Tíminn - 17.07.1973, Síða 19
Þriðjudagur 17. júli 1973
TÍMINN
19
AÐALFUNDUR
NORÐLENZKRAR
TRYGGINGAR HF.
O Mannfall
á Háskólaköppum Islands um
sina þrettándu aldar ritfræði, ís-
lendingasagna og lygasjónarmið
þeirra á fræðum merkilegra
manna.
Sagnabækurnar sem komu
fram i Holti 1370, eru eflaust að
stórum hluta bækur Guðrúnar
Ormsdóttur. Ormur, og flestir
synir Jóns, voru óskilgetnir og
þvi eigi arftækir að lögum. Hér i
Reykholti eru eflaust allar dýr-
ustu bækur á íslandi, eins og
Heimskringla, Njála, Egilssaga,
að sjálfsögðu Laxdæla og fleiri
slikar. Hér gefst svo órækur
vitnisburöur um mikinn fjölda
bóka, sem saminn er á 12. öld, að
það virðist óþarfi að halda uppi
heilli fræðadeild i Háskóla til að
neita staðreyndum upp á
fullkomið andleysi og skilnings-
leysi á mikilvægi sannindanna
um menntir íslendinga á 12. öld
og fyrr. A þeim sannleika hafa
byggzt allar fræðarannsóknir, og
þetta er fræðaheimur um íslend-
ingasögur öldum saman, þangað
til hægt var að búa til háskóla,
sem skilur hvorki upp né niður I
málinu, hrekur ekkert af þvi, sem
sannleikanum samkvæmt er búið
að gera að niðurstöðum i málinu,
en spinnur upp úr sjálfum sér
rakalaust slúður og gera sig sjálf-
ir að doktorum við þann virðulega
háskóla, eða hitt þó heldur.
í fáum máldögum kirkna, sem
til eru frá 12. öld, er hvergi getið
um bækur, en siðan fara þær að
vitna um sig á mörgum kirkju-
stöðum er kemur fram yfir 1200.
Og i Vilkiusmáldögum frá 1397
eru þær á mjög mörgum kirkju-
stöðum i Skálholtsbiskupsdæmi,
enda verið haldið áfram að rita
bækur, en mest kirkjulegs efnis,
sem von var, þvi að búið var að
trúæra þjóðina, og fara þó þýddar
riddarasögur fram hjá þvi efni.
En i áhrifum íslendingasagna
kemur upp hin ljúfa mennta-
stefna, sem fellst i þjóðkvæðun-
um, sem siðaskiptin drápu.
Næstelzti máldagi, sem getur
um bækur, er máldagi Mela-
kirkju i Melasveit 1220. Þá eru
bækur, fyrst taldar, og messu-
búnaður, 25 hndr. virði. Um það
leyti er Markús að setjast þar að,
sá er gerði Landnámabók, sem
við Mela er kennd. Hann var
frændi Snorra. Þá segir það, sem
er einstakt að frétta. 1 máldagan-
um segir: ,,Þar liggur til kirkjuti-
und af 19 bókum”. Þetta segir
ótvirætt: Bækurnar eru lánaðar
út til lestrar fyrir ákveðið gjald.
Það er stundum nýtt að frétta i
gömlum fræðum, en til þess þurfa
fræðimennirnir að vera meira en
sjálfkjörnir doktorar i vitleysu.
Arið 1269 er máldagi gerður i
Haukadal. Þá er þar fyrir utan
messubúnað, 26 bækur. Á 13. öld-
inni eru auðmennirnir að safna
bókum. Arið eftir, 1270, er gjörður
máldagi i Holti undir Eyjafjöllum
Þá er þar fyrir utan venjulegan
kirkjubúnað „fjöldi sagnabóka”,
stendur i máldaganum. Dettur
nokkrum manni i hug að hér séu
ekki á ferðinni Islendingasögur,
sem ritaðar hafa verið á 12. öld,
og rikir menn búnir að safna
fjölda þeirra, er liða tekur á 13.
öld? Dettur nokkrum i hug, að
meöal þessara bóka sé ekki Njáls-
saga, sem undarlegir
meinasauðir segja að sé ekki
skrifuð fyrr en 1285-90, og láta
prenta þennan vlsdóm? Er nú
mannfall sem óðast I Stóra-
Hvammi, en grátið þurrum tár-
um, sem sjaldan var i íslands-
sögu.
A Noröurlandi, Hólabiskups-
dæmi, gefst ekki að skoða þetta
fyrr en á allsherjar máldögum
Auðuns rauða, biskups á Hólum,
árið 1318. Þá er á Svalbarði i
Eyjafiröi, sögubók með mörgum
heilagramanna sögum og sést
nú, að greint er á milli slikra
bóka er flestar voru þýddar á is
lenzku úr útlendum tungumálum
og annarra bóka, eins og „sagna-
bókanna” i Holti. En á Höfða i
Höfðahverfi, er „sögubók er á eru
margar fornar sögur”. Skyldi
nokkur efa að hér er um Islend-
ingasögur að ræða, og fornar,
auðvitað frá 12. öld. Þá koma
Draflastaðir, fornt auðmannaset-
ur. Þar eru fyrir utan kirkjubún-
að „6 bækur eftir Grim prest”.
Ekki semur Grimur prestur
heilagramanna sögur, svo hér eru
á ferðinni Islendingasögur. Og
hér er nefndur höfundur að ís-
lendingasögum, Grimur prestur,
og það hefur aldrei verið borið orð
á slikan hégóma i Háskólanum!
Og ekki verið að brjóta heilann
um hvaða Grimur þetta sé, enda
liggur hundavaðið fyrir þvilikum
mönnum og mundu þeir tilnefna
Grim prest Hólmsteinsson frá
Holti undir Eyjafjöllum. Hann
þýddi sögu Jóhannesar skirara
fyrir Arna biskup I Skálholti Þor-
láksson og skrifar honum bréf
með þýðingunni, sem algerlega
hreinsar hann af þvi, að hafa
skrifað nokkrar Islendingasögur.
Hann er of mikill prestur i Arna
biskups stil, til að fást við slikt, en
engar íslendingasögur samdar á
dögum hans, d. 1298. — Hér er án
alls efa um að ræða Grim prest,
skáld og munk, Hjaltason. Hann
er einn af þeim virðingarmönnum
landsins, sem fylgja Guðmundi
Arasyni til biskupsvigslu 1202, og
kveður á leiðinni um heldur erfiða
ferð. Þetta hefur verið stórfræg-
ur maður og minning hans i heiðri
höfð eftir að skrifa þingeyskar-
eyfirzkar sögur og ef til vill Drop-
laugarsonasögu að austan. Og á
Draflastööum eru bækurnar
geymdar sem kirkjufé, er ei má
lóga.
Hér sýnir háskólinn á íslandi
frægð sina, að minnast ekki á
þann eina mann, sem nefndur er,
sem höfund Islendingasagna.
Grimur hefur fyrst verið prestur
á Draflastöðum, en með aldri
gengur hann i klaustur, eflaust i
Munkaþverá, og verður þar fræg-
ur af bókritun, og sjálfkjörinn i
fylgd með biskupsefni til vigslu.
Svo er til forn bók i selskinni i
Grimsey.
Mundi ekki ráð fyrir háskóla-
fræðimennina að horfa i sinar
eigin iljar ofan af sjónarhóli sög-
unnar og iðrast, áður en lengra er
farið út á návíkina til að sökkva
fjöreggi þjóðarinnar? Og vist er
um það, að hér kunna þeir engin
svör fyrir sinu máli að halda, og
eiga þvi ekki margra kosta völ.
Og verður það ekki gaman að
halda 11 hundruð ára minningar-
hátið um byggð landsins 1974, og
offra i það skáldum og spekingum
fyrir botnlausan aðhlátur innan
litils tima, fyrir að taka hvorki
mark á heimildum eða vitsmuna
rannsókn á málinu. Þá yrði þó
kannski hægt að skrifa nýjar Is-
lendingasögur og drita i þær
atómskáldskapnum frá þessum
hátiðartima i landinu með land-
námsmanna höll uppi á hálend-
inu!
Verið þið nú sælir aliir, og fari
hver sina fyrirsettu leið!
Ég óska þjóðinni til hamingju
með mannfallið i Stóra-Hvammi,
og við sjáum nú til, hvort þeir
ganga aftur.
Q Neitað um
mannanna, dr. Schilling haf-
'fræðingi, en skipstjóri skipsins
kvaðst hafa öll siglingaleyfiog
væri honum heimilt að sigla
skipi sinu inn á hvaða islenzka
höfn sem væri.
— Rannsóknarleyfin höfum
við aftur á móti ekki, og þvi
reikna ég með að við verðum
aö fara út fyrir 50 milurnar,
sagði skipstjórinn.
Steingrimur Hermannsson
kvaðst búast við, aö fundur
um þetta mál yrði haldinn I
rannsóknarráði i dag.
Rannsóknarskipið Trident
er gert út af háskólanum I
Rhode Island en nýtur auk
þess styrkja frá bandariska
sjóhernum og National Sci-
ence Foundation.
o Víðivangur
— En ekki geta varðskipin
fylgzt með aflamagni togar-
anna og rikisstjórnin hefur ná-
kvæmlega engar tillögur gert
um það, hvernig eftirliti meö
þessu hámarksaflamagni yrði
háttað.
— Það er of mikið sagt.
Ýmsar hugmyndir hafa veriö
uppi. Við gætum haft menn i
brezkum höfnum til þess að
fylgjast með þessu. Við vorum
ekki með hámarksafla i okkar
tillögum I upphafi, einmitt út
frá þessu sjónarmiði.
— En hvers vegna hefur
rikisstjórnin þá gengiö inn á
tillögur Breta um hámarks-
afla?
— Til þess að koma til móts
við þeirra sjónarmið og greiða
fyrir samningum.” —TK
O Útlönd
ihlutun Bandarikjamanna, ef
bylting yrði gerð við Persaflóa
eða hætta þætti á henni. Ljóst
þykir að andúðar gætti á sliku
ævintýri i kjölfar Vietnam-
styrjaldarinnar, en jafnframt
er bent á, að Bandarikjamenn
eigi miklu brýnni hagsmuna
að gæta við Persaflóa en i
Indókina, og sér i lagi þó i
Saudi Arabiu. transkeisari
hefirsagtblátt áfram, að hann
liði ekki nærveru róttækra við
Persaflóa. Ef til vill hefir
Fulbright hugsað til íran
þegar hann talaði um „stað-
gengla” Bandarikjamanna i
stjórnmálum.
Bandarikjamenn eða íranir
gætu ekki sent hersveitir sinar
á vettvang, nema rikisstjórn,
sem riðaði til falls eða teldi sér
ógnað, bæði þá um aðstoð.
Hugsanlegt er, að þetta gæti
gerzteða yrði ef til vill „látið”
gerast. En hvað gætu Banda-
rikjamenn gert, ef sitjandi
rikisstjórn takmarkaði sölu á
orkugjafa til þeirra án nokk-
urrar byltingar? Eigi að nota
oliu sem vopn i átökunum
milli Israels og Arabarikjanna
hefir enginn jafn góða aðst.
til að beita þvi vopni og Feisal
konungur sjálfur. Hann gerir
það sennilega ef til styrjaldar
kemur og gæti jafnvel gert það,
án þess.
© íslandsvinur
sjónum. Tilgangurinn með þessu
er tvenns konar. 1 fyrsta lagi ætla
Bretarnir að halda út fyrir 50
milurnar hluta ágústmánaðar,
þ.e. þegar þeir eru búnir að ná
hinum umrædda hámarksafla og
sýna þar með umheiminum að
þar fari löghlýðnir menn, sem
hliti úrskurði dómstóls þjóðanna.
Að sjálfsögðu ætla þeir inn fyrir
mörkin aftur skömmu siðar, og
halda áfram fyrri iðju.
1 öðru lagi hyggjast brezku út-
gerðarmennirnir með þessu sýna,
umheiminum, að nógur fiskur sé
á íslandsmiðum og að allt tal um
ofveiði sé blaður eitt. Þeim hafi
tekizt að ná þvi aflamagni, sem
dómstóllinn úrskurðaöi þeim á
skemmri tima en einu ári, þrátt
fyrir þá staðreynd, að veitt var
við erfiðar aðstæður. Slikt getur
ekki þýtt nema eitt: Nægur fiskur
er i sjónum.
Að lokum hvatti David Jarvis
Islendinga til framhaldandi bar-
áttu I landhelgismálinu og bað
menn að vera óhrædda við að
skrifa Félagi Islandsvina I Bret-
landi og senda þeim upplýsingar
og gefa þeim góð ráð.
Röggsamur fundarstjóri var
Pétur Guöjónsson, forstjóri.
Utanáskrift samtakanna er.
Friends of Iceland,
David Jarvis
121 Hartland Avenue,
Wyken
Coventry, Warwicks.
England.
© Vopnasmygl
samtals um fimm tonn.
Yfirvöld irska lýöveldisins hafa
undanfarna daga aukiö mjög
varögæzlu á landamærum N-lr-
lands til aö hindra, að IRA-menn
ferðist aftur og fram. Talsmenn
brezka hersins segja, að þessar
aðgerðir hafi leitt til þess að mun
færri árásir hafa veriö gerðar á
fólk nú I þrjá daga en áður var.
Þá hafa landamæraveröir fengið
mikið af nýjum tækjum, m.a.
blla.
© Loftárásir
fölsku skjölin hefðu ei verið ætl-
uð stjórnmáiamönnum, sem
eiginlega hefðu átt aö fá aö vita
um árásirnar.
Opinber talsmaður varnar-
málaráöuneytisins, Jerry Fried-
heim, segir fullyrðingar Knights
ósannar og segir jafnframt, aö
háttsettir embættismenn, bæði
innan hersins og utan, hafi gefiö
leyfi til árásanna.
Viðskipti við Norðlenzka
tryggingu h/f hafa farið stöðugt
og ört vaxandi á fyrsta starfsári
hennar. Reikningslegt tap varð á
fyrsta starfsárinu, en þrátt fyrir
það hafa viðskiptin við félagið
farið fram úr björtustu vonum.
Þetta kom fram á aðalfundi
Norðlenzkrar tryggingar h/f, sem
haldinn var að Hótel Varðborg á
Akureyri 30. júni s.l. Valdemar
Baldvinsson stjórnarformaður
flutti skýrslu stjórnar. Hvatti
hann alla hluthafa til að auka
DAGANA 2. og 3. júli s.l. fóru
fram i Moskvu viðræður um
ástand og horfur i samskiptum
tslands og Sovétrikjanna á sviði
viðskipta- og efnahagsmála. For-
o
siðast til vélarinnar, en hún var
þá yfir Akranesi. Stuttu siðar sást
til vélarinnar frá Reykholti, en
siðan sást hvorki né heyrðist til
hennar.
Leit hafin
Um hálf átta leytið á sunnudag
hafði flugvélin ekki komið fram á
Þórshafnarvelli. Var þá þegar far-
ið að svipast um eftir henni, en
það bar engan árangur. Um leið
var hafin skipulögð leit að vélinni,
bæði úr lofti og af landi.
Fjölmennir leitarflokkar gengu
um hálendið i grennd við Reykja-
vik, Hvalfjörð og Þingvelli, svo
og Dali og hálendið milli
Hvammsfjarðar og Hrútafjarðar.
Þá tók fjöldi flugvéla þátt i leit-
inni, m.a. þyrla og björgunarvél
frá Varnarliðinu, vél frá flug-
stöðinni og vélar Landhelgisgæzl-
unnar.
Flakið finnst
Veður var óhagstætt til leitar,
mjög lágskýjað, allt niður i miðj-
ar fjallshliðar. Kl. 7.10 I gær-
morgun tilkynnti Orn Einarsson,
bóndi i Miðgarði i Stafholtstung-
um, að flak flugvélarinnar væri
fundið. Stuttu siöar komu félagar
úr björgunarsveitinni Ok á slys-
staðinn og voru þá allir látnir,
sem meö vélinni voru.
hlutafjáreign sina og beina við-
skiptum sinum i enn rikari mæli
til fyrirtækisins.
Friðrik Þorvaldsson, fram-
kvæmdastjóri, las upp og skýrði
reikninga félagsins. Hluthafar
eru i dag 157 og innborgað hlutafé
um 4 milljónir.
Stjórn félagsins var öll endur-
kjörin, en hana skipa Valdemar
Baldvinsson, Pétur Breiðfjörð,
Óli J. Ölason og Aðalsteinn
Jósepsson.
maður islenzku nefndarinnar var
Þórhallur Ásgeirsson, ráðuneyt-
isstjóri, en A. Manzhulo aðstoðar-
ráðherra utanrikisviðskipta. var
formaður sovézku nefndarinnar.
Flugslysið
Ekki er akfært að slysstaðnum,
sem er syðst i Snjófjöllum, u.þ.b.
6-7 km norður af Fornahvammi.
Þyrla Landhelgisgæzlunnar sótti
þvi likin fjögur og flutti þau til
Reykjavikur.
Skv. upplýsingum Loftferða-
eftirlitsins hefur flugvélin rekizt á
fjallið og þeir, sem með henni
voru, látizt samstundis. Að öðru
leyti liggja orsakir slyssins ekki
fyrir, en rannsókn þesserihönd-
um Rannsóknarnefndar flug-
slysa. Veður á sunnudag var lág-
skýjað og þvi óhagstætt skyggni.
Að sögn Leifs Magnússonar, for-
stöðumanns flugöryggisþjónust-
unnar, er algengt, að einkaflug-
vélar fái sérstaka heimild til
sjónflugs, þótt lágskýjað sé.
Þau Ingimar og Sigriður áttu
eins árs brúðkaupsafmæli á
sunnudag. Ingimar var alinn upp
hjá ömmu sinni og afa á Þórs-
höfn, en þeir bræður voru einmitt
á leið þangað ásamt konum sin-
um, til að vera við áttræðisafmæli
ömmu sinnar.
Þá má geta þess að lokum, að
Sigriður, sem starfaði sem flug-
freyja hjá Loftleiðum, var i Loft-
leiðaþotunni, sem hlekktist á i
lendingu á Kennedyflugvelli 23.
júni s.l.
— ET.
Viðræður
við Sovétmenn