Tíminn - 20.07.1973, Qupperneq 15

Tíminn - 20.07.1973, Qupperneq 15
Föstudagur 20. júli 1973. TÍMINN 15 Fékk dufl í vörpuna Togarinn Narfi fékk tundurdufl i vörpuna siðdegis i gær, þegar hann var i þann mund að ljúka veiðiferð. Tundurduflið var úr áli og var lokinn dottinn af, en allir þræðir voru á sinum stað. Skipsmenn höfðu samband við Landhelgisgæzluna, sem útveg- aði sprengjusérfræðing og var flogið með hann i þyrlu land- helgisgæzlunnar út i togarann og gerði sérfræðingurinn sprengjuna óvirka. Narfi var væntanlegur til Reykjavikur i morgun. -gj- o Víðivangur atvinnu i heimabyggð sinni, geti fyrirtækið orðið betri skattgreiðandi en það er þegar orðið. Til þess að sannfæra yður um sannleiksgildi þess hluta frásagnar minnar, að starf- semin i Borgarnesi haldi áfram af fullum krafti, hef ég farið þess á leit við fram- kvæmdastjóra Prjónastofu Borgarness h.f. að bjóða blaðamanni Alþýðublaðsins, annarra blaða og fjölmiðla að koma og skoða fyrirtækið, þegar það hefur störf að nýju að loknum sumarleyfum, sem verður um miðjan ágúst. Ég leyfi mér að lokum að óska þess, að þér birtið frá- sög'n þessa á svipuðum staö i blaði yðar og þér birtuð yðar grcin.” —TK © Seðlabanki frá 1971, 1. gr. um að Fram- kvæmdastofnun rikisins hafi með höndum heildarstjórn fjárfestingarmála og með hliðsjón af mikilli og óum- deilanlegri þenslu i fjár- festingu og á vinnumarkaði, samþykkir stjórn Fram- kvæmdastofnunarinnar að beina þeim eindregnu til- mælum til stjórnar Seðla- banka Islands og rikisstjórn- ar, að fyrirhuguðum fram- kvæmdum við húsbyggingu Seðlabankans á Arnarhóli verði frestað og felur fram- kvæmdaráði að ræða við stjórn bankans um slika frestun, jafnframt þvi sem athugað verði hvað fram- kvæmdum öðrum á vegum bankastofnana og annarra hliðstæðra aðila megi fresta. Bankastjórn Seðla- bankans þögul sem gröfin Nú hefur verið afráðið, að viðræður milli forráða- manna Framkvæmda- stofnunarinnar og Seðla- bankans hefjisti næstu viku. Bankastjórn Seðlabankans verst allra frétta um þetta mál. Þegar Timinn reyndi i gær að ná tali af einhverjum forráðamanni bankans, voru þeir, sem eitthvað vissu um málið, annað hvort i sumar- leyfi eða ekki viðlátnir. Framkvæmdum við Seðla- bankabygginguna var hins vegar haldið áfram af fullum krafti i gær. 1 gærmorgun var byrjað að sprengja fyrir grunni byggingarinnar, eins og til stóð. Það skal að lokum itrekað, að skv. lögum nr. 10 frá 1961 er yfirstjórn Seðlabankans i höndum ráðherra þess, sem fer með bankamál, Lúðviks Jósefssonar, og bankaráðs Seðlabankans. Nú er að biða og sjá, hver viðbrögð yfir- stjórnar bankans verða við framangreindri áskorun Framkvæmdastofnunar rikisins. — ET © Skattskrá þúsundum. Þá eru einnig tveir viðlagagjaldsliðir á skattskránni, þ.e. viðlagagjald af útsvari og viðlagagjald af aðstöðugjaldi. Landsútsvör Landsútsvör eru reiknuð ýmist af veltu eða hagnaði. Hjá bönkum af vaxtatekjum. Landsútsvörin eru ekki innifalin í þeim upphæð- Tveir hæstu skattgreiðendurnir i Reykjavik 1973, Rolf Johansen t.v. og Friðrik A. Jónsson. um, er hér hafa verið nefndar að framan. Lög um landsútsvör voru sett 1962 og gilda þau fyrir nokkur félög og stofnanir, er sérstöðu hafa. Hæstu landsútsvör i Reykjavik eru að þessu sinni: Afengis- og tóbaksverzlun rikis- ins — 83.416.515.- kr. Oliufélagið h.f. — 24.109.888.- kr., Oliuverzlun tslands — 15.191.953.- kr. og i fjórða sæti Oliufélagið Skeljungur 13.917.729.- kr. Heildargjöld 3 milljónir i Reykjavik árið 1934. Halldór Sigfússon skattstjóri lét þess getið i gær, „svona til gam- ans”, að þegar hann hefði tekið við störfum skattstjóra árið 1934, hefðu gjöldin i Reykjavik sam- kvæmt skattskrá numið samtals um 3 milljónum. Oðru visi mér áður brá! Það var lokadagur hjá Skatt- stofu Reykjavikur i gær. Alagningarseðlar einstaklinga höföu þegar verjð póstlagðir, og lokið var við að póstleggja seðla félaga- og stofnana i gær. En svo er það kærufresturinn. Hann er hálfur mánuður og rennur út að kvöldi 2. ágúst. Stp. Tveir slasast í umferðinni TVO SLYS urðu i umferðinni i Reykjavik á fimmtudag. Fyrra slysið átti sér stað á Kleppsvegi um hádegisbilið, þegar bill ók á dreng.sem var á reiðhjóli. Dreng- urinn, sem er átta ára gamall, meiddist töluvert, hlaut meðal annars fótbrot, en nánar var ekki kunnugt um meiðsli hans. Siðara slysið gerðist á Suður- landsbraut skömmu siðar. 54 ára gamall maður varð fyrir bil og skall i götuna. Slasaðist maðurinn á höfði og hálsi og var fluttur á slysadeild Borgarsjúkrahússins, og siðan lagður inn á sjúkradeild Borgarsjúkrahússins. — gj- Skoðið hina nýju ATONÍJllLD ATON-húsgögnin eru glæsileg °9 alíslenzk Skoðið renndu vegghúsgögnin skápana og skattholin Engir víxlar heldur mánaðargreiðslur með póstgíróseðlum sem greiða má í næsta banka, pósthúsi eða sparisjóði Næg bílastæði Opið til kl. 7 í dag föstudag og til kl. 12 á hádegi laugardag JON LOFTSSON HF. Hringbraut 121 . Sími 10-600

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.