Tíminn - 29.03.1973, Side 3

Tíminn - 29.03.1973, Side 3
Fimmtudagur 29. marz 1973. TÍMINN 3 Högg Mbl. lenti á Húsmæðrafél. Rvíkur 1 forystugrein Mbi. I gær er ritað uin mótmæli Húsmæðra- félags Reykjavikur gegn verð- lagi á iandbúnaðarvörum. Þessi leiðari Mbi. er athyglis- verður fyrir þá staðreynd, aö i honum er viðurkennt, aö það sé rétt, sem Timinn sagði i leiöara á þriðjudag, að flestar aðrar matvörur og innfluttar vörur hafa hækkað mun meira frá nóv. 1970 en bú- vörurnar. Þessi leiðari hlýtur þvi að hafa verið hnefahögg í andlit þeirra félagskvenna i Iiúsm æðrafélagi Reykja- vikur, sem hafa Mbl.-asklokið fyrir himin. Með þessum leiðara staöfesti Mbl. það, að þessar konur eru haldnar alvarlegri glámskyggni i þjóö- málum og hafa enga heildar- yfirsýn yfir útgjöld heiinila sinna, þar sem þær mótmæla verðlagningu á þeim vörum, sem minnst liafa hækkað i verði á undanförnum 2-3 árum og eru jafnframt hoilustu og hlutfallslega ódýrustu vörurnar á mark- aönum um leiö og þær hvetja aörar húsmæður til að kaupa i staðinn fyrir þessar vörur þær vörutegundir, sem hækkaö hafa miklu meira í verði og eru jafnframt mun verri og óhollari heimilismönnum. En hvers vegna rekur Mbl. Húsmæðrafélagi Reykjavikur þennan löðrung? Það er sjálf- sagt óviljaverk ritstjórans I ákafanum við að koma höggi á rikisstjórnina. Þaö er reitt hátt til höggs, höggið geigar og lendir ekki á rikisstjórn- inni, eins og tii var ætlazt/ heldur á Húsmæðrafélagi . Rcykjavíkur. Mbl. tekur nefnilega verðhækkanirnar á þeim vörum, sem konurnar i Húsmæðrafélagi Reykjavikur ætla að kaupa f staðinn fyrir framleiðsiu fslenzks land- búnaðar sem sérstök dæmi og áþreifanlega sönnum um það, „AD STJÓRNARSTEFNAN HEFUR LEITT TIL OF- BODSLEGRAR VERÐ- HÆKKUNARÖLDU OG BEINNAR LIFSKJARA- SKERÐINGAR” Þær vorur, sem hér cr fyrst og fremst um að ræða og inest liafa hækkað, eru innfluttar vörur. Þær hafa liækkað svo gifurlega á heimsmarkaöi og vegna verðbólgu i ýmsum við- skiptalöndum okkar, sem sums staðar hefur verið meiri en hér á tslandi sfðustu miss- eri, og vegna sifelldra gengis- breytinga erlendis og þeirra sviptinga f viöskiptalifi, sem þær liafa haft i för með sér. Áhrif erlendra verðhækkana Enginn mannlegur máttur á ísiandi heföi getaö komið i veg fyrir, eða haft nokkur áhrif á þessa hækkun á heims- markaðsverði þessara inn- fluttu vara. Þessar vörur verðum við að flytja inn og þær eru ekki faiar fyrir lægra vrð erlendis, hver sem rikis- stjórnin er, sem við völd situr á Alþingi. Verö þessara vara væri vissulega ckkert lægra erlendis nú, þótt Gylfi og Jó- hann hefðu setið áfram i stjórnarstólum á tslandi og það lækkar vist lieldur ekkert við það, þótt þeir fengju völd- in. En til viðbótar við þá erfið- leika i verðlagsmálum, sem að núverandi rikisstjórn hefur borið vegna verðhækkana er- lendis má t.d. benda á til við- bótar við þær verðhækkanir á erlendum vörum, sem Mbl. Frh. á bls. 15 Þarna sér framan á C-5A flutningaþotuna, sem kom til Keflavikurflugvallar i fyrrinótt. Undir vængnum vinstra megin er sæmilega stór vörubill, og undir vængnum hægra megin má greina mann, en bæði hann og billinn eru litlir i samanburöi við þetta ferlíki (Timamyndir G.E.) Stélið er 20 m. hátt Stéliö er tuttugu metra hátt, og sést hæðin vcl á þessari mynd þegar mennirnir eru bornir saman við stélið. 800 vilja 200 hús Vestmannaeyingar vilja setjast að alls staðar á landinu ÞÓ, Reykjavik — Húsnæðis- miðlun Vestmannaeyja hafa nú borizt 803 umsóknir i innfluttu húsin 200, sem Viðlagasjóöur hefur fest kaup á frá Norður- löndunum. Þessar 803 umsóknir hafa komið frá meira en tuttugu stöðum á landinu, og ber þvi ekki á öðru, en Vestmannaeyingar hafi hug á að setjast aö sem viðast á landinu — að minnsta kosti i bili. Jónas Guðmundsson, hjá hús- næðismiðluninni sagði i samtali við blaðið, að til viðbótar þessum umsóknum hefðu nú borizt 30-40 umsóknir, sem ekki væri búið að innfæra. Hann sagði, að flestar kæmu umsóknirnar frá Reykjavik eða 201, frá Hafnar- firði hafa komiö 110, Keflavik 76, Selfossi 64, Þorlákshöfn 61, Grindavik 40, Kópavogi 24, Mos- fellssveit 24, frá Suðurnesjum hafa borizt 16 umsóknir, frá Akureyri 14, Hveragerði 14, Eyrarbakka 12, Akranesi 10, Hvolsvelli og Hellu 10, Hornafirði 9, Stokkseyri 7 og 85 hafa ekki tekið ákvörðun um aðsetursstað. Ennfremur sagði Jónas, að um- sóknir um lóðir hefðu borizt frá 26 aðilum, eins og til dæmis á Austfjörðum og tsafirði. 15þús.d. Jón Kjartansson forstjóri ÁTVR hefur afhent Hjálparstofnun kirkjunnar D.Kr. 15.000.00 (isl. kr. 234.389.00) sem gjöf til að- stoðar Vestmannaeyingum frá kr.tilEyja fyrirtækjunum Danisco og De Danske spritfabrikker i Kaup- mannahöfn. (Frétt frá Hjálparstofnun kirkjunnar) KJ, Reykjavik — t fyrri- nótt kom til Keflavikur- flugvallar stærsta flug- vél, sem nokkru sinni hefur komið hingað til lands, og hafa þó hingað komið t.d. Boeing 747 þotur „Júmbó” — þot- urnar, sem eru stærstu flugvélar, sem notaðar eru i almennu farþega- flugi i dag. Þá hafa komið hingað til lands stærstu flutningaflug- vélar Sovétrikjanna, en C-5A flutningaþotan frá bandariska hernum, sem kom i fyrrinótt slær allar hinar út. C-5A flutningaþotan kom hingað til lands færandi hendi, þvi að hún var hlaðin dælum og pipum, sem nota á i baráttunni við hraunstrauminn i Vest- mannaeyjum. Það er erfitt að lýsa þvi með orðum hverskonar ferliki hér er um að ræða, en ef þessi flutningaþota er t.d. borin saman við Boeing 727 Flugfélags- þoturnar, þá myndi saman- burðurinn vera á þessa leið: C-5A þoturnar eru 75.5 metra langar, en Boeing þotur Flugfélagsins eru 40.6metra langar. Vængjahafið á þeim stóru er 68 metrar, en 33 á Flugfélagsþotunum. Stélið er 20 metrar á C-5A, en rúmir tiu á Flugfélagsþotunum. Fullhlaðin vegur C-5A þotan 348 tonn en Boeing 727 vegur 73 tonn. Aftur á móti hafa Flugfélagsþoturnar vinninginn hvað hraða snertir, þvi að hámarkshraðinn er 974 kilómetrar en hámarkshraði flutningaþotanna er 919 km á klst. Þá eru þessar C-5A flutninga- þotur fimm metrum lengri en „Júmbó” þoturnar. Menn og bilar sýndust agnar- litlir við hliö flutningaþotunnar á Keflavikurflugvelli i fyrrinótt, og þegar afturendi þotunnar var opnaður var eins og verið væri að opna flugskýli. Flugstjórnar- klefinn er eins og upp á fjórðu hæð i fjölbýlishúsi, og það er lika betra fyrir flugmennina að hafa gott útsýni, og nægt athafna- svæði, þegar þeir aka þotunni á flugvöllum. Auk þessa ferlikis, komu tvær aðrar bandariskar flutningaflug- vélar með útbúnað til dælingar- innar i Eyjum. Alls komu þessar þrjár vélar með 160 tonn, en þar af mun stóra vélin hafa flutt um 110 tonn, en hinar 25 tonn hvor. Þá var von á fimmtu og siöustu vél- inni i gærkvöldi, en fyrsta vélin kom á mánudaginn. Megnið af dælunum og pipunum, sem bandarisku flutn- ingaflugvélarnar komu með, verður flutt með skipi til Vest- mannaeyja, en Fragtflugsvél fór eina ferð I gær með pipur til Ey ja þvi að legið mun hafa á að fá þær pipur strax. Þarna er veriö að taka dælurnar út úr flutningaþotunni, og eins og sjá má er opið að aftan mikiö gimald . (Timamyndir G.E.)

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.