Tíminn - 19.09.1973, Page 9

Tíminn - 19.09.1973, Page 9
Miðvikudagur 19. september 1973 ' Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson, Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrii- stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif- stofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusími 12323 — aug- lýsingasimi 19523. Askriftagjald 300 kr. á mánuði innan lands, i lausasölu 18 kr. eintakið. Blaðaprent h.f Heimsókn Luns För Josephs Luns, framkvæmdastjóra At- lantshafsbandalagsins, til íslands, var fyrst og fremst farin til að kynna rikisstjórninni álit hernaðaraðila hjá Atlantshafsbandalaginu á óskum Islands um að endurskoða varnar- samninginn við Bandarikin frá 1951. Hér var verið að fullnægja formlega þvi ákvæði samn- ingsins, að ósk um endurskoðun á samningnum skuli fyrst send Atlantshafsbandalaginu og það segi álit sitt, en siðan fari viðræðurnar að öllu leyti fram milli Islands og Bandarikjanna. Ósk íslands um endurskoðun barst Atlantshafs- bandalaginu i lok júni siðastl.,og hafa sér- fræðingar þess haft málið til athugunar siðan. Dr. Luns taldi rétt, að jafnhliða og rikisstjórn- inni bærist álit hernaðaraðila hjá Nato, fylgdi munnleg greinargerð frá hans hendi. 1 framhaldi af þvi, að álitsgerðinni er lokið af hálfu Atlantshafsbandalagsins, geta hafizt formlegar viðræður milli stjórna Islands og Bandarikjanna um málið og má vænta þess, að þær hefjist um næstu mánaðamót i sambandi við för utanrikisráðherra á allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Ef viðræðurnar hafa ekki leitt til neinnar niðurstöðu fyrir lok desembermánaðar eða innan sex mánaða frá þvi, að ísland óskaði endurskoðunarinnar, get- ur hvor samningsaðili um sig sagt samningn- um upp með eins árs fyrirvara. Meðan álit hernaðarsérfræðinga Natos hefur ekki verið birt, verður það ekki rætt hér, en væntanlega verður það birt bráðlega, en til þess þarf samþykki viðkomandi aðila. Þvi að- eins er hægt að meta og vega slik gögn, að hægt sé að ræða um þau opinberlega. I sambandi við komu Luns hingað, notuðu is- lenzku ráðherrarnir tækifærið til að gera hon- um grein fyrir þvi, að íslendingar hefðu orðið fyrir vonbrigðum vegna þess, hve litinn árang- ur það hefði borið að kæra herskipaárás Breta fyrir bandalaginu. Ráðherrarnir áréttuðu jafn- framt, að það ástand, sem nú rikti i landhelgis- deilunni, gæti hæglega leitt til breyttrar af- stöðu til Nato. Hefur þannig verið komið á framfæri ályktun fundar Framsóknarmanna á Hallormsstað um þetta efni. Furðulegt má það heita, hve mikið veður Mbl. reynir nú að gera út af þessari ályktun. Það var þó einn ritstjóri þess, Matthias Jó- hannessen, sem vakti máls á þvi, að árás Breta gæti leitt til brottfarar íslands úr Nato, þegar hann beindi þeirri spurningu til Kissingers, hvort honum væri ljóst, að „Bretar væru að skjóta íslandi út úr Nato”. Um likt leyti stóð Geir Hallgrimsson að fundarályktun, þar sem þess var krafizt, að „fastaráð Natos fordæmi árásir Breta og fyrirskipi þeim að afturkalla flota sinn”. Nú skrifar Mbl. um þessa fyrri af- stöðu Matthiasar og Geirs eins og hálfgerða firru. En þótt Mbl. virðist þannig hafa snúizt hug- ur, gildir það ekki um þjóðina. Til þess er hún i varnarbandalaginu, að hún fái vernd, þegar á hana er ráðizt. Þá vernd hefur hún ekki fengið frá Nato, þegar á hefur reynt. Þess vegna hafa ráðherrarnir áreiðanlega talað i nafni þjóðar- innar, þegar þeir sögðu Luns,,,að núverandi ástand gæti haft áhrif á afstöðu íslánds til At- lantshafsbandalagsins”. t*.Þ. TÍMINN Jerry Greene, Daily News, New York: Frjálst efnahags- kerfi er ekki til Bandaríkin hafa stöðugt aukið opinber afskipti G«>«rj>«‘ Slmlt/. fjúrmúliiriiöluM'rii Jolin ( iiniiiilly FJÓRÐA stig efnahags- úætlunar Nixons kom til fram- kvæmda á miönætti 9. september, og kaupendún i matvöruverzlunum uröu aö greiða meira en áður fyrir það, sem þeir keyptu. Hagfræðingar rikis- stjórnarinnar tala um undir- búning að lækkandi verðlagi — og ávallt virðist sem jafn- sléttu verði loks náð einhvern tima á næsta ári. En skatt- greiðandinn verðu.r naumast var við önnut: áhrif breyttra aðferða en hina mishröðu en siíelldu verðhækkun. Einn-af talsmönnum hins „breytta viðhorfs" i Hvita húsinu sagði: ,,Þið getið reitt ykkur á að markmið fjórða stigs er núllstigið, og að þvi kemur fyrr en þið haldið." Maðurinn átti við þann stað- festa ásetning Nixons og ráð- gjafa hans i innanlandsmál- um, að losa rikisstjórnina við aðhaldið i efnahagsmálunum eins fljótt og mögulegt reynist, og komast að nýju i gull og græna skóga hins svo- nefrida „frjálsa efnahags- kerfis.” EN hið svonefnda „frjálsa efnahagskerfi", sem stjórn- málamenn ausa lofi i ræðum sinum, er þvi miður ekkert annað en ævaforn goðsögn. Bandarikjamenn hófu alnám þess með tollalögunum 1789,en þau voru meðal fyrstu laga, sem þingið samþykkti. Veru- legur skriður komst þó fyrst á afnámið með tollalögunum 1816. Afskipti rikisstjórnarinnar af efnahagsmálum ein- staklinganna efldust- örar en þjóðin sjálf. Fálmarar af- skiptanna seilast nú orðið svo langt og djúpt, að rikisstjórnin gæti ekki sleppt hendinni af efnahagslifinu, þó að hún fegin vildi. Með ,,afskiptum” er venju- lega átt við eftirlit með laun- um og verðlagi i liking við það, sem Nixon forseti kom á með fyrsta stigi áætlunar sinnar um aukinn stöðugleika i efna- hagslifinu árið 1971 (Demokrataflokkurinn hefir meirihluta i þinginu og þingið samþykkti lagaheimildina, en þingmenn grunaði ekki, að forsetinn hefði kjark til að not- færa sér hana.) NIXON hafði slik afskipti af launum og verðlagi i huga á blaðamannafundinum i fyrstu viku september, þegar hann kvaðst vongóður um, að verðlag hætti að hækka upp úr öllu valdi. En hann kvaðst hins vegar sennilega blekkja al- menning, ef hann reyndi að segja fyrir um, hvaða dag verðbólgan tæki að hjaðna. Og vist kann sá dagur að renna upp. Viö höfum heyrt nálega alla efnahagsráðgjafa forsetans birta spár sinar reglulega i tæp fimm ár. Venjulega hefir verið gert ráð fyrir að ná hinu þráða marki eftir þrjá mán. eða svo: Nú bregður hins vegar svo við, að þeir fást ekki til að spá jafn- vægi fyrri en ,,um mitt ár 1974.” Hér er ekki úr vegi að minna á fremur napurlega umsögn Nixons forseta um efnahags- ráðgjafa sina: ,,Spá þeirra um verðbólguna á þessu ári, hefur ekki verið sérlega áreiðanleg eins og þið vitið”. Rétteraðtaka fram. að meðal ráðgjafanna er George Shultz fjármálaráðherra og John Connally fyrrverandi fjár- málaráðherra, en tillögur hans stefndu i þveröluga átt við tillögur Shultz. En hvort eða hvenær sem núgildandi bráðabirgða- ákvæðum,aðhaldi, eftirliti eða reglum í launa- og verðlags- málum kann að létta, þá er hitt alveg vist, að einhvers konar umfangsmikil afskipti verða við lýði jafn lengi og stjórn rikisins. ÞINGIÐ hefir verið að sanna þessa fullyrðingu i hart nær 200 ár. Við höfum til dæmis skattana, sem hal'a áhrif á verðið, sem krafizt er, launin, sem greidd eru, tekjur manna og ágóða. Tekjuskatt- ur félaga og einstaklinga er einhver öflugasti jafnarinn, sem enn hefir verið gripið til. Spyrjið skattgreiðendur. Valdboðnar mengunar- varnir kosta fé og hækka verð. Enn eru i gildi lög um lágmarkslaun, þrátt fyrir synjun Nixons um hækkun þeirra (en samkomulag um einhverja hækkun viröist þó óhjákvæmilegt). Eftirlitsnefndin með vjðskiptum milli fylkja dæmir um far- og flutningsgjöld með járnbrautum og langferðabih um, en þau ráða vitaskuld miklu um flutningskostnað. Póstgjaldsnefndin ákveður frimerkjaverðið og það hækkar jafnt og þétt. Styrkveitingar rikis- stjórnarinnar hafa breytt verðlagi,kostnaði og arði siðan járnbrautin var fundin upp,og sennilega miklu lengur með einhverjum hætti. Rikis- stjórnin hefir kynslóð eftir kynslóð verið að fálma i járn- brautir og skipasmiöar, og húsbyggingar upp á siðkastið. Sérhver dollar, sem greiddur er i styrk, breytir verðlaginu, en sérhvert sent kemur lrá skattgreiðendum, sem vildu verja fé sinu i annað, sem hugur þeirra girnist fremur. BÆNDUR tóku að njóta svimandi Ijárhæða i stvrkjum á árum milli ’30 og’40. Nixon helir verið að leyna aö stemma þann slraum.en það takmark hans virðist enn ora- langt undan. Lita verður á það sem hreinan barnaskap, þegar haldið er fram, að rikis- stjórnin sé i þann veginn að koma á ,,frjálsu efnahags- kerfi” — hvað svo sem það hefir nú verið á sinni tið. Allt stefnir að auknum en ekki minnkandi afskiptum, beinlinis með þaö fyrir augum að dreifa nauðsvnlegri þjónustu sem jafnast meðal alls almennings, til dæmis heilsugæzlunni. En þrátt fyrir öll afskipti rikisstjórnar, hvort sem þau eru timabundin eins og fjórða stig áætlunar Nixons, eða ævarandi eins og skattarnir, er til eitt lögmál,sem þingið hvorki samþykkir né nemur úr gildi. Það kallast lögmál framboðs og eftirspurnar og mun verða enn lengur við lýði en hagfræðingarnir.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.