Tíminn - 11.08.1973, Side 20

Tíminn - 11.08.1973, Side 20
20 TÍMINN Laugardagur 11. ágúst 1973. Býflugan vitra Einu sinni var konungur, sem hét Salómon. Hann átti heima I fallegri höll úr skinandi gulli, og hafði þúsundir þjóna til þess að stjana við sig. Og svo var hann vitur, að hann var frægur um allan heim fyrir speki sina. Vitrir menn komu frá fjarlægum löndum til þess að spyrja hann ráða i vandamálum, sem þeir sjálfir gátu ekki leyst. Einn dag var fjarska heitt, og Salómon kon- ungur hvildi sig undir fikjutré i hallargarðin- um. Tveir litlir negra- strákar svöluðu honum með stórum laufblöðum, sem þeir höfðu fyrir blævængi. Allt i einu kom suð- andi býfluga brunandi. Hún hafði verið send út til þess að leita að hunangi. Og áður en litlu negrastrákarnir gátu komið i veg fyrir það, settist býflugan beint á nefbroddinn á kónginum og stakk hann. Litlu þjónarnir urðu svo laf- hræddir, þegar þeir hugsuðu um reiði kóngs- ins, að þeir féllu skjálf- andi af ótta á kné við fætur hans. Og Salómon konungur varð lika ógurlega reiður. Hann spratt á fætur og skipaði með þrumandi röddu öllu þjónustufólki sinu að leita að þessari vondu býflugu, sem hefði vog- að að stinga sig i nefið. öll dýrin I hallargarðin- um skulfu af ótta. Þúsundir þjóna, hirð- manna, ökumanna og skósveina fóru að leita að býflugunni. Jafnvel litla þjónustustúlkan, sem daglega burstaði hásæti kóngsins, fór lika að leita. Það var leitið og leitað, I hverjum krók og kima. En allt kom fyrir ekki. Litla býflug- an fannst hvergi. Hún var flógin burt og var hvergi sjáanleg. Þá gaf Salómon konungur út þá fyrirskipun, að allar býflugur i veröldinni skyldu koma til hallar hans, svo að hann gæti vitað, hver þeirra hefði stungið hann. Loftið varð brátt fullt af suði og vængjaþyti. Milljónir býflugna viðs vegar úr veröldinni þustu til hallar Slómóns konungs og flýttu sér sem mest þær máttu. Hávaðinn af masi þeirra og suði var svo mikill, að sjálf konungs- höllin hristist. Konungurinn stappaði niður fæti og skipaði öll- um að þagna, og á samri stundu varð svo hljótt, að það hefði mátt heyra laufblað detta. Allar býflugurnar þögnuðu, nema sú allra minnsta. Hún hafði hiksta, af þvi að hún hafði borðað. morgunverðinn sinn of fljótt. Salómon konung- ur skipaði með þrumu- röddu þeirri býflugu, sem dirfzt hefði að stinga sig i nefið, að koma samstundis fram fyrir sig og játa sekt sina. Allar býflugurnar urðu svo hræddar, að þær skulfu i hnjáliðun- um, og vængirnir lömd- ust upp og niður. ,,Þetta er voðalegt”, sögðu þær hver við aðra. ,,Alveg hræðilegt. Þvilik illska. Það verður skil- yrðislaust að hegna hinni seku”. ,,Þögn!” hrópaði kon- ungurinn og býflugurnar hrukku svo við, að þær hentust upp I loftið og komu á bakið niður aft- ur. Og þá var það* að minnsta býflugan skreið kjökrandi fram, laf- hrædd og skömmustu- leg. Hún þerraði tárin með vasaklútnum sin- um. ,,Það var ... það var ég, sem stakk yður hátign”, sagði þessi allra minnsta býfluga. ,,Þú?” hrópaði kon- ungurinn. Hann ætlaði varla að trúa sinum eig- in eyrum, að svona litil býfluga skyldi voga að koma nálægt honum. ,,Þú! Hvernig gaztu vogað að gera þetta?” ,,Ó, fyrirgefið mér yðar hátign”, sagði litla býflugan kjökrandi. ,,Ég hafði aldrei áður verið send út til þess að leita að hunangi, og ég var svo litil og heimsk, að eg þekkti ekki einu sinni muninn á yðar konunglega nefi og rós- inni, sem mér hafði ver- ið sagt að sjúga hunang úr. Ef yðar hátign vill aðeins fyrirgefa mér, skal ég einhvern tima borga yður það”. Salómon konungur hló kuldalega, er hann hugsaði um það , að svona litil býfluga gæti endurgoldið honum sjálfum kónginum. Og allir þjónarnir, hirð- mennirnir, fótgönguliðs- mennirnir, skósveinarn- ir, ökumennirnir og litla þjónustustúlkan, sem burstaði hásæti konungs ins á hverjum morgni, skellihlógu lika. Og þvi meir sem Salómon kon- ungur hugsaði um þetta, þvi hlægilegra fannst honum það, og að lokum hló hann svo mikið, að hann gleymdi alveg reiði sinni og fyrirgaf litlu býflugunni. Og litla býflugan varð aftur glöð og flaug ánægð heim til sin. Nú er að segja frá þvi, að langtj langt I burtu, I landi, sem Saba hét, rikti falleg og auðug drottning, sem gat eign- azt alla þá hluti, er hún óskaði sér. Og drottn- ingin af Saba hélt, að hún væri voldugasti stjórnandi i veröldinni. En þegar hún frétti um hina miklu vizku Salómons konungs, sagði hún við hirðmenn sina: ,,Við skulum fara og sjá þennan mikla kon- ung, Salómon, og reyna, hvort hann er i raun og veru eins vitur og af er látið”. Og svo hélt hún af stað með alla sina þjóna og þrjú hundruð sextiu og fimm klæðnaði, einn fyrir hvern dag i árinu, mikið af gjöfum úr gulli og silfri og dýrmætum steinum handa Salómon konungi. Róðskonu (matreiðslumann) vantar að heimavistarskólanum Húna- völlum, Austur-IIúnavatnssýslu, næsta vetur. Ráðskonumenntun æskileg. Umsóknarfrestur til 15. ágúst. Upplýsingar gefur Hafþór V. Sigurðsson, skólastjóri i sima 1-51-49 eftir kl. 19 i kvöld og næstu kvöld. Ég er að plokka. Halli elskar mig...hann I elskar mig ekki, / hann elskar mig ..En þetta blóm. Verðbólga er þégar vörur og þjónusta og svokölluð þjóðarfram leiðsla, er orðið svo mikil ó almennum markáði. að samkeppni verður. Þá hækkar verðið, en verð króhunnar er það sama. t dag er krónan til dæmis varla tiu aura virði Ó. en hvers virði er þá einn eyrir'' S-IO we

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.