Tíminn - 27.03.1973, Blaðsíða 1

Tíminn - 27.03.1973, Blaðsíða 1
WOTEL mimiR „Hótel Loftlelðir býður gestum slnum að velja á milli 217 herbergja með 434 rúmun — en gestum standa Itka ibúðlr tll boða. Allur búnaður miðast við strangar kröfur vandlátra. LOFTLEIÐAGESTUM LIDUR VEL. V— . s Flugvélar með fimm mönnum saknað Ekkert hefur spurzt til „Vorsins", síðan um þrjú leytið í gær Þegar flugvélin TF Vor, sem var á leiðinni frá Akureyri til Reykjavikur i gærdag, kom ekki fram á tiisettum tfma var hafin umfangsmikil leit að vélinni, en veðurskilyrði voru slæm á leitar- svæðinu og örðugt til leitar úr iofti. Með flugvélinni voru fimm menn, flugmennirnir Björn Páis- son og Knútur óskarsson, Haukur Claessen, settur flugmálastjóri, Ólafur Júliusson, arkitekt og Hallgrimur Magnússon, tré- srniður flugmálastjórnarinnar. Var vélin i leiguflugi fyrir flug- málastjórnina, en flugvél hennar var biluð i gærmorgun. TF Vor er tveggja hreyfla vél af gerðinni Beecchraft Twin-Bon- anza, I eigu Flugþjónustunnar h.f. og Slysavarnarfélags íslands. Var flugvélin sérstaklega búin til sjúkraflugs og i henni voru full- komin blindflugstæki og tvær tal- stöðvar. Flugvélin fór frá Akur- Björn Pálsson flugmaður og Beechcraft-flugvélin Vorið, sem týndist f gær. eyri kl. 14,06. Aætlaður komutlmi til Reykjavikur var 15.37. Klukkan 14.38 gaf flugvélin siðast upp staðarákvörðun. Var hún þá þvert suður af Löngumýri, en þar er flugstefnuviti, en er nú bilaður. Kl. 14.51 kallar flugum- ferðarstjóri i vélina og spyr um isingu, en er svarað neitandi. Rétt áður tilkynnti Flugfélagsvél um Isingu yfir Mýrum. Var hún i 12 þúsund feta hæð, en TF Vor var i 11 þúsund feta hæð. Þegar siðast var talað við flug- stjórnarmann á TF Vor var vélin yfir öldunum sunnan Auðkúlu- heiðar. Siðan hefur ekkert til vélarinnar spurzt. Klukkan 15.40 kom flugumferðarstjórinn, sem var á vakt og sá um innanlands- flug, að máli við varðstjóra og til- kynnti að TF Vor svaraði ekki, þegar flugvélin var kölluð uppi. Tóku þá varðstjóri og Arnór Hjálmarsson, yfirflugumferöar- stjóri við að hafa samband við týndu vélina. öllum flugvélum i lofti, nærri svæðinu var tilkynnt um, aö flugvélarinnar væri sakn- að og flugmennirnir beðnir aö svipast um eftir henni, ef kostur væri vegna veðurs og skyggnis, sem var mjög slæmt. Haldið var áfram að kalla vélina uppi. Radarinn á Kefla- vikurflugvelli var tekinn i notkun HRAUNSTRAUMURINN viö að leita vélina uppi og vélar frá Varnarliðinu, sem voru aö æfingarflugi, hófu leit með radar- tækjum. Kl. 15.50 var haft sam- band við allar landsimastöövar og stöövarstjórarnir beðnir að hafa samband við alla bæi, sem eru nærri fluglinu TF Vors. Flug- björgunarsveitin var kölluð út og margar flugvélar frá Reykja- vikurflugvelli hófu leit og eins Tryggvi Helgason frá Akureyri. Veður var enn slæmt til flugs og leitar. Þoka og slydda var á svæð- inu og 40 til 50 hnúta mótvindur miðað við flugstefnu TF Vors. Svolitið hægði og skyggni skán- aöi upp úr kl. 17.00 Flugbjörgunarsveitin og björgunarsveitir Slysavarnar- félagsins hófu leit þegar i gær meðan birtu naut við. Björgunar- sveitin Ok i Reykholti fór þegar af stað, eins björgunarsveitin á Akranesi, sveitirnar á Blönduósi og Sauðárkróki logðu upp slðdeg- is. Margár aðrar björgunar- og leitarsveitir biðu tilbúnar ef flug- vélin skyldi finnast úr lofti. I gærkvöldi voru tilbúnir 16 snjósleðar og bflar til að fara upp á Arnarvatnsheiði og upp á öræf- in, bæði sunnan og norðan aö. Var öll áherzla lögö á að koma tækjum og mannskap á vettvang, þannig að hægt væri að leggja upp til leitar þegar i birtingu. I dag, þriðjudag er spáð batn- andi veðri og bjartara. 1 birtingu i morgun hófu margar flugvélar leit úr lofti og ef TF Vor finnst munu leitarflokkum á landi þegar visað á staðinn. OÓ. STEFNIR I HOFNINA K J-Reyk javík. Eftir hádegið i gær, náði hraunið i Vestmannaeyjum, að raf- stöðinni, og skömmu síðar stóð hún i Ijósum logum. Fór þar með ein aðallif- æðin í bænum, en áður var rafstrengurinn úr landi orðinn óvirkur. Þá fór önnur vatnsleiðslan úr landi í sundur á Skansinum i gær, þegar hraunið náði þangað. Símasambands- laust var meira og minna í allan gærdag við Vest- mannaeyjar. Frá þvi í fyrrakvöld hefur hraunið stöðugt skriðið fram, og fært tugi húsa í kaf, jafn- framt þvisem þaðógnar nú höfninni. Hraunið fór aftur að hreyfast fyrir alvöru um miðnætti aðfara- nótt mánudagsins, en það hafði þá litiö hreyfzt frá þvi snemma á föstudagsmorguninn. Skreið hraunjaðarinn fram i norð- vestur, fór yfir Heimagötu á kafla og var komið að rafstöðinni eftir hádegið. Glóandi hraunið kveikti i rafstöðinni og logaði i henni fram eftir degi. Vararaf- stöðvar eru a.m.k. tvær i Eyjum. önnur er i Vinnslustöðinni, en hin i gagnfræðaskólanum. Verður Vinnslustöðvarstöðin tengd við nokkra mikilvæga staði i bænum, en gagnfræðaskólastööin mun þjóna þeirri starfsemi, sem fram fer i gagnfræðaskólanum. Þar hafa almannavarnir nú aðsetur Framhald á bls. 13 Hraunið ryðst þarna fram við hornið hjá raf- stöðinni, sem brann í gær. Til hægri sér i Helgafell. (Timamynd Gunnar)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.