Tíminn - 18.05.1973, Blaðsíða 11

Tíminn - 18.05.1973, Blaðsíða 11
Föstudagur 18. mal 1973 TÍMINN 11 Malberg að mér, þar sem ég stóð og var að reykja pipu mina, en ég reykti pipu á þessum árum, og það gerði Malberg reyndar lika. Þegar hann nú sá þetta, tók hann i öxlina á mér, vék mér frá og sagði: bú lika, Björn. Meira varð það ekki. Þegar ég fór frá Hamri, kom Malberg til min með litinn vinkil og kjörnara og sagði, að ég skyldi eiga þetta til minningar um sig. Þessa gripi á ég enn. — Tók svo Landssmiðjan strax við, þegar Hamri sleppti? — Nei, ekki var það nú alveg. Áður hafði ég unnið við pipu- lagningar hér i Reykjavik i rúmt ár. Landssmiðjan gar stofnuð i janúar 1930, og i byrjun febr. það sama ár, byrjaði ég að vinna þar. — Hvers konar verkefni voru það, sem Landssmiðjan fékkst einkum við á fyrstu árum sinum? — Þau voru nú talsvert marg- visleg, en sérstaklega var það þó að sjá um rikisskipin. Enn fremur tók Landssmiðjan að sér viðgerð- irá vélunum iskipum Færeyinga, sem þá voru mikið hér við land. Það kom i minn hlut að vera aðal- maðurinn i þessum viðgerðum fyrir Færeyingana. — Hvernig likaði þér við frænd- ur vora, Færeyinga? — Þeir eru sérlega elskulegir menn i umgengni. Ég kynntist miklum fjölda þeirra hér. Þar voru margir ágætir menn, en engir slæmir. Erfiði, óþrifnaður, jafnvel lífshætta — burftuð þið ekki oft að vinna við ærið erfiðar aðstæður niðri i skipunum? Mér er það i minni einu sinni, þegar ég var að gera við skip, þar sem þurfti að fara alveg niður i botn. Ég klæddi mig þá úr öllum ytri fötum og fór sjálfur á nær- klæðunum einum niður til þess að ná i sundur röri. Þetta var i Súð- inni okkar gömlu. Þegar búið var að gera við rörið, varð auðvitað að fara niður aftur og tengja á ný. Ég man enn, hversu mér bauð við þvi að þurfa aftur að fara niður i óþverrann, en um annað var ekki að ræða. Þetta þurfti að vinna — og það var gert. En þetta er liðin tið og kemur aldrei aftur. bað væri ekki hægt nú að fá nokkurn einasta mann til þess að vinna slikt verk. Ég er búinn að vera verkstjóri i meira en þrjátiu ár, og ég get alveg fullyrt, að hvorki myndi mér detta i hug að fara fram á það við neinn starfsmanna minna né myndu þeir heldur láta bjóða sér það að vinna verk sitt við slikar aðstæður. Þar yrði að beita öðrum starfsaðferðum. — Gat ekki þessi vinnuaðstaða beinlinis verið hættuleg starfs- mönnunum? — Slikt var ekki með öllu útilok- að, og nú er bezt að ég segi frá einum slikum atburði, þótt hann sé að visu dálitið broslegur i aðra röndina. Svo var mál með vexti, að það gerðist eitt sinn, að gamla Esjan okkar kenndi grunns vestur á Breiðafirði. Það kom gat á botn- inn á henni, en hún var með tvö- földum botn', og sökk þvi ekki. Þá var ekki nei.i aðstaða til þess að taka skip upp i slipp og vinna þannig við þau á þurru landi, svo að við urðum að reyna að vinna þetta i fjörunni — og auðvitað á )G YNDIf íættsinni — Jú. Við þurftum oft að fara alveg niður i botninn á skipunum, og það er alls ekki neitt hreinleg vimna. Þar var jafnan fljótandi sjórf; smurolia og hvers kyns óhreinindi, allt i einum graut. meðan fjara var, þvi að á flóðinu flæddi undir okkur. En þá var lika fjaran hér miklu stærri en hún er núna, þvi að þar sem þá var köll- uð Steinbryggja, er nú gata. Við Framhald á bls. 19 lir sér ekki, að einhvern tima hefur vinstri hönd hans þurft að greiða Þátttakendur I Laugarvatnsmótinu 1966 voru margir, eða um 140 taisins. MÖT SKÓLASTJÓRA OG YFIRKENNARA VERÐUR HALDIÐ AÐ EIÐUM 20. — 25. JÚNÍ Þqtttakendur verða um 150 Fjórða fræðslu- og kynningar- mót Skólastjórafélags tslands verður haldið að Eiðum i S-Múla- sýslu, dagana 20.-25. júni I sumar. Dagskráin Á landsþinginu verða fluttir fyrirlestrar og erindi um mörg helztu mál, sem efst eru á baugi meðal islenzkra skólamanna i dag. Inngangserindi mótsins flyt ur dr. Bragi Jósepsson deildar- stjóri i menntamálaráðuneytinu, islenzk skólamál i dag. Norskur skólamaður, SVEN EGIL VESTRE, einn af riturum norsku kennarasamtakanna, flytur tvö erindi um HINN OPNA SKÓLA. Andri tsaksson, deildarstjóri i menntamálaráðuneytinu, flytur erindi um GRUNNSKÓLANN.Ný námsgrein verður kynnt, SAM- FÉLAGSFRÆÐI, og það gera þau Loftur Guttormsson lektor, Sigurþór Þorgilsson og Kristin H. Tryggvadóttir kennarar. Dr. Stefán Edelstein flytur erindi um TÓNMENNTARKENNSLU t SKÓLUM og kynnt verður nefndarálit um MYND- OG HANDMENNT t SKÓLUM, til- lögur um breytt fyrirkomulag handa vinnukennslu. Eins og áður er að vikið eru öll þessi mál ofarlega á baugi hjá skólamönnum og nýútkomin nefndarálit um samfélagsfræöi, tónmenntarkennslu og mynd- og handmennt verða kynnt og rædd, og eru þau tekin á dagskrá i sam- ráði við forstöðumann skólarann- sóknardeildar, Andra ísaksson, svo og erindið um grunnskólann. Hinn svonefndi opni skólier viða um lönd á dagskrá, og hefur Skólastjórafélag Islands fengið hingað norskan skólafrömuð gagngert til þess að kynna þetta nýja skólaform. Kynnisferðir — Guðs- þjónusta — Kvöldvökur Mótsgestir munu fara i kynnis- ferð til Hallormsstaðar, og sunnudáginn 24. júni mun hópur- inn fara til Neskaupstaðar, litast þar um og m.a. sitja hádegis- verðarboð bæjarstjórnarinnar þar. Þennan sama dag hlýða þingfulltrúar á messu, en ákvörð- un hefur ekki verið tekin um það hvað það verður. Heima á Eiðum munu móts- gestir gera ýmislegt sér til gamans og skemmtunar, eins og á fyrri mótum. Skal þar fyrst nefna AUSTFIRÐINGAVÖKU, sem Austfirðingar annast að öllu leyti sjálfir, en Sigurður Pálsson skólastjóri á Eiðum stjórnar og undirbýr. Vestfirðinga- og Þing- eyingavökur fyrri móta munu seint gleymast, og Austfirðingar munu áreiðanlega ekki láta sitt eftir liggja. Þá munu þátttakend- ur sjálfir efna til óundirbúinnar kvöldvöku, en þar kemur m.a. fram gestur frá Færeyjum, sem félagið hefur sérstaklega boðið til þessa móts. Föstudaginn 22. júni verður frumsýnd ný kvikmynd, sem Rafn Eiriksson skólastjóri að Nesjum, Hornafirði, tók á móti Skólastjórafélags íslands á TR ANBERGI og ferðalagi félagsmanna um Noreg sumarið 1971. Loks má minna á loka- fagnaðinn á Eiðum 25. júni, en þá sitja þingfulltrúar veizlu mennta- málaráðherra, Magnúsar Torfa Olafssónar, sem flytur ávarp. Margt verður þá til skemmtunar og dans stiginn að lokum. Þátttakendur Eiðamótsins Ollum félagsmönnum, skóla- stjórum, yfirkennurum, starfs- fólki fræðslumála og mökum er heimil þátttaka i Eiðamótinu, svo og öðrum skólastjórum, meðan húsrúm leyfir. Þátttökueyðublöð hafa verið send öllum félags- mönnum. Aðrir geta fengið þau hjá formanni. Kennurum og öðru áhugafólki á Héraði og kringum Eiða er að sjálfsögðu heimilt að hlýða á ein- stök erindi, sem flutt verða á mótinu. Stjórn S.I. vill sérstaklega færa ráðamönnum á Eiðum og skóla- stjórunum þar, Þorkeli Steinari Ellertssyni og Sigurði Pálssyni, fyrir lán á húsakynnum vegna mótsins og fyrirgreiðslu alla. Skólastjórafélag íslands er hagsmunamál skólastjóra og yfirkennara, en félagar, sem munu vera um 150 talsins viðs vegar um land allt, eru aðallega skólastjórar barna- og unglinga- skóla, skyldunámsstigsins, en samkvæmt lögum félagsins geta skólastjórar annarra skóla einnig verið félagar, og mót félagsins eru öllum skólastjórum opin, eins og áður er sagt. Eiðamótið er fjórða fræðslu- og kynningarmót S.l. Hið fyrsta var haldið að Laugum i S-Þing. 1963, annað að Laugarvatni 1966 og hið þriðja aftur að Laugum 1970. I samvinnu við akademiuna og lýð- háskólann i Kungsalv i Sviþjóð, efndi félagið til fyrsta námskeiðs- ins fyrir isl. skólamenn þar i landi vorið 1969, og i samvinnu við norsku kennarasamtökin efndi félagið til fyrsta námskeiðs isl. skólastjora að TRANBERGI i Noregi i júni 1971. A þessum mót- um og námskeiðum hafa tugir skólafrömuða og aðrir sér- fræðingar flutt urmul erinda um hin margvislegustu efni og þætti skóla- og menningarmála. Skóla- stjórafélag Islands á og rekur sumarbúðir fyrir skólastjóra og fjölskyldur þeirra yfir sumar- mánuðina við Þingvallavatn. Félagið gefur af og til út fjölritað frétta-og tilkynningablað, en það kemur nú út prentað i sambandi við Eiðamótið. Stjórn Skólastjórafélags Is- lands skipa Hans Jörgenss. Rvík, form., Gunnar Guðmundsson Kópavogi, gjaldkeri, Vilbergur Júliusson Garðahreppi, ritari, og meðstjórnendur Böðvar Stefáns- son Ljósafossi, Kári Arnórsson Rvik, Óli Kr. Jónsson Kópavogi og Rúnar Brynjólfsson Hafnar- firði. (Frétt frá Skólastjórafélagi Is- lands)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.