Tíminn - 18.05.1973, Blaðsíða 15

Tíminn - 18.05.1973, Blaðsíða 15
Föstudagur 18. mai 1973 TÍMINN 15 Hún var að aka á stöðina til þess að sækja Mallory. Veður var lág- skýjað og litlaust en ekki sérlega mollulegt, þvi að léttur andvari lék um lyngmóa og mýrasléttur. Kyrrðin var ekki þvingandi og var enginn forboði stórviðris. Þetta var aðeins venjulegur sumardagur, sem mundi gefa jörðinni hressandi bað i regninu, sem ekki var langt undan. Sherida stöðvaöi bilinn utan við stöðvarhúsiðoghallaði sér fram á stýrið. Perowen gekk framhjá með hjólbörur i eftirdragi, og kinkaði kolli til hennar þegjandi og súr á svip. Henni hlýnaöi um hjartarætur. Perowen hafði svo ekki varð um villzt, látið i ljósi aö hún væri þó ofanjarðar, og viður- kennt það á sinn hátt. Hún brosti og kallaði til hans: — Góðan dag, Perowen, hann ætlar vist að fara að rigna. Perowen hafði nú einu sinni sinar sérstæðu hugmyndir um vinsemd og trúnað, hann hafði gengið of langt þegar hann kinkaði kolli til hennar, svo nú fór hann þegjandi framhjá, eins og hún og bifreiðin væru aðeins loft i hans augum. Sheridu varð hugsað til kvöldsins, þegar hún kom hingað fyrst, hve einmana og döpur hún hefði verið meðan hún beið eftir þvi að einhver kæmi til hennar og greiddi fyrir henni. Nú var öldin önnur, hennar heimur var fullur af manneskjum. Það var undar- leg tilhugsun, að þessi heimur gæti hrunið, og þær manneskjur, sem henni var farið að þykja væntum, gætu horfið henni að eilifu. Allt var undir Leu komið. Mundi hún ekki segja einn góðan veðurdag það, sem Sherida óttaðist mest, nefnilega það, að bún þyrfti ekki nauðsynlega á henni að halda lengur, svo þess vegna gæti hún farið guði á vald. Hún gæti sagt i kvöld, eða þá i fyrramálið: — Sherida, gæti hún sagt með veraldarinnar stilli- legustu rödd, — ég hef verið að hugsa um það, að það væri kannski ekki rétt að hagnýta mér krafta þina á þessum erfiðu timum, þvi áreiðanlega geturðu gert meira gagn annars staðar. Auðvitaö gef ég þér min beztu meðmæli, og auðvitað geturðu búið hér þangað til þér býðzt nýtt starf. Enginn gæti fundið að þvi, þvij siður ásakað hana um ranglæti, þótt hún gerði þetta. Og þegar hún nú einu sinni væri búin að segja þetta, já — hvað þá? Sherida hafði ekki einu sinni krafta til að hugsa um þetta, henni varð þröngt um andardrátt. En hún varð aö horfast i augu við staðreyndir. Aðstaða hennar á Bastions var svo veik sem orðiö gat. Hún var bundin fjölskyldunni sterkum böndum, en þegar öllu var á botninn hvolft, voru þau samt veik eins og kóngulóar- vefur. Einn stormsveipur, eitt pennastrik var nóg til þess að vefurinn rifnaði. Hún mundi náttúrlega fá nýtt starf, sennilega á stórri skrifstofu i Lundunum, og minningin um St. Aubyn-fjöl- skylduna mundi blikna eins og gömul ljósmynd. Hún mundi missa Mallory, missa af nálægð hans, vinnunni, sem þau leystu af hendi hliö við hliö, og hina undarlegu og sárs aukafullu gleði, sem hún fann fara um sig i hvert sinn sem hún var nálægt honum. En allavega hlaut hún samt að missa hann, en ekki ennþá Ekki ennþá! hugsaði hún örvilnuð, en vissi þó um leið að hún var ákaflega heimsk. Lestin blés hvellt og geystist inn á stöðina. Mallory stóð i klefa- dyrunum, og viö hlið hans gömul, hvithærð kona meö stóran pakka undir hendinni. Hvað vildi hún hér, i þessum afkima? Enginn var til aö taka á móti henni og Perowen leit ekki einu sinni á hana. Sú gamla spuröi Mallory um eitthvað, og hann benti og útskýrði. Konan þakkaði fyrir hjálpina og yfirgaf Jestina. — Halló, Sherida! Mallory gaf Perowen einn shilling og opnaöi bildyrnar. Sherida vildi skipta um sæti við hann, en hann bað hana um að aka sjálfa. — Það er synd og skömm að ég skuli vera að gera þér öll þessi óþægindi og fyrirhöfn, sagði hann. — Ég hef þvi miður ekki tima til að aka þér heim, en þú getur tekið vagninn upp við vegamótin. — Það er allt i lagi, svaraði hún um leið og hún ók af stað. — Lea sagði samt aö hún þyrfti ekki á mérað halda i dag, svo ef ég gæti verið þér til aðstoðar á fundinum hef ég góðan tima til þess. Mallory tók af sér hattinn og hallaði sér afturábak i sætinu. — Ég þakka þér fyrir. Mér þykir mjög vænt um að þú komir með mér og skrifir niður það sem sagt er, svo ég þurfi ekki að leggja það á minnið. A eftir getum við svo borðað saman, það liggur ekki litið á að komast heim. Hvernig hefur fjölskyldan það? — Þau hafa það alveg ágætt. Þú misstir af mikilli veizlu i gær. Katrin kom með mér frá Lundúnum. Hún og Logan hafa ákveðið að ganga i hjónaband svo fljótt sem mögulegt er. — Hefur Katrin ákveðið þetta? Mallory leitaði annars hugar að pipunni,— Þetta eru virkilega góö tiðindi. Hvað segir Lea? — Hún er hrifinn eins og allir aðrir. Finnst þér ekki blóma- ilmurinn góður? Báðum meginn vegarins voru blóm i öllum regnbogans litum, og blærinn flutti þeim ilm og yl sumarsins. — Cornwall er furðulegur staður, sagði Sherida. Til að byrja með finnst manni hann kaldur og óvingjarnlegur, það er eins og landiö sjálft vilji ekki að manni geðjist að þvi, en þegar frá liður hefur maður heillazt af landinu og náttúrunni. Samt finn ég alltaf eins og náttúruna skipti ekki nokkru máli, hvort manni likar betur við hana eða verr. Logan aðvaraði mig þegar ég kom, og nú held ég að ég skilji hvað hann var að fara. — Ertu að segja mér að þú sért heilluð af náttúru héraösins? — Já, af likama og sál. Ég get tæplega hugsað mér að lifa á nokkrum öðrum staö eftir þetta. Ég skil vel aö fólk hér er stundum dálitið...ja, ekki alveg eins og fólk er flest. — Finnst þér fjölskylda min smá skritin? — Bæði já og nei. Jana er sjald- gæf kona. Manstu, þegar, þú spurðir mig um það hvort ég gæti sagt þér hvort Jana væri hamingjusöm? Ég verð að viður- kenna að ég er ekki komin aö niöurstöðu. Hún er ekki sérlega skrafhreifin um eigin málefni. — Jafnvel þó hún segði þér eitt- hvaö, efast ég stórlega um að þú mundir segja mér frá þvi, sagöi hann brosandi. — Það var heimskulegt af mér aö spyrja þig um þetta, Sherida. Mér ber aö þekkja mina eigin fjölskyldu. Hún fann að hann mundi vita það vel, hvers vegna Jönu leið illa um þessar mundir, en vitanlega gat hann ekki rætt málið við hana, þvi að Lea mundi koma inn i myndina. Heimavarnarfúndurinn hófst með geigvænlegri sýningu eitur- gass. Sýningin átti sér stað i stóru pakkhúsi og fór fram af ýtrustu visindalegri nákæmni. Ahorf- endur settust á harða bekki og hlustuöu á Mallory greina frá ýmsum gastegundum og hinum hræðilegu afleiðingum þeirra. Mikill hluti áheyrendanna voru gamlarkonur, sem skrifuðu ákaf- lega i minnisbækur sinar, og þegar öllu var lokið gripu þær reiðhjól sin og óku til slátrarans eða i mjólkurbúð. Mallory gaf sig á tal við eina þeirra á meðan hún var að fikta við bjölluna á hjólinu. — Það var gaman að þér skylduð geta komiö, ungrú Alcock. Ætlið þér að innrétta gasþétt byrgi i Hollyhock Cottage? — Já, ég hef hugsaö mér þaö. Það er talsvert óþægilegt viður- eignar, en mér finnst að við verðum að gera eitthvert gagn á þessum þungbæru timum. Þvi miður hef ég ekki snúið mér af neinni alvöru að gasgrimunni ennþá. A daginn er ég alveg upptekin, en ég set hana upp á hverju kvöldi þegar ég fer i bað, og það finnst mér ágætt. Sælir major, og skilið kveðju til hinnar elskulegu konu yðar. — Þaö er undarlegur heimur sem við lifum i, sagöi Mallory, og horfði á eftir gömlu konunni sem leiddi gamalt reiðhjól. — Það virðist nálgast geðveiklun að gamlar jómfrúr skuli fara i bað með gasgrimu. Eigum viö ekki að fá okkur i staupinu? Þau gengu inn i vinveitinga- salinn. Hræðileg málverk héngu hér og hvar en þó var ekki ógeö- fellt að fá sær sæti þarna. Sherryiö var þurrt og gott og tók hrollinn vel úr þeim eftir gas- fyrirlesturinn i köldu pakkhúsinu. Lárétt Lóðrétt 1) Drykkur,- 6) Miði.- 8) Rit,- 9) 2) Járnmél.- 3) At,- 4) Fastari,- 5) Auð.- 10) Bára.- 11) Vond,- 12) Stund.- 7) Slaka.- 14) II.- Fljót,- 13) Hljóm,- 15) Deyða.- Lóðrétt 2) Fljót.- 3) Fæddi.- 4) litþráð.- 5) Andúð.- 7) Óvirða.- 14) Bar.- Ráðning á gátu No. 1404 Lárétt 1) Kjaft,- 6) Ata.- 8) Tær,- 9) Sæl,- 10) Nót,- 11) Nem.- 12) Auk.- 13) Eir.- 15) Ullin,- r En búningar Rétt. Kenoma.^ æirra passa pkkur’ En við höfum 1 , ekki, Geiri.jt loftskeytasamband, pg^^Lviö lög regluna og ‘■‘W7Mhiðiiim um að**- '! . - * ’"*■ verða sóttir. . iililii Föstudagur 18. mai 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.30, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45. Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Edda Scheving heldur áfram að lesa söguna „Drengina mina” eftir Gustaf af Geijerstam (11). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög á milli liða. Spjaliaö viö bændur kl. 10.05. Morgunpopp kl. 10.25: Hljómsveitin Procol Harum og Melanie syngja og leika. Fréttir kl. 11.00 Tónlistar- saga (Endurt. þáttur A.H.S.) Kl. 11.35: Arturo Benedetti Michelangeli og hljómsveitin Philharmonia leika Pianókonsert nr. 4 i g- moll eftir Rakhmaninoff. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 Meö sinu lagi. Svavar Gests kynnir lög af hljóm- plötum. 14.30 Siödegissagan: „Sól dauöans” eftir Pandelis Prevelakis. Þýöandinn, Sigurður A. Magnússon les (12). 15.00 Miödegistónleikar: Walter Klien leikur á pianó Ballötu od. 24 eftir Grieg. Léa Berditchevsky pianóleikari, José Pengin fiðluleikari og Jean Christophe van Hecke selló- leikari leika Trió op. 1 nr. 1 eftir Beethoven. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfrengir. Til- kynningar. 16.25 Popphorniö. 17.10 Þjóölög frá ýmsum iönd- um 18.00 Eyjapistili. Bænarorö. Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Fréttaspegill. 19.45 Garöyrkjuþáttur Óli Valur Hansson ráðunautur flytur. 20.00 Sinfóniskir tónleikar. 21.30. tltvarpssagan: „Músin sem læðist” eftir Guðberg Bergsson.Nina Björk Arnadóttir les (6). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Þættir úr sögu Bandarikjanna.Jón R. Hjálmarsson skólastjóri flytur erindi: Landvinning- ar og framfarir. ■gig, 22.35 Létt músik á síðkvöldi. iiiS-ii Borgarhljómsveitin i Amsterdam flytur létta tón- list. Dolf van der Linden ;!;!;!;!;! stjórnar. (Hljóöritun frá !;!;!;!;!; hollenzka útvarpinu). ííýÍ; 23.45 Fréttir i stuttu máli. ;!;!;;;!::. Dagskrárlok. Blillll || FÖSTUDAGUR |;| 18. maí. !;!;;!;; 20.00 Fréttir. !;!;!;!; 20.25 Veður og augiýsingar. ;!;!;;;! 20.30 Karlar I krapinu. Nótt hinna rauðu hunda.Þýöandi Íí!;!; Kristmann Eiðsson. ;!;!;!; 21.25 Hvers vegna isiand? !;!;!;! Umræöuþáttur i sjónvarps- ;!;!;!; sal um væntanlega heim- ;!;!;!; sókn Nixon og Pompidous til ;;!;!;■; lslands um næstu mánaða- !;!;!? mót. Rætt verður um ástæð- M urnar fyrir vali Islands sem ;!Í!| fundarstaðar og tilgang !;!;!;!! slikra funda yfirleitt. Um- !;!;!;!; ræðum stýrir Jón Hákon ;!;!;!;! Magnússon. í!;!;! 22.05 Heimanmundurinn. :;!;!;? Stutt, leikin, kanadisk kvik- ;Í$jÍ mynd um mann og bát og !;!;!;! brúðkaupshugleiðingar. ÍS? Þýðandi Jóhanna Jóhanns- ;!;!;!; dóttir. !;!;!;! 22.25 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.