Tíminn - 22.03.1973, Blaðsíða 4

Tíminn - 22.03.1973, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Fimmtudagur 22. marz. 1973. Gaf tuttugu dýrmæt málverk Nýlega hlaut Louvre safnið i Paris dýrmæta gjöf málverka frá impressionista-timanum. Málverkakaupmaður að nafni Max Kaganovich hefur ánafnað safninu yfir tuttugu verk eftir málara eins og Cezannes, Renoir, Pissaro, Sisley, Claude Monet, Gauguin, Van Gogh, Seurat, Boudin, Dauier, Courbet, Corot, o. fl. bessi málverk koma til með að bæta úr vöntun safnsins á mál- verkum þessara snillinga. Louvre safnið mun engu að siður lenda i nokkrum vand- ræðum með að koma málverk- unum fyrir. bar er nú þegar vel setinn Svarfaðardalur. Kaganovich hefur krafizt þess að öllum málverkunum verði komiö fyrir i sama herbergi og veldur það forráðamönnum safnsins miklum höfuðverk um þessar mundir. Fólkið plataði vélina Járnbrautafyrirtæki i Paris, sem i fyrra tók upp miðavél á afgreiðslustöðum sinum hefur nú orðið að gefast upp á þvi að fara aftur á bak i þróuninni og taka upp afgreiðslufólk á nýjan leik. bað kom nefnilega i Ijós að allt of margir farþegar léku sér að þvi að plata vélarnar. Menn fundu það út, að með þvi að beita lagni mátti ferðazt oft á sama miðanum. Járnbrautirnar töpuðu þúsundum franka á dag. t febrúar s.l. var aftur ráðið fólk til starfa á 19 skipti- stöðvum. Ekki vildi hann annað en mjólk Bæjarstjórnin i Sydney i Ástraliu varð að gera út bil til að sækja mjólk til næsta bæjar hér um daginn, þegar landbúnaðar- ráðherrann Geoffrey Crawford bað um eitt mjólkurglas i veizlu i tilefni af opnun nýrrar mjólkurstöðvar i bænum. Samdróttur í búskap Norðmanna Frá þvi árið 1959 hefur tala bændabýla i Noregi lækkað úr 200 þúsund i 128 þúsund, eða um 36%. A siðustu þremur árum hefur land, sem notað er undir landbúnað, minnkað um 8%. bessar upplýsingar koma fram i skýrslu Olavs Borgan fram- kvæmdastjóra bændasamtak- anna i Noregi. Borgan segir, að þrátt fyrir þennan samdrátt hafi framleiðsla ekki minnkað. Til dæmis hafi mjólkurfram- leiðslan aukizt um 5% á siðasta ári. bað eru Norðmenn þó ekki sérlega ánægðir með, þar sem smjörfjall Efnahagsbandalags- landanna hefur stækkað iskyggilega, og þvi getur orðið erfitt fyrir þá að losna við of- framleiðsiuna. Risaostra Fiskimaðurinn Antonio Barreiros veiddi heldur betur ostru um daginn, þegar hann reri frá þorpinu sinu Vigo á Spáni. Hann hefur stundað ostruveiðar i 40 ár, og aldrei séð neina ostru hálft eins stóra og þá, sem hann kom með, hvað þá meira. Hún var pund á þyngd og talin þriggja ára gömul. 1 henni var þvi miður engin perla. Kínverskar fornminjar á sýningu 1 næsta mánuði verða flutt flug- leiðis til London þrettán tonn af fornminjum frá Kina. barna eru á ferðinni um 400 hlutir, sem ekki hafa áður sézt i Evrópu, en ætlunin er að sýna þessa hluti i London og Paris. Sýningin i London verður i Royal Aca- demy og hefst ekki fyrr en i september næst komandi, en mun standa i fjóra mánuði. Hér fáið þið að sjá tvo þeirra hluta, sem sýndir verða: Fljúgandi hestinn frá Kansu, bronsstyttu, sem talin er frá fyrstu öld eftir kristsburð. Einn fótur hestsins stendur á baki fljúandi svölu. Hin myndin er svo af jaðe-bún- ing fyrir Tou, drottningu Liu Sheng i Chung-shan héraði. bessi gripur er frá þvi um 100 fyrir Krist. Blótt blóð á niðursettu vérðl Senn liöur að þvi, að gerviblóð verður gefið fólki, sem þarf á blóðgjöfum að halda, að sögn visindamanna. begar hafa verið geröar tilraunir með þetta gerviblóð á öpum, hundum og rottum. Bandariskt visindarit segir, að þetta sé mjög athyglis- verð þróun, og er gerviblóðið búið til úr efnum, sem á ensku nefnast „perfluoro” efni. Er þeim aðallega ætlað að flytja súrefni til hjartans. bað er Robert Goyer, sem starfar við Harvardháskóla I Boston i Massachusetts sem hefur aðal- lega starfað aö þessum rann- sóknum. Hann segir, að senni- lega verði þetta gerviblóð haft litlaust, „glært”, en annars sé hægt að hafa það rautt, hvitt eða blátt, eða hvernig sem hver vili; á litinn. Gerviblóðið mun kosta um sex pund litrinn, eða helmingi minna en ekta blóö kostar i Englandi, en þaðan höfum við þessa frétt „bú sagðir framkvæmda- stjóranum svo sannarlega þína meiningu, Erlingur” „Bergur, ég er marg búinn að segja þér að fá þér sterkari gleraugu” X- „Hafðu ekki áhyggjur út af mömmu, hún skiptir sér ekki af okkar rifrildum” DENNI DÆMALAUSI bað þýðir vist ekkert að plata þig, þú veizt, að ég gerði þetta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.