Tíminn - 29.03.1973, Qupperneq 16
'----------------------------
Fimmtudagur 29. marz 1973.
-
MERKIÐ, SEM GLEÐUR
HHtomist i Sumpfélaginu
Gistió á gódum kjörum
#HivraL#
Iral
Ei^iiy Inl
SGOÐI
I j fyrir ffóóan mut
$ KJÖTIÐNADARSTÖD SAMBANDSINS
%
Elias Steinsson vift bryggju i Keykjavik, nú fyrir skömmu.
Elias Steinsson á strandstað á Stokkseyrarfjöru Ljósm.HSi
Sextándi
skipsskaðinn
á árinu
Níu skipverjum bjargað við erfiðar
aðstæður úr brimgarðinum við Stokkseyri
Þó, Reykjavík— Sextándi skips-
skaðinn á þessu ári átti sér stað i
fyrrinótt, þegar Elias Sveinsson
VE 167 strandaði rétt austan við
Stokkseyri á svonefndu Langa-
skeri, en það er rétt niður af ts-
ólfsskála. Báturinn strandaði i
dimmu en stilltu veðri skömmu
eftir miðnætti. Þrátt fyrir lognið
gekk björgun frekar erfiðlega,
þar sem brim var nokkuð og
báturinn lá i sjálfum brimgarðin-
um. Skipverjunum, niu talsins,
hafði þó verið bjargað á fjórða
timanum.
Elias Sveinsson, sem er 66 lesta
eikarbátur, var að koma úr neta-
róðri þegar hann strandaði.
Báturinn, sem var gerður út frá
borlákshöfn um þessar mundir,
hafði fengið um 25 tonn af góðum
þorski suðaustur af Vestmanna-
eyjum.
Báturinn var á fullri ferð, þegar
hann strandaði og var stýri-
maðurinn i brúnni, en skipstjóri
og eigandi bátsins, Bjarnhéðinn
Eliasson var sofandi. Þeir, sem
sváfu fram i lúkar bátsins, vissu
vart af sér fyrr en þeir vöknuðu á
kafi i sjó, en um leið og báturinn
strandaði gekk kinnungur bátsins
inn.
Skipverjar náðu fljótlega sam-
bandi við Þorlákshöfn, og þaöan
var haft samband við Björgvin
Guðmundsson, formann
björgunardeildarinnar á Stokks-
eyri. Var björgunardeild Slysa-
varnarfélagsins þar komin á
staðinn skömmu siðar, og á eftir
komu björgunarsveitarmenn frá
Eyrarbakka.
Ekki gekk sem bezt að ná til
mannanna um borð i bátnum. Há-
flæði var og var báturinn i aðal-
brimgarðinum, þannig að stöðugt
braut á honum. Björgunar-
sveitarmenn fóru með tæki sin
eins nálægt bátnum og þeir kom-
ust, og voru þá 200 metrar út i
bátinn. Var siöan skotið linu út i
bátinn og átti að draga mennina i
land á gúmmibjörgunarbátunum,
en ekki vildi betur til en það, að
báðir gúmmibjörgunarbátar
bátsins rifnuðu, þegar tekið var i
þá. Ekki þótti þorandi að draga
mennina i land i linustól, þar sem
hætta var talin á að þeir gætu
lamizt við skerin og klettana á
leiðinni. Var það þvi tekið til
bragðs, að senda gúmmibát með
utanborðsmótor út i brimgarðinn
til að sækja mennina. Fóru þrir
Frh. á bls. 15
Hersetu Bandaríkja-
manna í Víetnam lokið
NTB—Saigon. Sið-
ustu bandarisku her-
mennirnir áttu að fara
frá Vietnam kl. 5 i morg-
un að islenzkum tima og
þar með mun hafa verið
lokið 10 ára hersetu
Bandarikjamanna i
landinu. Stutt kveðjuat-
höfn átti að fara fram er
siðustu liðsforingjarnir
færu úr landi.
í gær fóru 1800 bandariskir her-
menn frá S-Vietnam og 49
Varð undir
dróttarvagni
og beið bana
BANASLYS varð á bryggjunni i
Straumsvik s.l. þriðjudagskvöld.
Varð maður þar undir dráttar-
vagni og lézt samstundis. Maður-
inn var danskur og bjó i Vest-
mannaeyjum þar til gosið hófst,
en hefur undanfarið verið starfs-
maður i flutningadeildinni i
Straumsvik. Hann var 49 ára
gamall. Maðurinn bjó með is-
lenzkri konu.
Slysið varð með þeim hætti, að
dráttarvél var ekið upp bryggj-
una i Straumsvik og voru tveir
vagnar aftan i henni. Stjórnandi
dráttarvélarinnar sá tvo menn
framundan og þar sem þeir gengu
á akbrautinni gaf hann hljóð-
merki, en að þvi er dráttarvélar-
stjórnandinn ber, færðu þeir sig
litið til. Hemlaði þá stjórnandinn,
en þá komu báðir vagnarnir aftan
á dráttarvélina og hún hentist
áfram og á annan manninn. Varð
hann fyrir öðru framhjóli
dráttarvélarinnar og féll. Stjórn-
andinn stöðvaði dráttarvélina og
var maðurinn þá meðvitundar-
laus vjð framhjól fremra dráttar-
vagnsins. Þegar stjórnandinn var
að reyna að ná manninum undan
vagninum fór vélin af stað aftur
og hljóp hann aftur upp á hana til
að reyna að stöðva, en á meðan
fór hjól dráttarvagnsins yfir höf-
uð mannsins.
OÓ.
bandariskum striðsföngum var
sleppt i Hanoi. 19 stórar
flutningaflugvélar taka þátt i
mannflutningunum. 2500
Bandarikjamenn voru i gær i
Víetnam. Norðurvietnamar ætl-
uðu að sleppa 67 striösföngum á
sama tima og siðustu hermenn-
irnir frá USA fóru i morgun.
Bandarisku fulltrúarnir i sam-
eiginlegri nefnd stríðsaðila, 825
manns, eiga að vera á burt úr
Vietnam fyrir 31. marz svo og
fulltrúar N-Vietnama. Siðasti
fundur fjögurra þjóða nefndar-
innar var haldinn I gær. Frá
laueardeei verða aðeins fulltrúar
Þjóðfrelsishreyfingarinnar og
S-Vietnam I nefndinni.
Nefndin kom sér ekki saman
um sameiginlega tilkynningu,
vegna þess að Bandarikjamenn
og Suðurvletnamar héldu þvi
fram, að hinir fulltrúarnir i
nefndinni hefðu ekki viljað fylgi-
ast með vopnahlénu á réttan hátt.
Hver aðili mun birta sina eig-
in tiikynningu.
Michel Gauvin frá Kanada,
einn fulltrúa i alþjóðlegu eftirlits-
NTB-New York, Osló
Norsks flutningaskips,
Anitu, er nú saknað og
hefur ekki heyrzt til þess
siðan á miðvikudag 21.
marz, er það átti að vera
á sömu slóðum úti fyrir
austurströnd Bandarikj-
anna og systurskip þess
Norse Variant, sem nú
er talið af.
Anita er frá Osló og fór frá
Newport News i Virginiu 21. marz
tveim timum eftir aö Norse
Variant sigldi úr höfn i Norfolk i
sama riki.
Fundizt hefur bauja með
áletruninni Anita á sömu slóðum
og Norse Varint hvarf. Það er
nefndinni, sagði i gær, að
Kanadamenn hefðu.vegna alþjóð-
legra tilmæla, fallizt á að vera
áfram i nefndinni. Starfi nefndar-
innar stafaði hætta af þvi, ef
Kanadamenndrægjusigtil baka,
eins og þeir vildu áður, af þvi að
þeir töldu starfsemi hennar ófull-
nægjandi.
Ghana í
30 mflur
A MIÐVIKUDAG lýsti
Ghanastjórn þvi yfir, að hún
hefði ákveðið að færa land-
heigi landsins úr 12 mílum i
30. Jafnframt áskilur hún sér
öll yfirráð yfir auðæfum
iandgrunnsins, og kveðst
innan tiðar munu færa fisk-
veiðiiögsöguna út 1100 milur,
en 30 milna útfærslan kemur
til framkvæmda þegar I
stað.
þó ekki talin nein sönnun fyrir þvi
að skipið hafi farizt vegna
óveðursins, sem geysaði á svæði
þessu i siðustu viku. Bandariska
strandgæzlan hefur ekki hafið leit
að Anitu.
Þrjár konur og 29 karlmenn eru
um borð i Anitu.
Anita var samskonar skip og
Norse Variant, og bæði fluttu kol.
Annað var á leið til Skotlands en
hitt til V-Þýzkalands.
Áhöfnin átti að hafa loftskeyta-
samband við land nú á sunnudag,
en þegar ekki heyrðist frá henni
eftir óveðrið var reynt að hafa
samband við skipið á föstudag.
Ekki var tilkynnt um að skipsins
væri saknað fyrr en á þriðjudag
vegna þess að stjórnendur út-
gerðarinnar vildu fyrst hafa sam
band við aðstandendur áhafnar-
innar.
DULARFULLT
SKIPSHVARF
Annars norsks skips saknað
Miklar breytingar á
frönsku stjórninni
NTB, Paris — Franska
rikisstjórnin lét i gær
formlega af störfum, en
Pompidou forseti bað
Pierre Messmer að
gegna áfram starfi for-
sætisráðherra.
Messmer verður leið-
togi nýrrar stjórnar,
sem forsetinn vonar að
verði næmari á almenn-
ingsálitið i Frakklandi
er fráfarandi stjórn,
einkum á umbóta-
kröfurnar, sem settar
voru fram i þingkosn-
ingunum.
Pierre Messmer varð forsætis-
ráöherra i júli i fyrra og búizt var
við að hann héldi ^eirri stöðu
áfram. En kosningaúrslitiri hafa i
för með sér stórbreytingar á
stjórn hans þar sem þing-
mönnum Gaullista fækkaði um
60.
Skipun rikisstjórnarinnar
verður sennilega ekki kunn fyrr
en i lok næstu viku, en vist er, að
nýir menn verða utanrfkis- og
dómsmálaráðherrar.
Maurice Schumann utanrikis-
ráðherra og Rene Pleven dóms-
málaráðherra voru ekki endur-
kjörnir, og geta þvi að frönskum
sið ekki átt sæti i stjórninni
áfram. Valery Giscard 1’ Estaing
er talinn liklegur utanrikisráð-
herra, en ótrúlegt er aö Pompidou
forseti vilji leyfa honum að hætta
sem fjármálaráðherra meðan
viðtækir verzlunarsamningar
standa yfir við Bandarikjamenn.
Talið er að nýir menn skipi
þriöjung ráöherraembætta.
Meginverkefni nýju stjórnar-
innar verða miklar umbætur i
félagsmálum, sem forsetinn
lofaði fyrir kosningar að gerðar
yröu. Messmer er talinn hafa
haldið velli vegna góðrar
frammistöðu i kosninga-
baráttunni, en hann hefur aldrei
veriö kunnur sem framfarasinn-
aður stjórnmálamaður.
Hin stóra spurning i frönskum
stjórnmálum er, hvort
kommúnistar og sósialistar haldi
áfram samvinnu þeirri, sem þeir
gerðu með sér fyrir kosningar.