Tíminn - 11.08.1973, Page 3
Laugardagur 11. ágúst 1973.
TÍMINN
3
Sitjandi viö boröið: Erlendur Einarsson, Michael I. Shchekin viöskiptafulltrúi og Yurv Kutznetzov full-
trúi. Standandi: Andrés Þorvarðarson viðskiptafulltrúi, Hanny Fredcriksen framkvæmdastjóri og
Boris Bolchakov verkfræðingur.
Nýr stórsamningur S.Í.S.
við Sovétmenn undirritaður
Verðmæti
útflutnings og
innflutnings
hefur stóraukizt
A FYRRI helmingi þessa árs þ.e.
mánuðunum jan.-júni. voru
fluttar út vörur fyrir 13459,0
millj. kr. að þvi er segir i nýút-
komnum Hagtiðindum. Á sama
tima i fyrra nam útflutningurinn
7950,1 millj,, svo að útflutnings-
verðmætið hefur aukizt að
miklum mun.
Inn voru fluttar vörur fyrir
14657,z- millj. fyrri part þess árs,
en á sama tima i fyrra fluttum
við inn fyrir 95877 millj. kr.
Sjávarafurðir eru að sjálfsögðu
mikilvægustu útflutnings-
vörurnar, en útflutningur þeirra
aflaði okkur alls 9890,8 millj kr.
fyrri hluta þessa árs. Af ein-
stökum sjávarafurðum eru fryst
fiskflök verðmætust, þvi alls
fengust 3126,9 millj. fyrir þau, en
næst kemur loðnumjöl, en verð-
mæti þess var 2136,3 millj.
Út voru fluttar landbúnaðar-
afurðir fyrir 423,9 millj. á fyrri
hluta þessa árs, en á sama tima i
fyrra voru fluttar út land-
búnaðarvörur fyrir 273,1 millj.
Fryst kindakjöt er langverð-
mætasta afurðin i þessum vöru-
flokki, og færði okkur alls 289,7
millj.
Útflutningsverðmæti iðnvarn-
ings hefur tvöfaldazt. Það var
fyrri part árs i fyrra 1529,2 millj.,
en nemur á þessu ári 3070,8 millj.
A1 og álmelmi er mikilvægast.
Verðmæti þeirrar vöru var 2438,8
millj. kr. Mest var flutt af áli og
álmelmi til Vestur-Þýzkalands,
eða fyrir 715,7 millj., en athygli
vekur, þegar blaðað er i
skýrslum, hversu mjög útflutn-
ingur hefur aukizt til Tyrklands
og Kina. 1 fyrra keypti Tyrkland
vörur af okkur fyrir 600 þús. fyrri
part ársins, en á sama tima i ár
kaupa Tyrkir ál og álblendi fyrir
267,5 millj. Kinverjar keyptu
sömu vörur fyrir 127,8 millj, en
ekkert i fyrra.
Framhald á bls. 23
Anna Soffia Björnsdóttir og
Þráinn Bjarndal Jónsson.
t SEPTEMBER 1972 var undir-
ritaður samningur sem Samband
islenzkra samvinnufélaga gerði
við Raznoexport I Moskvu um
sölu á 63 þúsund ullarteppum og
VENJULEGA eru það forréttindi
litiiia stúlkna að draga um
brúðhjón mánaðarins, en þegar
Helgi Haraldsson á Hrafnkels-
stöðum, sem óneitanlega er i
sveit aldurhniginna karla, rakst
hér inn á dögunum, þegar við vor-
um að undirbúa þessa athöfn,
fannst okkur tilvalið að breyta
einu sinni til og fela honum ung-
meyjarhlutverkið.
Nú vildi svo til, að i júlimánuði
voru birtar talsvert margar
200 þúsund ullarpeysum. tgærvar
undirritaður viðbótasamningur
um sölu á 30 þúsund ullarteppum,
og nemur þá heildarfjárhæö
samnings þessa árs um 170 miii-
myndir af sunnlenzkum brúö-
hjónum, og þess vegna sögðum
við við Helga um leið og hann rak
höndina niður i stokkinn, þar sem
miðarnir voru, ,að við myndum
tapa allri trú á spádóma hans um
veðurfar, ef hann færði nú ekki
Suðurlandi brúðhjón mánaðarins i
eitt skipti — jafnvel kasta fyrir
róða kenningum hans um höfund
Njálu.
Okkur sýndist ekki laust, að
Helgi væri skjálfhentur, þegar
jónum króna.
Samninginn undirrituðu þeir
Erlendur Einarsson, forstjóri
S.I.S., og Kutznetzov, fulltrúi
Raznoexports. —JH.
hann var aö. þukla tölusetta
miðana, en þegar hann hafði
valið þann, sem honum likaði,
reyndjst vera á honum talan 16.
Og viti menn: Þetta voru þá brúð-
hjón úr riki hinna fornu Hauk-
dæla!
Brúðhjón mánaðarins að þessu
sinni eru sem sagt Anna Soffia
Björnsdóttir og Þráinn Bjarndal
Jónsson i Neðri-Dal i Biskups-
tungum. Við óskum þeim til
hamingju
Styðja okkar
málstað
í blaðinu „The Fishermen’s
News”, sem gefið er út I
Bandarikjunum er I ritstjórn-
argrein rætt um baráttuna
fyrir verndun fiskistofna og
frumkvæði tslands i þvi máli.
Þar segir m.a., að einhliða að-
gerðir strandrikja til verndun-
ar fiskistofnum virðist vera
hið eina, sem að gagni komi til
að koma i veg fyrir eyðilegg-
ingu fiskistofnanna. Þau séu
vel kunn þau rök sumra þjóða,
að allir eigi að hafa frelsi til að
veiða á „opnu úthafinu”,
„frelsi hafanna” séu þeirra
grundvöllur. Bendir blaðið á,
að nú sé hins vegar svo komið,
að frelsið til að fiska hafi nú
orðið þýðinguna „frelsi til aö
eyðileggja”. Veiðibúnaði hafi
fleygt svo fram, að hann sé
kominn á það stig að getagjör-
eytt fiskistofnunum. Fclst i
þessari forystugrein biaðsins
eindreginn stuðningur viö
málstað lslendinga og gagn-
rýni á framkomu Breta við ts-
lendinga.
Myndarskapur
á Hvolsvelli
A Hvolsvelii stendur kaup-
félagið fyrir athyglisverðu ný-
mæli I byggingamálum. A
Hvolsvelli var húsnæðisskort-
ur. Þar vantaði fólk til marg-
vislcgra starfa, en þaö fékkst
ekki vegna þess að það átti
ekki f neitt húsnæði að venda.
Óiafur ólafsson, kaupfélags-
stjóri á Hvolsvelli tók þá
frumkvæðið i sinar hendur og
hefur kaupfélagið reist þar
allmörg einbýlishús, sem það
selur fokheld á ótrúiega hag-
stæðu verði. 1 fyrra voru
byggð þar 6 sllk hús og voru
seld á 545-585 þúsund krónur
fokhcld. t sumar hafa svo ver-
ið byggð 6 hús á Hvolsvelli á
vegum kaupfélagsins og 2 á
Rauðalæk, þar sem kaupfé-
lagið hefur útibú.
Húsnæðisskortur stendur i
vegi fyrir eðlilegri uppbygg-
ingu ýmissa þorpa og sjávar-
plássa úti á landsbyggðinni.
Hvolsvöliur er einn þessara
staða, og frumkvæði og mynd-
arskapur kaupféiagsins þar til
að leysa úr vandanum er at-
hygiisverður og lofsverður.
1000 leiguíbúðir
Eins og kunnugt er beitti
rikisstjórnin sér fyrir þvi á
siðasta Aiþingi að sett var lög-
gjöf um byggingu allt að 1000
leiguibúða á vegum sveitarfé-
laga á næstu 5 árum. Eru boð-
in fram mjög hagstæð lán til
33ja ára. Miklar vonir eru
bundnar við þetta nýmæii um
hagstæðari þróun i byggða-
málunum. Húsnæðisskortur-
inn hefur veriö eitt stærsta
vandamáiið við að fást i
byggöamálunum og reynist
oft óyfirstiganlegur þröskuld-
ur I þeirri viðleitni að fá nýja
ibúa til fastrar búsetu úti á
landsbyggöinni.
t fjöidamörgum þorpum og
sjávarplássum býður atvinnu-
lifið og möguleikar tii upp-
byggingu nýrra fyrirtækja
upp á skilyrði til góðrar af-
komu miklu fieiri ibúa en á
þessum stöðum eru, en hús-
næði, sem fullnægir nútíma-
kröfum er ófáaniegt, eða af
mjög skornum skammti. Hins
vegar er eðiilegt að ungu fólki
hrjósi hugur við að þurfa strax
að hefja byggingu eigin hús-
næðis, ef þaö flyzt til þessara
staða. Þessi vandi hefur vald-
ið mikium og vaxandi erfið-
ieikum i sambandi við þá efl-
ingu sjávarútvegs og fiskiðn
aðar, sem nú er unnið að.
Nú reynir á áræði og fram-
takssemi sveitarstjórnanna i
Framhald á bls. 23.
7
CMil
lr
JL
Q
m
k
M e t v e i ð i i
Reykjadalsá
Það eru komnir 200 laxar úr
Reykjadalsá, sem er miklu
betra en nokkru sinni áður,
sagði Sturla Jóhannesson á
Sturlureykjum þegar Veiði-
hornið hafði samband við
hann. „Þetta litur mjög efni-
lega út, við fengum úr henni
þrjú hundruð laxa i fyrra, en
bezti timinn i ánni er alltaf
ágúst og fram i september,
þvi að laxinn gengur seint I
ána”.
1 ár var byrjað 20. júni, sem
er óvenjulega snemmt, þvi að
áður hefur oftast verið byrjað
um miðjan júli, og engan fisk
að fá fyrr. I ár bar hins vegar
svo við, að strax i lok júni var
nokkur afli og hefur hann farið
vaxandi æ siðan og á liklega
enn eftir að vaxa.
Þetta er líklegast árangur af
ræktun, sem stunduð hefur
verið iánnisiðustufimm árin.
Fyrsta árið var sleppt á
fimmta þúsund seiðum i ána,
en siðan hefur á ári hverju
verið sleppt rúmlega þúsund
seiðum. Þetta voru úrvals
seiði, að sögn Sturlu, frá
Skúla á Laxalóni og enn-
fremur er hluti seiðanna úr
Laxá i Aðaldal, þvi við viljum
gjarnan reyna að stækka
stofninn i ánni, sem hefur
verið fremur smár. Það er
Veiðifélag Reykjadalsár, sem
hefur séð um ræktunina.
Tvær stangir eru leyfðar i
ánni i sumar. Veiði er einungis
leyfð á flugu og maðk, en
bannað er að nota spún.
Stærsti Laxinn, sem veiðzt
hefur i sumar er 20 pund og
var það Hjörtur Jónsson i
Olympiu, sem fékk hann.
Taldi Sturla lfklegt, að þar
heföi komið einn laxanna sem
ættaðir eru úr Aðaldalnum
þótt auðvitað sé ekkert hægt
um slikt að fullyrða
Það hefur heyrzt, að sá
kunni útvarpsmaður, Stefán
Jónsson, sem einnig er kunnur
áhugamaður um laxveiði, ætli
sér að skrifa bók um Reykja-
dalsá, enda hefur hann látið
hafa eftir sé, að Reykjadalsá,
sé ein allra skemmtilegasta
laxveiðiáin á landinu Er
bókin væntanleg með
haustinu, að þvi að sagt er.
Veiðitimanum i Reykjadals-
á lýkur ekki fyrr en 20. sept-
ember, enda er lax enn að
ganga I ána fram eftir öllum
mánuðinum.
2705 laxar komnir
framhjá teljaranum
við Skuggafoss
Veiðihornið flutti i gær
fréttir af neðsta veiðisvæðinu i
Langá. Nú náðum við i Einar
Jóhannesson á Jarðlangs-
stöðum og inntum hann frétta
af veiðinni á efri svæðunum.
Einar sagði veiðina hafa verið
góða og nú væru komnir um
400 laxar á land af efri
svæðunum tveimur, þannig að
veiðin i Langá allri fer að
nálgast 1100 laxa.
Laxateljari var settur upp
við Skuggafoss i vor og var
hann tekinn i notkun 26. júni.
Siöan hafa 2705 laxar farið
fram hjá teljaranum og taldi
Einar liklegt að a.m.k. 4000
laxar hefðu farið upp Skugga-
foss i allt sumar, þvi áður en
teljarinn var tekinn i notkun
var gengdin þegar orðin mikil
og veiðin orðin 60 laxar.
Brúðhjón mánaðarnins:
HANN RATAÐI Á ÆTTAR-
STÖÐVAR HAUKDÆLA!