Tíminn - 17.07.1973, Síða 7

Tíminn - 17.07.1973, Síða 7
Þriftjudagur 17. júli 1973 TÍMINN 7 Bandarlkjamennirnir kynna fréttamönnum áætlun sina og islenzku fyrirtækjanna. Lengst til vinstri er Maurice Segall, þá Philip Kochenderfer og loks James Lancaster. — Timamynd: G.E. „Uppgötvið ísland" American Express efnir til mikillar herferðar til sölu d íslenzkum varningi í samrdði við íslenzk fyrirtæki ÓV-Reykjavfk: Bandariska stór- fyrirtækið American Express vinnur nú að undirbúningi mikill- ar herferðar, sem nefnd er „Dis- Ekkert vott í Arnarhvoli „Þar sem ráðherrar fara er oft góðra veitinga von”, hefur hann sjálfsagt hugsað maðurinn, sem flæktist um Arnarhvol í gær á þeim tima, er ráðherraskiptin fóru fram. Maðurinn var vel hreifur, en vinbirgðir hans voru þrotnar og peningarnir vist lika, þannig að hroðalegur þurrkur var framund- an ef ekki var að gert. Við slikar aðstæður mega menn ekki deyja ráðalausir. Maðurinn lagði leið sina upp i Amarhvol oj;hugðist ná sér i aukasjúss til að framlengja sæluna. En viti menn, engar slikar veitingar voru fram bornar heldur komu verðir laganna og höfðu manninn á brott með sér. Maðurinn hlaut ókeypis gist- ingu fyrir vikið. — gj. cover Iceland,” til kynningar og sölu á islenzkum vörum. Á næst- unni verður um 50.000 handhöfum lánakorta American Express sendur bæklingur, þar sem island og islenzkar vörur eru kynntar og boðnar til sölu. Verði þessar fyrstu viðtökur góðar verður sett i fullan gang áætlun, sem hugsuð er fyrir árið 1974, og verður þá öðrum lánakortahöfum send til- boð, en þeir eru alls um 5 milljón- ir viða um heim. Þessi fyrsta kynningarherferð hefur kostað um 50.000 dollaraeða um 4.5 milljónir isl. króna en gangi hún vel, mun American Ex- press, sem er heimsins stærsta fyrirtæki sinnar tegundar, leggja þre- til fjórfalda þá upphæð i fyr- irtækið. Þessa dagana eru staddir hér á landi þrir fulltrúar American Ex- press og kynntu þeir fréttamönn- um áætlanir sinar á mánudag. Töldu þeir mikla möguleika á að vel tækist til, þvi islenzkur varn ingur hefði allt með sér. Vörurn- ar, sem um ræðir, eru ullarvörur, silfur, húsgögn, keramik og fleira svipað. íslenzku fyrirtækin eru Glit, Alafoss, Kristján Siggeirs- son og loks Icelandic Imports, sem áður hefur verið i sambandi og samvinnu viö American Ex- press og selt i gegnum það fyrir- tæki þúsundir islenzkra peysa og ekki minna en 40.000 islenzkar ullarkápur, eins og menn muna. Töldu Bandarikjamennirnir, að hægt ætti að vera að selja islenzk- ar vörur fyrir andvirði tveggja milljóna dollara, eða tæplega 180 milljón islenzkra króna, miðað viö núverandi gengi. 1 fyrstu umferð bjóða þeir skjólstæðingum sinum pakka með tiu eftirpretunum af mál- verkum Asgrims Jónssonar, fyrir 25 dollara, auk þeirra vara, sem áður hafa verið nefndar. American Express selur ein- göngu i gegnum póst en handhaf- ar lánakorta geta notið skemmt- ana, ferðalaga og annarrar þjón- ustu viðs vegar um heim gegn framvisun kortsins. Hér á landi munu nokkrir hafa slik kort og verða þeir þá að greiða reikninga sina i brezkum pundum eða doll- urum, þar eð enn þykir fyrirtæk- inu ekki borga sig að hafa hér úti- bú. Undirbúningur þessa starfs hófst i mai á siðasta ári en fyrstu kápurnar og peysurnar voru seld- ar til Bandarikjanna fyrir þrem- ur árum. MARGT UAA MANN- INN í BLÍÐVIÐRI í MÝVATNSSVEIT JI-Reykjahlið. — Sláttur er haf- inn á nokkrum bæjum hér i Mý- vatnssveit og byrjar almennt I þessari viku. Veðurfar hefur ver- ið ákaflega gott siðustu daga. Silungsveiði er dræm, og virðist sem einn til tvo árganga vanti i fiskstofninn I Mývatni, þar seni dálitið veiðist aftur af vænum sil- ungi, en svo verður helzt vart við smásilung. Nýting á rými gistihúsanna hefur verið ágæt. Langmest hefur Hreinsitækin reynd í KísiU verksmiðjunni JI-Reykjahlið. Kisiliðjan hefur gengið vel fyrri hluta þessa árs, og lætur mjög nærri, að allar áætlanir um rekstur hennar standist. Dálítil töf hefur orðið á smiði og uppsetningu hreinsitækja þeirra, sem koma eiga, en þó mun verða byrjað að reyna þau i þess- um mánuði. Höfundur tækj- anna er Jón Þórðarson, upp- finningamaður i Reykjalundi i Mosfellssveit. verið af útlendum ferðamönnum framan af sumri, en nú siðustu daga hefur tslendingum fjölgað mjög. Um helginavoru hér talin tvö hundruð tjöld. Þjónusta hér fer mjög batn- andi. Fyrir skömmu var opnaður nýr veitingastaður, Sel, að Skútu- stöðum, þar sem fólk getur fengið morgunverð, heita smárétti og smurt brauð. Þetta er vistlegt hús eign Kristjáns Yngvasonar, og góð snyrtiaðstaða, og eftir svo sem eina viku verður verzlun opnuð i þessu sama húsi. Lionsklúbburinn Middelfart i Danmörku hefur sent Lions- klúbbnum Ægi i Reykjavik 10.000 danskar krónur og er ætlunin að fénu verði ráðstafað til hjálpar Vestmannaey ingum. Fjárins var aflað með þeim Mjög hefur verið bætt aðstaða tjaldbúa i samráði við Náttúru- vendarráð Islands, og verið er að smiða i Borgarnesi hús, sem flutt verður fullgert norður hingað og sett niður að Reykjahlið. Þar fær fólk góða snyrtiaðstöðu. Tjald- stæði hafa einnig verið leyfð á túni i Álftagerði. Eftirlit það, sem komið hefur verið á, er áreiðanlega mjög þarflegt, og stuðlar að aukinni snyrtimennsku og kemur i veg i fyrir skaðlegan átroðning. hætti, að Lionsklúbburinn Ægir sendi fimm tunnur af hrauni til Danmerkur og danski Lions- klúbburinn seldi hraunið á Flóa- markaði. Fé þetta mun væntanlega bæt- ast við söfnunarfé annarra Lions- klúbba á Norðurlöndunum. Góð sala á hrauni: Fengu 2000 d. kr. fyrir tunnuna JÚNÍ MEÐ GÓÐAN AFLA ÚR FYRSTU VEIÐIFERÐ HAFNARFJARÐARTOGARINN Júni, systurskip Bjarna Bene- diktssonar, kemur úr fyrstu veiðiför sinni um hádegisbilið með að minnsta kosti 250 lestir eftir rúmlega tveggja vikna úti- vist. Okkur var sagt hjá Bæjarút- gerð Hafnarfjarðar, að ekki hefðu orðið neinar vélarbilanir i Júni, en aftur á móti hefðu þess sézt merki, að einangrun i skipinu muni slælega gerð. Ekki hefur þó neitt verið tekið innan úr skip- inu til þess að leita að göllum. Okkur var einnig tjáð, að keyptir hefðu verið þrjú þúsund niutiu litra plastkassar til þess að isa i fisk, og væri að þvi stefnt að geyma afla á þann hátt i hluta af lestinni. Eitthvað hefði verið farið með af plastkössum i þessa fyrstu veiðiferð, en þó ekki mikið, þar eð menn hefðu búizt við, að aflinn yrði mestmegnis karfi. — JH. KJÖRBÚÐ OG VEITINGAR VIÐ GOÐAFOSS KAUPFÉLAG Svalbarðseyrar hefur opnað verzlun á Fosshóli við Goðafoss i nýrri viðbyggingu við gamla verzlunarhúsið þar. Yið gerð nýrrar brúar á Skjálfandafljót breyttist vegur- inn, svo aö hann var bak við gamla verzlunarhúsið. Hin nýja verzlun er hundrað fermetra kjörbúð. en auk þess eru þar snyrtiklefar og aðstaða til veitinga. Ferðamannaverzlun við Goða- foss hefur aukizt mjög undanfarin ár, og hefur Kaupfélág Sval- barðseyrar nú komið myndarlega til móts við þá. sem þar eiga leið um og vanhagar um eitthvað. — JH. Bandarískum vísindamönnum neitað um rannsóknaleyfi — fylgdu ekki settum reglum um rannsóknir við Island ÓV-Reykjavik: Bandarisku rannsóknarskipi, sem legið hefur i Reykja vikurhöfn undanfarna daga og er ætlað að sigla i dag, hefur verið neit- að um leyfi til rannsókna á hafsbotninum umhverfis ís- land af rannsóknaráði ríkis- ins. Astæðan er sú, að við fyrri rannsóknarstörf visinda- mannanna um borð fylgdu þeir ekki settum reglum og hafa auk þess ekki skilað skýrslu um störf sin, svo sem venja er. Steingrimur Hermannsson, framkvæmdastjóri Rann- sóknaráðs, sagði i viðtali við fréttamann blaðsins i gær, að ráðið væri óánægt með störf þessara manna á árinu 1971, þegar þeir voru hér siðast. Þvi væri leyfið ekki veitt nú. Aöspurður um lögsögu Is- lendinga i þessum efnum, sagði Steingrimur, að um slikt mætti vafalaust deila, en öll tvimæli væru tekin af um störf innan þriggja sjómilna land- helginnar, þau yrðu ekki leyfð, en samkvæmt samningum hafréttarráðstefnunnar 1961 ættum við rétt til afnota af landgrunninu allt niður á 200 metra dýpi. Nú væri yfirleitt talað um 400 metra dvpi. en hver niðurstaða slikra deilna yrði væri ekki gott að spá um. Sveinn P. Jakobsson. jarð- fræðingur. hefur unnið við svipaðar rannsóknir hérlendis og hafði hann þvi einhver af- skipti af bandarisku visinda- mönnunum á sinum tima. Hann sagði i stuttu viðtali við fréttamann blaðsins. að þeir hefðu ekki eingöngu látið und- ir höfuð leggjast að skila skýrslunni. heldur og stundað ólöglegar og óleyfilegar rann- sóknir á landi 1971. Hefðu þeir fengið leyfi til að vinna að rannsóknum á hafsbotninum út af Reykjanesi, en siðan far- ið i land, tekið þar jarðfræði- leg sýnishorn og flutt um borð I skipið. Fréttamanni tókst ekki að ná tali af yfirmanni visinda- Framhald á bls. 19 SF&atm r- Bandariska lannsoknaskipið „Tiideut” i Reykjavikurhöfn. Ilr. Sehilling fylgdi ekki settum regluiti her 1971 og fivr ekki annað lovfl- —Timamynd: G.E.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.