Tíminn - 18.05.1973, Blaðsíða 19
Föstudagur 18. mai 1973
TÍMINN
19
o Líf og yndi
bjuggum lika til nokkurs konar
stiflugarð, til þess að hafa lengur
frið fyrir flóðinu.
Nú. Við unnum svo þarna af
kappi, samstarfsmaður minn og
ég. En allt i einu brast stiflu-
garðurinn okkar og sjórinn flæddi
að. Við brugðum skjótt við, og ég
varö á undan upp. En botngeymir
skipsins var þannig gerður, að
hann var allur hólfaður i sundur
með skilrúmum og voru aðeins á
þeim göt, nægilega stór til þess að
skriða i gegnum þau. Og nú tókst
ekki betur til en svo, að félagi
minn villtist i þessu völundarhúsi.
Honum varð afarilla við, sem út
af fyrir sig var ekki láandi, þvi að
sjórinn fossaði inn til hans. Ég
hljóp þá niður, og ætlaði satt að
segja að verða i hálfgerðum
vandræðum með að ná honum, og
var sjálfur orðinn holdvotur upp i
mitti, þegar þvi var lokið. En
þetta fór allt saman ágætlega. Við
sluppum báðir heilir og lifandi, og
félagi minn jafnaði sig von bráð-
ar.
— Hann hefur auðvitað verið i
bráðri lifshættu þarna?
— Mikil ósköp. Já, ég held nu
það. Botngeymirinn á skipinu
fylltist alveg á flóði, og við urðtim
að loka gatinu, sem við fórúm
niður um, svo að sjálft skipið
fylltist ekki af sjó. Það var þvi
ekki nokkur minnsta lifsvon fyrir
neinn, sem orðið hefði eftir þar
niðri.
— Sendi Landssmiðjan ykkur
ekki stundum út i bæ til þess að
vinna önnur verk en þau, sem
komu skipum við?
— Jú, það kom oft fyrir. Þegar
sjálfvirka simastöðin hérna var
sett upp, kom i ljós, að það þurfti
að f jölga númerunum i henni frá
þvi sem upphaflega hafði verið
gert ráð fyrir. Ég var þá látinn
sitja þar og bora göt, sem ekki
voru nema tveir millimetrar að
þvermáli. Og það var ekki nóg
með að ég þyrfti að bora götin, ég
þurfti lika að snitta þau innan,
svo litil sem þau voru. Þetta var
óskaplegt yfirleguverk og fram
úr hófi leiðinlegt. Svo þurfti ég
auðvitað lika að fara með þetta og
setja það upp, þegar minu verki
var lokið Ég held, að það hafi ver-
ið á miili fimmtán og tuttugu þús-
und göt, sem ég bjó til.
Les bækui' og er
ánægður með lífið.
— En svo að við snúum okkur
að öðru: Ég sé, að hér inni er
mikið^f bókum. Hefur þú mikið
stundað lestur um dagana?
— Já, ég hef alltaf haft gaman
af þvi að lesa. Og það get ég sagt
með sanni, að allar minar bækur
hef ég lesið. Ég hef haft þann sið
um fjölda ára að fylgjast með þvi
hvaða bækur koma út og hvernig
þær eru auglýstar. En auglýsing
ar er ekki alltaf að marka, eins og
við vitum, og þvi hef ég tekið upp
þá reglu að fá nýjar bækur lánað-
ar á Borgarbókasafninu. Ef mér
svo likar vel við bókina að ein-
hverju eða öllu leyti, þegar ég hef
lesið hana vandlega, þá kaupi ég
hana. Að öðrum kosti læt ég hana
eiga sig.
— Hvað hefur þér annars þótt
skemmtilegast um dagana?
— Þessu er nú erfitt að svara,
það er svo margt, sem mér hefur
þótt gaman að fást við. Þó held
ég, að mér hafi liðið einna bezt,
þegar ég var að byggja sumarbú-
staðinn minn i Hveragerði.
Staðurinn var bæði friðsæll og
fallegur, og þegar ég var kominn
þangað út úr ys og argi bæjarins,
farinn að rifa upp grjót, róta i
garðholunni eða leika mér við
dætur minar,. þá var ég svo
hamingjusamur, að ég efast um,
að mér hafi i annan tima liðið bet-
ur.
— Finnst þér þetta ekki til-
breytingarlaust að hafa unnið hjá
sama fyrirtækinu i meira en
fjörutiu ár?
— Nei. Fyrirtækið sem slikt er
allt annað en sjálf vinnan. Og hún
er tilbreytingarrik, þótt fyrirtæk-
ið sé eitt og hið sama. Aftur á
móti getur starfið verið til-
breytingarsnautt, þótt menn
skipti oft um vinnustað. Þetta fer
allt eftir þvi, hvers eðlis verkin
eru. Hjá mér hefur þetta verið
þannig, að ég hef alltaf þurft að
vera að leysa ný og ný vandamál,
og hef þvi ekki þurft að kvarta um
tilbreytingarleysi, þótt ég hafi
ekki alltaf verið að skipta um
fyrirtæki.
— Þú er þá ánægður með þetta,
eins og það hefur gengið i áranna
rás?
— Já, þegar manni liður vel og
hefur á allan hátt góðan aðbúnað,
er ekki nein ástæða til þess að
kvarta.
-VS.
0 Arnarfell
þvi siglt til Þýzkalands, þar sem
það verður afhent ninum nýja
eiganda.
Að sögn Hjartar Hjartar,
framkvæmdastjóra skipadeiidar
StS, er Arnarfellið elzta skipið i
eigu félagsins, byggt árið 1949 og
er þvi orðiö 24 ára gamalt. Hann
sagði að verið væri að endurnýja
skipaflota sambandsins, og hefðu
nokkur ný skip verið keypt til
landsins að undanförnu, og þau
gömlu seld. Þetta væri eölileg
þróun og i takt við timann.
0 Óhressir
ir til þessa, þar sem þeir hafa
talið, að það hefði einungis þau
áhrif að skapa sterkt almennings-
álit i heiminum með tslendingum,
varð fátt um svör, en það fékkst
þó uppgefið, að enn hefði hinni
upprunalegu stefnu ekki verið
opinberlega breytt.
Brezka rikisstjórnin kom sam-
an til fundar í gærmorgun vegna
atburðanna hér við land. Eftir
fundinn sendi stjórnin sérstakan
sendimann sinn, Godber fiski-
málaráðherra, til Hull þar sem
hann átti að ræða við fulltrúa út-
gerðarmanna og sjómanna á
staðnum. Þegar við töluðum við
skrifstofu togaraeigenda, stóðu
yfir fundir með Godber og verður
væntanlega tekin um það
ákvörðun á þeim fundi hvert
næsta spor brezku rikisstjórnar-
innar verður.
Austin Lainge var á þessum
fundi, þannig að þeir, sem á skrif-
stofunni voru, treystu sér ekki til
að gefa út neinar yfirlýsingar
aðrar en þær sem hér hefur verið
greint frá um málið. — GJ
^ Ólafur
sem hefði getað veikt málstað
okkar út á við um, að land-
helgisgæzlan væri slök i starfi,
og varðskipin sýndu linkind og
undansiátt i skiptum við
hrezka landhelgisbrjóta. Vona
ég að þeir, sem slikt hafa
stundað, hugsi sig um áður en
þeir hefja slíka iðju á ný.
Að visu er
það svo, að við vitum ekkert
um það á þessu stigi, hvað
gerist næst i málinu eða hver
verður framvinda málsins,
hvort deiian harðnar eða hvort
hún leysist?. En hvert sem
framhaidið veröur, verður
árangur islenzku varð-
skipanna sk.v. þeirri stefnu,
sem f.vlgt hefur verið ekki
dreginn i efa lengur. Þaö
ánægjulegasta við þetta er svo
að sjálfsögðu það, að þessi
árangur hefur náðst, án þess
að nokkurt tjón hafi orðið á
mönnum.
Ég vil nota þetta tækifæri til
að þakka yfirmönnum og
starfsmönnum landhelgis-
gæzlunnar, skipherrunum og
áhöfnum þeirra, fyrir árvekni
og dugnað i starfi og fyrir að
hafa náð þessum árangri, án
þess nokkru sinni að setja
mannslif i hættu, en á þaö hef
ég lagt mikla áherzlu. Ég vil
lýsa þvi yfir, að ég tel skip-
herrana frábæra menn. "
0 Gefast upp
tvöþeirra lestina.er þeir sigidu út
i gærmorgun. Fyrir hádegið gerði
aðstoðarskipið Othello freklega
tilraun til að fá herskip inn fyrir
50 milna mörkin, en vitað er um
tvær brezkar freigátur við landið,
en þær hafa ekki farið inn fyrir 50
milurnar. Heyrðist til skipstjór-
ans á eftirlitsskipinu, er hann
kallaði herskip uppi og var óða-
mála,er hann tilkynnti að islenzkt
herskip væri að gera tilraun til að
taka toarann Boston Explorer
FD-15, en það var hreinn upp-
spuni.
Flotinn vildi hafa vaðið fyrir
neðan sig og treysti greinilega
ekki sannleiksgildi orða skip-
stjórans á Othello þvi þyrla var
send frá herskipinu til aö kanna
togaratökuna, en þyrlumenn sáu
ekki annað en togarana 40 á leið
út og varðskipin i humátt á eftir
og verndarskipin fimm, sem ekki
fengu við neitt ráðið. Snéri þyrlan
aftur til hafs.
Heyrst hefur i tveim brezkum
freigátum, sem eru utan við 50
milna mörkin út af Austfjörðum.
Eru það herskipin Berwick og
Plymoth. En það er ekkert nýtt að
brezk herskip séu hér við land,
þvi Landhelgisgæzlan hefur rek-
ist á þau öðru hvoru undanfarna
mánuði þegar farið er nógu langt.
Hafa Bretar þau þarna tiltæk ef á
þarf að halda.
t gærkvöldi var allt við hið
sama á miðunum, flestir brezku
togaranna voru horfnir, en nokkr-
ir voru enn í námunda við landið,
en enginn að veiöum svo vitað sé.
Brezki togarinn Lord Lovat
H-148 var i gærkvöldi með bilaða
vél austur af Langanesi og voru
þrir dráttarbátar og eftirlits-
skipiö Othello hjá honum.
O Samningar
togaraeigenda um hverjar
skyldu verða næstu aðgerðir
stjórnarinnar i málinu. Sagði
Niels, að fréttamenn frá
brezkum fréttastof nunum
hefðu hringt stöðugt til sendi-
ráðsins allan daginn til aö
kynnast viðbrögðunum á
islandi við fréttinni um að
togararnir hefðu yfirgefið
landheigina. Sagðist sendi-
herrann hafa lýst ánægju sinni
vegna atburðanna, og lýst
þeirri skoöun sinni að þetta
gæti lcitt til þess, að samn-
ingar gætu tckizt i deilunni.
Það kom fram hjá Ntels P.
Sigurðssyni, að Heath for-
sætisráðherra hafði haldið
sérstakan fund i gærdag með
lafði Tweedsmuir og fiski-
málaráðherranum Godber.
Ekki var sendiherranum
kunnugt um, hver haföi oröið
niðurstaða þess fundar.
—GJ
1 mnt£cöncci ^
Samgönguráðuneytið,
15. mai 1973.
Tilkynning
Hinn 1. þ.m. tók gildi ný reglugerð um
fyrirtæki, er starfa að loftflutningum.
Samkvæmt reglugerðinni ber öllum þeim, sem öðlast
hafa slikt leyfi samkvæmt eldri ákvæðum, nema þeim
félögum sem halda uppi reglubundnu utanlandsflugi,
að sækja um endurnýjun leyfisins, fyrir 1. júli þ.á., ella
fellur leyfið niður.
Umsóknir veröa að vera á þar til geröu eyðublaði, sem
fáanlegt er i samgönguráðuneytinu, Arnarhváli.
Til
tœkifœris
gjaJa
Dpmantshringar
Steinhringar
GULL OG SILFUR ^
fyrir dömur og herra^
Gullarmbönd
Hnappar
Hálsmen o. fl.
Sent í póstkröfu
GUÐMUNDUR
cvs. ÞORSTEINSSON >2
gullsmiður
Bankastræti 12 Cb
^ Sími 1-40-07 ^
VIÐ
SMÍDUM
HRINGANA
SIMI 24910
Bændur
Vantar sveitapláss fyrir
systkini 9 ára strák og 7 ára
stelpu, saman eða sitt I
hvoru lagi. Upplýsingar I
sima 71991.
13 ára
drengur
óskar eftir að komast á gott
sveitaheimili. Upplýsingar i
sima 37820.
12 ára
telpa óskar eftir sveitaplássi
i sumar.
Upplýsingar i sima 3-35-96.
Bændur
Tvær 8 ára vinkonur vantar
samastað i sveit i sumar.
Meðgjöf. Símar 92-1822 og
92-1619.
Bændur —
ráðskona
Einhleyp roskin kona vill
taka slikt starf. Tilboð meö
nafni og heimilisfangi send-
ist Timanum inerkt ,,Upp-
lýsingar 1932”
riGNISl
FRYSTIKISTUR
RAFTORG SIMI: 26660
RAFIÐJAN SIMI: 19294