Tíminn - 11.08.1973, Qupperneq 5
Laugardagur 11. ágúst 1973.
TÍMINN
5
Dúfnastríð
Yfirvöld i Feneyjum hafa
ákveðið að öllum dúfum skuli
bægt frá Markúsartorginu
fræga i hjarta borgarinnar.
Orsakir þessa eru þær, að
dúfurnar eru sagðar hættulegir
smitberar og litlu eða engu betri
en rottur i þvi efni, auk þess
sem dritið veldur tjóni á hinum
gömlu húsum umhverfis torgið.
Heilbrigðismálastjóri Feneyja
hefur þess vegna bannað að
selja dúfnafóður á torginu frá og
með næsta ári en eins og kunn-
ugt er hafa ferðamenn ætið haft
mjög gaman af þvi að mata dúf-
urnar þar og láta ljósmynda sig
við þá iðju.
I staðinn verður dúfunum
gefið fóður i öðrum borgar-
hlutum, þar sem ekki er eins
margt sögulegra bygginga, sem
geta skemmzt. Þá er lika fyrir-
hugað að blanda i fóðrið efnum,
sem gera dúfurnar ófrjóar i von
um að þeim fækki nokkuð, en
um þessar mundir er talið, að
séu um 180 þús. dúfur i
Feneyjum. Allar þær dúfur,
sem sýna einhver sjúkleika-
séu smitberar verða aflifaðar.
Ætlunin er að gefa öðrum
itölskum borgum 10 þús. dúfur,
ef þess er æskt, en þó er það
skilyrði fyrir gjöfinni, að þessar
borgir séu ekki nær Feneyjum
en 500 kilómetra.
☆
Umönnun
hreyfihaml-
aðra stúdenta
Menntamálaráðherra Þjóð-
verja, Dr. Klaus von Dohanyi,
hefur hrósað stúdentaheimili,
sem byggt hefur verið i Mar-
burg, fyrir hreyfilamaða stú-
denta og heilbrigða félaga
þeirra. A heimilinu fá þeir
endurþjálfun og læknisþjónustu
og eiga kost á að vera i
sambandi við fullhrausta
stúdenta. Mikil eftirspurn er
eftir plássum á stúdentaheimil-
um fyrir hreyfilamaða. Konrad-
Biesalski húsið i Marburg
rúmar ekki nærri alla, sem
þurfa á slikri aðbúö að
halda.Háskólayfirvöld annars
staðar i V-Þýzkalandi hafa hug
á að láta byggja svipuð heimili.
☆
Hann ætti að
vera skipsþjónn
Constantin Andreanos 23 ára
gamallþjónn af griskum ættum
hefur f jórum sinnum i röð unnið
meistarakeppni Bandarikjanna
i hraðframreiðslu, en hún fór að
þessu sinni fram i Detroit.
Andreanos hljóp 300 metra á
tveim minútum 22 sekúndum
með fjögur fleytifull glös af
kampavini á bakka og það fór
varla dropi úr glösunum.
Þurrmjólk getur
valdið tjóni
Mörg vestræn lönd hafa gefið
eða selt þurrmjólk til þróunar-
landanna. Þetta er auðvitað i
góðu skyni gert og hingað til
hafa menn ekki vitað betur en
þessi vara kæmi að gagni. Nú
bendir þó ýmislegt til þess að
þurrmjólkin geti haft óheppileg
áhrif. Brezkur hitabeltissér-
fræðingur hefur bent á, að si-
fellt fækki þeim mæðrum i
þróunarlöndum, sem hafa börn
sin á brjósti og þar af leiðandi
fari það i vöxt, að ungbörn fái
pela. Þetta kann að vera til-
tölulega meinlaust á Vestur-
löndum, þar sem gætt er fyllsta
hreinlætis i meðferð pelans,
segir hinn brezki sérfræðingur,
en hins vegar getur þetta reynzt
smábörnum i fátækrahverfum i
stórborgun þróunarlandanna
banvænt. Þessi læknir segir
ennfremur, að hinnm siaukni
áróður sem rekinn er fyrir til-
búnum barnamat og öðru af þvi
tagi skapi mikil heilbrigðis-
vandamál i þióðfélöeum. bar
sem fólk hefur i rauninni ekki
efni á að kaupa slikt og kann
ekki að fara með það. Þannig
smitazt reifabörnin oft af
skitugum pelum og túttum. 1
þessu efni eiga þær verk-
smiðjur, sem framleiða þessar
vörur mikla sök, enda reka þær
harðan áróður fyrir framleiöslu
sinni.
☆
Kona Maós
formanns
Maó formaður á dugmikla konu,
sem hefur látið mikið að sér
kveða i kinverskum stjórn-
málum. Hún hafði ætlað sér að
rita eða láta rita ævisögu sina á
svipaðan hátt og maður hennar
gerði á sinum tima og hafði
kjörið til þess bandariskan pró-
fessor Roxanne Witke að nafni,
að ráðum sendiherra Kina hjá
Sameinuðu þjóðunum, en Witke
þessi er sérfróð hvað áhrærir
hlut kinverskra kvenna i bylt-
ingunni. Frú Witke sat alls um
00 klukkustundir á tali við frú
Maó eöa Sjang Sjin, eins og hún
heitir réttu nafni, ef heiti
hennar er ritað að islenzkum
hætti. Samræður þeirra voru
teknar á segulband, sem s'iðan
átti að senda til Bandarikjanna
til hreinskriftar. Það var þó
aðeins ein spóla, sem kom
þangað, þvi að Sjú En-læ, hinn
forni fjandmaður Sjang Sjin,
lagði hald á afganginn. Var frú
Maó ef til vill of opinská, eða gat
Sjú En-læ ekki unnt henni
þeirrar frægðar, sem þetta rit
hefði fært henni, likt og ævisaga
manns hennar gerði á sinum
tima hvað snerti en þá bók
skrifaði bandriski blaða-
maðurinn Edgar Snow upp úr
samræðum við Maó á árunum
upp úr 1930. Þetta veit auðvitað
enginn á Vesturlöndum, en hvað
sem þessu liður mun Roxanna
Witke skrifa bók um ævi Sjang
Sjin, þótt hún verði kannski
ekki gefin út i Kina.
Ástin hefur
hýrar brár....
Eiginkona verzlunarmanns i
Chicago krafðist skilnaðar á
þeim forsendum að hann neitaöi
að láta hana hafa peninga til
heimilisþarfa, nema hún
skrifaði undir yfirlýsingu um að
hún myndi eyða þeim i kjörbúð-
inni, sem hann átti sjálfur.
Stundum getur misskilin
kimni eiginmanna reynt á þol-
rifin. New Yorkbúi æfði á hverj-
um morgni hnefaleika á
boxpúða, sem hann hafði limt á
mynd af konunni sinni.
Hollendingur einn lét
tattóvera mynd af konunni sinni
á botninn á sér.
Fyrir skilnaðarrétt i Amster-
dam sagðist hann hafa gert
þetta i grini. Sættir komust i
með honum og konu hans eftir
að hann samþykkti að láta má
út myndina og tattóvera aðra
svipaða á brjóstið á sér.
Heimsmet í
bjórdrykkju
fúsasmiðurinn George Purvis
frá Colchester i Englandi bætti
um helgina fyrra heimsmet sitt
i bjórdrykkju, er hann skolaði
niður ,,pint” (0.56 1.) af bjór á
1,1 sekúndu. Fyrra metið setti
hann i fyrra cg var það 1,36
sekúndur. Nýja metið verður
væntanlega eins og það fyrra
skráð i metamóí Guinnes.
Tókn um einingu
Evrópu
Þessir samfelldu steinar eiga að
vera tákn Evrópulandanna
innan Efnahagsbandalagsins,
en listamaðurinn, sem þetta
minnismerki gerði er 18 ára
gömul stúlka, Cornelia
Schmidtt frá Kaiserslautern i
Þýzkalandi. Þegar listaverkið
hefur verið fullgert er ætlunin
að það verði fjögurra metra
hátt. Cornelia segist hafa fengið
hugmyndina að verkinu, er hún
var á ferðalagi i Suður-Frakk-
landi og sá þá minjar frá for-
sögutimum. Hér sjáið þið svo
listaverkið á annarri myndinni
og Corneliu að störfum á hinni.