Tíminn - 17.07.1973, Qupperneq 6

Tíminn - 17.07.1973, Qupperneq 6
6 vn/n.MiT TÍMINN r v Sótt um 17 lóðir í Höfðakaupstað UNDANFARIN ár hefur veriö litiö um nýbyggingar 1 Höföa- kaupstað, enda var þar lengi talsvert atvinnuleysi annaö veifiö og mjög tilfinnanlegt fyrir nokrum árum. Nú hefur hins vegar brugðið svo við, að sött hefur verið um seytján lóðir i kaupstaðnum. Ibúar i Höfðakaupstað eru nú hálft sjötta hundrað. —JH Ijúka út þrjú hefti meö ekki iöngu milli- hili, hið sföasta árið 1959. Siðan hefur útgáfan legiö niðri, og hafa margir beðið þess með óþreyju aö sjá framhaldiö. Nú eru likur til, að úlgáfu þessa verks verði fljót- lega lokiö. begar er komið út fjórða heftið, er hefur að geyma manntal á svæðinu frá Staðarhólssókn i Saurbæ til Goðdalasóknar i Skagafiröi, og lokaheftið, er nær úr Skagafirði austan vatna um Eyjafjarðarsýslu og Þingeyjar- sýslur kemur væntanlega út siðar á þessu ári eða snemma á árinu 1974. —JH Ný bók Skotið á heiðinni eftir Paul Busson og sögur eftir aðra kunna höfunda. Þetta er þriðja bindið af Sögusafni Ilökkurs. Frágangur allur i samræmi við fyrri bindin. Hvert bindi sjálfstæð bók. Stærð 10 arkir. Verð kr. 450.00 (án sölu- skatts) Dreifingu til bóksala um það bil lokið. Einnig send gegn beinum pönt- unum og burðar- gjaldsfritt, ef pen- ingar fylgja pöntun. Bókaútgáfan Rökkur Flókagötu 15, pósth. 956, RVK (Simi 18768 9-11 árd). Til sölu Færiband 17 metrar fyrir vothey eða bundið hey. Þiggja fasa rafmotor getur fylgt. Simi 99-3148. Vinna við ullarmat Óskum að ráða nú þegar mann til starfa við ullarmat i verksmiðju vorri i Mosfells- sveit. Nánari upplýsingar veitir verksmiðjustjóri. Álafoss simi 66300. Landsleikurinn ísland — Austur-Þýzkalandi fer fram á Laugardalsvellinum i kvöld kl. 20.00 Forsala aðgöngumiða við Útvegsbankann K.S.Í. Manntalið 1816: Útgófu að FYRIR mörgum árum var hafin útgáfa manntalsins 181(i, og komu fyrirliggjandi: Þakpappa Asfaltpappa Veggpappa Ventillagspappa Loftventla Niðurföll fyrir pappaþök Þakþéttiefni , Byggingavöru- verzlun TRYGGVA HANNESSONAR Suðurlandsbraut 20“ Simi 8-32-90 Þriöjudagur 17. júli 1973 Óskar Aðaisteinn LAMPINN Fyrsti þáttur bi'ð þarna úti — fólkið úr þorpinu minu: Bráðum erum við öll flúin til Borgarinnar. Éfizt ekki lengur um tilgangsleysi allra hluta. En þaö eru fleiri en við, sem töltum suður. Allt dreifbýlisfólkið fer sömu leiðina að leita lukkunnar — i striðsgróðanum fyrir sunnan. Stundum sitjum við á rökstólum — hérna i Borginni. Það má líka kalla það átthagafundi. Gamla fólkið sat lengst í þorpinu okkar. Við báðum það að koma suður. Hérna eigum viö öll heima, var svarið Komið þið heim. Við vorum ung og örlynd þá: Nei, ónei, við förum ekki i afskekktina, aldrei — afskekktin, aldrei aftur. afskekktin, aldrei framar i okkar lifi. Það komu harðir vetur. Gamla folkið eitt heima. Margir harðir vetur i röð. Og gamla fólkið aleitt heima. Svo kom hörkuveturinn mikli. Það var lengsti vetur i manna minnum. Og Kanarnir skömmuðu okkur fyrir að moka ekki. Allir aðrir hefðu rekið okkur. Við vorum að stara heim — til gamla fólksir.s. Ótækt var þetta gamla fólk. Þöngulhausar var það. Betur, að við hefðum aldrei þekkt það. Betra, að það hefði aldrei þekkt okkur. Það ætti ekki að vera til — svona gamalt fólk eins og heima — ekki til. Eins og klakahross. Og sálin i þvi eins og i klakahrossi. Og þorpið norður við heimskaut. Burt með það. Átti aldrei að vera þorp þarna. Að mennskar verur skuli geta lifað á svona stað! Góan kom, Góan kom með bliðviðri. ójá-ójá, það kom bliðviðri á góunni. Einmáðuður svartur af snjómuggu. Flóabáturinn sótti gamla fólkið. Nokkrir þorpsbúar fyrir sunnan — við tókum á móti gamla fólkinu á flugvellinum. En það var enn i þorpinu. Það settist hér að, — það fór ekki aftur. Samt var það i þorpinu Lampinn. Gömlu konurnar komu með lampann. Svona endar sagan um þorpið okkar. bað er enginn endir, en verður við að una eins og það er. Hvað sem þvi liður, þá höfum við komið saman ár hvert að minnast gamla þorpsins okkar, og hvað siðan hefur gerzt. Hvað hefur svo sem gerzt? Velflest okkar eru ekki i neinum bráðum háska. Flest eigum við yfir höfuðið þak. t strfðslukkunni strituðum við dag og nótt. öll þau ár var ekki timi til neins, nema að strita. fyrir þakinu, bilnum, börnunum. Þjóöin gekk fram af sér i striðspúlinu. Engin stund aflögu: Til að hvilast. Til að hugsa. Til að lesa. Til að lyfta huganum upp úr dustinu. Hér stoppa ég oftast — flyt jafnan aðalræðuna á átthagakvöldum Þarna sting ég við fótum. Ekki að tyggja þessa gömlu tuggu I fólkið. Við jöplum á þessu öll, hvert upp á sinn máta. Ég sný mig liðlega út úr glamrinu. gömlu þvælunni, hvort við höfum gengið til góðs... Vik yfir I vinsælar héraðssögur. Annars — að vera svona fólk, að hugsa eins og þetta gamla fólk, Afdæmt. Friðsamleg sambúð — bráðum kemur friðsældin út um allan heim Blaðakjaftæði, muldur i útvarpi, mjálm I sjónvarpi. En þessu trúið þið, sem segist standa að okkur: gamla fólkið, gömlu þorpararnir. Annar þáttur Þið þarna úti*- Aldrei þessu vant; ég á næðisstund. Og hugurinn leitar heim i þorpiö okkar. Lampinn! Gömlu konur, þið áttuð ekki að fara með hann suður — rafljósið drepur á honum. Lampinn! Ljós hans i skammdeginu. Ennþá sjáum við þvi bregða fyrir i vitund okkar eins og einhverju sérstöku ljósi, eins og þvi ljósi, sem ekki er hægt að kaupa Stillt og rótt heimilisljós i litlu timburhúsi niðri við flæðarmálið, ljósið svo stillt og rótt, kyrrt og hljóðlátt, lifandi ljós, hlýtt og milt, og stundum svo undur skært, eins og það kæmi aldrei neitt misjafnt fyrir okkur. Heima,þar lá aldrei neitt á. Það þurfti ekki að kaupa hluti, svo maður yrði ánægöur. Heima, hvað það er langt aftur i öldum, þó eru það mínar aldir: Gleðin kom hægt en örugglega, lika treginn — og stundum gat maður brosað hann burtu. En einu sinni ... það var vor, eða þaö var sumar, svo undur stutt, undir eins haustbreiskja i loftinu, svo góð, svo lostæt. Og það var ekki bara einu sinni — það var oft, oft, og þó ein ögurstund. Þú minning, sem aldrei týnist. Að ganga með stúlku i fyrsta sinn, að brosa með henni, að hlaupa með henni, að horfa á allt með henni, að finna blæinn og sólskinið með henni. Svo fór hún burt. Og minning hennar er titrandi hljómur i brjósti minu, sem aldrei týnist. Lampinn — ljóð æsku minnar. Villur siæddust inn I ljóð óskars Aðaisteins á sunnudaginn og er það þvi birt aftur lciðrétt.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.