Tíminn - 27.03.1973, Blaðsíða 4

Tíminn - 27.03.1973, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Þriðjudagur 27. marz. 1973 Kennslukona allra tíma Hin fagra Carina Alm er sænsk að ætt og uppruna. Hún segist ekki eiga aðra ósk heitari, en mega verða kennslukona i framtiðinni. í myndatextanum, sem myndinni fylgdi var stung- ið upp á þvi, að hún byrjaði með þvi að klæða sig, þvi þessi beri rass væri ekki góð byrjun fyrir kennslukonu, og sennilega vildu fáir foreldrar fá hana til þess að kenna börnum sinum á meðan hún léti taka af sér myndir eins og þessa. I kulda A heimsskautasvæðunum, þar sem frostið fer niður i -80 stig lifa nokkrir tugir dýrategunda og jurta. Til eru lífverur, sem þola kulda sérlega vel. Gerðar voru tilraunir með bláberja- lýng, það var geymt i fljótandi súrefni við —253 stig, og þegar það var sett f venjulegt vatn, sprungu brumhnappar út á greinunum. 1 Gælunöfn og rándýr Fólk nefnir oft skepnur, sem það hræðist. einhverjum gælu- nöfnum, og virðist það draga úr óttanum við dýrin. Til dæmis kalla Arabar i Alsir ljónin Hr. John Johnson, og Angólabúar kalla ijónin Herra. Krókódilar, tigrisdýr og filar eru oft á tiðum kallaðir afar, og Lapparnir á norðurslóðum kalla birni Gamla manninn i loðkápunni. Nú getur Martin brosað Stærsti draumur Martins litla var að geta tekið þátt i knatt- spyrnuleikjum vina sinna, en hann var fæddur með annan fót- inn 7 cm styttri en hinn, og þess vegna átti hann erfitt með að hlaupa. Þegar félagar hans fóru i fótbolta sögðu þeir honum, að bezt væri fyrir hann að vera linuvörður. Dag nokkurn fór Martin til eins af kennurunum við skólann, sem hann var i og sagði honum frá vandræðumsin um. Kennarinn fór á fund skóframleiðanda, og ræddi mál- ið við hann, og árangurinn varð sá, að búnir voru til fótboltaskór handa drengnum, sem gera honum mögulegt, að taka þátt i knattspyrnunni eins og alheil- brigður væri. Þetta var smá- ræði, en það var ekkert smáræði fyrir drenginn, sem hafði orðið að horfa á fram að þessu. Það sjáið þið lika á myndinni og brosinu á andlitinu litla. Tveir nýir prinsar í sumar? Kóngafólk óskar þess nú af öllu hjarta, að heimsbyggðinni bæt- ist tveir nýir prinsar i sumar. Annar á að vera norskur og hinn iranskur. Auðvitað eru mömm- urnar þær Sonja prinsessa i Noregi og Farah drottning i Ir- an. í Noregi halda allir konungssinnar i sér andanum af spenningi og óska þess af öllu hjarta, að barnið, sem fæðist i sumar verði strákur, og þar með fái þjóðin nýjan smáprins. t Noregi getur krónan einungis gengið i erfðir til prinsa en ekki til prinsessa. í tran eru reyndar til nú þegar tveir litlir prinsar, sem geta tekið við af föður sin- um, þegar þörf krefur, en keis- arinn er hræddur um, að þetta nægi ekki til þess að tryggja fjölskyldunni áframhaldandi yfirráð i landinu. Hann óttast mjög, að einhvern timan takist andstæðingum hans, að ráða hann af dögum og jafnvel syni hans lika. Farah á nú von á fimmta barni sinu i ágúst. Ekki hefur verið gefin út opinber til- kynning um þennan væntanlega erfingja, þar sem ekki er heim- ilt samkvæmt irönskum lögum að gera það fyrr en ákveðinn hluti meðgöngutimans er liðinn. Stafar það af þvi, að þá er ekki lengur talin eins mikil hætta á fósturláti. Töluverðir erfiðleik- ar voru samfara fæðingu tveggja siðustu barna Farah. Bæði drottningin og Leila, yngsta barnið, voru i mikilli lifshættu, og vart hugað lif fyrst eftir fæðinguna, en Leila var tekin með keisaraskurði. Eftir þetta réðu læknar drottningunni frá að eignast fleiri börn. Þrátt fyrir þetta á keisarafrúin enn von á barni, og sennilega vegna þessloforðs, sem hún gaf manni sinum, þegar þau giftust, að hún skyldi fæða honum þrjá syni, að minnsta kosti. I Noregi hefur heldur ekki verið skýrt opinber- lega frá væntanlegri fæðingu, þótt lög þar i landi segi ekki til um neinn ákveðinn frest eins og i tran. Sonja sjálf vildi ekki láta tala um málið af ótta við að hún missi þetta fóstur eins og hefur gerzt hjá henni áður. Þá var rétt búið að tilkynna um ástand prinsessunnar, þegarhún missti fóstrið, og vakti það mikla sorg allra i landinu, þótt hún hafi að sjálfsögðu verið mest hjá þeim Sonju og Haraldi krónprins. Læknar segja, að allt sé eðlilegt i þetta sinn, og Sonja er gengin með rúma þrjá mánuði, svo að allt bendir til þess að henni ætli að takast að halda þessu barni. Sonja er nú 36 ára gömul, og hefur nú hægt um sig, og ætlar að gera það á meðan á með- göngutimanum stendur. HALLÓ!” „Þér er hér mað sagt upp störfum, herra Hansen, og þér einnig fröken Svensen.” Ég heyrði hvað þú sagðir, að ég ætti að halda mig frá málningu, druliu og mat. Ó, ég er hálf- hrædd um að ég hafi gleymt svolitlu. DENNI DÆMALAUSI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.