Tíminn - 20.07.1973, Blaðsíða 4

Tíminn - 20.07.1973, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Föstudagur 20. júli 1973. Skrítin rafmagnstæki Þegar Tom Leonard sat dag einn við orgelið sitt og var aö leika ,,An English Country Garden” af miklum móð heyrði hann rödd segja: „Beygðu til hægri á næstu ljósum”. Tom hætti spili sinu og hlustaði á röddina gefa fleiri fyrirskipan- ir. Fyrirskipanirnar virtust koma innan úr rafmagsnsorgel- inu. Tom þótti þetta að sjálf- sögðu merkilegt og hringdi þvi i framleiðendur hljóðfærisins. Sérfræðingar þeirra komu á staðinn og rannsökuöu hljóðfær- ið. Niöurstaða þeirra varð sú, aö hljóöfærið reyndist sem mót- takari fyrir talstöövar lögreglu- og sjúkrabifreiða i nágrenninu. Það er ekkert eins dæmi að svona gerist. Svipað henti ný- lega prest einn i Bolton, sem mátti þola það, að i miðri stól- ræðu hans greip kirkjuorgelið fram i fyrir honum. Röddin sem þaöan hljómaði flutti skipa- fregnir. Hljóðfæriö reyndist sem móttakari fyrir skipafréttir BBC. Rafmagnsgrillofn, sem nýlega var tekinn i notkun á sjúkravaktinni i Scarborough, hefur þann eiginleika að hann nær aöalútsendingu BBC, auk þess sem hann þjónar sinu eig- inlega hlutverki meö miklum ágætum. Eitt ágætt rafmagns- tæki olli miklum erfiðleikum i Birmingham ekki alls fyrir löngu. Þetta var litil vél sem átti aö þjóna þvi hlutverki að gera te fyrir húsbónda sinn John Simp son. Þegar tesopinn var tilbúinn kviknaði á blikkljósi, þannig að auðvelt var fyrir eigandann að sjá hvenær hann gat byrjað að svala þorsta sinum. Þessi ágæta vél bilaði einn morguninn með- an húsbóndinn var enn i fasta- svefni og byrjaði aðvörunarljós- ið að blikka i sifellu. Vörubil- stjóri, sem keyrði fram hjá ibúð Johns, kom auga á aðvörunar- ljósið og hafði þegar i stað samband við lögreglu staðar;- ins og tilkynnti henni að liklega væri maður i nauðum staddur i þessari ibúð, þvi þaðan mætti sjá morsað eftir hjálp. Lögregl- an flýtti sér á staðinn og barði að dyrum. John gamli er farinn að tapa heyrn að verulegu leyti, þannig aö hann svaf hinn róleg- asti þrátt fyrir barsmiðarnar. Lögreglan kallaöi þá á slökkvi- liðiö, sem kom á staðinn og reisti stiga að svefnherbergis- glugganum hjá John og reyndi siöan að vekja hann meö þvi að berja i gluggann. Allt kom fyrir ekki. John svaf sem fastast. Þá sóttu slökkviliðsmennirnir 5000 kerta neyðarljós og lýstu með þvi i gegnum gluggann beint framan i gamla manninn. Það dugði. John vaknaði, gekk að glugganum og fullvissaði hina óvæntu gesti um að Qkkert am- aði að honum. En siðar um morguninn þegar hann ætlaði að fá sér te kom i ljós aö nýja tevél- in hans var biluð. ★ Þurrkur eða raki Það er hvergi eins mikill þurrkur og i Alice Springs i Astraliu. Það er að segja, þessi þurrkur er mikill frá veöur- fræðilegu sjónarmiði, en sé það undanþegið, er sennilega hvergi eins mikill raki, sérstaklega i mannfólkinu. t Alice eru ibúarnir um 10 þúsund talsins, en þar eru kúrekasýningar og annað til skemmtunar kemur þangað geysilegur mannfjöldi, og drykkja er þar meiri en ★ viðast annars staðar. Fyrstu átta mánuði siðasta árs höfðu um 4000 menn og konur verið sektuð fyrir drykkjuskap. Á laugardagskvöldum skemmtir fólkið sér aðallega, og það er mikið um að vera á þeim þrem- ur hótelum, sem i bænum eru, og ekki nóg með það, fólk getur keypt sér drykkjarföng i öllum matvöruverzlunum. Lögreglustjórinn ibænum segir, aö fátt sé þar annað hægt að gera en drekka. Margir karlmennirnir sem til bæjarins koma, koma frá fjarlægum stöðum inni i landinu, þar sem fátt er að gera annað en vinna, og vilja þeir þvi gjarnan lyfta sér upp, þegar i bæinn kemur. Móttökustjórinn á einu hótelanna sagði, að þar væri ekkert til skemmtunar nema drykkjan, enda þýddi ekkert að vera að hafa danssýningar, eða meira að segja stripalinga. Fólkið gæfi sér ekki tima til að horfa a álikt, svo önnum kafiö væri það við drykkjuna. ★ ca Martha Lousie^ vinsælli en afinn Þegar ólafur Noregskonungur varö sjötugur komu ljósmynd- arar til hallarinnar til þess að mynda hann i tilefni afmælisins. Það fór þó svo, að fleiri myndir voru teknar af litlu sonardóttur- inni hans, heldur en honum sjálfum. Hér er ein þeirra mynda, sem tekin var á afmæl- isdaginn. Þarna er Mártha Louisa aö faðma myndastytt- urnar i hallargarðinum, en það þótti henni einstaklega skemmtilegt, eins og sjá má. A annarri mynd er svo Sonja kona Haralds krónprins að óska tengdaföður sinum til hamingju með afmælið, og Mártha heldur i pilsfald móður sinnar. Sonja á nú aöeins fáa mánuði eftir af meðgöngutimanum, en læknar hafa fyrirskipað henni að hafa hægt um sig fram á siðasta dag, til þess að síður sé hætta á að hún missi barnið. DENNI DÆMALAUSI Hann er gamall og ágætis köttur. Hann myndi ekki gera flugu mein, hann bara stökk svona hálfpartinn framan i mig.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.