmálamenn hafa met- ið hvorir aðra rétt, en hvorug- ir trúa hinum, enn sem komið er, til að bæta ráð sitt. Þeir tveir menn, sem líklegastir eru til þess að sigrast á þessu vantrausti, eru Edward Heath og Roy Jenkins. Aðalflokkarn- ir tveir gangast svo undir aðal prófraunina þegar þeir ákveða, hvort þeir gefa þess- um tveimur mönnum tækifæri til þess eða ekki. . —TK

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.