Tíminn - 23.10.1973, Blaðsíða 1

Tíminn - 23.10.1973, Blaðsíða 1
íttömoF™*! VEITINGABUD „Hótel Loftleiðir" er ný|ung I hótel- - rekstri hérlendis, sem hefur náð skiot- um vinsældum. Góðar veitingar, lipur þjónusta, lágt verð—og opið fyrir allar aldir! BÝÐUR NOKKUR BETUR! Ólafur Jóhannesson forsætisróðherra í umræðum á þingi í gær: Landhelgisgæzlan á Vest- fiarðamiðum verður efld Hvalbótur að lóta úr höfn til gæzlu TK—Reykjavík. — ólafur Jóhannesson forsætisráöherra svaraði i gær fyrirspurnum, er tveir þingmenn af Vestfjörðum þeir Karvel Pálmason, landskjör- inn þingmaður, og Matthias Bjarnason, annar þingmaður Vestfjarða, báru fram utan dag- skrár I Sameinuðu Aiþingi i gær. Tilefnið var fréttaviðtal Mbl. við skipstjóra á Vestfjarðaskipi, þar sem kvartað var yfir yfirgangi brezkra togara og slælegri fram- göngu Landhelgisgæziunnar. t svari sinu sagði Ólafur Jóhannes- son forsætisráðherra m.a.: ,,út af þessari fréttagrein, sem birtist i Morgunblaðinu i gær, sneri ég mér til Landhelgisgæzl- unnar og óskaði skýringa, og .fékk svofellda skýringu frá henni eða frétt. Þar til 12. okt. s.l. voru engir brezkir togarar á Vestfjarðamið- um, en þann dag komu nokkrir þangað, og siðan fluttu þeir sig svo til allir þangað að austan, þannig að hinn 20. þ.m. voru þeir þar um 50 að tölu, allir að veiðum vorður af Horni ásamt islenzkum, þýzkum og færeyskum skipum. Fyrstu dagana eftir 12. okt. sóttu Framhald á 20. siðu. Samninga- viðræðum lokið Frá samningafundi tslendinga og Þjóðverja I gær. Taliö frá vinstri: Hans G. Andersen, Lúðvik Jósefsson, Magnús Torfi Ólafsson, Einar Ágústsson og yzt til hægri þýzku samningamennirnir þrir. Viðræðufundum vestur- þýzkra og islenzkra samninganefnda um bráða- birgðalausn i landhelgisdeil- unni lauk i dag. Áætlaö hafði vcrið, að viðræðurnar stæðu i tvo daga, en fundunum, sem vera áttu idaghefur verið af- lýst. Engin niðurstaða fékkst i viðræðunum, en sér- fræðinganefnd var sctt til athugunar vissra tæknilegra atriða. Ákvcðið verður um frekari viðræður, þegar niðurstöður sérfræöinganna •iggja fyrir. Söluskattur af bókum: Skal renna til 48 rithöfunda Nefnd sú er menntamála- ráðherra skipaði til þess að út- hluta sem næst andvirði sölu- skatts af bókum til rithöfunda og fræðimanna, mun nú hafa lokið störfum. Ráðherra skipaði nefndina samkvæmt ályktun Alþingis, en henni var ætlað að semja tillögur um úthlutun fjárins, en siðasta Alþingi veitti sem kunnugt er 12 milljónir króna til þessara hluta. Niðurstöður liggja opinber- lega ekki fyrir, en samkvæmt þeim upplýsingum, sem blaðið hefur aflað sér, mun þriggja manna nefnd hafa með úthlut- un f járins að gera og munu rit- höfundafélögin tvö skipa sinn hvorn manninn og ráðherra siðan oddamann og eða for- mann, en það mun verða prófessor í bókmenntun. Það eru helztu nýmæli i niðurstöðu nefndarinnar, að skýrslur um söluskatt af bók- um munu ekki verða lagðar til grundvallar, heldur mun fénu varið til útvalins hóps, sem telur 48 fræðimenn og rithöf- unda, sem gefið hafa út verk á siðustu tveim árum. Verður upphæðin þá kr. 250.000 á höf- und. Þá er úthlutunarnefndinni heimilt að færa verðlaunaupp- hæðina upp eða niður, i krónu- tölu, enda sé alger samshaða um það i nefndinni. Talið er, að á árunum 1970, 1971 og 1972, ef úthlutun nær til þeirra ára, muni 88 meðlimir rithöfundafélaganna tveggja hafa gefið út bækur, en auk þess er ákveðið, að greitt verði fyrir, „flutt” verk i leikhúsi, þótt eigi hafi verið gefið út i bókarformi. Þá eiga höfundar fræðirita einnig, samkvæmt þings- ályktunartillögunni, rétt til úthlutunar. Ekki er blaðinu kunnugt um það, hve mörg leikverk hafa verið „flutt”, né heldur hve mörg fræðirit hafa komið út á nefndu timabili, en liklegt er, að talsvert á annað hundrað höfundar eigi rétt til að sækja um úthlutun, ef allt er talið. Samstaða mun hafa orðið i nefndinni, nema einn nefndar- manna greiddi atkvæði á móti tillögunum, en það var Einar Bragi. Aðrir nefndarmenn eru Knútur Hallsson, skrifstofustj. sem er formaður, dr. Gunnar Thoroddsen, Svava Jakobs- dóttir rith. og alþingismaður og Bergur Guðnason, lögfræð- ingur. Blaðið mun við fyrstu hentugleika birta niðurstöður nefndarinnar. — JG. MILLJARDUR í VIKULOK? BÚIÐ er að selja sild fyrir 923 milljónir i sumar, með þvi sem skipin seldu i gær, en i lok siðustu viku var búið að selja fyrir rúmar 910 milljónir. Á sama tima i fyrra var búið að selja fyrir samtals 424.6 milljónir. Aflamagnið i ár er um 7 þúsund lestum meira en á sama tima i fyrra, en meðal- verðið hins vegar tæpum 10 kr. meira pr. kg. en það var i fyrra, 24.57 á móti 13.93. Vikuna 15.-20. okt. seldu sildveiðiskipin afla fyrir 77 milljónir, þannig að möguleiki ætti að vera á þvi að það verði i þessari viku, sem afla- verðmætið nær 1000 milljónum. Þrjú aflahæstu skipin i ár eru sem hér segir: Loftur Baldvins- son EA, 2.174 lestir fyrir 56.8 milljónir, Guðmundur RE, 1.726 lestir fyrir 43.4 milljónir og Súlan EA, 1.678 lestir fyrir 41 milljón. 1 gær seldu eftirtalin sild- veiðiskip afla: Jón Garðar GK, fyrir 2.1 milljón, Rauðsey AK, fyrir 2.6 millj. Þorsteinn RE, fyrir 2.1 millj., Viðir NK (ex Gissur hviti) fyrir 930 þús., Heimir SU, fyrir 2.8milljónir, og Börkur NK, fyrir 1.9 milljónir. Samtals 6 skip, sem seldu 438 tonn fyrir tæpar 13 milljónir, meðal- verðið kr. 28.95 pr. kg. -hs- Rafmagnsstrengur yfir Dýrafjörð bilaður í mánuð — vélar skemmast á Vestfjörðum vegna spennufalls GS-ísafirði. Rafmagns- strengurinn yfir Dýra- fjörð hefur verið bilíðuri heilan mánuð án þess að nokkuðhafi veriðátt við viðgerðir. Þegar þetta hefur verið fært i tal við forsvarsmenn Rafveitu rikisins, fá menn þau svör ein, að beðið sé eftir útlendingum, sem séu að leggja streng yfir Elliðaárvog i Reykja- vik, og ekki sé hægt að gera við Dýrafjarðar- strenginn fyrr en þvi sé lokið. Af þessu hafa hlotizt miklir erfiðleikar á Vestfjörðum norðanverðum. Vélar hafa sums staðar skemmzt vegna spennu- fallsins. Diselvélar á Flateyri bræddu úr sér, og spennir ónýttist á Súgandafirði. Þetta hörmung- arástand kemur sér sérstaklega illa fyrir frystihúsin og rækju- verksmiðjunar, sem verða að hætta vinnslu á matartimum, þegar álagið er mest, og það er ekki orðum aukið, þótt sagt sé, að hefðu vélar Rafveitu Isafjarðar ekki verið keyrðar á fullu, rikti hér algjört öngþveiti. En það virðist ekki skipta RARIK neinu máli, þótt þannig sé komið málum. Þvi er alltaf borið viö, að biða verði eftir þessum út- lendingum, sem eru að störfum i Elliðaárvoginum, og svo er að heyra sem engir Islendingar séu færir um að gera við strenginn. Það er ekki laust við að sumum hér vestra þyki fara heldur litið fyrir hinu svokallaða jafnvægi i byggð landsins, þegar á reynir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.