Tíminn - 27.03.1973, Blaðsíða 6
6
TÍMINN
Þriðjudagur 27. marz. 197.2
Þorbjörg
Einarsdóttir:
ÓMAKLEG MÓTMÆLI
SÍÐUSTU ár hefur veriö
efnt til margvislegra mót-
mæla. Unga fólkið hefur
riðiö þar á vaðið í flestum
tilfellum. Fjöldi fullorð-
inna hefur hneykslazt á
mótmælum unglinganna,
ekki sist kvenþjóðin. En nú
er rööin komin að henni. En
væri þá ekki nær að mót-
mæla einhverju öðru, en
þessum nýju hækkunum á
verði landbúnaðarvara?
Fengu ekki allir launa-
menn kauphækkanir fyrir
stuttu síðan? Áttu þá bænd-
urengarhækkaniraö fá, og
allir þeir sem vinna við
landbúnaðarvörur þar til
þær eru komnar i hendur
okkar húsmæðra?
Landbúnaðarvörur hafa verið
svo ódýrar hór á landi að undrun
sætir. Til er atvinnugrein, auðvit-
að mest áberandi hér i þéttbýlinu,
sem algjörlega ætti að banna, en
það er svokallaður sjoppurekstur.
Ég hef ekki heyrt stjórnmála-
menn né aðra frammámenn telja
hann óþarfan. En bændur þeir
ættu helzt að vera sem allra fæst-
ir. Með hverju ætli islenzkir lækn-
ar hafi komið berklasjúklingum
til heilsu? Varla með sælgætisáti
og gosdrykkjaþambi. Það er ekki
að sjá, að islenzkar húsmæður
hafi úr litlu að spila. Að minnsta
kosti virðast margar þeirra láta
börnin sin hafa fullar hendur fjár,
til að kaupa fyrir sælgæti, gos-
drykki og annan slikan óþarfa.
Næstum þvi i hvert sinn sem
ég kem i matvörubúðir, standa
smá og stór börn i biðröðum
kaupandi alls konar sælgæti og
venjulega um leið einhverja teg-
und gosdrykkja, meira að segja
rétt fyrir hádegismat. Skyldu
þessi börn borða matinn sinn með
góðri lyst? t mörgum tilfellum er
svo gosdrykkjaflöskunni kastað i
steinstétt eða næsta sjáanlega
stein, og sem oft getur valdiö
margvislegu tjóni.
Þetta láta mæðurnar viðgang-
ast, sem sifellt tala um, að tekj-
ur heimilisins nægi ekki fyrir
lifsnauðsynjum. Og alltof margar
konur láta sig ekki vanta siga-
rettur né vin sé farið á
skemmtanir.
Árlega bætast við söluturnar,
opnir langt fram á kvöld, og eng-
inn atvinnurekstur virðist blómg-
ast betur. Kringum þá er oft
ófagurt um að litast, glerbrot,
bréfadrasl, vindlingastubbar o.fl.
Aumingja börnin og ung-
lingarnir. Allt er gert til að ginna
þau til að kaupa þennan óþverra.
Þeim er ekki láandi, þótt þau
freistist til þess. Það skyldi nú
aldrei vera, að mörg óreglan,
meðtalin innbrot og þjófnaðir
byrjuðu ekki einmitt i sælgætis-
búðinni.
Mér hefur oft runnið til rifja
vegna barnanna, þegar lögreglan
þarf hvað eftir annað hafa af-
skipti af þeim, þegar búið er að
venja þau á allskonar ósiði og
gera þau að ógæfufólki. Þá vantar
ekki fordómana hjá fullorðna
fólkinu og stóryröin hjá dag-
blöðunum. Þessu sama fólki, sem
heldur hlífisskildi yfir vægast
sagt vafasömum atvinnurekstri
og jafnvel hrósar þeim mönnum,
sem leiða aðra á glapstigu, fyrir
hvað þeir komi sér nú vel áfram.
Húsmæður góðar, sem ætlið að
mótmæla verði á landbúnaðar-
vörum. Hafið þiö reiknað út, hve
marga litra af mjólk þið fáið fyrir
andvirði eins sigarettupakka.
Eða hvaö marga kjöt og ostbita
fyrir allt gosdrykkjasullið, sem
keypt er. Hvort skyldi vera
hollara? Hvað kaupið þið mikið af
kexi, hve margar tegundir af
niðursuöuvörum, pakkamat o.fl.
sem alltof langt mál yrði upp að
telja.
Svo á að fara að mótmæla
hækkun á okkar dásamlegu og
hollu landbúnaðarvörum, sem
hver einasta þjóð væri stolt af að
geta framleitt, sökum þess hve
allt er hér ennþá ómengað. Marg-
ar þjóðir hafa veitt þessu athygli
og sáröfunda okkur af. En þvi
miður er hætta á, að við ts-
lendingar séum ekki nægilega á
verði, að varðveita þessa dýr-
mætustu eign okkar. Gildir hér
hið gamla spakmæli, að meiri
vandi er að gæta fengins fjár en
afla þess.
Ættum við húsmæður nú ekki
heldur til að byrja með, að hætta
aðra hverja viku að kaupa gos-
drykki, sælgæti, sigarettur, kex
og yfirleitt allar erlendar pakka
og niðursuðuvörur, hreinlætis- og
snyrtivörur og sjá hvaða áhrif
það hefði á efnahaginn.
Ég varð mjög undrandi, þegar
ég sá Dagrúnu Kristjánsdóttur
húsmæðrakennara, aðalforsvars-
manr. þessara mótmæla á kaup-
um landbúnaðarvara. Ég hef
haldið hana skynsama og hugs-
andi konu og haft mikla ánægju af
að hlusta á erindi hennar og ráð-
leggingar. t einum þætti sinum
benti hún á, hve dýrt væri að
kaupa niðursoðin og pökkuð mat-
væli, einnig væru þau óhollari.
Brýndi hún fyrir okkur að baka
brauðið, sjóða baunirnar, búa til
ábætinn, haustmat o.fl. o.fl., en
hella ekki bara matnum úr glös-
um, dósum og pökkum, sem fylltu
öll sorpilát og kostuðu offjár. Lik-
lega er meiri parturinn af okkar
landbúnaðarvörum i lang ódýr-
ustu umbúðum allra matvæla.
Hvers vegna mótmælir nú Dag-
rún Kristjánsdóttir þvi, sem hún
áður mælti mest með? Ég hélt
hún væri alin upp i sveit og vissi
hve gifurleg vinna liggur á bak
við framleiðslu landbúnaðarvara,
Vestmannaeyingar vilja
byggja bæ viðSuðurströndina
FJÖLMENNUR fundur Vest-
mannaeyinga, sem haldinn var á
Selfossi, s.l. sunnudag, sam-
þykkli einróma að þegar verði
liafi/t handa um hyggingu nýrrar
hafnar við suðurströndina.
Tvær tillögur voru samþykktar
á fundinum. Hin fyrri er svo-
hljóðandi; Fundurinn lýsir sam-
stöðu með ályktun Húseiganda-
félags Vestmannaeyja um bóta-
greiðslur til Vestmannaeyinga.
Siðari tillagan er þannig:
Fundurinn samþykkir að skora á
ráðamenn þjóðarinnar að hefja
nú þegar raunhæfa könnun á
staðsetningu nýrrar hafnar við
suðurströnd landsins. Fundurinn
telur, að tapist Vestmannaeyja-
höfn, þá sé um nær 2000 mílna
hafnlausa strandlengju að ræða
og að útilokað muni verða að
stunda eðlilegar veiðar á
fengsælum fiskimiðum við slikar
aðstæður.
Fljótlega eftir að Vestmanna-
eyingar komu á meginlandið
sýndi sig, að meginkjarninn
sunnan lands var i ölfusborgum,
Hveragerði, Þorlákshöfn og Sel-
fossi. Kennararnir i Laugask. i
Hverag. en þar eru um 100 Vest
m.eyjabörn við nám komu fljót
lega á spila- og skemmtikvöldi.
Var það vel sótt og út úr þessu
var stofnað nokkurs konar átt-
SVF R
Leiðsögumenn og veiðiverðir
óskast til starfa við veiðiár
félagsins i sumar. Skriflegar
umsóknir sendist skrifstofu
félagsins, Háaleitisbraut 68, fyr-
ir 10. april n.k.
Stangaveiðifélag Reykjavikur.
hagafélags, sem hlaut nafnið
Heimþrá. Formaður þess er
Kristján Georgsson. Þetta félag
gekkst fyrir fundinum á Selfossi.
Fundarhúsið var fullsetið og
komust færri inn en vildu og voru
gangar troðfullir. Talið er að um
500 manns hafi komið á fundinn.
Miklar umræður urðu og báru
fundarmenn fram fyrirspurnir.
Þrir af fulltrúum bæjarstjórnar,
sem komu á fundinn, eiga sæti i
stjórn viðlagasjóðs, er þeir voru
bundnir þagnarheiti og gátu þvi
ekki skýrt nakvæmlega frá þvi
hvað stórn sjóðsins hyggst fyrir.
Að þvi er Hermann Einarsson,
kennari i Laugaskarði, sagði
blaðinu, virtist eining Eyjabúa
mjög sterk og vilji þeirra er, að
þótt búseta liggi niðri i Eyjum
næstu árin, eöa jafnvel um
ókomna tið, reyni Vestmanna-
eyingar að halda hópinn, eftir þvi,
sem kostur er. Er það greinilegur
vilji, að ef höfn verður byggð við
suðurströndina þá skuli
Vestmannaeyingar flytja þangað
og byggja bæ. ÓÓ.
|j| ÚTBOÐ f
Tilboð óskast i að byggja Aðveitustöð 2. II.
áfanga að Lækjarteig 1, hér i borg, fyrir
Rafmagnsveitu Reykjavikur.
Útboðsgögn eru afhent i skrifstofu vorri gegn 5.000.-
króna skilatryggingu.
Tilboðin veröa opnuð á sama stað miðvikudaginn 25. april
n.k. kl. 11.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvcgi 3 — Sími 25800
Hminner
peningar
| Auglýsid
: i Timamun
þó einstaka óviti kunni að halda,
að mjólkin verði til i plastpoka
eða kjötið i dós.
Virðist helzt, að hún hafi orðið
fyrir gjörningum frá stjórnarand
stöðunni, sem rær að þvi öllum
árum að klekkja á rikisstjórninni,
og gera henni sem erfiðast fyrir.
Ég hélt að Dagrún Kristjánsdóttir
væri meiri Islendingur en þetta.
Skora ég hér með á háttvirta
rikisstjórn, að banna algjörlega
innflutning á öllu þvi ónýta
skrani, sem margar verzlanir eru
yfirfullar af, ýmiskonar svoköll-
uðum matvælum, sem verra er að
láta ofan i sig en ekkert, einnig
erlendar hreinlætisvörur o.fl.
Ég myndi engum trúa betur til
að flokka það, sem óhollast er og
óþarfast og vinna að þvi ötullega
en Dagrúnu Kristjánsdóttur.
Þorbjörg Einarsdóttir.
Fjölnir fór
ó 87
þúsund
Erl-Reykjavik. — A bóka-
uppboði Knúts Bruun i gær
nam andvirði seldra bóka 550
þúsundum króna, og er þá
eftir að bæta söluskattinum
ofan á.
Hæst verð var gefið fyrir
Fjölni, en hann fór á 87 þús-
und. Almanak Þjóðvina-
félagsins var slegið á 27.000
og Sýslumannaævir á 42.000
kr. Landnáma út gefin i
Kaupmannahöfn 1774 kostaði
þarna 41.000 kr., Antiqvarisk
Tidskrift 28.000 og Sunnan-
pósturinn 11.500 krónur, svo
að nokkrar bækur séu nefnd-
ar.
Sigurður R. Helgason:
T ryggingastof nun
Athugasemd viö skrif um
Tryggingastofnun rikisins
t tilefni skrifa Þjóðviljans
föstudaginn 23. marz og Timans
sunnudaginn 25. marz um eftir-
vinnu starfsmanna Rikisendur-
skoðunar við endurskoðun i
Tryggingastofnun rikisins óskum
vér. að eftirfarandi komi fram:
1. Rikisendursk. veitti starfs-
mönnum Hagvangs h.f. fullan
stuðning og mikilvæga aðstoð við
gerðskýrslu þeirrar um rekstrar-
hagræðingu i Tryggingastofnun
rikisins, sem Heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytið
hefur nýlega gefið út. Starfs-
mönnum Hagvangs h.f. er jafn-
framt kunnugt um, að ýmsar þær
ábendingar, sem Rikisendur-
skoðunin veitti þeim um rekstur
Tryggingastofnunar, hafði þegar
verið komið á framfæri við for-
ráðamenn Tryggingastofnunar
rikisins.
2. Yfirvinna starfsmanna Rikis-
endurskoðunar við daglega
endurskoðun sjóðhreyfinga er
gerð samkvæmt ósk forstjóra
Tryggingastofnunar rikisins og
hófst i forstjóratið Haralds Guð
mundssonar. Miðað við núv.
vinnuaðferðir verður þeirri ósk
ekki fullnægt nema i eftirvinnu.
Starfsmenn Hagvangs h.f.hafa
hins vegar lagt til. að öðrum
vinnuaðferðum sé beitt i
Tryggingastofnuninni, sem gerðu
það kleift að vinna viðkomandi
endurskoðun i dagvinnu. Þessi
tillaga var lögð fyrir þá starfs-
menn Rikisendurskoðunar er
endurskoðunina annast. Töldu
þeir ekkert þvi til fyrirstöðu að
framkvæma tillöguna og voru
henni að öllu leyti meðmæltir,
eins og fram kemur á 118. bls.
skýrslunnar.
3. Hagvangur h.f. harmar, með
tilliti til jákvæðrar afstöðu Rikis-
endurskoðunar til niðurfellingar
eftirvinnu starfsmanna sinna við
endurskoðun i Tryggingastofnun
og revndar til skýrslugerðarinnar
i heild, að ummæli i skýrslu Hag-
vangs h.f. varðandi umrædda
eftirvinnu háfi verið túlkuð á
þann hátt, sem gert var i Þjóö-
viljanum 23. marz og Timanum
25. marz.
Virðingarfyllst
Sigurður R. Helgason
Framkvæmdastjóri
Hagvangs h.f.
rmr
fengu að
kenna
d því
Olóður maður gekk berserks-
gang s.l. sunnudagsnótt og braut
útispegla og loftnetsstangir af 31
bil. Var hægt að rekja slóð
mannsins um Grettisgötu, Njáls-
götu, Skólavörðustig og Óðins-
torg. Réðist hann á kyrrstæða
bila, hvar sem hann sá þá og reif
af þeim fyrrgreind tæki.
Þegar maðurinn var loks hand-
tekinn var hann með marga bila-
spegla i vösunum en stangirnar
lágu hér og hvar i slóðinni.
— Oó.
NHMMM
Varðskip skjóta
ÞÓ, Reykjavik — Hálfgert striðs-
ástand er nú á fiskimiðunum
suður af Surtsey. Þar hafa Isl.
varðskip og brezkir togarar háð
harða baráttu um helgina, og sem
betur fer hefur islenzku varð-
skipunum ávallt vegnað betur i
viðureigninni. islenzku varðskip-
in hafa orðið að gripa til
byssunnar, og hafa þau bæði
skotið púðurskotum og kúlu-
skotum. Bretarnir hafa iika
skotið og reyndar ekki fallbyssu-
skotum. Þeir gripu til linu-
byssunnar og skutu einu skoti
yfir Ægi.
Atökin suður af Surtsey hófust
um klukkan fjögur á sunnu-
daginn, og áttust þá við Ægir og
Wyre Defence og sá frægi
Brucella. Ægir kom að
togurunum, sem voru að veiðum
12 sjómílur suður af eynni.
Brucella dró fljótlega upp vörp-
una og gerði siðan itrekaðar til-
raunir til að sigla á varðskipið, en
hinn togarinn hélt áfram veiðum.
Þegar skipstjóri Brucellu hætti
ekki ásiglingartilraununum,
skaut Ægir einu skoti fyrir
framan skipið og siðan tveim
púðurskotum að togaranum. A
meðan á þessu stóð dró Wyre
Defence inn vörpuna og tók siðan
þátt i ásiglingartilraununum.
Eftir að kúluskotið reið af hættu
togararnir ásiglingatilraununum.
Um klukkan sex hindraði Ægir,
að Brucella byrjaði veiðar á ný.
Togaramenn skutu þá linuskoti
yfir Ægi og lenti linan á varðskip-
inu. Laust fyrir miðnættið klippti
Ægir á báða togvira Wyre
Defence, eftir að Bretinn hafði
hvað eftir annað reynt að sigla á
varðskipið.
Snemma i gærmorgun kallaði
Hörður Guðbjartsson, skipstjóri á
hinum nýja skuttogara Guðbjarti
IS 16 á varðskip og sagði, að
brezki togarinn St. Leger H 178
væri að reyna að slita vörpu
Guðbjarts með akkeri, sem hann
drægi á eftir sér. Þetta átti sér
stað um 17 sjómilur suðvestur af
Surtsey.
Varðskip kom strax á
staðinn.og stuggaði þaðSt. Leger
frá Guðbjarti, og var St. Leger þá
með vörpuna úti. Setti varðskipið
út virahnifana og i þvi kom brezki
togarinn Jacinta FD 159 aðvifandi
og reyndi togarinn að sigla á varð
skipið.