Tíminn - 31.08.1973, Blaðsíða 1

Tíminn - 31.08.1973, Blaðsíða 1
IGNIS FRYSTIKISTUR RAFTORG SÍMI: 26660 RAFIOJAN SÍMI: 19294 J Hálfnað erverk þá hafið er v I j sparnaður skapar verðmæti Samvinnubankinn Dauðsfall um borð í Ægi: Var það alda frá Statesman, sem grandaði manninum? Nú hefur fyrsti maðurinn látið lifið vegna land-' helgisbaráttu okkar íslendinga. Halldór Hallfreðs- son, 2. vélstjóri á varðskipinu Ægi, lézti fyrradag um borð i skipi sinu af völdum raflosts, sem hann fékk, þegar hann var að gera við skemmdir, sem brezka freigátan Appollo olli á Ægi, þegar hún sigldi á hann fyrr um daginn. Halldór heitinn var að vinna við að rafsjóða i göt, sem höfðu myndazt við ásiglinguna, þegar alda reið yfir Ægi. Halldór var með rafsuðutækin i höndunum og fékk raflost og missti þegar meðvitund. Ekki er ljóst, hvort aldan stafaði frá dráttarbátnum Statesman, en hann fylgdi Ægi eftir meðan á viðgerðinni stóð, en þetta atriði verður leitt i ljós i sjóprófum, sem hófust i morgun klukkan hálfniu vegna atburðarins. Sjóprófin fara fram á Akureyri. Strax eftir að Halldór missti meövitund voru hafnar á honum lifgunartilraunir og samband var haft viö lækni á Akureyri og hann beðinn aö koma á móts viö Ægi. Ægir tók stefnuna á Grimsey, en læknirirnn fór fugleiðis þangað á móti varðskipinu. Varðskipið Óðinn var einnig statt á svipuð- um slóðum og hélt strax til Grimseyjar. Kom óðinn þangað á undan Ægi og tók Óðinn þvi lækninn um borð og sigldi með hann til móts viö Ægi. Varö skipin tvö mættust siða- skammt frá Grimsey. Þegar læknirinn kom um borö i Ægi, var Halldór þegar látinn. Flogið var með lik hans til Akur- eyrar. Eins og áður hefur komið fram i Timanum, kom leki að ljósavéla- rúmi varðskipsins Ægis, eftir ásiglingu Appollo. Akveðið var að framkvæma bráðabirgðaviðgerð á skipinu og rafsjóða i göt, sem ollulekanum. Ægir var um 12 sjó- milur frá Kolbeinsey og brezka freigátan Appollo var skammt undan og var sýnilega veriö að kanna skemmdir um borð. Freigátan hafði samband við dráttarbátinn Statesman sem var skammt unda, og bað hann um aðstoð. Dráttarbáturinn kom á staðinn, en byrjaði á að sigla ögrandi I áttina að Ægi. Var þá ákveðið að fara inn fyrir 12 sjó- milna mörkin, en þar töldu varð- skipsmenn sig óhulta fyrir ágangi brezku skipanna. . Þegar Statesman virti ekki 12 milna mörkin, heldur hélt á fullri Framhald á bls. 6 Tveir laganna vcröir, ábúöarmiklir á svip, gefa öllu nánar gætur viö brezka scndiráöiö i gær. Timamynd Gunnar. Aukin löggæzla við brezka sendiráðið VEGNA atburöanna á miðunum i fyrradag, þegar Halldór Hallfreösson skipverji á Ægi iét iifiö við skyldustörf sin, óttuöust lögregluyfirvöld, aö til tiöinda myndi draga viö brezka sendi- ráðiö og sendiherrabústaöinn viö Laufásveg. Var þvi gripiö tii þess ráös i gærmorgun að efla alla lög- gæzlu við byggingarnar aö mun. en sem kunnugt er hefur sérstak- lega veriö fylgzt meö þessum stööum siöan óeiröirnar uröu þar senmma i sumar. Sex lögreglumenn voru sendir á hvorn staðinn, og höfðu þeir nánar gætur á öllu, sem þar fór fram I gær. Auk þessarar tólf lögregluþjóna, voru tvær lög- reglub ifreiðar við hvora bygginguna. Yfirmenn Reykja- vikurlögreglunnar sáust einnig koma að brezka sendiráðinu til þess að líta eftir þvf, að allt væri þar i lagi. Mátti m.a. sjá lögreglustjórann koma á staðinn og kynna sér allar aöstæður. Ekki dró til neinna tiðinda á Laufásveginum i gærdag. -gj- HÖRMULEGT — segir forsætisráðherra ÞETTA var hörmulegt slys, sem átti óbeint rætur sinar að rekja til aðgerða freigátunnar Appollo og dráttarbátsins Statesman i landhelginni i gær, og ég vil votta aðstand- endum hins látna mina dýpstu samúð, sagði Ólafur Jóhannesson, forsætisráð- herra i viðtali við Timann laust eftir hádegið i gær. Sendiherra Breta á tslandi, John McKenzie, var afhent mótmælaskjal Islenzku ríkis- stjórnarinnar i fyrradag vegna ásiglingar Appollos, og siðdegis I gær gekk Pétur Thorsteinsson ráðuneytis- stjóri enn á ný á fund brezka sendiherrans og afhenti hon- um annað mótmælaskjal. I siöara skjalinu er mótmælt dvöl herskipa og dráttarbáta i SLYS Islenzkri fiskveiðilögsögu og ólöglegu framferði þeirra innan landhelginnar. Sérstak- lega er bent á, að nú hafi hlot- izt dauðsfall af þessum sök- um. Loks er itrekuð krafan um, að brezka rikisstjórnin dragi tafarlaust til baka her- skipin og dráttarbátana, sem hún hefur sent á lslandsmiö. — gj- Halldór Hallfreösson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.