Tíminn - 20.07.1973, Page 16

Tíminn - 20.07.1973, Page 16
16 TÍMINN Föstudagur 20. júli 1973. Austur-Þjóöverjar voru óþekkjanlegir frá fyrri leiknum, þegar þeir mættu íslandi i lands- leiknum i gærkvöldi. Þeir sýndu stórgóða knattspyrnu og islenzku leikmennirnir náðu aldrei að sýna getu sina gegn þeim. Knatt- spyrnusnillingarnir Ducke, Kreische og Vogel réðu algjörlega gangi leiksins á miðj- unni og þá voru bak- verðir a-þýzka liðsins mjög góðir og voru þeir oft fremstu menn liðs- ins. islenzka liðið var mjög dauft og olli hinum fjölmörgu áhorfendum miklum vonbrigðum. Framlina islenzka liðs- ins var bitlaus og var Ásgeir Sigurvinsson elt- ur allan leikinn af bak- verðinum Reinhard Lauck, sem gætti hans mjög vel. KBEIUIAKT VOGEL....reynir að leika á Einar Gunnarsson, hinn snjalla miðvörð islenzka liðsins. Þeir voru beztu leikmenn liða sinna Islenzka liðið náði sér Þjóðverjar sýndu snilld sína í síðari landsleiknum, sem lauk með sigri þeirra 2:0 á Laugardalsvellinum í gærkvöldi aldrei á strik Einar Gunnarsson hinn snjalli miðvörður islenzka liðsins var beztur, hann reyndi að lifga upp & sóknarleikinn, meö þvi að koma fram i sóknina með góðum ein- leiksköflum. En þaö dugði ekki, Þjóöverjarnir voru það sterkir, þeir áttu aigjörlega miðjuna og þar með leikinn. tslenzka liðið fékk ódýrt mark á sig á 18. min. fyrri hálfleiksins. Það var Hans Jurgen Kreische, sem skoraði bæði mörk V-Þýzkalands I fyrri leiknum, en hann komst upp að endamörkum og sendi þaöan fyr- ir markið — Þorsteinn Ólafsson hafði hendur á knettinum, en missti hann inn. A 33. min. komst svo Kreische i opiðfæri á markteig, en skot hans þaut yfir þverslá. Min. siðar bjargaði Þorsteinn snilldarlega skoti frá Peter Ducke i horn. Ducke var i mjög góðu færi i vita- teig. Það var greinilegt, að Haf- steinn Guðmundsson og Albert Guðmundsson voru ekki ánægðir með leik islenzka liðsins, þvi að þeir létu þrjá leikmenn fara að hita upp, fyrir utan völlinn. Ás- geir Eliasson kom inná fyrir Guð- geir Leifsson rétt fyrir hálfleik, Teitur Þórðarson var settur inná i siðari hálfleik fyrir Olaf Júliusson og þá kom örn Óskarsson inná fyrir Asgeir Sigurvinsson. Strax á fyrstu sekúndunum i siðari hálfleik, skoruðu Þjóðverj- ar sitt annað mark. Það var ein- leikssnillingurinn Eberhard Vogel sem einlék frá miðju — skaut frá vitateig — skotið hafn- aði óverjandi i bláhorninu. Eftir markið, lifnaöi yfir islenzka lið- inu og það fór að sækja og lék þá oft skemmtilega. A 7. min. átti Marteinn Geirsson stórgóðan skalla að marki þýzka liðsins — knötturinn stefhdiupp undir þver- slá, en á siöustu stundu bjargaði markvörður þýzka liðsins I horn. Asgeir Eliasson tók þá góða spretti og ógnaði hann þýzka markinu tvisvar sinnum og I þriðja skiptið sendi hann knöttinn I netið. Ahorfendur fögnuðu geysilega markinu — sá fögnuöur stóð ekki lengi, þvi að Hinrik Lárusson linuvörður dæmdi hann rangstöðu. VAFASAMUR DÓMUR. A 30. min. komst Orn óskarsson einn inn fyrir og skaut — knöttur- inn lenti i andlitinu á markveröi þýzka liðsins, sem þurfti aö yfir- gefa völlinn. Eins og fyrr segir réöu islenzku leikmennirnir ekki við hina snjöllu leikmenn a-þýzka liðsins og þeir náðu sér þvi aldrei á strik. En það er greinilegt, að við erum á góðri leiö meö að ná saman góð- um landsliðskjarna, sem á eftir að halda heiðri Islands á lofti i framtiöinni. SOS ASGEIR SIGURVINSSON...sést hér brjótast fram hjá varnarmanninum Reinhard Lauck, sem elti hann eins og skuggi allan leikinn. (Timamynd Gunnar)

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.