Tíminn - 17.07.1973, Page 11

Tíminn - 17.07.1973, Page 11
Þriðjudagur 17. júli 1973 TÍMINN 11 FIINnilE? MFfí r %ir 1^1 wœr W iV IVl Id^ ÍSLANDSVINI A ferö minni um island hef ég hvað eftir annað rekið mig á það hættulega sjónarmið hjá is- lendingum, að þeir telja land- helgismálið vera svo til komið I höfn, um lokasigur hljóti að verða að ræða, hvernig sem á málinu verður haldið. Þetta tel ég mjög hættulegt sjónarmið og vil benda ykkur á, að þiö eigið i höggi við valdamikla menn, menn, sem láta ekki svo glatt undan sfga, þegar um hagsmuni þeirra er að tefla. Þetta voru orð David Jarvis, forystumanns i félagi íslandsvina i Bretlandi, á fundi, sem Stú- dentaráð og SINE gengust fyrir i Norræna húsinu nýlega. David vék i framsögu sinni nokkuð aö starfi islandsvinafélagsins i Bret- landi (Friends of Iceland). Kvað hann tölu félagsmanna vera um þrjú þúsund og legðu félagsmenn mikla áherzlu 4 að kynna málstaö tslendinga i landhelgismálinu i Bretlandi með fundarhöldum, bréfaskriftum i lesendadálka dagblaðanna og þeim aðferðum, sem þeim þættu mögulegar og vænlegar hverju sinni. A þessu hvað hann enga vanþörf, þvi sannast sagna væri málstaður is- lands vægast sagt illa kynntur i Bretlandi og þau skrif, sem mest væru áberandi i stóru blöðunum, tækju mið af málflutningi brezku útgerðarmananna. Sagði David, að ákaflega erfitt væri að vekja brezkan almenning til umhugsun- ar um landhelgismálið. Flestir Bretar telja sig ekki eiga neinna hagsmuna að gæta i þessu máli og þaö er nú einu sinni staðreynd, að almenningur lætur sig mál litlu skipa, ef þau tengjast ekki hags- munum þeirra að einhverju leyti. Að lokum lýsti David nokkru nán- ar þeirri starfsemi, sem fram hefði farið á vegum félagsins og einnig þvi, sem afráðið er aö gera á næstu vikum og mánuðum. Kom þar fram, að Islandsvinirnir ætla aö leggja mikla áherzlu á aö kynna landhelgismálið hjá ýms- um samtökum fólks, eins og inn- an verkalýðsfélaganna og meðal stúdentasamtakanna. Ætla is- landsvinirnir að reyna að fá þing ýmissa samtaka til að samþykkja ályktunartillögur, þar sem lýst er yfir stuðningi við málstað Islands i landhelgismálinu og fá þannig stuðning við stefnu tslands tekinn inn i stefnuskrá viðkomandi sam- taka. Þetta taldi David vænleg- ustu leiðina til að byggja upp al- menningsálit i Bretlandi, sem hliðhollt væri Islendingum. David lýsti einum fundi, sem samtökin hefðu staðið að og kynnt málstað Islands. Sá fundur var haldinn i háskólanum i Warvick og voru nokkur hundruð manns á fundinum. Eftir nokkrar umræð- ur var borin upp ályktunartillaga, þar sem lýst var yfir stuðningi við málstað tslendinga og var hún samþykkt einróma. 1 lok fundar- ins var svo ákveðið að skólafélag háskólans, eins og það leggur sig, gengi i samtök Islandsvina, en i skólanum eru um tvö þúsund stú- dentar. Taldi David ekki óliklegt, að svipuð niðurstaða gæti fengizt i flestum háskólum landsins. Eftir inngangsorð Davids, gafst fundarmönnum kostur á aö beina spurningum til hans og Jónasar Arnasonar, alþingismanns, en Jónas hefur kynnzt starfsemi samtakanna vel á ferðum sinum til Bretlands undanfarið. Einnig voru fundargestir beðnir að koma með ábendingar um, hvernig starfsemi samtakanna skyldi háttað i framtiðinni. Urðu um- ræður liflegar og bar margt á góma. David var m.a. spurður aö þvi, hvernig honum virtist aug- lýsingaskrifstofa sú, sem ráðin er til að kynna málstaö Islands i Bretlandi, starfa, og i framhaldi af þvi, hvort ekki væri samvinna milli hennar og íslandsvinanna. David svaraði þvi til, að hann hefði ekki vitað um þessa skrif- stofu fyrr en honum hefði verið sagt frá henni nýlega af islenzk- um aðilum. Ekkert samstarf væri milli islandsvinanna og skrifstof- unnar. Ekki sagðist David efast um, að þessi skrifstofa starfaði eitthvaö, en hitt væri ijóst aö skrifstofan hefði tamið sér ákaf- lega hljóðlát vinnubrögö. Þá var hann spurður þess, hvernig samtökin öfluðu fjár til að standa undir kostnaði viö starfsemina. Svaraði David þvi til, að hingað til hefði ekki verið um neinar tekjur fyrir Islands- vinina að ræða, og hefði öll vinna sem einstaklingar hefðu lagt á sig i þágu samtakanna verið gefin, og ennfremur bæru meölimirnir sjálfir allan ferðakostnað og það vinnutap, sem af starfinu leiðir. Þetta þóttu fundarmönnum greinilega bág kjör og slæm starfsaðstaöa og var stungiö upp á þvi, hvort ekki væri rétt að það fé, sem látið er renna til skrifstof- unnar hljóðlátu, sem á að sjá um kynningu landhelgismálsins fyrir okkur, væri látið renna til Is- landsvinanna, þannig, að þeim skapist aðstaða til að starfa af enn meiri krafti. David hafnaði þeirri hugmynd algerlega. Sagði hann, að ef sam- tökin fengju stuðning af opinberu fé frá islandi, yrði það til að David Jarvis. veikja þau verulega, þvi að and- stæðingar útfærslunnar myndu hamra á þvi að þar væru óþjóð- hollir menn á ferð er nytu fjár- magns frá stjórnvöldum Islands og væru nokkurs konar föður- landsvikarar á mála óvinarins. Hins vegar viðurkenndi David, að fjárskortur væri samtökunum nokkuö til trafala, en viidi fremur ræöa aðrar leiðir til að bæta úr þeim. David og Jónas Arnason skýrðu frá þeirri ætlun brezku útgerðar- mannanna að leggja allt kapp á að ná 170.000 tonna aflamagninu sem Haag-dómstóllinn úrskurð- aði þeim, um næstu mánaðarmót. 1 þessu skyni neyttu útgerðar- mennirnir allra bragða, hertu sóknina eins og þeim væri unnt á islandsmið og gengju jafnvel svo langt að klæða trollið að innan, þannig að þeir næðu öllu kviku úr Framhald á bls. 19 HARPA EINHOLTI 8

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.