Tíminn - 11.08.1973, Qupperneq 11

Tíminn - 11.08.1973, Qupperneq 11
Laugardagur 11. ágúst 1973. TÍMINN n Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Hitstjórar: Þór- arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson, Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif- stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif- stofur i Aöalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — aug- lýsingasími 19523. Askriftagjald 300 kr. á mánuði innan lands, i lausasölu 18 kr. eintakið. Blaðaprent h.f ^ _ ' Þeir veikja málstaðinn í grein, sem Magni Guðmundsson, hagfræð- ingur, sem nú dvelur i Kanada, ritaði i Timann i gær, ræðir hann um þá islenzka menn, sem með furðulegum málflutningi veiki málstað ís- lendinga út á við. Magni segir, að almennings- álitið i Kanada hafi snúizt gegn Bretum eftir að þeir sendu herskip inn i hina nýju fiskveiðilög- sögu íslendinga. Almenningsálitið i Bandarikj- unum sé okkur einnig hagstætt. Siðan segir Magni: „Skýtur þá skökku við, þegar raddir undan- halds og sjálfsásökunar taka að hljóma i liði Is- lendinga sjálfra. Slikt sé ekki til hvatningar málsvörum Islands á erlendum vettvangi. Furðulég rökleysa er það t.d.,er islenzkir fjöl- miðlar bera þjóð sinni samningsrof á brýn. Á alheimsvitorði er sú augljósa staðreynd, að landhelgissamningurinn 1961, sem gerður var i nálægð fljótandi bryndreka, hefði hlotið annað snið við friðvænlegri aðstæður. Samningurinn batt hendur okkar og fól i sér réttindaafsal i lifshagsmunamáli. Á honum einum byggja Bretar ofbeldisaðgerðir sinar nú.” Þá gerir Magni að umtalsefni þá furðulegu staðhæfingu sumra Islendinga, að Haag-úr- skurðurinn hafi fallið okkur i óhag vegna þess að við sendum ekki fulltrúa á vettvang, og seg- ir það beina móðgun við dómara i alþjóðarétti og dómurinn hafi fengið að kynnast öllum rök- um íslendinga, en við hefðum óhjákvæmilega verið bundnir af úrskurði dómstólsins, ef við hefðum sjálfir lagt málið i gerð. Þetta er kjarni málsins og má i þessu sam- bandi vitna til greinargerðar brezka dómarans i Haag, Sir Geralds, þar sem hann sagði m.a.: ,,En staðreyndin er sú, að samt sem áður hefur Island sent dómstólnum syrpu af bréfum og simskeytum varðndi málið, sem oft hafa innihaldið efni, sem gengur miklu lengra en spurning um rétt dómsins til lögsögu, og hefur snert sjálfan kjarna efnisatriða þess. ísland hefur notað hvert tækifæri, sem gefizt hefur til að gera hið sama með yfirlýsingum, sem gefn- ar hafa verið, eða dreift hjá Sameinuðu þjóð- unum og með öðrum hætti, en athygli dóm- stólsins hefur auðvitað verið vakin á öllum þessum yfirlýsingum með einum eða öðrum hætti, eins og vafalaust ætlunin hefur verið. Þvi miður má túlka þennan framgangsmáta íslands á þá lund, að honum sé ætlað að skapa Islandi næstum eins góða stöðu og ísland hefði tekið beinan þátt i málflutningi fyrir dóminum — (vegna þess, að dómstóllinn hefur i raun vendilega athugað og fjallað um sjónarmið Is- lands i málinu) — en á hinn bóginn ætlað að gera íslandi kleift, ef á þyrfti að halda, að við- halda þeirri afstöðu, að ísland viðurkenni ekki lögmæti málaferlanna eða niðurstöður þeirra — eins og ísland hefur einmitt gert varðandi leiðarvisun þá, sem dómstóllinn gaf út 17. ágúst 1972.” Við þessi orð brezka dómarans um skynsam- lega hagsmunagæzlu isl. stjórnarinnar i land- helgismálinu og afstöðuna til Haag-dómstóls- ins þarf fáu að bæta.Staðreyndin er, að Al- þjóðadómstóllinn gaf út leiðarvisun i ágúst 1972, áður en 50 milurnar tóku gildi, um ísland ætti að fresta útfærslunni. Þann úrskurð yrðum við að viðurkenna, ef við sendum mál- svara til Haag og viðurkennum þar með lög- söguréttindi dómstólsins. —TK David Fairhall, The Guardian: Fiskifloti Rússaersá langstærsti í heimi Úthafsfloti þeirra stundar veiðar um öll heimsins höf og stærsta móðurskipið er 43400 lestir Vcrksmiðjuskipið Vostok RÚSSNESKUR sjómaður frá Murmansk vakti athygli mina á þvi, að landróðramenn i Sovétrikjunum hefðu snúið sér til Breta fyrir siðari heimsstyrjöldina og fengið þá til að kenna sér leyndardóma úthafsveiöa. Nú siglir meira en helmingur fiskiflota heims- ins undir fánanum með hamr- inum og sigðinni og sjómaður- inn leit svo á, að nú gætu Bret- ar sennilega ýmislegt lært af Rússum i úthafsveiðum. Brezkur togaramaður léti sér ekki detta i hug að and- mæla honum. Vestræna sér- fræðinga grunar, að fiskveiðar Sovétmanna séu meiri að um- fangi en afköstum. En hitt er þó ljóst, hvað sjómaðurinn átti við. Það voru Rússar og Þjóð- verjar, sem hagnýttu sér til- raunir Breta með verksmiðju- togara á árunum eftir 1950. Um svipað leyti virðist sú ákvörðun hafa verið tekin — sennilega á flokksþingi kommúnistaflokks Sovétrikj- anna árið 1956 — að gera fisk- veiðar að höfuðútvegi til öfl- unar eggjahvituefnis til manneldis. Þeirri ákvörðun hefir verið framfylgt af mikilli festu. RÚSSNESKIR fiskimenn sigla nú um heimshöfin I móð- urskipi, sem er 43400 brúttó- lestir að stærð. Það ber 14 veiðiskip á þilfari og þeim er skotið út til þess að sópa upp þeim torfum, sem finnast, og aflinn getur numið 150 þúsund kössum af fiski á dag. Skipið heitir Vostok og sagt er, að smlða eigi fleiri slik. Vestrænir sérfræðingar kunna að hrista höfuðið og fullyrða, að rekstur þessa skips geti varla verið arðvæn- legur á þeirri mælikvarða. En fiskimálaráðherra Sovétrikj- anna þarf ekki að keppa á sama grundvelli og Vestur- landamenn. Fiskveiðum ann- arra þjóða væri efalaust betur borgið ef sú væri raunin. Ráðherrann þarf aðeins að réttlæta fjárfestinguna i sam- anburði við landbúnaðinn og láta flotaforingja sina og tog- araskipstjóra glima við ákveðin framleiðslumörk. Ef ég starfaði á úthafstogara, yröi smátt og smátt að vikja af venjulegum miðum og kviði þverrandi fiskistofnum, yrði mér fátt jafn mikill þyrnir i augum og fljótandi verksmiðj- ur Rússa, sem sigla um At- lantshafið og verða með ófull- nægjandi tækjum að ná þvi aflamagni, sem laun áhafnar- innar belta á. VOSTOK er flaggskip út- hafsveiðiflota, sem nemur yfir fimm milljónum smálesta, eða er fimm sinnum meiri en samanlagður fiskifloti Breta, Bandarikjamanna, Vestur- Þjóöverja, Frakka og Norð- manna. Japanski flotinn er sá eini, sem hugsanlegt er að lita á til samanburðar, og þó verð- ur næsta litið úr honum i þeim samanburði, enda ekki nema 1,1 milljón lesta. Brezki fiski- flotinn er ekki nema um 250 þúsund lestir. Hlutur Rússa er hvergi nærri jafn mikill hvað afla snertir, vegna þess, hve afli litilla landróðraskipa er gifur- lega mikill til dæmis i Japan og Perú. Perúmenn bera af samkvæmt aflatölum Mat- vælastofnunar Sameinuðu þjóðanna árið 1971, en efalítið hefir orðið breyting á þvi siðan 'vegna þess, að ansjósuveið- arnar hafa brugðizt. Fiskafli 1971. millj. smál. Peru 10,6 Japan 9,9 Sovétrikin 7,3 Kina (áætlað) 6,9 Noregur 3,1 Bandarikin 2,8 Indland 1,8 Suöur-Afrika 1,1 Spánn 1,5 Thailand 1,6 Kanada 1.3 Indonesia 1,2 Danmörk 1,4 Chile 1,2 Bretland 1,1 SÚ staðreynd er óhögguð, að flotaaukning Sovétmanna úr 1,5 milljónum smálesta árið 1948 gerir hlut úthafsveiði- þjóða eins og Breta og Banda- rikjamanna næsta litinn. Samanburðurinn verður ugg- vekjandi ef horft er nokkur ár fram i timann, en fyrirsjáan- legt er, að brezkir togarar verða smátt og smátt að þoka af mörgum miðum á Norður- Atlantshafi, gripið verður til ýmiss konar ráðstafana til verndar sumum fisktegund- um, en munnunum, sem metta þarf, fjölgar jafnt og þétt. Rússneskir fiskimenn fóru ekki að fjarlægjast Ishafs- ströndina að ráði fyrr en um 1950. Fyrsti tilraunaleiðang- urinn fór til Nýfundnalands árið 1954. Rússar tóku að færa út kviarnar úti fyrir Austur- strönd Bandarikjanna upp úr 1960, enda minnkaði aflinn i Barentshafi afar ört upp úr 1957. Rannsóknaskip fóru i kerfis- bundna leiöangra bæði til Vestur-Afriku og Suður-Ame- riku. Arið 1967. voru á annað hundrað rússnesk skip sögð að veiðum úti fyrir ströndum Patagoniu, Tierra del Fuego og Suðurskautslandsins. Sama varö raunin i Kyrrahafi örlitlu siöar, en fyrsta rússneska veiöiskipið sást á Indlandshafi árið 1964. EKKI er vist, að brezkum togáraskipstjórum frá Hull eða Fleetwood geðjaðist að þvi aö veiða i flota rússnesks móð- urskips, jafn gifurlegir ein- staklingshyggjumenn og þeir eru. Aöferð Sovétmanna er engu ómerkilegri fyrir það. Veiðiskipin safnast saman um móðurskipið likt og um flotadeild væri að ræða, en foringi á stjórnpalli móður- skipsins segir fyrir verkum. Hann sendir könnunartogar- ana á undan flotanum, sem kemur svo og sópar upp þeim torfum, sem togararnir til- kynna um. Þarna veltur til- tölulega litið á snilli einstakra skipstjóra, sem ætlazt er til að lúti „samkeppni” sósialista og hafa fyrirmæli um að segja flotanum frá ef sæmilegur afli fæst. Brezkur togaraskipstjóri lúrir hins vegar á þvi eins og ormur á gulli ef hann fær góð- an afla. „Ryksuga hafsins” kemur ósjálfrátt upp I hugann þegar hugsað er til aöferða Rússa. Þeir dæla raunar fiski úr veiðiskipi I móðurskip. Ryk- sugan kann að vera afkastalit- il. Hún heggur eigi að siður allstór skörð i þverrandi stofna ákveðinna tegunda eins og til dæmis þorsksins. Litil afköst ryksugunnar eru brezk- um sjómönnum ekki til mikill- ar huggunar þar sem þeir verða að keppa við hana i si- auknum mæli. AÐALRITSTJÓRI Fishing News Peter Hjul varar við þvi I fimmtiu ára afmælishefti ritsins, að „úthafstogarar hafa ekki aflaö sér hefðbund- inna réttinda til veiða neins staðar utan Norður-Atlants- hafsins og eigendur þeirra geta gert ráð fyrir, að þeim verði smátt og smátt bolaö burt á næstu tiu eða ellefu ár- um.” Þessi timamörk eru miðuð við þann möguleika, að strandrikjum eins og Islandi og Suður-Amerikurikjunum, sem vilja helga sér 50-200 mil- ur frá ströndinni, takist á haf- réttarráðstefnunni i Santiago að ári að „kafsigla” þau rfki, sem vilja vernda frelsið á út- höfunum, þar á meðal Japan, Sovétrikin og Bretland. Ef þannig tekst til mega brezkir togaramenn teljast heppnir ef þeir fá tiu ára aö- lögunartima til þess að finna ný mið utan hinna nýju fisk- veiðimarka, breyta skipum sinum eða smiöa ný og taka upp breyttar aðferðir við að koma aflanum á markað. ENGINN fiskifloti stendur jafn vel að vigi i þessu efni og brezki flotinn hvað reynslu og alla tæknikunnáttu áhrærir. Hitt er nokkurt efamál, hvort hann kann að njóta þeirrar hvatningar og stuðnings — bæði fjárhagslega og i stjórn- málum — sem hann þarf á að halda til þess að ryðja sér til rúms við hlið jafn öflugra keppinauta og Rússa og Jap- ana. Mér verður sérstaklega hugsaö til hins umfangsmikla sovézka flota, sem styðst við jafn öflugan herskipa- og kaupskipaflota. Samanburð- urinn gefur tilefni til áleitinna spurninga, sem þeir I White- hall ættu að vera farnir að velta fyrir sér. Hversu hæfur reynist brezki Framhald á bls. 23.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.