Tíminn - 18.05.1973, Blaðsíða 9

Tíminn - 18.05.1973, Blaðsíða 9
Föstudagur 18. mai 1973 TÍMINN 9 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Heigason, Tómas Karlsson, Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsbiaðs Timans). Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason. Ritstjórnarskrif- stofur I Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif- stofur I Aöalstræti 7, simi 26500 — afgreiöslusfmi 12323 — aug- lýsingasfmi 19523. Askriftagjald 300 kr. á mánuði innan lands, i lausasölu 18 kr. eintakið. Blaðaprent h.f - . ■ - Undanhalds- skrif AAbl. Ef farið væri eftir þeim skrifum, sem nær daglega gefur að lesa i Morgunblaðinu, ættu fs- lendingar tafarlaust að beygja sig fyrir yfir- gangi Breta og fallast á þau tilboð, sem Bretar hafa gert okkur. Þá ættum við að falla frá höfuðkröfu okkar um tölu og stærð þeirra togara, sem séu heimilaðar veiðar, en hingað til hafa Bretar ekki gengið til móts við hana, nema að litlu leyti. A sama hátt ættum við að falla frá kröfu okkar um eftirlit, en á það hafa Bretar ekki viljað fallast. Við ættum á sama hátt að láta Breta ráða þvi, á hvaða tima hin einstöku hólf skuli vera lokuð eða ekki. Við ættum bar að hneigja okkur fyrir farman lafði Tweedsmuir og segja: Verði þinn vilji. Á annan veg verða vart skilin þau skrif Mbl., að Islendingar séu að tapa i landhelgisdeilunni. Landhelgisgæzlan hafi ekki náð settu marki. Stjórnmálamennirnir séu búnir að missa trú á frekari árangur af viðræðunum. Ekkert annað sé þvi framundan, en að Bretar haldi áfram að veiða dnnan landhelginnar eins og þeim sýnist. Þessi mynd, sem Mbl. dregur þannig upp, er fjarri öllu lagi. Allar aðrar þjóðir en Bretar og Vestur-Þjóðverjar hafa virt útfærsluna, en veiðar þeirra eru liklegar til að hafa aukizt að öðrum kosti. Landhelgisgæzlan hefur náð miklum árangri i þvi að trufla veiðar brezku og þýzku togaranna og afli þeirra þvi orðið tvi mælalaust miklu minni en ella. Brezk blöð bera þess óræk merki, að landhelgisgæzlan hefur náð miklum árangri og verða störf hennar þvi seint fullmetin. Horfur eru á, að þessi árangur eigi þó eftir að aukast. Þá benda skrif brezkra blaða til þess,að i Bretlandi sé sivaxandi skiln- ingur á hinum islenzka málstað. Siðast en ekki sizt er það svo, að útfærsla islenzku fiskveiði- landhelginnar hefur ýtt mjög undir útfærslu- stefnuna um allan heim. Siðan ísland tilkynnti útfærsluna við valdatöku núverandi rikis- stjórnar hafa ein 7-8 riki fært út fiskveiðilög- söguna. önnur eru likleg til að gera það á næstunni. Það er þessi þróun, sem er að brjóta niður 12 milna regluna og verður sennilega búin að þvi áður en niðurstöður fást á haf- réttarráðstefnunni, en það getur dregizt i mörg ár. íslendingar fara hér með sama forustuhlut- verkið um myndun nýrra alþjóðlegra laga og þeir höfðu um útfærslu fiskveiðilögsögu i 12 milur á sinum tima. Sá árangur, sem hefur náðst af útfærslunni er þvi þegar orðinn mjög mikill. Undansláttar- skrif Morgunblaðsins hafa þvi ekki við nein rök að styðjast. Við erum að sigra i deilunni, þótt Bretar og Vestur-Þjóðverjar þráist enn i nokkra mánuði. Þvi er engin ástæða til þess að láta nú undan siga og ganga að tilboðum Breta. Brezka stjórnin verður að ganga stórum lengra til móts við sjónarmið Islendinga. Frá kröfum eins og þeim, sem íslendingar hafa sett fram um tölu og stærð skipa og eftirlit, væri hreinasta uppgjöf að hvika. Meðan Bretar fallast ekki á þær, er þýðingarlaust að reyna nýjar viðræður. Brezka stjórnin er óhyggin, ef hún dæmir afstöðu ís- lendinga af undanhaldsskrifum Mbl. -Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Ervin er ekkert lamb að leika við Nixon óttast mest yfirheyrslur hans í Watergate-mólinu t GÆR hófust i þinghúsinu i Washington yfirheyrslur þing- nefndarinnar, sem öldunga- deildin hefur kjörið til að rannsaka Watergate-málið. Yfirheyrslur þessar fara ekki aðeins fram fyrir opnum tjöld- um, heldur verður þeim sjón- varpað samtimis um öll Bandarikin. Það eru þessar yfirheyrslur, sem Nixon hefur óttazt mest, og reyndi upphaf- lega að koma i veg fyrir með þvi að birta tilkynningu um, að hann myndi banna starfs- mönnum Hvita hússins að mæta hjá nefndinni, en hins vegar gæti hún fengið skrif- legar upplýsingar um allt, sem hún vildi vita. Hinn aldni formaður nefndarinnar, Sam Ervin, lét hins vegar ekki bjóða sér þetta. Hann til- kynnti, að hann myndi fá dómsúrskurð um, að tilkvadd- ir starfsmenn Hvita hússins yrðu að mæta, og yrðu þeir sóttir með lögregluvaldi, ef nauðsyn krefðist. Nixon sá þá það ráð vænst, að snúa við blaðinu. Eftir þessa skeleggu yfirlýsingu Ervins komst mik- ill skriður á málið. Nýir og ný- ir menn, sem höfðu þagað hingað til, komu nú úr skúma- skotum og veittu bæði dóm- stólunum og blöðunum nýjar upplýsingar. Svo fór, að margir nánustu samstarfs- menn Nixons neyddust til að segja af sér, en öðrum vék Nixon úr starfi og þar á meðal aðallögfræðiráðunaut sinum, John Dean. Búizt er við, að hann munijeysa myndarlega frá skjóðunni, þegar hann kemur til yfirheyrslu hjá nefndinni, en honum hefur verið heitið þvi, að ekki verði höfðað mál gegn honum vegna þeirra upplýsinga, sem hann veitir nefndinni. Dean er ung- ur kappsfullur maður, sem hefur lýst yfir þvi, að hann ætli ekki að láta gera sig að fórnarlambi vegna Water- gate-málsins, en ýmislegt hef- ur bent til að sú hafi verið fyrirætlun Nixons um skeiö. NOKKRUM sinnum áöur hefur yfirheyrslum þing- nefnda verið sjónvarpað i Bandarikjunum og það oftast vakið fádæma eftirtekt. Þann- ig gerði sjónvarpið Joseph R. McCarthy frægan, þegar hann var að yfirheyra menn vegna óameriskrar starfsemi og greip um sig hrein kommúnistahræðsla i Banda- rikjunum I framhaldi af þvi. En McCarthy ofmetnaðist og gekk svo langt, aö öldunga- deildin ákvað að láta rann- saka framferði hans og kaus til þess sérstaka nefnd. Yfir- heyrslur hennar vöktu fá- dæma athygli og leiddu til þess, að hann var siðar vittur af öldungadeildinni. Þetta braut McCarthy niður og lézt hann nokkru siðar vinafár og hálfgleymdur, en um skeiö var hann næstum þvi þjóð- hetja I augum margra Banda- rikjamanna. I nefndinni, sem yfirheyrði McCarthy, áttu þrir demó- kratar sæti. Einn þeirra sat i deildinni til bráðabrigða, þar sem öldungadeildarþingmað- ur -hafði látizt og bar rikis- stjóra viðkomandi rikis þá að tilnefna mann I stað hans fram að næstu kosningum. Þessi maður átti þá sæti i hæstarétti heimarlkis sins og hafði hugs- Sam Ervin að sér að hverfa þangaö aftur, þegar kjörtimabilinu lyki. En hann vakti á sér slika athygli við yfirheyrslurnar I Mc- Carthy-málinu, að hann fékk almennar áskoranir um að halda áfram i öldungadeild- inni. Þar á hann sæti enn, þótt hann sé oröinn 76 ára gamall. Hann hefur átt sæti i öldunga- deildinni siðan 1. júni 1954 og þvi verið oft endurkosinn. Þessi maður var Sam Ervin frá North Carolina. Hann reyndist McCarthy einna þyngstur i skauti. Framkoma hans þótti bera jafnt vitni um mikla lögfræðiþekkingu og glöggskyggni. Það spillti svo ekki fyrir honum, að hann hafði tamið sér gott og sér- stætt málfar, kryddað með ýmsum smásögum og tilvitn- unum og þá oftast i bibliuna eða leikrit Shakespeares. Hann haföi sem dómari lagt mikla áherzlu á aö hafa úr- skurði og forsendur fyrir þeim á glöggu og góðu máli og hefur sú þjálfun komið honum að góöu gagni sem þingmanni. SAM ERVIN nýtur þess álits, að hann sé fróðastur allra þingmanna um öll lög- fræðileg og söguleg atriði, sem snerta stjórnarskrána. Hann hefur taliö það höfuðskyldu sina sem þingmanns, að standa vörð um stjórnar- skrána og þó öðru fremur um þau persónuréttindi, sem hún veitir. Ég tel þaö höfuðskyldu mina, segir hann, að barna- börn min taki við stjórnar- skránni i sömu metum og hún var, þegar ég ólst upp. Þá mun Bandarikjunum vegna vel. Af þessum ástæðum hefur Ervin látið allmikið bera á sér siðustu misserin, þvi að hann hefur talið, að Nixon stefndi að þvi, að efla forsetavaldið meira en stjórnarskráin gerði ráð fyrir og með þvi væri ekki aðeins gengið á vald þingsins, heldur alls almennings i land- inu. Persónufrelsið gæti verið i margvislegri hættu, ef for- setavaldið yrði óeðlilega mik- ið. Ný tækni skapaði jafnframt alls konar möguleika til að skerða rétt manna til einka- lifs, sem væri einn meginþátt- ur persónufrelsins. Hann hef- ur oft gerzt talsmaöur ýmissa sérhópa, sem hafa verið áfelldir fyrir uppþot, þvi að i málaferlum gegn þeim hafi verið brotið gegn mannrétt- indum, sem ákveðin séu i stjórnarskránni. Ervin er þó siður en svo talsmaður óeirða- manna, heldur eindreginn talsmaður þess, að haldið sé uppi röð og reglu. En uppþots- menn skulu eigi að siður njóta réttinda stjórnarskrárinnar jafnt og aðrir. Simahleranir og allar njósnir um einstak- linga eru andstæðar stjórnar- skránni að dómi hans. SAM ERVIN fæddist i smá- bæ I North Carolina, þar sem ■ faðir hans var lögfræðingur. Hann er skozkur i báðar ættir. A uppvaxtarárum sinum var hann þekktur fyrir ljóða- kunnáttu sina, en hann hefur haldið henni við siðan. Hann var kvaddur i herinn 1917 og særðist tvivegis i bardögum i Frakklandi. Eftir heimkom- una stundaöi hann laganám, m.a. við Harvard, og gerðist siðan málflutningsmaður i heimariki sinu. Alit hans má nokkuð ráða af þvi, að hann var kjörinn á fylkisþingið i North Carolina i meðan hann stundaði laganám við Har- vard. Hann sat þar þó aðeins i eitt kjörtimabil, þvi að mál- færsla féll honum betur. Nokkrum árum siðar gerðist hann dómari eftir miklar áeggjanir stjórnv. en hann vildi ógjarnan hætta sem mál- flutningsmaður. Bróöir hans, sem átti sæti i fulltrúadeild Bandarikjaþings, lézt skyndi- lega 1946 og var Sam þá feng- inn til að bjóða sig fram i staö hans. Hann geröi það með þvi skilyrði, að hann sæti aöeins eitt kjörtimabil i fulltrúadeild- inni. Við það stóð hann lika, þvi að 1948 var hann skipaður hæstaréttardómari i North Carolina. Þvl starfi gegndi hann til 1954, er hann tók sæti i öldungadeildinni til bráða- brigða, eins og áður segir. Hann var valinn i nefndina, sem fjallaði um mál Mc- Carthys, vegna þeirrar reynslu, sem hann hafði öölazt sem dómari. Sam Ervin er sagður I hópi þeirra öldungadeildarmanna, sem eru i einna mestum met- um meðal þingbræðra sinna. Ráða hans er þvi oft leitað. Hann er vel ern og hefur enn ekki ákveðið, hvort hann gefur kost á sér til framboös i næstu kosningum. Vafalaust yrði hann endurkosinn, ef hann gæfi kost á sér. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.