Tíminn - 29.03.1973, Qupperneq 6
6
TÍMINN
Fimmtudagur 29. marz 1973.
ALÞINGI
Umsjón:
Elias Snæland Jónsson
Tillaga Björns Pdlssonar (F) um endurskoðun tryggingakerfisins:
AFNEMA VERÐUR ÞAÐ
MARGFALDA OG RÁN-
DÝRA KERFI SEM NÚ RÍKIR
EJ—Reykjavik.
Björn Pálsson (F) mælti i fyrradag fyrir þing-
ályktunartillögu, sem hann flytur um endurskoðun
á tryggingakerfinu. Þar leggur hann m.a. til að ,,af-
numið sé hið tvöfalda, lögboðna örorku- og lifeyris-
sjóðakerfi þannig, að einn sameiginlegur lifeyris-
sjóður sé fyrir alla landsmenn”.
Tillagan felur í sér, að rikis-
stjórnin láti endurskoða
tryggingakerfið i heild i þeim til-
gangi að gera það einfaldara,
ódýrara og réttlátara. Eftirfar-
andi atriða sé einkum gætt:
1. Afnumið sc hið tvöfalda, lög-
boðna örorku- og lifeyrissjóðs-
kerfi, þannig að einn saineigin-
legur lifeyrissjóður sé fyrir alla
landsmenn. Miðað skal við, að
uppliæð fullra örorku- og
lifeyrishóta eftir l!7 ára aldur
geti numiö allt að 2/3 af venju-
legum starfslaunum, hafi bóta-
þegi engar aðrar tekjur, en lif-
eyrir sé lægri ef um aðrar tekj-
ur er að ræða.
2. Tryggingakerfið sé fjármagn-
að annað tveggja af rikissjóði
að öllu leyti eða af rikissjóði og
iðgjöldum cinstaklinga og fyr-
irtækja, hliðstætt þvi, sem er i
Noregi og Sviþjóð. Verði siöari
kosturinn valinn, sem hag-
kvæmara mun reynast, greiða
atvinnurekendur ákveðna
prósentu af nettótekjum, en
launþegar og vinnuveitendur
sameiginlega tiltekna prósentu
af vinnulaunum og sé miðað við
dagvinnu og kauptryggingu
sjómanna.
3. I.ifeyrissjóði þá, sem nú eru
lögboðnir, sé heimilt^að hafa i
vörzlu þcirra aðila eða stétlar-
samtaka, sem sjá um þá nú, og
skal ávaxta þá og nýta á hag-
kvæman hátt fyrir viökomandi
aðila. Kikisvaldið skal hafa
eftiriit mcð starfsrækslu þeirra
og verðtryggja ef unnt er.
4. Sé álitiö ógerlcgt að afnema ið-
gjöld lifey riss jóða stéttar-
félaga, vegna þess að þeir séu
álitnir nauðsynlegir til öflunar
lánsfjár, þá verði frekar horfið
af þeirri leið að afla lánsfjár á
þann hátt að skylda einstakl-
inga á aldrinum 37-62 ára til aö
kaupa sparimerki, hliðstætt
þvi, sem ungt fóik verður að
gera nú. Miðað sé við 4-6% af
venjulegum vinnulaunum.
Sparimerkin skal vcrðtryggja
og endurgreiða eftir ákveönum
rcglum eigendum þeirra, eftir
að þeir hafa náð 67 ára aldri. Sé
eigandi sparimerkja látinn, áð-
ur en þau eru að fullu greidd,
skal innistæöa hans ganga til
erfingja eftir sömu reglum og
aðrar eignir.
Fyrirkomulagið í ná-
granna löndunum
f itarlegri greinargerð sem
Björn Pálsson flutti með þessari
tiílögu, sagði hann m.a. eftirfar-
andi:
Ég hef kynnt mér tryggingamál
i nágrannalöndum okkar. Þar er
kerfið einfalt, og eigi tvöfalt og
þrefalt eins og hér. Um það er tal-
að i þessum löndum, að heildar-
lifeyrir þurfi að vera 2/3 af
venjulegum vinnutekjum, ef eigi
er um aðrar tekjur að ræða. En
lifeyrir er eigi greiddur i Noregi
og Danmörku fyrr en eftir 69 ára
aidur.
f Noregi greiða atvinnurekend-
ur, þar á meðal bændur, 7,8% af
nettótekjum sinum i trygginga-
gjöld, launþegar 4% af launum,
en atvinnurekendur 8,8% á móti.
Kiki og sveitarfélög greiða litið. í
Sviþjóð er svipað kerfi, en i Dan-
mörku greiðir rikið mun meira,
en iðgjöld einstaklinga eru lægri.
Þessar tryggingar svara til al-
mannatrygginga hér, og verðgildi
elli-og örorkubóta er svipað og er
hjá okkur. Lögboðnir lif-
eyrissjóðir eru eigi i þessum
löndum, hvorki fyrir launþega né
bændur, nema hjá Finnum. Þeir
hafa sérstakan lifeyrissjóð fyrir
bændur. Þar greiðir rikið 50% ið-
gjalda og bændur 50%, og er mið-
aö við matsverð jarða. Það er
viturlegri heiðarlegri og einfald-
ari innheimtuaðferð en hér á
landi.
Tvöfalt og þrefalt kerfi hér
á landi
Itikið greiðir hér allan kostnað
við almannatryggingar og nær
allan sjúkrakostnað. Til
tryggingamála er varið nær 1/3 af
rikisútgjöldum. Þarsem 4/5 hluta
rikistekna er aflað með óbeinum
sköttum er þvi ljóst, að allir þurfa
að greiða verulegar fjárhæðir til
tryggingamála. Auk þess þurfa
félagar stéttarfélaga innan
Alþýðusambands íslands að
greiða 10% af dagvinnukaupi i lif-
eyrissjóði. Vinni gift kona úti,
þarf hún i flestum tilfellum einnig
að greiða 10% af vinnulaununum.
Ungmenni, 16 ára og eldri eru lát-
in greiða til lifeyrissjóða en séu
þau i skóla meira en 6 mánuði á
ári, fá þau 4% endurgreidd, en
þau 6%, sem talið er að atvinnu-
veitandinn greiði, hirðir sjóður-
inn. Þær prósentur eru vitanlega
greiddar fyrir vinnu viðkomandi
aðila. Þessar reglur hafa einnig
verið notaðar við sjómenn.
Félagar i stéttarfélögum og
bændur munu þvi greiða, þegar
kerfið er komið i fullan gang, yfir
20% af dagvinnukaupi sinu til
tryggingamála, sé tillit tekið til
þess, sem greitt er i gegnum
rikiskerfið. Auk þess eru greiðsl-
ur atvinnurekenda til slysa-, at-
vinnuleysis- og sjúkratrygginga.
Þetta er miklum mun meira en
nágrannaþjóðir okkar greiða.
Samkvæmt þessu ætti að vera
hægt að greiða hærri lifeyri eftir
67 ára aldur en venjuleg vinnu-
laun eru, ef eigi væri um verulega
lækkun á verðgildi peninga að
ræða. Enginn veit fyrir vist, hvað
lifey rissjóðir stéttarfélaga eru
margir, en álitið er, að þeir séu
27. Litið eftirlit er með fjárreiðum
þeirra, en allir hljóta þeir að hafa
stjórnir og framkvæmdastjóra.
Kerfið er allt tvöfalt eða þrefalt
og fáránlegt i framkvæmd.
Trúnaðarmenn verkalýðsfélaga
hlaupa um og innheimta iðgjöld
hjá atvinnurekendum, greiða
gamalmennum nokkrar krónur
ársfjórðungslega, sem lækka
bætur almannatrygginga i mörg-
um tilfellum hliðstætt. Kaup-
félagsst jórar taka ákveðnar
prósentur af innleggi hvers bónda
auk ákveðinnar prósentu af
heildarinnlegginu, nema rikið
greiði þann hluta af niður-
greiðslufé. Mun hér vera um
heimsmet að ræða hvað inn-
heimtuaðferðir snertir. örorku-
bætur og sennilega mat á örorku
eiga að vera i tvennu lagi,
sjúkrabætur i sumum tilfellum i
þrennu lagi, þvi að ýmis stéttar-
félög hafa sérstaka sjúkrasjóði,
sem atvinnurekendur verða að
borga i. Hér er þvi um tvöfalt og
þrefalt innheimtukerfi aö ræða og
tvöfalt eð.a jafnvel þrefalt
greiðslukerfi. öllu þessu fylgir
mikil skriffinnnska og kostnaður.
Lífeyrisbætur frá mörgum
aðilum
önnur hlið tryggingamálanna
eru lifeyrisbætur. Opinberir
Björn Pálsson
starfsmenn hafa verðtryggð
eftiriaun, þannig að lifeyrissjóður
þeirra greiðir ákveðna prósentu
launa miðað viö það ár, sem þeir
hættu störfum. Eftir 30-35 ára
starfsaldur getur sú upphæð orðið
2/3 launa. Verði verðbreytingar
eða launahækkanir, greiðir rikis-
sjóður mismuninn. Sú fjárhæð
hefur farið vaxandi og nemur nú
ca. 200 milljónum. Auk þess hafa
opinberir starfsmenn lifeyri frá
almannatryggingum, þannig að
þeir eru á fullum launum, eftir að
þeir hætta störfum. Þeir eru þvi á
vissan hátt betur settir fjárhags-
lega en á fyrri starfsárum sinum
þegar þeir þurftu að stofna heim-
ili, ala upp börn og greiða náms-
skuldir.
Ráðherrar og þingmenn hafa
nokkra sérstöðu. Hafi þeir gengt
störfum um árabil, fá þeir i fyrsta
lagi eftirlaun sem ráðherrar eða
þingmenn. Sé um embættismenn
eða bankastjóra að ræða, hafa
þeir eftirlaun sem slikir. Sé um
bændur eða félaga i stéttarfélög-
um að ræða, fá þeir væntanlega
eftirlaun þannig, þegar þeir sjóð-
ir taka til starfa til fulls að 12 ár-
um liðnum. Eiga þær bætur að
nema 2/3 hlutum af venjulegum
vinnulaunum. 1 þriðja lagi eiga
þeir að fá bætur frá almanna-
tryggingum. Sennilega nema
þessar bætur samanlagt hærri
fjárhæð en tekjur viðkomandi að-
ila voru, meðan þeir voru i starfi.
Félagar i stéttarfélögum og
bændur eiga að fá tvöfaldan lif-
eyri, þ.e. frá almannatryggingum
og hinum lögboðnu lifeyrissjóð-
um, þegar þeir taka til starfa.
Sé gert ráð fyrir, að bæt-
ur almannatrygginga nemi
allt að 2/3 af venjulegum vinnu-
launum, eins og stefnt virðist að,
og bætur sérsjóða nemi 2/3 hluta
vinnulauna, ættu aldraðir lif-
eyrisþegar að hafa meiri tekjur
en þeir höfðu af vinnu sinni, með-
an þeir voru ungir. Auk þess hafa
margir aldraðir menn tekjur af
eignum, og ýmsir geta haft ein-
hver störf með höndum. Er það
meira virði fyrir gamalt fólk en
háar bætur.
Hiö mikla ranglæti
Starfsaldur þeirra, sem stunda
langt nám, er styttri en bænda og
almennra launþega. Þetta atriði
hafa þeir athugað, sem sömdu
lögin um lífeyrissjóð sjómanna,
þótt illa hafi verið með sjómenn
farið. Þar er hámark iðgjalda-
timabils 30 ár. Almennir launþeg-
ar eiga nú að greiða iðgjald til lif-
eyrissjóða frá 16-17 ára aldurs, en
það getur orðið 51 ár. Bændur
eiga að greiða frá 20-67 ára, eða i
47 ár, búi þeir svo lengi. Ég lét
reikna út fyrir tveimur árum, hve
miklar fjárhæðir þetta yrðu mið-
að viðverðlag 1970. Launþegi eða
bóndi, sem hefur 330 þús. kr. á ári
i tekjur, þarf að greiða 33 þús. kr.
árlega, en það gerir i 30 ár með
10% vöxtum og vaxtavöxtum
5.971.133 kr., en i 40 ár 16.066.109
kr. Upphæðin nær þrefaldast á
fjórða áratugnum og vex mun
hraðar á þeim fimmta. Sá, sem
greiðir iðgjald i 50 ár, mun þvi
greiða allt að þvi sjö sinnum
hærri upphæð með vöxtum og
vaxtavöxtum en sá, sem greiðir
iðgjald i 30 ár. Þetta er tilfinnan-
legt ranglæti i lifeyrissjóðalög-
gjöfinni. Það væri til mikilla bóta,
ef tryggingakerfið væri aðeins
30 ár og iðgjaldagreiðslur hæfust
eigi fyrr en eftir 35 ára aldur.
Laun og afurðaverð hefur
hækkað mikið i krónutölu siðan
1970. Hjón, sem vinna bæði úti,
hafa gjarnan 600 þús. kr. i dag-
vinnukaup, iðgjöld af þvi eru 60
þús. á ári. Það gerir með 10%
vöxtum og vaxtavöxtum i 40 ár
29.211.107 kr. Hliðstætt munu
stærri bændur eiga að greiða, þvi
að iðgjöld þeirra eiga að vera 50%
hærri en bænda, sem hafa meðal-
bú. Ljóst er, að iðgjaldagreiðslur
félaga i stéttarfélögum og bænda
eru allt of háar, nema reiknað sé
með miklum gengislækkunum.
lögjöld 2000 milljónir 1972
1 lifeyrissjóði stéttarfélaga og
bænda greiða 40-50 þús. manns
10% af vinnulaunum. Iðgjöld hafa
sennilega numið árið 1972 nær 2
milljörðum en nálgast sennilega 3
milljarða i ár, ef iðgjöld inn-
heimtast. Úr sjóðum þessum á
engu að eyða næstu 12 árin. Allir
sjá hversu óhemju miklir fjár-
munir þetta verða með vöxtum
og vaxtavöxtum. Peningar skapa
vald. Hvert stéttarfélag mun vilja
ráða yfir sinum sjóði. Banka-
starfsemin myndast þá um hvern
sjóð með tilheyrandi kostn. Deil
ur munu verða milli rikis-
valds og sjóðsstjórna um yfirráð
þessara fjármuna. Þetta fé mun
verða lánað út, eftirlitið verður
misjafnt og fénu misvel varið.
Eftir nokkra áratugi munu þessir
sjóðir eiga verulegan hluta af
eignum landsmanna og sjóðs-
félagar strita við að greiða vexti
af eigin fé. Á þann hátt mun skap-
ast öflugra auðvald en kaþólska
kirkjan var á sinum tima.
Tryggingakerfi okkar er nú
tvöfalt eða jafnvel þrefalt og
fáránlegt i framkvæmd. Þessu
þarf að breyta, gera það einfald-
ara réttlátara og framkvæman-
legra. Ég hef eigi trú á, að það
takist, hema horfið sé að þvi að
taka upp svipað kerfi og Norð-
menn og Sviar hafa. Sjúkratrygg-
ingar ættu einstaklingar og
sveitarfélög að greiða að hálfu og
eftirlitið að vera i heimabyggð-
um. Það mundi spara mikla fjár-
muni. 1 þvi sambandi vil ég
benda á, að daggjöld á sjúkrahús-
um úti á landsbyggðinni eru sums
staðar þrefalt lægri en i Reykja-
vik. Væri þetta gert, gætu útgjöld
rikisins til tryggingamála lækkað
um allt að 5 milljarða. Hægt væri
þá að stórlækka tekjuskatt, af-
nema launaskatt og jafnvel lækka
eða afnema fleiri skatta. Bættur
hagur rikissjóðs mundi einnig
Frh. á bls. 15
III
Mörg mál voru tekin til um-
ræðu i báðum deildum Alþing-
is i gær.
i efri dcild voru eftirtalin
mál afgreidd:
1) Stjórnarfrumvarpið um
hlutdeild rikisins i byggingu
og rekstri dagvistunarheimila
var samþykkt til 3. umræðu
með nokkrum minni háttar
breytingum.
2) Halldór E. Sigurðsson,
fjármálaráðherra, mælti fyrir
frumvarpi um staðfestingu
rikisreiknings 1970, en neðri
deild hefur þegar samþykkt
það frumvarp. Var þvi visað
til 2. umræðu og fjárhags- og
viðskiptanefndar.
3) Stjórnarfrumvarp til
námulaga var samþykkt frá
deildinni og til neðri deildar.
4) Stjórnarfrumvarpið um
breytingu á orkulögum, hvað
stuðning við mótorrafstöðvar
bænda snertir, var samþykkt
til 3. umræðu með nokkrum
breytingum.
4) Frumvarp um breytingu
á lögum um stofnun og slit
hjúskapar var samþykkt til 3.
umræðu.
5) Stjórnarfrumvarpið um
Happdrætti DAS var sam-
þykkt til 3. umræðu.
6) Loks var stjórnarfrum-
varpið um Happdrætti háskól-
ans samþykkt til 3. umræðu
með nokkrum breytingum á
minni háttar atriðum núgild-
andi laga.
i neðri deild voru eftirfar-
andi mái tekin fyrir:
1) Stjórnarfrumvarpið um
dvalarheimili aldraðra var
samþykkt frá deildinni til efri
deildar með einni smávægi-
legri breytingu, en
breytingartillögur, 8 talsins,
frá Pétri Sigurðssyni (S), voru
allar felldar.
2) Halldór E. Sigurðsson,
fjármálaráðherra, mælti fyrir
frumvarpi um breytingar á
tollskrá, sem efri deild hefur
afgreitt, og var þvi visað til 2.
umræðu og fjárhags- og við-
skiptanefndar.
3) Ólafur Jóhannesson,
dómsmálaráðherra, mælti
fyrir stjórnarfrumvarpi um
dómara og rannsóknardeild i
ávana- og fikniefnamálum,
sem efri deild hefur afgreitt.
Friðjón Þórðarson (S) efaðist
um gildi frumvarpsins, en þvi
var siðan visað til 2. umræðu
og allsherjarnefndar.
4) Stjórnarfrumvarpið um
breytingar á lögum um eitur-
efni og hættuleg efni var sam-
þykkt frá deildinni til efri
deildar.
5) Pétur Sigurðsson (S)
flutti framsögu fyrir frum-
varpi, sem hann flytur ásamt
5 öðrum þingmönnum úr 4
flokkum um að vissan hluta
ársins verði vissum fjölda
báta af ákveðinni stærð leyft
að veiða með botnvörpu eða
dragnót i Faxaflóa til að afla
neyzlufiskjar fyrir ibúa á
Faxaflóasvæðinu. Jónas
Árnason (AB) sagði þetta
frumvarp eitt hið versta, sem
lengi hefði verið flutt á Alþingi.
Rakti hann siðan ýmis mót-
mæli gegn þessu frumvarpi,
sem borizt höfðu. Var frum-
varpinu visað til 2. umræðu og
sjávarútvegsnefndar.
6) Stjórnarfrumvarp til
hafnarlaga var samþykkt til 3.
umræðu með nokkrum
breytingum, sem óskað var
eftir af hálfu Hafnamálasam-
bands sveitarfélaga, og auk
þess breytingatillögu, sem
Matthias Bjarnason hafði lagt
fram við 1. umræðu málsins.
Frh. á bls. 15