Tíminn - 31.08.1973, Blaðsíða 17

Tíminn - 31.08.1973, Blaðsíða 17
Föstudagur 31. ágúst 1973. TÍMINN 17 Enska knattspyrnan: Alan Hinton skoraði beint úr aukaspyrnu Derby til alls líklegt í vetur. Liðið sýndi stórgóða knattspyrnu gegn City. — Fjórir leikmenn bókaðir í leik United og Stoke IfpllpSMÍpÍÖÍí afc Derby sýndi leik- mönnum Manchester City að liðið getur leikið góða knattspyrnu, á Baseball Ground. Manchester City átti i miklum erfiðleikum með hina snjöllu leik- menn Derby, á miðviku- dagskvöldið, sérstak- lega i fyrri hálfleik, þegar Derby sóttu nær stöðugt að marki gest- anna. Einu sinni komst knötturinn inri fyrir marklinuna, það var þegar Alan Hinton skoraði beint úr auka- spyrnu. Joe Corrigan, markvörður City hafði hendur á knettinum, en réði ekki við skotið og missti hann inn. Eftir gangi fyrri hálfleiksins hefði Derby átt að vera 5-6 mörk- um yfir, þvilikir voru yfirburðirn- ir. 1 siðari hálfleik náðuJeikmenn City sér á strik og sýndu mjög góðan leik — þeir áttu skilið að skora 2-3 mörk. Ekki tókst þeim að skora og bar þvi Derby sigur úr býtum i þessum leik glötuðu marktækifæranna. Úrslit leikja á miðvikudags- kvöldið urðu þessi: Derby-Man. City 1: :0 Man. Utd-Stoke 1: :0 Newcastle-Southampton 0: :1 Norwich-Q.P.R. 0: 0 Mjög óvænt úrslit urðu á St. James Park, heimavelli New- castle. Southampton tókst að vinna þar sinn fyrsta leik i ára- raðir. Það var. Mike Channon, sem skoraði mark Dýrlinganna úr vitaspyrnu. Fjórir leikmenn voru bókaðir, þegar Manchester United vann Stoke á Old Trafford. Þrir þeirra eruiStoke, þ.á.m. gamla kempan George Eastham. Jim Holton var bókaður hjá Manchester Unitd. Sigurmark United skoraði ungur piltur Davies að nafni. Úlfarnir hafa nú tekið ALAN HINTON... hinn sparkvissi leikmaður Dcrby. forustuna i 1. deild, en fimm lið Liverpool 2 1 0 1 1:1 2 eru nú með fullt hús, fimm stig. Leicester 2 0 2 0 2:2 2 Staðan er þessi: Tottenham 2 1 0 1 2:2 2 Ncwcastle 2 1 0 1 2:2 2 Wolves 2 2 0 0 5:1 4 Ipswich 2 0 2 0 4:4 2 Burnley 2 2 0 0 3:0 4 Man. Ut. 2 1 0 1 1:3 2 Leeds 2 2 0 0 5:2 4 West Ilam 2 0 1 1 4:5 1 Coventry 2 2 0 0 2:0 4 Norwich 2 0 1 1 1:3 1 Derby 2 2 0 0 2:0 4 Everton - 2 0 1 I 2:4 1 Southampt. 2 1 1 0 2:1 3 Chelsea 2 0 0 2 0:2 0 Arsenal 2 1> 0 1 4:2 2 Stoke 2 0 0 2 0:2 0 Man. City 2 1 0 1 3:2 2 Birmingham 2 0 0 2 2:5 0 Q.P.R. 2 0 2 0 1:1 2 Sheff. Utd. 2 0 0 2 0:4 0 Tveggjadómara- kerfið í golf- keppni handknatt leiksmanna ÓMAR KRISTJANSSq^ Golfkeppni handknattleiksmanna fór fram á Nesvellinum á þriðju- dagskvöldið. Það var greinilegt, að handknattleiksmenn voru hræddir við rigninguna, sem var þá um daginn, enda vanir að leika inni. Aðeins tiu tóku þátt i golfmótinu og var tveggja-dómarakerfið notað, en Karl Jóhannsson og Björn Kristjánsson, miilirikjadómarar voru aðalmenn mótsins, eins og i flestum mótum. Þeir unnu baðir til verðlauna i keppninni, Karl var sigurvegari með forgjöf og Björn sigraði glæsilega i nýliðaflokknum. Sigurv.egari i keppninni varð Ómar Kristjánsson, sem fór 18 holurnar á 82 höggum. Úrslit i keppninni, án og með forgjöf urðu þessi: Án forgjaf. Meðforgj. Ómar Kristjánsson, Gróttu 39:43 = 82 (7) =75 Jóhann Ó. Guðmundsson, Vik 43:41 = 84 (5) = 79 Karl Jóhannsson, KR 42:44 = 86 (15) = 71 Halldór Kristiánss. Gróttu 47:41 = 88 (15) = 73 r Asetningurinn góður, en órangurinn hörmulegur Það er tæpast ástæða til að hrópa húrra fyrir islenzka landslið- inu i knattspyrnu eftir frammistöðu þess gegn Iloliendingum i fyrrakvöld, ekki svo að skilja, að þessi úrslit hafi verið miklu verri en búast mátti við, heldur vegna aðdragandans að þessum siðari leik. ,,Ég vil engan varnarleik, ég vil að strákarnir sæki” voru ummæli formanns KSÍ eftir fyrri landsleikinn, sem lauk með mjög viðunanlegum úrslitum, 0:5, og gaf i skyn, að þjálfari jslenzka liðsins, llcnning Enokscn hefði brugðizt, með þvi að fyr- irskipa varnarleik. Enoksen var vikið til hliðar, og leikaðferð formanns KSt fckk að ráða i siðari landsleiknum mcð þeim af- leiðingum, að islenzka landsliðið mátti þola stærsta tap sitt siðan á Idrætsparken sumarið 1967, þegar landsleikur gegn Dönum tapaðist 14:2. Sjálfsagt hefur formanni KSl gengið gott eitt til, þegar hann hafnaði varnarleik. Hann hefur óbilandi trú á landsliðspiltunum, og vist er um það, að bjartsýni hans og uppörvunarorð til þeirra, hefur leitt til þess, að islenzka landsliðið hefur staðið sig oft á tið- um betur en búizt hafði verið við fyrirfram. En er það samt ekki fullmikil bjartsýni, að fyrirskipa sóknarleik gegn einu sterkasta landsliði Evrópu um þessar mundir? Sagan um Davið og Goliat er góðra gjalda verð, en það er tæplega liægt að ætlast til þess, að hún endurtaki sig endalaust. Þess vegna má rckja hið stóra tap i siðari landsleiknum til óraunsæis formanns KSI. En það er ekki það versta. Verst er, að þetta hefur leitt til þess, að Ilenning Enoksen hefur lýst þvi yfir, að hann muni ekki starfa fyrir KSÍ að óbreyttum aðstæðum. Og allir vita hvað býr á bak við slíka yf- irlvsingu. En þrátt fyrir, að svona hafi tekizt til, er ástæðulaust að lýsa yfir vantrausti á formann KSi, svo framarlcga, að hann læri af m reynslunni. Asetningurinn var góður, en árangurinn hörmuleg- ur. —alf. J B.JÖRN KRISTJANSSON OG KARL JÓIIANNSSON AgústSvavarsson, IR Sveinbjörn Björnss. Hauk. Ragnar Jónsson, FH Jóhannes Gunnarsson, IR 43:43 = 91 (10) = 81 45:47 = 92 (14) =78 58:52= 110 (24) =86 60:50= 110 (19) =91 Arangur Ómars er mjög góður, þegar er miðað við aðstæðurnar — það rigndi mikið á meðan keppnin fór fram, Ómar fór fyrstu niu hol- urnar á fjórum yfir pari. Það getur farið svo, að Ómar fái ekki að taka þátt i næstu keppni, því að það leikur grunur á, að Björn og Karl hafi gefið honum sitt hvora áminninguna og getur þvi farið svo, að hann verði dæmdur i keppnisbann. Við það aukast sigurlikur Björns i næstu keppni, en hann er kylfingur i stöðugum framförum. Hann er mjög höggfastur og hafa vart sézt eins föst högg, siðan hnefaleikar voru bannaðir á Islandi. Nýliðaflokkurinn fór aðeins 9 holur, en þá voru golfkúlurnar i Nes-skólanum uppseldar. Verður sigurvegarinn dæmdur í keppnisbann?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.