Tíminn - 11.08.1973, Qupperneq 19

Tíminn - 11.08.1973, Qupperneq 19
Laugardagur 11. ágúst 1973. TÍMINN 19 Overath víll ekki fara til Spánar Tekur við stöðu Zetzer í iandsliði V-þýzkalands í HM keppninni 1974 Hinn snjalli v-þýzki landsliðs- maður. Wolfgang Overath, hefur verið mjög eftirsóttur af spæsnkum félagsliðum. Mörg beztu lið Spánar hafa boðið honum að gerast leikmaður með þeim, fyrir góða peninga- upphæð. Overath hefur neitað öllum tilboðunum, hann vill frekar vera kyrr i V-Þýzka- landi og leika meö sinu gamla félagi 1. F.C Köln. Wolfgang Overath hefur verið einn bezti knattspyrnu- maður' V-Þýzkalands undan- farin ár. Hann lék t.d. í heims- meistarakeppninni í Englandi 1966 og i Mexikó 1970, þar sem hann var talinn einn bezti maður keppninnar. Overath tók við fyrirliðastöðunni i v-þýzka landsliðinu af Seeler. Overath meiddist svo árið 1971 og gat ekki leikið knattspyrnu um langan tima. Nú er hann búinn að ná sér og miklar likur eru á þvi að hann leiki aftur með þýzka landsliðinu i heimsmeistarakeppninni 1974. Hann tekur þá við stöðu Netz- er, sem er farinn til Spánar. Wolfgang Overath. KEPPNIN VERÐUR VAFALAUST HÖRÐ — sagði Olympíumeistarinn Mary Peters. Evrópukeppnin hefst klukkan 10 fyrir hódegi. Margt frægt íþróttafólk meðal keppenda Evrópubikarkeppn- in i fjölþrautum hefst á Laugardalsvellin- um i dag kl. 10 f.h. og keppnin stendur yfir i allan. i dag verður eingöngu keppt í tug- þraut, en á morgun verður fimmtarþraut kvenna. — Keppt er i þremur riðlum, hinir riðlarnir fara fram i Inssbruck i Austurriki og Sofia i Búlgariu. Átta beztu þjóðirnar keppa síðan til úrslita i Bonn i V-Þýzkalandi 22. og 23. september. Þjóðirnar, sem keppa hér auk Islendinga eru Frakkar, Bretar, Hollendingar, Belgiu- menn og Danir. Tveir þeir sið- arnefndu keppa þó aðeins i tugþraut. Bretar og Frakkar komu til Reykjavikur i fyrradag, en hinir flokkarnir i gærkvöldi. Þekktasti ke'ppandinn er Mary Peters frá Belfast, en hún sigraði i fimmtarþraut i Munchen og setti heimsmet, hlaut 4801 stig. Peters sagði i viðtali við iþróttasiðuna i gær, að keppn- in hér yrði vafalaust hörð, en hún var bjartsýn á sigur i fimmtarþrautinni. Hún vildi litiðsegja um árangurinn, hér er ekki tartanbraut og ég keppi ekki orðið á öðru visi brautum. Að visu verð ég stöku sinnum að keppa i Bel- fast, en þar er aðeins gras- braut sagði hin viðkunnanlega Mary. Franski tugþrautarmaður- inn Leroy, sem er sá eini af tugþrautarmönnunum, sem náð hefur yfir 800 stig, er i mikilli framför. Hann setti franskt met i sumar, 8140, sem er með þvi bezta, sem náðst hefur i greininni i heiminum á þessu ári. Leroy stefnir að sigri á EM i Róm næsta ár, baráttan verður hörð, sagði Leroy. Mary Peters cftir sigur i Mífnchen — verður hún jafnglöö eftir keppn- ina i Iteykjavik? Margir blaðamenn fylgjast með Evrópukeppninni Allmargir blaðamenn eru mættir til að fylgjast með Evrópubikar- keppninni um helgina. Keppt verður i auka- greinum i sambandi við Evrópukeppnina. í dag verður 400 m hlaup Mikið hcfur verið talað um það upp á siðkastið, aö Leeds United láti hinn snjalla mark- vörð, Gary Sprake, fara frá sér fyrir þetta keppnistimabil. Sprake hefur verið einn allra- bezti markvöröur á Bret- landseyjum undanfarin ár og hann hefur verið fastur mark- vörður i landsliði Wales. Fyrir tveimur árum varð hann fyrir meiðslum og gat hann þá ekki leikið með félag- inu um tima. Þegar hann náði Þrir koma frá Belgiu og fjórir sjónvarpsmenn frá franska sjónvarpinu. karla kl. 5 og á morgun verður 3000 m hlaup og keppnin hefst einnig kl. sér eftir meiðslin, komst hann ekki sem fastur leikmaður i liðið. T.d. lék hann aðeins einn leik meö Leeds á siðasta keppnistimabili — gegn Birm- ingham. Þótt að hann hafi ver- ið varamarkvörður hjá Leeds tvö siðustu árin, hefur hann verið fastur leikmaður i lands- liði Wales. Ef hann verður lát- inn fara frá Leeds, eru miklar likur á þvi, að hann fari til Birmingham eð Manchester City. Leikur eitt ár til viðbótar Nú hcfur verið ákveðið að Alan Gilzean, hinn gama!- kunni leikmaður Tottenham, verði látinn fara frá lclaginu eftir þetta keppnistimabil. Gilzean, sem hefur verið einn lilrikasti knattspyrnumaður félagsins, verður að vikja fyr- ir sér yngri leikmönnum. „Gillic”, eins og hann er kall- aður, hefur leikið með skozka landsliðinu. Hann hcfur verið mjög, lunkinn að skora mörk fyrir Tottenham, geysilega mikill skallamaður. Áhang- endur Tottenham munu örugglega sjá eftir „Gillie”, sem er einn vinsælasti leik- maöur Tottenham. Gilzean lék hér á Laugar.dalsvellinum gegn Keflavik í Evrópukeppn- inni 1971. Watney Cup Enska knattspyrnan hefst af fulium krafti i dag. Þá hcfst svokölluð Watney-Cup keppni, — Keppni þeirra liða i deildun- um fjórum, sem hafa skorað flest mörk á siðasta keppnis- timabili. Fjórir leikir verða leiknir i dag: Bristol Rovers — West Ham Plymouth — Stoke Peterborough — Bristol City Mansfield — Hull AUKAGREINAR LÆTUR LEEDS GARY FARA?

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.