Tíminn - 19.09.1973, Page 13

Tíminn - 19.09.1973, Page 13
Miövikudagur 19. september 1973 TÍMINN 13 Þetta barn fannst i Sri Lanka á Ceylon. „Úlfabörn" — börn sem finnast meðal dýra Eftir tólf ára hlé viröist árið 1973 ætla að verða stórmerkilegt hvað snertir manpfræðilegar uppgöt- vánir, þ.e.a.s. hin svokölluðu „úlfa-börn”. Þetta eru ung börn, sem finnast á afskekktum stöð- um, alin upp af villtum dýrum og stundum jafnvel gefið af spena. Síðan 1344, þegar fyrsti slikur fundur var formlega skráður, hafa fundizt 53 slik börn, alin upp af alls kyns dýrum m.a. úlfum, bjarndýrum, leopördum og pardusdýrum. Siðasta tilfellið var „gazellu-barnið”, sem fannst árið 1961. Þetta ár hafa þegar fundizt tvö slik börn. 1 júni fannst um 12 ára gamall drengur lifandi meðal apa I frumskógunum i suður hluta Sri Lanka (Ceylon). Drengurinn var nefndur „Tissa” eftir þorpi ná- lægt þeim stað er hann fannst. Drengurinn getur ekki talað, en gefur frá sér sömu hljóð og aparnir og skriður um á fjórum fótum. Undanfarið hafa italskir sérfræðingar verið að rannsaka hinn unga „Rocco”, sem fannst i Abruzzifjöllum, og reyna þeir að komast að þvi, hvort hann hafi raunverulega alizt upp með úlfum. Hann getur heldur ekki talað, en hljóðin i honum likjast hljóöum úlfa, og hann glefsar i cg jafnvel bitur þá, sem koma ná- lægt honum. Talsverður vafi er á þvi, hvort þessi börn hafi öll dýraeinkenni þ.e. séu raunveruleg dýr, nema hvað útlitið snertir. Hægt hefur verið aö greina þau I þrjá megin flokka. í fyrsta lagi þau, sem eru andlega gölluð og oft einnig með likamlega ágalla. Venjulega virð- ast þau hafa verið borin út af for- eldrunum þegar séð varð, að þau voru ekki heilbrigð. Þessi börn verða ekki langlif i óbyggðunum — eru ófær um að lifa það af. Þau ganga á fjórum fótum vegna þess, að þau geta ekki annað, en ekki vegna þess að þau hafi dýrin sem fyrirmynd. Talað geta þau ekki heldur vegna þess að skilningarvit þeirra eru svo ófull- komin. í öðru lagi eru þau börn, sem þjást af illskiljanlegum krank- leika, sem stafar ef til vill af utanaðkomandi sálrænum áhrifum snemma i bernsku þeirra. í þessum tilfellum vita foreldrar barnsins sennilega ekki hvað að barninu amar og bera það út. Nokkur slik börn eru til i Bretlandi, og haga þau sér að mörgu leyti eins og dýr, þótt ekki sé það vegna umgengni við dýr. Sumir hafa viljað halda þvi fram, að þetta sé vegna skyldleika mannsins við önnur dýr. Ef til vill eru áhugaverðust þessara barna þau, sem ekkert virðist ama að, en eru borin út samt sem áður. Astæðurnar geta verið margvislegar t.d. peninga- leysi, eða að foreldrar vilja eða þola hreinlega ekki börn. Þessi börn virðast hæglega getað lifað i nánd við dýr eða með dýrum og þau apa siðan eftir það, sem þau sjá að dýrin gera. Þannig sváfu tvö börn ávallt eins og úlfar, ofan á hvoru öðru, en þessi börn fund- ust nálægt úlfum i Indlandi. Oft eru skilningarvit þessara barna frábrugðin skilningar- vitum okkar mannanna, sem lifum við venjulegar aðstæður. Sagt var um eitt „gazellu-barn”, að það hefði getað hlaupið á 50 milna hraða á klukkustund. Það hafði einnig mjög góða sjón og frábæra heyrn. Þó að þessi börn geti ekki gengið og verði jafnvel að lepja fæðuna af diski fyrst um sinn, virðast þau fljótt aðlagast menningunni og læra fljótt að tala, stundum jafnvel innan nokkurra mánaða. þýtt og endursagt —hs— Drykkjuskapur þjóðarvoði HINN heimsþekkti sovézki visindamaður, Andrei Sakarov, sem mikið hefur verið rætt um undanfarið, segir i viðtali við fréttamann NTB i Moskvu: „1 Sovétrikjunum er ölvun orðin það algeng, að telja má þjóðarvoða. Hún er eitt þeirra einkenna, sem benda til siðferði- legrar hnignunar I þjóðfélagi, þar sem langvarandi áfengiseitrun veröur æ almennari.” Frá (Afengisvarnaráði) Almannabætur hækka 1 samræmi við 78. gr. laga um almannatryggingar hefur ráð- herra ákveðið, að bætur almannatrygginga, aðrar en fjölskyldubætur og fæöingar- styrkur, hækki um 7% frá 1. október 1973 að telja. Frá 1. október munu þvi bótaupp- hæðir verða þannig: 1. Elli- og örorkulifeyrir kr. 9.133.- 2. Liifeyrir - tekjutrygging kr. 14.120.- 3. Barnalifeyrir kr. 4.674.- 4. Mæðralaun kr. 801,- kr. 4.349.- og kr. 8.698 - 5. Ekkjubætur a) 6 mán.: kr. 11.444,- Ekkjubætur b) 12 mán.: kr. 8.581,- 6. Átta ára slysabætur kr. 11.444,- Greiðslur dagpeninga hækka einnig i samræmi við ofanritað, svo og aðrar bótaupphæðir, sem ekki eru tilgreindar hér. Fjölskyldubætur, sem hækkuðu hinn 1. mai s.l. úr kr. 13.000,- i kr. 18.000.-á ársgrundvelli, verða kr. 15.000.-á ári frá og með í.október 1973. Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytið, 14. september 1973. Skólinn tekur til starfa fimmtudaeinn 4. október. ■n* Barnaflokkar — unglinga- flokkar. Flokkar fyrir full- : orðna einstaklinga. Flokkar fyrir hjón. Byrjendur og fram- | hald. Innritun daglega trá 10-12 og 1-7. Ileykjavik Simar 20345 og 25224 Kópavogur Simi 38126 Hafnarfjörður Simi 38Í26 Seltjarnarnes Sim'i 84829 Keflavik Simi 2062 kl. 5-7. UNGLINGAR: Allir nýjustu táningadansarnir svo sem: Le Slag, Vodotchka, Inkpot, Memphis nr. 2, Crossover, Heat Wave, Chicago City, Rock Steady, Tumba Tumbala, Wilson, Arthur Shuffle og fl. DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS Á MORGUN mætir ÍBV einu þekktasta og bezta knattspyrnuliði Evrópu — Borussia Mönchengladbach — í Evrópukeppni bikarmeistara Leikurinn hefst á Laugardalsvellinum kl. 17,30 ÞETTA VERÐUR STÓRLEIKUR ÁRSINS

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.