Tíminn - 31.08.1973, Blaðsíða 9

Tíminn - 31.08.1973, Blaðsíða 9
nmm' Fostúdagur 31. ágúst 1973.' $ Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson, Auglýsingastjóri: jSteingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif- stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif- stofur I Aðalstræti 7, slmi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — aug- íýsingasimi 19523. Askriftagjald 300 kr. á mánuði innan lands, I lausasölu 18 kr. eintakið. Eftir fyrsta árið Á morgun er liðið eitt ár siðan fiskveiðilög- saga íslands var færð út i 50 milur. Þegar hefur náðst mikilvægur árangur af útfærslunni, þótt fullnaðarsigur sé ekki unninn enn. Árangurinn er m.a. þessi: 1. Allar þjóðir, sem hafa stundað fiskveiðar á íslandsmiðum, nema Bretar og Vestur-Þjóð- verjar, hafa viðurkennt nýju fiskveiðimörkin i verki. Þannig hefur tugum og jafnvel hundruð- um erlendra fiskiskipa verið beint frá miðun- um, þar sem likur benda einnig til, að sókn þessara þjóða á íslandsmið hefði aukizt, ef út- færslan hefði ekki komið til sögunnar. Afli Vestur-Þjóðverja, og Breta hefur minnkað verulega einkum þó, ef miðað er við siðustu misserin fyrir útfærsluna. 2. Þrjár þjóðir hafa samið við íslendinga um landhelgismálið og undirgengizt að veiða sam- kvæmt islenzkum lögum og takmarka jafn- framt veiðar sinar verulega. 3. Útfærslan i 50 milur hefur vakið mikla athygli viðs vegar um heim og styrkt málstað þeirra, sem berjast fyrir stækkaðri fiskveiði- landhelgi. Þannig má telja vist, að aðgerðir ís- lendinga hafi haft úrslitaáhrif á breytta af- stöðu Norðmanna og Kanadamanna. í þró- unarlöndunum hefur útfærsla islenzku fisk- veiðilögsögunnar orðið stjórnmálamönnum þar mikil hvatning og íslendingar njóta þar óskiptrar samúðar vegna þorskastriðsins. í Bretlandi sjálfu hefur útfærsla islenzku fisk- veiðilögsögunnar mjög styrkt aðstöðu þeirra fiskimanna, sem veiða á heimamiðum og vilja fá stækkaða fiskveiðilögsögu. Merk brezk blöð spá þvi, að sérfræðingar stjórnarinnar muni brátt leggja til, að Bretar færi út fiskveiðilög- söguna, sbr. Sunday Telegraph 5. ágúst. Þetta er lika augljóst hagsmunamál Breta, en á sið- asta ári veiddu þeir nálægt 5/7 hlutum af afla sinum á heimamiðum. Þótt á ýmsu velti nú i þorskastriðinu, geta ís- lendingar verið ánægðir yfir þeim árangri, sem hefur náðst, jafnhliða þvi, að þeir geta verið vissir um sigur þótt þorskastriðið kunni að haldast enn i nokkra mánuði eða misseri. Sigurinn verður íslendinga, ef þá brestur ekki úthald. öll þróun i þessum málum bendir til þess, að Bretar gefist upp fyrr en siðar. Allt bendir lika til, að þeir væru búnir að semja við íslendinga, ef brezka útgerðarihaldið héldi ekki i ólánssamninginn frá 1961 sem hálmstrá i trausti þess, að íslendingar bogni fyrir út- skurði alþjóðadómstólsins, ef hann gengur á móti þeim. Það er furðulegt, að til skuli vera þeir is- lenzkir menn, sem gera litið úr þeim árangri, sem náðst hefur, og eru þannig óbeint að hvetja þjóð sina til uppgjafar. Þeir menn eru raun- verulega að lengja þorskastriðið, þvi að þeir eru að vekja þær fölsku vonir hjá brezku út- gerðarauðvaldi, að íslendingar kunni að gefast upp eins og 1961. En saganfrá 1961 mun ekki endurtaka sig og undanhaldsmennirnir munu hljóta maklegan áfellisdóm þjóðarinnar. Þ.Þ. Brenda Jones, The Guardian: Stjórn Kenya hafnar gjörbyltingu lífshótta Nefnd sérfræðinga kannaði efnahags- og atvinnu- ástand í landinu og mælir með fleiri og meiri breytingum en ríkisstjórnin getur fallizt á SENDINEFND frá Alþjööa- vinnumálaskrifstofunni i Genf fór til Kenya I fyrra sam- kvæmt beiöni rikisstjórnar- innar og kannaði orsakir at- vinnuleyfisins I landinu. Með I ráðum voru starfsmenn ýmissa stofnana Sameinuðu þjóðanna. Samstarfs- mennirnir komust að lokum að þeirri niðurstöðu, að þeir gætu ekki rætt atvinnuleysið á þess að taka til meðferðar enn alvarlegri vanda, , eða hið gifurlega breiða bil milli rikra og snauðra. Skýrsla rannsóknanefnd- arinnar er 600 blaðsíður og þar er mælt með ýmsu, sem hefði i för með sér gjörbyltingu á stjórnarstefnu i ýmsum mála- flokkum, svo sem heilbrigðis-, mennta- og fjármálum. Til- lögur nefndainnar fela i raun og veru I sér byltingu á lifs- háttum i Kenya. Skýrslan kom rikisstjórn landsins að ýmsu leyti á óvart og hefir stjórnin haft hana til athugunar i niu mánuði. Niðurstöðurnar verða birtar i sérstöku riti nú um mánaða- mótin. Mwai Kibaki fjármála- og áætlunarráðherra Kenya segir stjórnina fallast á þrjá fimmtu af tillögum rannsókna nefndarinnar. En i þeim tveimur fimmtu hlutum, sem stjórnin fellst ekki á, er allt það róttækasta. VANDINN, sem rann- sóknarnéfndin kannaði, er mikið áhyggjuefni bæði i Kenya og öðrum vanþróuðum rikjum. Siðan rikið öðlaðist sjálfstæði hefir hagvöxturinn verið 6—7 af hundraði á ári. Er það með þvi mesta hjá van- þróuðum rikjum, en aukin vel- megun hefir ekki náð til hinna fátækustu. Rikið hefir verið sjálfstætt i tiu ár, en sex milljónir manna (helmingur ibúannahafa ekki atvinnu. Tvær milljónir fjölskyldna að auki hafa minna en sem svarar 43 þús. Isl. kr. i árstekjur.Fjórðungur allra barna i landinu þjáist af næringarskorti og 80 til 85 af hundraði landsmanna eru hvorki læsir né skrifandi. Rannsóknanefndin komst að þeirri niðurstöðu, að orsakir erfiðleikanna væri að leita i sjálfri uppbyggingu efnahags- lifsins, sem mótað var á ný- lendutimunum. Þá lifði mjög fámennur minnihluti við alls- nægtir, en allur þorri manna við sára fátækt. „Munurinn er miklu meiri en i flestum rikjum Asiu og Suður- Ameriku,” segir i skýrslu rannsóknanefndarinnar. Við sjálfstæðistökuna hefir sú ein breyting oröið á, að innlendir forréttindamenn hafa tekið við af Bretum. 1 SKÝRSLU nefndarinnar er bent á margt, sem breytt gæti efnahagslifinu til aukins jafn- aöar. Til tekjujöfnunar mælir nefndin með, að kaup fjórð- ungs launamanna verði fest i sjö ár, meðan hlutur hinna gengur til kosninga að ári og mun þvi láta sér hægt i þessu efni að sinni. Staðreyndir málsins blasa eigi að siður við og undan þeim verður ekki vikizt, en sennilega verður reynt að fara með gát og reyna þær aðferðir, sem hafa minni stjórnmálaháska i för með sér en hávaðasöm alls- herjar sókn. Mwai Kibaki fjármálaráðherra Kenya. Rikisstjórn Kenya ætlar ekki að hafa endaskipti á þjóð- lifinu. Hún ætlar að einbeita sér að framkvæmd nokkurra tuga skynsamlegra tillagna, en þær er að finna á flestum blaðsiðum skýrslunnar. Vegir verða lagðir og athugað af gaumgæfni, hvort unnt sé að koma við undirstöðumenntun i einföldum atriðum, sem komið geti að notum. LöGÐ verður aukin áherzla á að efla „hliðargreinar” atvinnulifsins, eins og komizt er að orði i skýrslunni. Er þar meðal annars átt við af- greiðslustaði meðfram alfara- leiðum, litil viðgerðaverk- stæði og leigubilaakstur til fólks- og vöru-flutninga, en hann hefur reynzt mikilvægur til atvinnu- og tekju-öflunar. Þá mun rikisstjórnin einnig reyna að veita smálán, sem svari til eitt til þrjú þúsund króna isl., en oft nægir slik aðstoð til þess að koma smá- rekstri á fót. Hinar skynsamiegu tillögur i skýrslunni eru góðra gjalda verðar viðar en I Kenya, enda hafa fleiri vanþróaðar þjóðir ákveðið að notfæra sér hana. Megintillögurnar um gjör- breytingu verða lagðar til hliðar að sinni, þar sem rikis- stjórn landsins telur sig hvorki hafa afl né vilja til að fram- kvæma þær að svo stöddu. Kenyatta forseti hefir aldrei verið vinsælli en nú, en hann vill ekki hafa frumkvæði um gjörbreytinguna. Eftirmaður hans mun varla hafa tök á þvi, enda sennilega enn erfiðara um vik þá. Breytingarnar, sem mælt er með I skýrslunni, eru svo miklar, að þeim verður varla komið á nema með byltingu eða einræði, Kenyamenn virðast ekki hafa löngun til slikra hluta. Hvort sem það verður talið sýna veikleika eða styrk er það óneitanlega ánægjulegt út af fyrir sig. lægst launuðu sé réttur litið eitt. Nefndin bendir á, að mikið land sé i eigu stórra bújarða, sem skili mun minni afrakstri en vera ætti, ýmist af þvi, að eigendurnir séu önnum kafnir við viðskipti og hafi ekki tima til að sinna rekstrinum, eða skorti nægilegt rekstrarfé. Vill nefndin, að rikisstjórnin skipti slikum jörðum i þúsundir smábýla, sem framfleyti einni fjölskyldu hvert. Nefndin vill stemma stigu við fólksflutningum úr land- búnaðarhéruðuum til örbirgð- ar I borgum með þvi að tak- marka fjárfestingu i Nairobi, þar sem skýjakljúfar risa af grunni hver af öðrum, en gera I staðinn skylt að fjárfesta lág- marksupphæð i úthéruðum. Rikisstjórninni er einnig ráðlagt að hætta að hvetja eig- endur einkafjármagns (sem oftast eru erlendir) til þess að reisa i Kenya verksmiðjur að vestrænni fyrirmynd, sem byggjast á mestu á sjálfvirkni og nota mjög litinn vinnukraft. Nefndin vill heldur láta reisa einfaldar verksmiðjur, sem þurfa mikið vinnuafl og nota vélar, sem Kenyamenn geti lært að stjórna og jafnvel að smiða. Þá leggur nefndin fast að rikisstjórninni að leita allra tiltækra ráða til þess að draga úr barneignum. ÖLLUM framangreindum tillögum nefndarinnar verður hafnað. Tillagan um óbreytt laun i sjö ár hefir mætt afar harðri andstöðu Sambands verkalýðsfélaga. Sambandið fagnaði tillögum rannsókna- nefndarinnar#þegar þær voru settar fram i nóvember i fyrra, en krefst nú allsherjar launahækkunar um 150 af hundraði. Rikisstjórnin er ekki reiðu- búin að gera grundvallar- breytingar á notkun lands. Kibaki fjármálaráðherra segir það góða hugmynd að skipta stórjörðum i smábýli, en erfitt sé að koma þvi á með þvingunum. Keypt verður það land sem boðið verður til sölu og skipt I skákir. Þetta veldur þó tæplega mikilli breytingu, þar sem flestir Kenyamenn halda dauðahaldi i það land, sem þeir eignast. Rikis- stjórnin telur vandann ekki það mikinn, að hann réttlæti þvingun eða eignaupptöku. EKKI mun heldur ætlunin að draga úr athafnasemi i Nairobi. Kibaki segir þessa tillögu „ekki skynsamlega. I henni er gengið út frá þvi, að rlkið hafi tögl og hagldir i efnahagslifinu, en sú er ekki raunin”. Rikisstjórnin telji sig ekki geta neitað manni um að fjárfesta þar, sem hann vill, ef hann hefir fé á reiðum höndum. Athafnamenn vilji heldur ekki láta segja sér fyrir um, hvers konar verksmiðju- rekstur þeir eigi að fást við. „Höfundur skýrslunnar eru þarna á villigötum”, segir Kibaki fjármálaráðherra. Val milli sjálfvirkni og einfaldari tækni sé ekki um að ræða, þar sem Kenyamenn bresti meira að segja kunnáttu til þess að starfrækja hinar einföldustu verksmiðjur. Umfangsmikil breyting i þessu efni leysi ekki atvinnuleysisvandann, enda yrði eftir sem áður að flytja inn fjármagnið, tæknina og fólkið, sem verksmiðjurnar starfrækti. ERFIÐAST verður að fást við takmörkun barneigna. Stór barnahópur telst hluti eðlilegra lifshátta i Afriku og litið verður á baráttu gegn þvi sem árás á afriska menningu. Ekki bætir úr skák, að vestræn samtök leggja yfirleitt fram bæði fé og starfsfólk til slikrar baráttu. Þessi hluti skýrslunnar olli mestum deilum þegar hún var birt þinginu. Rikisstjórnin

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.