Tíminn - 19.09.1973, Síða 5
Miðvikudagur 19. september 1973
TÍMINN
5
Vetraráætlun
Flugfélagsins
Þetta er uppslátturinn, sem nú hefur gerzt svo viðförull. Kranarnir eru að búast til átaka. (Tfmamynd
Fylgja skal línunni!
Uppsláttur að húsgrunni að Fornuströnd á Seltjarnarnesi
færður til í heilu lagi. AAælingamönnum hafði skeikað.
Það munaði einum metra eða svo
MEÐFYLGJANDI mynd tók ljós-
myndari blaðsins, Guðjón
Einarsson, sfðastiiðinn laugardag
úti á Seltjarnarnesi. Á myndinni
er ekki að sjá annað, en að þarna
sé bara verið að byggja ósköp
venjulegt hús. Það er að vfsu rétt,
þarna er hús i byggingu. En
þarna eru tveir heljarmiklir
kranar að verki við nokkuð, sem
ljósmyndaranum þótti ástæða til
að mynda. Það var nefnilega ver-
ið að flytja til allan uppsláttinn að
grunninum! Og til þess að hann
liðaðist ekki sundur, voru fengnir
til tveir kranar. Það er ekki oft,
sem maður heyrir um svona
nokkuð. Að visu var það ekki iöng
vegalengd, sem uppslátturinn var
SB-Reykjavik — Viðbót sú við
flugstöðvarbygginguna á Akur-
eyri, sem verið hefur I byggingu i
ein fjögur ár, verður væntanlega
tekin i notkun fyrir áramótin. Við
það gjörbreytist öll aðstaða við
afgreiðslu og móttöku farangurs
og vöru.
Viðbótin er byggð norðan við
flugstöðvarhúsið og er um 500 fer-
metrar á einni hæð. Afgreiðslu-
salurinn stækkar um helming og
Klp-Reykjavik. Um helgina voru
framin a.m.k. þrjú innbrot i báta i
Vesturhöfn. En undanfarið hefur
verið mikiö um innbrot i báta hér
i Reykjavfkurhöfn og er talið, að
þar séu að verki „pilluætur’,’ enda
eru það aðallega sjúkrakassar
bátanna, sem verða fyrir barðinu
á þjófunum.
Um helgina var einnig brotizt
fluttur, eða eitthvað innan við
einn metra.
Þetta hús, sem þarna er verið
að reisa, er við götuna Fornu-
strönd á Seltjarnarnesi, það
fyrsta á þessari hlið við götuna,
en búið er að reisa hús hinum
megin. Þetta eru einbýlishús.
Að sögn sveitarstjóra Seltjarn-
arhrepps, Sigurgeirs Sigurðsson-
ar, kom þessi skekkja mælinga-
manna i ljós, er siðari mæling var
gerð, áður en hafizt var handa við
að steypa. — Við erum tiltölulega
nýbúnir að taka upp tvöfaldar
mælingar við húsbyggingar og
komu þær reglur sér vel i þessu
tilviki, þar eð við hefðum þurft að
breyta allri götulinunni, ef þessi
sett verða upp færibönd fyrir far-
angur og vörur, en slikt hafa af-
greiðslumenn hingað til þurft að
bera á milli.
í vor stóð til að malbika svæðið
umhverfis flugstöðina, en ekki
varð af þvi vegna fjármagns-
skorts. Vegagerð rikisins lét mal-
bika vegarspottann heim að stöð-
inni og var það mjög til bóta. Gert
er ráð fyrir að af áætlaðri malbik-
un verði næsta vor.
inn i hárgreiðslustofuna að Hall-
veigarstöðum. Þarhafa þjófarnir
eða þjófurinn komizt inn um op-
inn glugga og stolið um 60 þús.
krónum i peningum, sem þar
voru geymdar.
Þá var einnig brotizt inn i þrjá
sumarbústaði viö Rauðavatn og
þar unnin mikil spellvirki og
verðmætum stolið.
skekkja hefði ekki uppgötvazt.
— Þetta voru bara mannleg
mistök, sem aldrei er hægt að
koma alveg i veg fyrir. Spurn-
ingin var sú, hvort ætti heldur að
rifa uppsláttinn niður og rifa
siðan á nýjan leik eða færa hann
til. Þetta var spurning um kostn-
að, og völdum við þvi siðari kost-
inn. Þetta heppnaðist ágætlega,
en ég hef ekki heyrt um, að svona
nokkuð hafi verið framkvæmt
fyrr.
Sem sagt, rétt skal það vera.
Mannleg mistök af þessu tagi
geta kostað nokkuð, en það tók
tvær dagstundir, laugardag og
sunnudag, að koma uppslættinum
á réttan stað. — Stp
ísbirnirnir
í nýtt
húsnæði
SB-Reykjavik —ísbirnirnir i Sæ-
dýrasafninu munu væntanlega
flytja búferlum i næsta mánuði.
Nýr bústaður handa þeim hefur
verið i byggingu siðan i vor, þar
sem þeir eru að vaxa upp úr sinu
fyrra húsnæði.
Nýja isbjarnaheimilið er ofan
við safnsvæðið eins og það er nú,
hægra megin við veginn, þegar
ekið er niður að safninu. Siðan
verður þetta tengt saman, er
safnið færir út kviarnar.
A nýja staðnum er öll aðstaða
mun betri og rýmri. Gryfjan, sem
bangsarnir hafa til að synda i, er
stór og þægileg og þarna er einnig
húsnæði handa þeim að skriða inn
i, er þeim sýnist svo. Þá er miðað
við að þarna geti kvendýrið fætt
unga við góðar aðstæður, ef til
kemur.
Ekki er annað að sjá, en bangs-
arnir þrifist vel i Sædýrasafninu.
Nú eru þeir orðnir geysistórir og
verða sennilega með stærstu is-
björnum. Fæði þeirra er einkum
ódýrt kjör, selkjöt og þess háttar
og svolitið af fiski. Skammturinn
er 12 til 15 kiló á dag handa hvor-
um.
Vetraráætlun innanlandsflugs
Flugfélags Islands gengur I gildi
1. október n.k. Aætlunarflugiö
innanlands verður flogið með
Fokker Friendship skrúfuþotum
félagsins og gert er ráð fyrir 70
flugferðum frá Reykjavik I hverri
viku með 85 viökomum á hinum
ýmsu stöðum á landinu.
Þetta er viðameiri vetraráætl-
un heldur en nokkru sinni fyrr I
sögu félagsins. 1 flugáæltun s.l.
vetrar var gert ráð fyrir 54 flug-
ferðum frá Reykjavik með 67 við-
komum i hverri viku. Veruleg
aukning verður á flugi til Norö-
austurlandsins, til Raufarhafnar
og Þórshafnar. Þangað veröa
þrjár ferðir i viku. Einnig fjölgar
flugferðum milli Akureyrar og
Reykjavikur úr 17 i 21 og til Vest-
mannaeyja úr 10 i 14. Einnig
verður aukning á flugi til Egils-
staöa, Isafjarðar og Fagurhóls-
mýrar. Þá verða flugferðir án
viökomu annars staðar til Þing-
eyrar, en áður var flogið með við-
komu á ísafiröi eða Patreksfirði.
Samkvæmt þessari vetraráætlun
Flugfélagsins getur sætaframboð
i viku hverri til og frá Reykjavik
orðið 6528 sæti, séu flugvélarnar
fullnýttar til farþegaflutninga i
hverri ferð. A ýmsum flugleiöum
eru hins vegar höfö færri sæti i
flugvélunum og meira rými nýtt
til vöruflutninga.
Flugferöir til Vesturlands.
I vetur veröur áætlunarflugferö-
um til Vestfjarða hagað, sem hér
segir: Til Patreksfjaröar verður
flogiö á mánudögum, miðviku-
dögum og föstudögum. Til Þing-
eyrar veröur flogið á þriðjudög-
um og Iaugardögum. Þarna er
um að ræöa flugferð'ir milli Þing-
eyrar og Reykjavíkur án viðkomu
annars staöar. Ti! Isafjaröar
veröa 9 feröir í viku. Þar af
veröa venjulegar áætlunarflug-
ferðir á hverjum degi, en áætlun-
arflug með vörur á þriöjudögum
og fimmtudögum. I sambandi viö
flugferöir til ofangreindra staöa
veröa bilferðir til nærliggjandi
byggðalaga.
Flug til Noröur-
og Norðausturlands.
Til Sauðárkróks veröa i viku
hverri þrjár ferðir frá Reykjavik
á mánudögum, miðvikudögum og
föstudögum. Til Akureyrar veröa
þrjár ferðir alla daga. Til Húsa-
vikur veröa ferðir á mánudögum,
miövikudögum og föstudögum.
Til Raufarhafnar og Þórshafar
verða ferðir á þriðjudögum,
fimmtudögum og laugardögum. I
feröum til Raufarhafnar og Þórs-
hafnar verður komið við á Akur-
eyri i báðum leiðum.
I sambandi við flug til Sauðár-
króks verða áætlunarbilferöir til
Hofsóss, Skagastrandar og Siglu-
fjarðar.
Flug til Austurlands.
Til Egilsstaða verða niu áæltun-
arferöir i viku, þaö er feröir alla
daga og tvær ferðir á mánudög-
um og föstudögum.Til Neskaups-
staöar verða flugferðir frá
Reykjavik á miðvikudögum og
sunnudögum. Milli Akureyrar og
Egilsstáöa verða flugferðir á
mánudögum og föstudögum fram
og aftur.
I sambandi við flugferöir til
Egilsstaöa verða svo sem verið
hefur áætlunarbilferöir til fjöl-
margra staöa á Austfjröðum. Þar
á meðal til Borgarfjaröar, Seyð-
isfjaröar, Reyðarfjaröar, Eski-
fjaröar, Fáskrúðsfjarðar, Stöðv-
arfjarðar og Breiðdalsvikur.
Flugferðir til Suöur-
og Suð-Austurlands
Frá Reykjavik tii Hafnar i
Hornafiröi verða fimm ferðir i
viku á þriöjudögum, fimmtudög-
um, föstudögum, laugardögum og
sunnudögum. Til Fagurhólsmýr-
ar verður flogiö á fimmtudögum
og laugardögum. Til Vestmanna-
eyja veröa fjórtán ferðir i viku
tvær feröir alla daga.
Auglýsicf
ílímanum
Hagstæð bókakaup
Á undanförnum árum hefur Sögusafn Heimilanna gefið út gamlar
skemmtisögur, sem notið hafa mikilla vinsælda hjá almenningi.
Bókum þessum hefur verið mjög vel tekið og eru margar þeirra að
iverða uppseldar. Nú hefur útgáfan ákveðið aðgera þeim tilboð, sem
vildu eignast allar bækurnar ellefu að tölu. Tilboðið hljóðar upp á
kr. 5.000.00 og eru þeir, sem vildu sinna þessu beðnir að senda nafn
og heimilisfang ásamt kr. 5.000.00 til Söfusafns Heimilanna, Póst-
hólf 1214, Reykjavik, og fá þeir þá sendar bækurnar um hæl. I kaup-
bæti fá þeir að velja sér aðra þeirra tveggja bóka, sem koma út i
bókaflokknum i haust.
Eftirtaldar bækur eru komnar út i bókaflokknum
Sigildar skemmtisögur:
1. Kapitóla eftir E.D.E, Southworth.
2. Systir Angela eftir Georgie Sheldon.
.3. Astin sigrar eftir Marie Sophie Schwartz.
4. Heiðarprinsessan eftir E. Marlitt.
5. Aðalheiður eftir C. Davies.
6. Vinnan göfgar manninn eftir Marie Sophie Schwartz.
7. Af öllu hjarta eftir Charles Garvice.
8. Gull-Elsa eftir E. Marlitt.
i 9. Golde Fells leyndarmálið eftir Charlotte M. Braéme.
10. örlög ráöa eftir H. St. J. Cooper.
11. Kroppinbakur eftir Paul Féval.
Og væntanlegar eru á þessu ári:
12. Kynleg gifting eftir Agnes M. Fleming.
13. Arabahöfðinginn eftir E.M Hull.
Bækurnar eru allar innbundnar I vandaö band
Þetta hagstæða tilboð stendur aðeins skamman tima, þvi að margar
af bókunum eru senn á þrotum. útfyllið eftirfarandi pöntunarseðil
'og sendiö útgáfunni:
Nafn___________________________________________
Heimilisfang___________________________________
óskar eftir að fá sendan bókaflokkinn Sigildar skemmtisögur, ellefu
bækur frá Sögusafni Heimilanna og fylgir hér með kr. 5.000.00 i
ábyrgðarbréfi. I kaupbæti óska ég eftir að mér verði send strax og
út kemurOKynleg giftingD Arabahöfðinginn. (Setjið X i reitinn fyrir
framan þá bók, sem þér óskið eftir).
Sögusafn heimilanna
Pósthólf 1214 — Reykjavik
Flugstöðin á Ak-
ureyri stækkar
„PILLUÆTURNAR"
SÆKJA í BÁTANA