Tíminn - 18.05.1973, Blaðsíða 10

Tíminn - 18.05.1973, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Föstudagur 18. mai 1973 Þetta tvennt hefur lengi átt samleiö: Björn Jónsson og stórar vélar HíÍSUt' * Wt i Hjyf 31 C mmm - ^ sjálfsagt hefur það verið með mig eins og stundum er sagt, að ég hafi haft þetta i blóðinu. — Langaði þig ekki til þess að verða gullsmiður, þegar þú kynntist þeirri iðn hjá frænda þin- um? — Nei. Ég vildi heldur fást við eitthvað sem snerist — eitthvað, sem stærra væri i sniðunum en finleg gullsmíðin. Og niðurstaðan varð sú, að ég lenti i þessari óþrifalegu og oft erfiðu vinnu, sem fylgir vélum. — Varstu farinn að fást við þá hluti, áður en þú fóst að vestan? — Já. Áður en ég fór frá Lang- eyri var ég farinn að fást við bátavélar, meðal annars i mótor- bátum, sem Sigurður útgerðar- maður á Langeyri átti. Ég fékk að vera með vélstjórum við að taka upp vélarnar, hreinsa þær og lag- færa á margan veg. bað átti nú við mann á þeim árum — og reyndar lengi siðan. Þar voru vélarnar stærri — Þú hefur auðvitað þurft að læra þina grein eins og aðrir? — Mig langaði að læra vélvirkj- un, og þótt til væru vélar á ísa- firði, og þær ófáar, þá vissi ég, að i Reýkjavik voru stærri skip og þar af leiðandi stærri vélar, svo að ég afréð að leggja leið mína þangað. — Hvenær komst þú svo hing- að? — Ég kom hingað árið 1924 og gerðist nemandi i Hamri. Þar var ég min fjögur lærlingsár, og ég verð að segja, að ég lærði mikið þar. Þáverandi forstjóri Hamars VÉLAR VORU LÍF HANS C oq þjóðhagasmiði óhann i — Nei, ég hef aldrei haft neinn hug á búskap eða skepnuhaldi. Húsdýrahald mitt hefur aldrei komizt lengra en að eiga kött. Ég er mikill kattavinur og á alltaf kisu. Þessi, sem kúrir þarna heit- ir Fjóla. Sjáðu! Hún litur upp, þegar hún heyrir mig nefna nafn- ið sitt. betta er frábærlega skyn- söm og skemmtileg skepna, enda er okkur vel til vina. En ég held, að ég hefði aldrei getað orðið bóndi, þvi að mér hefði fallið svo þungt að þurfa að standa i þessu linnulausa drápi á haustin. Ekki þó svo að skilja, að ég kunni ekki að meta kjöt. Mér þykir það ljóm- andi gott, en ég vil ekki þurfa sjálfur að leggja hönd að slátrun- inni. Smíðarnar. — Það var nú annað — Þér hefur þótt meira gaman að smiða? — Já, það var nú dálitið annað. Einu sinni þegar ég var ungling- ur, bjó ég til gufuvél. Fyrirmynd- in var teikning, sem ég hafði séð i dönsku blaði. Siðan steypti ég vél- ina og smiðaði hana að mestu leyti úr blýi. Og vélin gekk. Þó var ég i nokkrum vandræðum með gufuketilinn sjálfan. Ég hafði nefnilega ekkert nema tin til þess að lóða hann saman, en það þoldi ekki hitann, svo að ketillinn vildi alltaf leka. En vélin gekk, og það var fyrir mestu, þótt ketillinn væri ekki eins öruggur og ég hefði kosið. — Já, þú hafðir snemma hug til smiða. Þá áráttu hefur þú erft frá föður þinum? — 1 og með, já, en að visu gat hún verið viðar að til min komin. Móðurætt min er mjög hneigð til smiða, og Helgi móðurbróðir minn var gullsmiður á Isafirði og viðkunnur maður fyrir hagleik og listrænt handbragð. Ég heyrði svo sagt, að hann hefði þótt ein- hver bezti gullsmiður landsins á sinni tið. — Kynntist þú honum? — Já. Ég var oft hjá honum, þegar ég var barn og unglingur. Þar kynntist ég lika smiðum, en Maður er nefndur Björn Jóns- son. Vestfiröingur er hann aö uppruna, en hefur unniö starfsævi sina nær alla i Reykjavfk, og hefur meðai annars verið starfs- maður Landssmiöjunnar þessi 43 ár, sem liöin eru síöan hún var stofnuö. — Það er bezt að byrja á þvi að spyrja þig, Björn, hvar það var, sem þú sást fyrst dagsins ljós. — Mér hefur verið sagt, að það hafi verið á tsafirði, en sjálfur man ég ekki eftir þeim degi, né hvernig mér varð við, þegar ég fyrst leit framan i veröidina. — Þú hefur svo alizt upp á tsa- firði? — Nei. Þegar ég var enn smá- barn, var ég fluttur að Hattardal i Alftafirði — það er inn af Súðavik — og þar var ég að hlaupa um þúfurnar, þegar ég man fyrst eft- ir mér. Þarna bjuggu foreldrar minir fram til ársins 1918, en þá fluttust þau að Langeyri i Alfta- firði, sem er rétt hjá Súðavik. Faðir minn var húsasmiður og vann alltaf mikið að iðn sinni jafnframt bústörfunum. Fyrsta verkfallið — Þú hefur vist fljótt vanizt vinnunni, eins og titt var um ung- linga á þessum árum? — Já,égvarekki gamall, þegar ég fór að hjálpa til, eftir þvi sem getan leyfði. A Langeyri var fisk- verkunarstöð, sem þeir ráku feðgarnir, Sigurður borvarðar- son ög Þorvarður Sigurðsson. bar vann ég á fiskireitum, og þar gerði ég mitt fyrsta verkfall, eða tók þátt i fyrsta verkfallinu, væri kannski réttara að segja. Svo var mál með vexti, að við unnum þar, þrir unglingspiltar, með stúlkum, og við vildum fá jafnmikið kaup og þær, þvi að við þóttumst vinna alveg eins mikið og þær. Sigurður heitinn var gamansamur maður og sagði, að við skyldum þá reyna okkur við stúlkurnar og sýna hvað við gætum. Við féllumst á það, og nú var okkur fengið reynsluverkefnið. Við áttum að þvo saltfisk og koma honum til vinnslu á reit. Þetta var akkorðs- vinna, viss greiðsla íyrirskippund ið, en svo fóru leikar, að við skil- uðum eins miklum afköstum og duglegasta konan, og sumir gerðu meira. Þá sagði Sigurður: Þið getið fengið sama kaup og þær, og ef þið komið aftur, getið þið feng- ið meira. — Þú sagðir, að foreldrar þinir hefðu búið i Hattardal. Stóð hugur þinn aldrei til búskapar? Hús Landssiniöjunnar í Reykjavik. Þessu fyrirtæki hefur Björn helgaö blómann úr starfsævi sinni. Timamyndir. Róbert. var danskur maður. Malberg að nafni. Hann þótti óþjáll, en aldrei varð ég fyrir þvi. Ég hef ekki ann- að en gott af honum að segja. Það var algerlega bannað að reykja i vinnutimanum, en einu sinni kom Björn Jónsson, verkstjóri. Þaö leyji vélunum þungan skatt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.