Tíminn - 18.05.1973, Blaðsíða 7
Föstudagur 18. mai 1973
TÍMINN
7
Aðalfundur Eimskipafélagsins:
r
SKIP FELAGSINS
788 ÞÚS. MÍLUR
SIGLDU
ÁRIÐ '72
Vantar
sveitapldss
fyrir 14 ára strák. Upp-
lýsingar i sima 81876
Sveit
Aðalfundur H.f. Eimskipa-
félags íslands var haldinn i gær
þriðjudaginn 15. mai 1973.
Formaður félagsstjórnar, Einar
Baldvin Guðmundsson, flutti
skýrslu stjórnarinnar og skýrði
frá hag félagsins og framkvæmd-
um á árinu 1972.
1 skýrslunni kemur fram, að
hagur Eimskipafélagsins var
bágborinn á siðasta ári. Tap á
rekstri félagsins nam liðlega 107
millj. króna, en þá höfðu verið af-
skrifaðar af eignum þess rúmar
176 millj. króna.
Orsakir til þessa rekstrarhalla
eru einkum þær, að laun hafa
hækkað, svo og annar kostnaður,
meðan þjónustugjöld Eimskipa-
félagsins hafa nálega staðið i
stað. Þá olli gengisfall krónunnar
verulegu tjóni i rekstri félagsins.
Skv. efnahagsreikningi námu
eignir félagsins i árslok 1972
liðlega 1613 millj. króna, en
skuldir rúmlega 1540 millj.
Arið 1972 voru alls 27 skip i
förum á vegum félagsins og fóru
273 ferðir milli íslands og út-
landa.Eigin skip félagsins, 16 að
tölu, fóru 235 ferðir milli landa, og
er það 46 ferðum fleira en árið
áður, en leiguskip 11 að tölu, fóru
38 ferðir, og er það 7 ferðum færra
en árið áður.
Skip félagsins sigldu 788 þúsund
sjómilur á árinu 1972s þar af 727
þúsund sjómilur milli landa, en 61
þúsund sjómilur milli hafna inn-
anlands. Alls komu skip félagsins
og leiguskip þess 836 sinnum á 92
hafnir i 25 löndum og 848 sinnum á
53 hafnir úti á landi.
Arið 1972 voru vöruflutningar
með skipum félagsins og leigu-
skipum samtals 471 þúsund tonn.
Arið 1971 voru þessir flutningar
414 þúsund tonn.
Farþegar með skipum
félagsins milli landa árið 1972
voru samtals 7.255, það er 987
farþegum færra en árið 1971. Má
rekja farþegafækkunina til þess
að m.s. Gullfossi var lagt siðast-
liðið haust.
Skv. hluthafaskrá var hlutafé
Eimskipafélagsins i árslok 1971
kr. 61.932.250,00 og skráðir hlut-
hafar um 11.200.
A siðasta aðalfundi var
samþykkt tillaga félagsstjórnar-
innar og forstjóra um að
Eimskipafélagið neytti þeirrar
heimildar, sem i skattalögum er
veitt um útgáfu jöfnunarhluta-
bréfa, þannig að hluta fé félagsins
yrði þrefaldað, þ.e. hækkaði úr
kr. 61.932.250,00 i kr.
185.796.750,00.
Þessi hlutafjáraukning hefur
nú farið fram, þannig að hver
hluthafi hefur fengið, eða átt rétt
á að fá, án endurgjalds, jöfnunar-
hlutabréf, sem þrefalda hluta-
fjáreign hans i félaginu.
1 skýrslunni er getið bygginga-
Frá Norræna húsinu:
Vestlandsutstillingen 1973
sýning á listaverkum eftir myndlistamenn
frá Vestlandet i Noregi. Kaare Espolin
Johnson sýnir með sem gestur. Listaverk-
in eru til sölu.
Sýningin er opin alla daga kl. 14:00—22:00.
Kaffistofan er opin kl. 9:00—18:00 dag-
lega.
Verið velkomin.
NORRÆNA
HÚSIÐ
Vindrafstöð óskast
1200 Watta — 24 Volta vindrafstöð, með
þremur skrúfublöðum, óskast keypt nú
þegar.
Turn undir stöðina þarf ekki að fylgja, nema efsti hluti
með festingu við rafal. Hlutar úr rafstöð af þessari gerð
koma einnig til greina. Upplýsingar (á daginn): Ævar
Jóhannesson sfmi 10690. Á kvöldin Karl Sæmundsson simi
16435.
framkvæmda við þrjá skála
félagsins, Oddey rarskála,
ísafjarðarskála og Sundaskála.
Loks segir frá kaupum á tveim
nýjum skipum, m.s. Múlafossi og
ms. Irafossi, svo og sölu m.s.
Ljósafoss.
Þess má geta til viðbótar, að
fjöldi starfsmanna i þjónustu
Eimskipafélagsins er u.þ.b. 830
manns. Beinar launagreiöslur
félagsins á árinu námu 533 millj.
króna á árinu 1972.
Heildartekjur félagsins námu
u.þ.b. 1600millj. króna á árinu, en
gjöld þess (án fyrninga) 1532
millj.
Aðalfundur Eimskipafélagsins
samþykkti að gefa 1 millj. króna i
Vestmannaeyjasöfnunina.
Þá var samþykkt aö greiða
hluthöfum 7% arð af hlutafé
þeirra.
Úr stjórn félagsins áttu að
ganga fjórir menn, þeir Pétur
Sigurðsson, Halldór H. Jónsson
og Ingvar Vilhjálmsson, og af
hálfu Vestur-lslendinga Sigurður
Hjalti Eggertsson. Voru þeir allir
endurkjörnir. — ET.
13 ára telpa óskar eftir starfi
i sveit.
Upplýsingar i sima 8-36-33.
Bændur
Athugið! Duglegur strákur á
14. ári óskar eftir sveita-
plássi. Er vanur að hirða
hesta.
Vinsamlegast hringið i sima
5-13-17.
#HEIMIUB73
er allt fólkið að fara?
Það er ekki að fara á kappleik. Þessa dagana streymir fólk á
heimilissýninguna i Laugardalshöll.
Til hvers?
Til þess að sjá það nýjasta til heimilisins i dag.
Alltaf þarf einhverju að breyta og alltaf má bæta eða koma betur
fyrir. Eða fá sér nýtt. Breytingar eru örar og erfitt að átta sig á úr-
valinu og möguleikunum. Þess vegna er gott að gera samanburð á
heimilissýningunni i Laugardalshöll.
77 sýningardeildir, vörur frá 360 fyrirtækjum.
Guðrún Á. Simonar
syngur i kvöld kl. 9.15 létt og ekki létt lög við undirleik Guðrúnar Kristinsdóttur.
Sumartizkan ’73.
Nú er hver siðastur að setja sig inn i sumartizkuna. Modelsamtökin sýna kl. 8.45 allt það fall-
egasta i sumartizkunni
Fylgizt með tizkunni i Laugardalshöllinni.
Blóm út árið.
1 gær var það veizla fyrir tólf, i dag er vinningurinn blóm út allt árið. Vinningshafi fær myndar
legan blómvönd sendan heim hvern föstudag árið út frá Blómavali við Sigtún.
OPIÐ 3—10.SVÆÐINU LOKAÐ KL. 11.