Tíminn - 27.03.1973, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 27. marz. 1973
TÍMINN
17
Enska knattspyrnan:
DRAUMUR ARSENAL
UM TVÖFALDAN SIGUR
ER ENN ÞÁ FYRIR HENDI
Leikmenn Arsenal sættu sig ekki við jafntefli gegn
AAanchester City. McLintock maðurinn d bak við sigur Arsenal.
Sigurmarkið var skorað 8 mínútum fyrir leikslok.
MCLINTOCK, fyrirliði Arsenal,
hélt draumnum um „tvöfaldan
sigur” (bæði að sigra deild og
bikar) á lifi, þegar Arsenal heim-
sótti Manchester City á Maine
Koad. Hann sýndi frábæran leik
og lék stórkostlega. City sótti
mikið i fyrri hálfleik, cn skilyrðin
til að leika knattspyrnu voru lé-
leg, rok, rigning og völlurinn
blautur. t fyrri hálfleik var dæmt
óréttlátt viti á Arsenal, Summer-
bee komst fram hjá McNab og
MoLintock fyrirliði Arsenal sýndi
frábæran leik gegn City.
hljóp samhliða Peter Storey — þá
lét hann sig detta og lék það eins
og snilldar leikari. Dómarinn
dæmdi vitaspyrnu. I>að þorði
enginn leikmaður City að taka
vitaspyrnuna og boltinn lá
óhreyfður — en þá hleypur Doyle
að knettinum og stillir honum á
vitapunktinn og flýtir sér að
spyrna — og knötturinn fór
himinhátt yfir. Það var á 55. min.
að mark mánaðarins kom. Rice
spyrnti góðum bolta fram völlinn,
þar sem Kennedy náði að skalla
til George. Hann lét knöttinn
hoppa einu sinni og spyrnti siðan
þrumuskoti meö hægri fæti — og
knötturinn söng i netinu.
Jöfnunarmark City kom svo á
82. min. Það var Booth, sem skor-
aði — og leikmenn City voru búnir
að sætta sig við jafntefli. Aftur á
móti sættu leikmenn Arsenal sig
alls ekki við jafntefli. Nú sýndu
þeir hversvegna þeir eru á
toppinum i enskri knattspyrnu.
Með grimmd og geysilegu bar-
áttuskapi tókst þeim að skora á
85. min. Það var Kennedy sem
skoraði. Þrir leikmenn voru
bókaðir i leiknum, þeir Summer-
bee hjá City og Rice og George
hjá Arsenal, en þetta var i fjórða
skiptið, sem þeir eru bókaðir á
keppnistimabilinu.
Þótt Brian Clough, fram-
kvæmdastjóri Derby, hefði hótað
leikmönnum sinúm öllu illu, ef
þeir slökuðu á i deildarkeppninni,
þá sýndu þeir aldrei þá knatt-
spyrnu, sem er vitað að þeir geta
leikið. Leikmenn Sheff. Utd.
sýndu góðan leik, en enginn lék
samt betur en Tony Currie. Hann
var allstaðar á vellinum og
landsliðsmiðvörðurinn hjá Derby
McFarland stóð með sveittan
skallann og vissi ekki hvernig
hann ætti að stöðva Currie.
Dearden (2) og Bone skoruðu
mörk Sheff. Utd. en Davies skor-
aði fyrir Derby.
Shilton, markvörður Leicester,
sannaði enn einu sinni að hann er
bezti markvörður Bretlandseyja.
Það gerði hann á laugardaginn i
leik gegn Stoke. Hann varði frá-
bærlega og leikmönnum Stoke,
sem sóttu nær stanzlaust, tókst
ekki að koma knettinum i netið
hjá honum. Hurst, hinn kunni
leikmaður Stoke, var niðurbrot-
inn maður, þegar hann brenndi af
vitaspyrnu. Það var ótrúlegt,
hyernig Shilton varði hvað eftir
annað. Varamaðurinn Tomlin
skoraði fyrsta mark Leicester
með skalla á 52. min, og svo skor-
aði Birchenall annað markið 6
min. fyrir leikslok úr einu sókn
Leicester i siðari hálfleik.
Birmingham sýndi það á
laugardaginn, að þeir leika að öll-
um likindum I 1. deild á næsta
keppnistimabili. Liðið fékk
Coventry i heimsókn. Heima-
menn áttu allan leikinn. — Coven-
try-liöið, sem er ekki búið að ná
sér eftir tapið gegn Úlfunumi
bikarkeppninni, var aldrei liklegt
tilað sigra Birmingham
á heimavelli. t siöustu 52 leikjum
Birminghajn á heimavelli I deild-
unum hafa þeir ekki tapað nema
þrem leikjum.
Hatton lék vel og hann átti
heiðurinn af öllum mörkunum.
Hann skoraði fyrsta markið á 29.
min. og siðan komu mörk frá
þeim Latchford og Taylor. Bak-
vörðurinn Martin var bókaður,
fyrirað bregða Hutchison, hinum
snjalla framlinuspilara Coventry,
gróflega. Þá fékk fyrirliði Coven-
try Roy Barry bókun, og verður
hann að öllum likindum settur i
leikbann.
örvæntingafullir leikmenn
Manchester United áunnu sér
fleiri óvini á laugardaginn, heldur
en nokkurn tima áður. Þeir léku
varnarleik á White Hart Lane i
Lundúnum, þegar þeir léku gegn
Tottenham. Eftir að Graham
skoraði sitt fyrsta mark fyrir
United siðan hann var keyptur frá
Arsenal, þá lögöust leikmenn
United í vörn. En markið kom
strax eftir sex minútur. 14 lands-
liðsmenn léku i leiknum, sem var
hneyksli fyrir enska knattspyrnu,
sem cr nú greinilega i öldudal.
Chivers kom i veg fyrir að United
færi með bæði stigin, með þvi að
jafna 1:1 sex min. fyrir leikslok.
Leeds og Wolves léku frábær-
lega i leik, sem fór fram á Elland
Road. Þótt það vantaði fimm
leikmenn hjá úlfunum, sýndu
þeir stórgóða knattspyrnu, en i
liðið vantaði þá Baiiey, Hegan,
McCalliog, Jefferson og Hibbitt.
Tveir leikmenn léku ekki með
Leeds, þeir Clarke og Cherry. Ef
liðin leika eins góða knattspyrnu
og þau sýndu á laugardaginn,
þurfa áhorfendur ekki að kviða
leik þeirra i undanúrslitum bikar-
ins. Vörnin hjá úlfunum var mjög
róleg og Parkes markvörður lék
vel fyrir aftan hana.
Liverpool hafði mikiö fyrir þvi
að sigra Norwich á heimavelli
sinum Anfield Road. Norwich-lið-
ið lék vel, en Suggett fór illa að
ráði sinu I byrjun leiksins. —
Hann komst einn inn fyrir vörn
Liverpool og átti ekki annaö eftir
en að renna knettinum i autt
markið, — en hann skaut hátt yf-
ir. Fyrsta markið kom á 52. min.
Iiughes lék upp miðjuna og gaf á
Lawler, sem skoraði. Á 55. min.
fékk Keelan, markvörður Nor-
wich, sem lék vel i fyrri hálfleik,
annað mark á sig, sem liann gat
komiö i veg fyrir. Langskot frá
Hughes fór á milli fóta hans og i
netið.
Mellor, sem lék áður með Man.
City, skoraði mark Norwich á 77.
min. með þvi að leika á vörn
Liverpool og siðan á Clcmence
markvörð og rcnna knettinum I
netið. Hall skoraði svo siðasta
mark leiksins aðeins tvcim min.
fyrir leikslok. Leikmenn Norwich
gerðu mikla skyssu i leiknum,
þeir fóru að leika varnarleik, þeg-
ar staöan var 2:0. Það áttu þeir
aldrei að gera, þvi að þeir höfðu
leikið vel fram að þvi. Markið,
sem Mellor gerði, var fyrsta
mark Norwich á útivelli frá 16.
desember s.l.
Leikmenn West Ham börðust
ofsalega, þegar þeir léku gegn
Crystal Palace á Selhurst Park i
Lundúnum. Það var greinilegt að
þeir ætluðu sér ekki að tapa fyrir
Palace og þar með yrði West
Ham fyrsta Lundúnaliðið sem
það gerði. Þótt leikmenn Palace
hafi leikið vel, þá tókst þeim ekki
að sigra West Ham. ,,Pop” Rob-
son náði forustu fyrir „Hamm-
ers” og Brooking bætti marki við
i siðari hálfleik. Þegár 15 min.
voru til leiksloka skoraði Possee
fyrir Palace og sóttu þeir stift
siðustu minúturnar, ákveðnir að
ná stigi. En þegar þeir sóttu sem
mest fékk Bobby Moore knöttinn
og sendi hann fram til MacDou-
Ilay Kennedy, markaskorarinn mikli hjá Arsenal, skoraði úrslita-
markið gegn City, og hann lagði upp mark mánaðarins, sem George
skoraði.
gall, sem átti ekki i erfiðleikum
með að skora. Þótt útlitið i 1. deild
hjá Palace sé ekki gott, þá eru
leikmenn liðsins bjartsýnir. Þeir
eru ákveðnir að ná niu stigum út
úr siðustu niu leikjum liðsins i
deildinni. Það verður erfiður róö-
ur, þvi að liðin, sem Palace á eftir
að leika gegn, eru sterk (sjá ann-
ars staðar á siðunni).
Leikmenn Newcastle voru ekki
beint heppnir gegn Chelsea. Þeir
náðu forustunni i leiknum með
marki Barrowclougt I fyrri hálf-
leik. En i siðari hálfleik varð
Howard fyrir þvi óhappi á 55.
min. að stýra skoti frá Garner i
sitt eigið mark.
Joe Harper, sem Everton
keypti frá Aberdeen á 180 þús.
pund var hetja liðsins i leiknum
gegn Ipswich. Hann skoraði eina
mark leiksins 15 min. fyrir leiks-
lok. SOS.
Þessi mynd var tekin f leik Tottenham og Manchester United á laugardaginn. Hún sýndi þá Tony Young
(2) , Manchester Utd. og Cyril Knowles, Tottenham.