Tíminn - 27.03.1973, Blaðsíða 15
Þriftjudagur 27. marz. 1973
TÍMINN
Umsjón: ÁTfreð Þorsteinsson
15
MARTRÖÐIN MIKLA
ÞAÐ voru vonsviknir áhorfendur,
sem yfirgáfu Laugardalshöllina á
laugardaginn. Áhorfendur urðu
vitni að martröð islenzka lands-
liðsins f handknattleik, sem tap-
aði niður öruggum sigri i tveggja
marka tap i síðari háifleik. Mar-
tröðin byrjaði á 18. min. siðari
hálfleiks, þegar islenzka liðið
hafði þrjú mörk yfir 12:9. Þá
gerði þjálfari liðsins Karl Bene-
diktsson, stóra skyssu. Hann
skipti þremur leikinönnum útaf
og allt fór að ganga á afturfótun-
um hjá islenzka liðinu. Þeim tókst
ekki að skora mark, það sem eftir
var af leiknum. Á þessum tima
skoruðu Norðmenn fimm mörk,
tvö þeirra eftir ljót mistök is-
lenzka liðsins i sókn.
Sóknin hjá islenzka liðinu var
hryllingur i siðari hálfleik. Leik-
menn isl. liðsins skoruðu aðeins
þrjú mörk i 30 min. Mörkin voru
skoruð á 3.10.og 17. min. Sóknar-
leikur liðsins var ekki upp á
marga fiska, það er eitthvað
meira en litið að hjá landsliði,
sem skorar ekki nema þrjú mörk
i hálfleik, og þar að auki missir
niður þriggja marka mun. 1 fyrri
hálfleik munaði mest um einstak-
lingsframtak Geirs Hallsteins-
sonar, sem skoraði sex mörk af
niu og Einars Magnússonar, sem
skoraði tvö siðustu mörkin i fyrri
Sorglegt að horfa upp d
leikreynda landsliðsmenn
tapa niður öruggum sigri
d klaufalegan hdtt.
Noregur vann ísland 14:12
hálfleik.
Það er greinilegt, að islenzka
liðiö er ekki mikið samæft,
sóknarleikurinn er i molum og
hann er byggður upp á einstak-
lingsframtaki. Aftur á móti er
vörn liðsins góð og það er ekki
hægt að kenna henni um tapið.
Landsleikurinn á laugardaginn,
er eitthvað mesta kjaftshögg,
sem islenzkt landslið hefur feng-
ið. Að skora ekki nema þrjú mörk
i siðari hálfleik gegn lélegu
norsku landsliði, er fyrir neöan
allar hellur. Það er ekki hægt að
þjálfara islenzka liðsins
um tapið. Það var martröð að
horfa upp á eins leikreynda leik-
menn og skipuðu islenzka liðið,
glopra niður öruggum sigri. Eitt
er vist, að það þarf að fara að
byggja upp nýjan landsliðs-
kjarna, — dæla nýju blóði i lands-
liðið.
Það er ekki nóg að byggja
landsliðið upp á baráttuglöðum
varnarmönnum, sem kunna varla
að halda á knetti i sókn. Það eru
mörkin, sem ráða úrslitum i
knattleikjum, en ekki vöðvamikl-
ir varnarleikmenn. Ef kannaður
er listinn yfir markhæstu leik-
menn 1. deildar, þá eru 2 af 10
efstu mönnum á honum i landslið-
inu.
Mörk islenzka liðsins i leiknum
skoruðu þeir Geir Hallsteinsson 6,
Einar Magnússon 3, Axel, Gunn-
steinn og Ólafur, eitt hvor.
Noregur sigraði i leiknum
14:12, — en staðan i hálfleik var
9:7 fyrir tsland.
Dregið
hjd
KSÍ
DREGIÐ var i happdrætti KSt i
gær hjá Borgarfógetaemjiættinu i
Reykjavik. Vinningsnúníerið var
innsiglað, þar sem nokkrir aðilar
eru ekki búnir að gera skil. Þeir
sem eftir eru að senda uppgjör,
eru beðnir að gera það strax, svo
að það verði hægt að birta
vinningsnúmerið.
Brynjólfur Markússon, sést hér skora eitt af mörkunum sfnum tiu gegn
Armanni. (Timamynd Gunnar)
Brynjólfur skor-
aði tíu mörk gegn
Ármannsliðinu
Aðeins 100 dhorfendur sdu leik ÍR og
Ármanns, sem lauk með jafntefli 20:20
ÞAÐ voru aöeins um 100
áhorfendur sem uröu vitni aö
jöfnum leik Ármanns og ÍR i 1.
deild islandsmotsins i hand-
knattleik á sunnudagskvöldiö.
Leiknum lauk með jafntefli 20:20
ÍR-liöiö byrjaði vel og Brynjólfur
Markússon átti snilldarleik i
byrjun. Ilann skoraöi átta af
fyrstu 10 mörkum ir-Iiðsins, sem
naði fimm marka forskoti 10.5.
Ármenningar gáfust ekki upp,
þeim tókst að jafna 14:14 fyrir
leikshlé og komast yfir 15:14 á 3.
min. siðari hálfleiksins.
Siðan mátti sjá tölur eins og
15:15, 16:16, 17:17, 18:18, 19:19 og
Hörður Kristinsson, skorar
20:19, þegar 10 min voru til
leiksloka. Siðasta mark leiksins
skoraði svo Ágúst Svavarsson,
með snilldarlegu langskoti utan
af velli, sem small niður viö
stöngina.
Liðin skiptust svo á að sækja,
en þeim tókst ekki að skora og
lauk leiknum þvi 20:20.
Brynjólfur Markússon átti
stjörnuleik með IR-liðinu hann
skoraði 10 mörk i leiknum, þrjú úr
vitaköstum. Aðrir, sem skoruðu,
voru Ágúst Svavarsson 6 ( 1 viti),
Jóhannes 3 og Gunnlaugur eitt.
Björn Jóhannesson, lék nú sinn
bezta leik með Ármannsliðinu i
vetur, hann skoraði átta mörk,
sum stórglæsileg. Aðrir, sem
skoruðu voru: Hörður 3, Þor-
steinn 3, Olfert 2 (bæði viti),
Ragnar, Stefán, Guðmundur og
Vilberg, eitt hver.
Haukar léku sér ao
KR-lioi
HAUKAR léku sér að KR-ingum á
sunnudagskvöldið i tslands-
mótinu i handknattleik. Eini Ijósi
punkturinn i leik KR-Iiðsins var,
að mcð liöinu léku þrir ungir leik-
menn, Simon, Sigurður Páll
óskarsson og Árni Guðmundsson.
Þessir leikmenn lol'a góðu og
hefðu mátt byrja að leika fyrr I
vetur rneð KR-liöinu. Það voru
þeir ólafur ólafsson og Stefán
Jónsson, sem voru aðalmennirnir
i leik Hauka-liðsins. Stefán fékk
að leika lausum hala og hann
naut sin vel. Hvað eftir annað
FH-ingar
unnu
Skagamenn
LITLA-bikarkeppnin i knatt-
spyrnu hófst á laugardaginn
uppi á Skaga. Það voru FH-
ingar, sein komu þangað i
heimsókn og léku undir merki
Hafnarfjarðar. FH-liðið kom,
sá og sigraöi 2:0. Mörk FH
skoraöi Dýri Guðmundsson og
Helgi Ragnarsson. Hafnar-
fjaröarliöiö virðist ætla aö
halda sigurgöngu sinni áfram,
— eins og menn muna, þá tap-
aði FH aöeins einum leik á
keppnistimabilinu i fyrra,
úrslitaleiknum gegn Eyja-
mönnum i bikarkeppninni.
*
ÓVÆNT
ÚRSLIT
MJOG óvænt úrslit urðu i 1.
deild kvenna i handknattleik
um helgina. Valsliðið var
heppið að ná jafntefli 6:6 gegn
Vikingi þá kom KR-liðið á
óvart, þegar það sigraði Ar-
mann 12:10. Breiðablik svo
Fram 12:11. Keppnin er nú að
harðna i 1. deildinni, Fram og
Valur eru jöfn að stigum og
berjast um Islandsmeistara-
titilinn. Fjögur lið, Vikingur,
Ármann, KR og Breiðablik,
eru öll i fallhættu. Nánar verð-
ur sagt frá leikjunum á morg-
un og þá verður einnig spjall-
að um möguleikana i deild-
inni.
1U KR tefldi fram
skoraöi hann með langskotum og
gegnumbrotum.
Haukar skoruðu fjögur mörk,
áður en KR-ingar komust á blað,
og þegar staðan var 6:2, fyrir
Hauka, kom kafli, sem gerði út
um leikinn . Næstu sex mörkin
komu frá Haukum og staðan var
orðin 12:12. Haukar héldu tiu
marka forskotinu i fyrri hálfleik,
sem lauk 14:4. Gunnar Einars-
son, landsliðsmarkvörður úr
Haukum, varði mjög vel i fyrri
hálfleiknúm.
Siðari hálfleikurinn var jafnari,
en tiu marka munurinn hélzt
alltaf, og um tima voru Haukar
komnir þrettán mörkum yfir
25:12. Leiknum lauk með yfir-
burða sigri þeirra 27:16.
Haukar léku af svipuðum styrk
leika og þeir hafa leikið i 1.
deildarkeppninni. Stefán Jónsson
lék sinn bezta leik f vetur og
skoraði mörg góð mörk. Gunnar
Gretar
sýndi
stórleik
þegar Keflvíkingar
unnu Eyjamenn
KEFLVIKINGAR tóku Eyja-
menn heldur betur i kennslustund
i knattspyrnu á sunnudaginn,
þegar liðin mættust i Meistara-
keppni KSt á malarvellinum i
Kcflavik. Keflavikurliöiö var
betra liöiö allan lcikinn og Grétar
Magnússon, sýndi stórleik. Mcð
dugnaöi sinum dreif hann meö-
spilara sina áfram, hann var
langbezti maður vallarins.
Keflvikingar léku — maður á
mann-vörn, þeir létu menn elta
þá Ásgeir Sigurv.son og Orn
óskarsson allan leikinn og þetta
varnarbragð heppnaðist vel. Það
kom greinilega i ljós, að Eyja-
menn eru æfingarlausir.
Keflavikurliðið er mjög gott um
þessar mundir og það er ekki að
efa, að enski þjálfarinn Joe
Hooley á eftir að gera liðið enn
sterkara i sumar og það verður
örugglega erfitt að stöðva
Keflvikinga. Mörk Keflavikur-
liðsins, skoruðu þeir Steinar
Jóhannsson og Friðrik Ragnars-
son.
ungum leikmönnum
Einarsson, markvörður Hauka,
lék mjög vel f fyrri hálfleik. 1
siðari hálfleik stóð hinn landsliðs-
markvörður Hauka i markinu,
Sigurgeir — en hann varði ekki
eins vel. Þá var ólafur Ólafsson
góður að vanda. Mörk Hauka
skoruðu: Stefán 9, ólafur 8 (6
viti), Sturla 4, Þórir 3, Guð-
mundur 2, og Sigurður Jóakims-
son, eitt.
Hjá KR-liðinu var Haukur Otte-
sen beztur og ungu piltarnir,
Simon, Sigurður og Páll og Arni
lofa góðu. Þarna eru á ferðinni
mjög efnilegir handknattleiks-
menn og þurfa KR-ingar ekki að
kviða framtiðinni. Mörkin fyrir
KR skoruðu: Haukur 9 (3 viti),
Arni 3, Sigurður 2, Björn og
Bjarni, eitt hvor .
Hilmar Ólafsson og Sigurður
Hannesson, dæmdu leikinn
þokkalega. -SOS
GRÉTAR MAGNÚSSON..var
bezti inaöur vallarins á sunnu-
daginn i Keflavik.