Tíminn - 20.07.1973, Blaðsíða 8

Tíminn - 20.07.1973, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Föstudagur 20. júH 1973. YNGVI STEINN — Flakkarasöngurinn — Your Beauty Shades the Dawn — Krystal-músik plata KM-1, 45 rpm, stereo YNGVI Steinn Sigtryggsson hefur um nokkurra ára skeiö fengizt viö söng og hljóöfæraslátt, meöal annars meö hljómsveitinni Júdas, sem gaf upp öndina fyrir nokkrum árum. Hann er úr Keflavik, i miklum metum þar — enda fallegur ungur maöur — og almennt búizt viö mjög miklu af honum. Ekki er mér þó alveg ljóst hvers vegna, þvi hann hefur aldrei sýnt af sér neina afburöa snilli, hann er aö visu dágóöur pianóleikari og ágætlega viöfelld- in söngvari en á sennilega þaö sammerkt meö mörgum öörum, aö vera alltaf talinn mjög ,,efni- legur”. Þessi plata er sú fyrsta sem hann syngur inn á undir eigin nafni og I fyrsta skipti, sem tón- smiöar hans koma almenningi al- mennilega fyrir eyru. Frumraun hans var B-hliöin á plötu Júdasar hér um áriö, „You’ll Never Walk Alone”, sem hann söng meö prýöi og er ekki hægt aö segja annaö um þessa plötu. Hún er hin þokkalegasta i alla staöi og likleg til frekari vinsælda, en þegar hef- ur orðiö. Yngvi Steinn hefur sjálfur sam- ið lagið á „Inn-hlið,” sem er Flakkarasöngurinnvið texta Þor- steins Eggertssonar. Ef til vill er lagið ekki alveg nægilega grip- andi til að veröa „lag sumarsins” en vinnur þó mjög á. Texti Þor- steins er ekki listaverk enda varla til þess ætlazt. Yngvi Steinn leikur sjálfur á pianó og gerir það vel skammlaust, svo og aðrir hljóðfæraleikarar, sem munu hafa verið helztu spámennirnir af SV-landi. A „Út-hlið” er lag eftir þá Magnús og Jóhann, Your Beauty Shades the Dawnviö texta Barry Nettles en hann er einn af þessum viökunnanlegu Amerikumönnum, sem fá furöulega ást á þessu landi og vilja helzt ekki annars staöar vera. Barry hefur gert marga texta fyrir þá Magnús og Jóhann og gerir það vel, enda skáldskap- ur þessarar tónlistartegundar ekki alltaf upp á marga fiska. Lagið sjálft er gott, töluvert betra en Flakkarasöngurinn að minu áliti og þarf það ekki að vera und- arlegt, þvi að þeir Magnús og Jó- hann hafa mun meiri reynslu i tónsmiðum en Yngvi Steinn og þeirra fyrstu lög voru vissulega ekkert til aö stökkva hæð sina i loft upp yfir. tJthliö plötunnar veröur þó tæplega nokkurn tima vinsæl, enda leggur nýja hljóm- plötuútgáfan Krystal-múslk mest upp úr þvi aö kynna Flakkara- sönginn— meö góðum árangri, að þvi er viröist. Mikil deyfö hefur annars verið yfir hljómplötuútgáfu á tslandi að undanförnu og viröist lltíö vera aö gerast ipoppinu. Sennilega er þar þyngst á metunum, aö ekkert blaðanna helgar þessu áhugamáli mikils hluta þjóðarinnar nokkurt rúm og rokkhljómsveitir hafa fá tækifæri til aö flytja tónlist sina fyrir þá, sem helztan og mestan hafa áhugann. Vonandi rætist úr þvi. Einmitt þess vegna er þessi plata velkomin á markaðinn. Ef ekki fyrir gæöi hennar — upptak- an er til dæmis i slakasta lagi enda gerð i Stapa — þá vegna hins nýja fyrirtækis, sem gat vitað fyrirfram, aö um milljónagróða yröi ekki að ræða, enda mun tak- mark Siguröar Garðarssonar, forstjórans, vera það eitt að leggja sitt af mörkum og reyna að gera það vel. Ilin nýju húsakynni rikisprentsmiöjunnar Gutenbergs. Hún fær bæöi þessi hús viö Siöumúla til umráöa. —TImamynd:GE. Gutenberg: Flytur í Síðumúla 16 og 18 Stórbætt húsakynni og vélbúnaður — Hóskólinn mun fó aðstöðu til útgófustarfsemi í prentsmiðjunni SAMNINGAR hafa tek- izt milli Rikisprent- smiöjunnar Gutenberg og Gunnars Þorleifsson- ar og hluthafa i Prent- smiöju Jóns Helgasonar h.f., Siðumúla 8 h.f og Félagsbókbandinu h.f. um hlutafjárkaup, kaup á fasteignum og véla- kosti, og voru samning- ar þessir undirritaðir 17. júli s.l. Rikisprentsmiðj- an hefur búið við afar slæman húsakost og vél- búnað undanfarin ár, en fær með fyrrnefndum samningum aðstöðu i 2000 fermetra nýtizku iðnaðarhúsnæði að Siðu- múla 16 og 18 i stað 874 fermetra áður.i Þá er vélbúnaður prentsmiðj- unnar stórbættur með þessu og aðstaða sköpuð fyrir frekari vél- væðingu. Samanlagt kaupverð nam 76 millj. kr. Aödragandi þessara samninga er sáaö i desember 1971 skipaöi iönaöarráöherra, Magnús Kjartansson, nefnd, er endur- skoöa skyldi rekstur Rikisprent- smiöjunnar og gera tillögur um bætta aöstööu fýrir hana, svo að hún gæti gegnt sem bezt verkefn- um sinum, m.a. i þágu Alþingis, Stjórnarráösins og Háskóla ts- lands. Nefnd þessi skilaöi áliti I desember 1972. Meginniöurstööur hennar voru þær, aö óhjákvæmi- legt væri meö tilliti til sérhlut- verks prentsmiðjunnar, að húa- og vélakostur hennar yrði stór- bættur. Tillögur nefndarinnar eru nú komnar I framkvæmd. Hefur orðið að ýta frá sér fjölda verkefna Við höföum tal af iðnaöarráð- herra, Magnúsi Kjartanssyni, og spurðum hann, hvenær prent- smiöjan myndi væntanlega taka til starfa I hinu nýja húsnæöi. Aö sögn iönaöarráðherra miöast eignaskiptin viö 1. ágúst, en þaö þyrfti sinn aðdraganda, aö hún tæki til starfa og yrði unniö sér- staklega aö þvi. — Astandiö hefur veriö þannig, sagöi iönaöarráöherra, — að Gutenberg hefur alls ekki getaö annaö þeim verkefnum, sem henni var ætlaö, þannig aö hún hefur oröiö aö ýta frá sér mjög mörgum verkefnum, sem hún hafði áöur fyrr, svo sem Rikisút- gáfu námsbóka. Og ætlunin er, aö hún veröi nú fær um að rækja þessi verkefni. Henni var alltaf ætlað sérstaklega aö sinna verk- efnum I þágu ríkisins, ríkisstofn- ana og Alþingis. — Svo kom Háskólinn inn i þetta. Hann haföi áform um aö koma sér upp eigin prentsmiöju, og ég ræddi þá viö forráöamenn hans um þaö, hvort ekki væri TF—Flateyri. — Fyrir nokkru var haldinn I örlygshöfn aðalfundur Búnaðarsambands Vestfjarða. Þar var myndar- leg bændavaka eitt kvöldið og verðlaunuö býli, sem af þóttu bera um snyrtimennsku. Þaö vakti athygli, að þrjú þessara býla voru á Ingjalds- sandi, þar sem nú er oröið mjög fáliöaö. Var Brekku á Ingjaldssandi skipaö I fyrsta sæti, en siöan voru fimm aörir verölaunabæir, er ekki var raðaö — Astún og Sæból III, skynsamlegra aö sameinast um þetta verkefni. Háskólinn var þvi i ráöum um þetta llka, og ætlunin er, aö hann geti fengið aöstööu I prentsmiöjunni i framtiöinni, en hann áformar aö auka útgáfu- starfsemina. — Þaö veröur áreiöanlega eng- inn verkefnaskortur fyrir prent- smiðjuna, sagöi iönaðarráöherra aö lokum. Kvaö hann ekkert ákveöið enn um gamla húsnæöiö, en að likindum yröi reynt aö koma þvi I verð. —Stp báöir á Ingjaldssandi, Mýra i Dýrafiröi Botn i Súgandafirði og Vaðlar i önundarfirði. 23 nemendur luku prófi fró Húsmæðra- skólanum að Laugum Fimm vestfirzk- ir verðlaunabæir Hákon Bjarnason: UM SOÐASKAPINN í ÞÓRSMÖRK I TILEFNI af fréttum útvarpsins og grein i Þjóðviljanum, þ. 16. og 14. júli um óhreinlæti i Húsadal i Þórsmörk, svo og um girðinguna um Mörkina vil ég taka eftir- farandi fram: Skógrækt rikisins lét friöa Þórsmörk og Goöaland fyrir hart nær hálfri öld. Hefur það eingöngu hvilt á hennar heröum aö verja landiö fyrir beit, og einnig hefir þaö falliö I hennar hlut, að sjá fyrir salernum, vatnslögn og sorphreinsun, nema i Langadal, þar sem Ferðafélag Islands hefur skála sinn. Þórsmörk hefur allt frá fyrstu tiö verið opin feröafólki á sama hátt og flest önnur skóglendi Skógræktar rikisins, enda eru þetta fjölsóttustu staðir lansins að sumarlagi. Með vaxandi umferö ár hvert hefur reynzt æ erfiðara aö þrifa löndin eftir dvöl manna og halda við hreinlætistækjum. Um mörg ár hefur verið farið fram á sérstakar fjárveitingar til þess að geta veitt feröafólki sæmilegan aöbúnaö og til hreinsunar eftir dvöl þeirra, sem voru hiröulausir um frágang sinn. Þessu hefur ávallt veriö synjaö. Nú er svo komið, aö Skógrækt rikisins hefur ekkert fé aflögu til aö sinna hreinsun eða viöhaldi hreinlætistækja. Þvi var þaö i vor, að ég sagði starfsmönnum mlnum, að réttast væri aö láta hreinsanir vera aö mestu til þess aö menn mættu sjá hversu ástandið yröi. Þá kæmi og i ljós, hvaö þeir heföu lagt á sig á undanförnum árum i þágu gesta sinna. Af þessum ástæöum var ekki hreinsaö til i Húsadal i allt vor. Ég vona að af þessu megi sjá, hvers konar fólk þaö er, sem meðal annara hefur lagt leiö sina i Þórsmörk allt frá þvi á páskum en þó einkum um og eftir hvita- sunnuna. Meðal slfkra má nefna ýmsa starfsmannahópa frá ýmsum fyrirtækjum, sem haga sér verr en nokkrir villimenn úti i guðs grænni náttúrunni. Skógrækt rikisins hefur mörgum þarfari störfum að sinna en að annast sorphreinsun eftir fólk,, og þar til fást peningar til að hafa eftirlit með slikum stöðum sem Þórsmörk, veröur varla hjá þvi komizt að banna ferðir um Mörkina, nema á vegum Feröa- félags Islands. Þaö, sem Þjóöviljinn segir um ástand girðingarinnar um Mörkina, er byggt á ókunnug- leika. A vetrum skemmist giröingin allviöa og er á stundum tekin upp á nokkrum stööum vetrarlangt meöan ekkert fé er fyrir innan hana. Hún er reist að nýju og endurbætt á hverju vori eða sumri um sama leyti og rekiö er á fjall. Aö visu er hún gömul orðin og fornfáleg, en hún er a.m.k. fjárheld aö viögerö lokinni. Annaö mál er, aö bæöi skilja margir eftir opin hliö ásamt þvi, sem verra er, að girðingin er oft eyðilögð á ýmsum stööum skömmu eftir aö fé er rekiö til fjalls. Svo var t.d. I fyrra á þrem stöðum, og nú siðast i fyrri viku, er rofið var skarð i hana i Tindfjallagili, greinilega af ásettu ráöi til aö hleypa fé inn. Afleiðingin er auövitað sú, að Mörkin getur fyllzt af fé áöur en nokkurn varir. Húsmæöraskólanum aö Lauga- landi i Eyjafiröi var slitiö 8. júni s.l. Á siðastliönu starfsári stund- uðu 25 nemendur nám i skólan- um, en 23 luku prófi. Hæstu eink- unh hlaut Jónina Guðný Bjarna- dóttir frá Þrastarlundi, Noröfiröi, 1. ágætiseinkunn fyrir ágætan námsárangur, ritsafn Kristinar Sigfúsdóttur, sem Héraðssam- band eyfirzkra kvenna veitti. Næst hæstu einkunn hlaut Ingi- björg Ingólfsdóttir, Mörk, Keldu- hverfi 9,17. Þann 15. mai heimsóttu skólann tiu, tuttugu og þrjátiu ára nemendur, og færðu þeir skólan- um góðar gjafir. Eru þeim hér með færðar innilegar þakkir fyrir hlýhug i garö skólans. Bifreiða- viðgerðir Fljótt og vel af hendi > leyst. Reynið viðskiptin. Bifreiðastillingin Grensásvegi 11, simi 81330.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.