Tíminn - 23.10.1973, Blaðsíða 8

Tíminn - 23.10.1973, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Þriöjudagur 23. október 1973. ÁSTRALÍUMENN ERU AD DRUKKNA í KÚAM YKJU Nú er mengun af ýmsu tagi mjög til umræðu viðast hvar i veröldinni. Orsakir mengunar eru að sjálfsögðu margvisleg- ar, en óviða mun þó kúamykja og hrossatað teljast til meng- unar, þvi að hvort tveggja fell- ur inn i eðlilega hringrás náttúrunnar. Þessu er þó ekki þann veg farið i Ástraliu. Þar er kúamykja alvarlegt vanda- mál. Ar hvert ganga saman- legt 33 milljónir smálesta af mykju niður af kúnum þar i landi. Það sem vandræðunum veldur er það, að i Ástraliu er mykjan miklu lengur að hverfa inn i eðlilega hringrás náttúrunnar en annars staðar. Orsökin er sú, að mykju- bjöllurnar áströlsku, skordýr- in, sem leggja sér mykjuna, til munns og greiða henni þannig leið inn i hringrásina, hafa um tugþúsundir ára van- iztmykjunni úr pokadýrum og þeim dýrum öðrum, sem eru eðlilegur hluti af náttúrufari álfunnar. Nautgripi ,hross og sauðfé færðu hinir hvitu land- nemar með sér fyrir um það bil tveim öldum, og mykju- bjöllurnar lita ekki við þvi, sem niður af þessum framandi sképnum gengur. Þessu fylgir ýmiss konar óhagræði. Mykjan sundrast og hverfur miklu hægar og flug- ur, sem sækja i mykjuna, eru sagðar angra Astraliumenn óspart. Menn hafa þvi brugðið á það ráð að reyna að flytja inn mykjubjöllur frá öðrum heimshlutum, ef vera mætti að þær fengjust til þess að sinna þeim verkum, sem áströlsku bjöllurnar fást ekki til þess að vinna. Bjöllur frá Fiji-eyjum og Hawai hafa þegar gert nokk- urt gagn. Þeim er hins vegar ekki lifvænt nema i ákveðnu loftslagi og i ákveðnum jarð- vegi, svo að þær koma ekki að gagni nema á nokkrum hluta landsins. Þess vegna þarf að leita viðar, og ástralskir skor- dýrafræðingar hafa þvi verið sendir til Afriku til þess að rannsaka mykjubjöllur þar i álfu. Til eru um 1800 tegundir af afrikönskum bjöllum af þessu tagi, og talið er að flytja þurfi um 120 þeirra til Astra- liu, ef takast á að losa Astra- liumenn viö óþægindin af völdum kúamykjunnar. — HHJ þýddi. Leikfélag Hornafjarðar setur Skugga-Svein á svið Leikféiag Hornafjarðar hóf i haust æfingar á leikritinu Skugga-Sveini undir leikstjórn Kristjáns Jónssonar. Nú eru liðin rúm 20 ár siðan Skugga-Sveinn var siðast settur á svið á Höfn. Ætiunin er að frumsýning verði 3. nóvcmber. Með hlutverk Skugga-Sveins fer Asgeir Gunnarsson, en auk hans fara með stór hlutverk, Gisli Arason, Sigrún Eiriksdóttir, Haukur Þorvaldsson, Ingibjörg Gisladóttir, Sigurgeir Benedikts- son og Arni Stefánsson. A undanförnum árum hefur félagið fært upp meðal annars Ævintýri á gönguför, Pilt og stúlku, Þjófa lik og falar konur, Þrjá skálka o.fl. Kristján Jónsson sem nú stjórnar Skugga-Sveini hefur áð- ur sett á svið fyrir félagið verk eins og Vængstýfðir englar, Tengdapabbi, Andorra og Gullna hliðið, sem sýnt var á tiu ára af- mæli félagsins. SAUMUM EFTIR MÁLI ÖLL SNIÐ EINNIG ÚRVAL KARLMANNAFAIA ALAGER Notaðir bilar til sölu. 1973 Chevrolet Blazer V8 sjáifsk. m/vökvastýri. 1973 Chevroiet Nova sjálfsk. 1972 Chevrolet Chevelle 1972 Vauxhall Viva 1972 Land Rover discl 1972 I'ord Pinto 1971 Opel Record 4ra dyra 1971 Ford Mustang Mach 1 .1971 Chevrolet Malibu 2ja dyra sjálfsk. m/vökvastýri 197(1 Volvo 142 197« Vauxhall VX4/90 1971) Toyota Crown sjálfsk. 197« Chevrolet Monte Carlo 197« Vauxhall Viva I)e Luxe 19(19 Chevrolet Chevelle stat- ion 19(19 Scout 8(1« 19(19 Vauxhall Victor 2«0« station 1969 Vauxhail Victor 1600 1969 Opel Itocord 2ja dyra 196(1 Chevrolet Chevelle 1966 Opel Caravan ISfc |VAUXHAll ,iTt:i i r Ejjfc U Greinargerð hdskólaráðs: Lánveitingar úr sjóðum Háskólans Vegna fréttaflutnings i fjöl- miðlum að undanförnu varðandi lánveitingar úr sjóðum i vörslu Háskóla Islands, vill háskólaráð nú taka fram eftirfarandi: 1. 1 vörslu Háskólans eru all- margir sjóðir, flestir fremur. smáir, en nokkrir verulegir. Sjóð- irnir eru flestir stofnaðir i ákveðnu augnamiði og umsjón þeirra og ávöxtun falin yfirstjórn Háskólans. Nokkrir hinna stærri sjóða eiga að jafnaði verulegar innistæður I bönkum og þegar það hefur eigi brotið i bága við mark- mið sjóðanna, hefur föstum starfsmönnum Háskólans alloft verið veitt lán úr þeim, fyrst og fremst til lausnar húnæðisþarfa. Samkvæmt sjóðayf irliti Háskólans fyrir árið 1972, voru sjóðir 81 að tölu og heildareignir hinn 31. desember 1972 alls kr. 64.099.975. starfsmanni hafi verið synjað um úrlausn. Hins vegar ber að geta þess, að lánastarfsemi þessi hef- ur aldrei verið auglýst innan Há- skólans og mun þvi ekki öllum starfsmönnum hafa verið um hana kunnugt hin sfðari ár, þótt svo hafi verið i upphafi. 4. Eins og áður getur er hér um lögmæta ávöxtun fjár að ræða. Trygging er næg og vaxtakjör betri en af sparisjóðsinnstæðum. Á það hefur verið bent, að betri ávöxtun væri að festa fé i visitölu- tryggðum rikisskuldabréfum, sem stundum hafa verið á boð- stólum hin siðari ár. Mun sá möguleiki vissulega verða ihugaður af yfirstjórn Háskólans. En frá sjónarhóli Háskólans er sú fyrirgreiðsla við fasta starfs- menn, sem felst i margnefndri lánastarfsemi, að sinu leyti æski- leg fyrir stofnunina. A það má og Eignirnar skiptust þannig: Fasteignir Rikisskulda-, bankavaxta- og hlutabr. Veðlán til B.S.S.H. Veðlán til Félagsstofnunar stúdenta (vaxtalaust) Veðlán til einstaklinga Vixillán til einstaklinga Ýmsar eignir Sparisjóðsinnstæður kr. 32.085.108 1.484.500 824.677 1.000.000 3.540.524 70.000 211.400 24.883.766 Alls kr. 64.099.975 Tiðarfar hefur verið fremur gott hér að undanförnu. Tveir bátar stunda sildveiðar i reknet og fá þetta frá 20-60 tunnur i lögn, og má það teljast aligott, og er sildin fryst til beitu. Nokkuð ber á að fólk vanti til vinnu þegar vel aflast, enda mik- ið um byggingaframkvæmdir. Hluti hinnar nýju gagnfræða- skólabyggingar hér i Höfn var tekinn i notkun nú við upphaf skólaársins. — A.A.Höfn. 'js'rr'lTTtíý :í"" Eru þannig lán til einstaklinga tæp 6% af heildareign sjóðanna og tæp 13% af reiðufé þeirra. 2. Lánveitingar úr sjóðum Háskólans hófust að marki árið 1947, þegar Byggingarsamvinnu- félagi starfsmanna Háskóla Is- lands var lánuð 1 milljón króna úr Sáttmálasjóði til byggingar svonefndra prófessorabústaða við Aragötu og Oddagötu. Ráð- stöfun þessi var á sinum tima tal- in mikil lyftistöng fyrir Háskól- ann og starfsemi hans, vegna húsnæðiseklu kennara og lágra launa. Siðan mun hliðstæð lánastarf- semi úr sjóðum Háskólans hafa átt sér stað, þégar eftir lánum hefur verið leitað og fjármagn verið fyrir hendi umfram aðrar þarfir sjóðanna- Hafalánsfjárhæð- ir með árunum farið minnkandi i hlutfalli við byggingarkostnað. Reikningar sjóða Háskólans hafa ætið verið háðir opinberu eftirliti. Þeir eru endurskoðaðir af þar til kjörnum endurskoðend- um innan skólans og eru siðan sendir rikisendurskoðun, rikis- bókhaldi og rikisskattstjóra. Lánastarfsemin hefur þvi tiðkast um áratuga skeið með vitund yfirvalda og án athugasemda þeirra, enda um fullkomlega lög- lega ávöxtun fjár að ræða. 3. Hin siðari ár hefur upphæð lána til einstaklinga yfirleitt verið kr. 100—150 þúsund. Lánstimi hefur oftast verið 10 ár og lánin tryggð með veði i fasteign. Fyrr á árum voru ársvextir fastbundnir allt lánstimabilið, en siðustu árin hafa ársvextir verið hæstu lög- leyfðu veðlánavextir, eins og þeir hafa verið ákveðnir af Seðla- banka tslands á hverjum tima. Lánveitingar hafa siður en svo verið bundnar við prófessora eða háskólaráðsmenn, heldur hefur hver fastur starfsmaður Háskól- ans getað notið slikrar fyrir- greiðslu, þó að oft hafi verið um nokkurn biðtima að ræða vegna þess að laust fé var ekki fyrir hendi. Háskólaráði er ekki kunn- ( ugt um, að nokkrum föstum benda, að hluti útistandandi lána endurgreiðist árlega og er þvi um minni bindingu fjármagns að ræða en i rikisskuldabréfum. 5. Akvarðanir um lánveitingar hafa verið i höndum rektora i samráði við háskólaritara kvæmt 36. gr. háskólalaga hefur háskólaráð yfirumsjón með sjóð- um háskólans, en hefur þó ekki til þessa haft afskipti af lánveiting- um til einstaklinga. 6. 1 samræmi við það, sem hér hefur verið rakið, litur háskóla- ráð svo á, að hér hafi verið um réttmæta starfsemi að ræða og sérstaklega sé fráleitt að tengja orð eins og t.d. „brask” og „spill- ing” nöfnum þeirra starfsmanna, er i góðri trú og á lögmætan hátt hafa sótt um og þegið lán úr sjóð- um i vörslu Háskóla Islands. Að hinu leytinu skal fúslega viður- kennt, að skort hefur á skipulag i . umræddri lánastarfsemi. Frá upphafi þessa árs hefur lánamál- in borið af og til á góma i háskóla- ráði i óformlegum umræðum, er snúist hafa um það, hvort halda bæri starfsemi þessari áfram, ef til vill i breyttri mynd og þá með fastara skipulagi, eða leggja hana niður. Skrifleg hugmynd að föstum lánveitingareglum, er gera ráð fyrir þvi, að háskólaráð verði framvegis ákvörðunaraðili um lánveitingar, kom fram hinn 8. júni sl„ eða nokkru áður en mál þessi bar fyrst á góma i fjölmiðl- um. Endanleg ákvörðun um breytingar á lánveitingareglum um mun væntanlega tekin nú á næstunni. 7. Háskólaráð vill loks taka fram, að það er alrangt, sem fram kom i einu dagblaðanna þann 9. okt. sl„ að ráðið hafi sam- þykkt,,að mælast til þess við rektor, að hann segði ekkert opin- berlega um þetta mál”. Hið rétta er, að ráðið taldi betur á þvi fara, að beðið yrði með að fjalla um sjóðamál háskólans á opinberum vettvangi, þar til um- beðin greinargerð rektors og há- skólaritara til ráðsins lægi fyrir. F.h. háskólaráðs, Ólafur Björnsson varaforseti liltíma KJÖRGARÐI Sinfóníutónleikar SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT íslands hélt 2. tónleika sina i Háskólabiói fimmtudaginn 18. október. Stjórnandi var aðalhljómsveitar- stjóri hljómsveitarinnar, Karsten Andersen, og einleikari Kjell Bækkelund. Flutt voru verk eftir Pál isólfsson, Haydn, Gershwin og Ravel. Að morgni föstudags 19. október hélt hljómsvéitin fyrstu skólatónleika á þessu starfsári fyrir Menntaskólana, fyrir troð- fullu húsi,og var þar endurtekinn hluti af efnisskrá tónleikanna frá kvöldinu áður. Kynnir var Atli Heimir Sveinsson. Næstu tónleikar hljómsveitar- innar utan Reykjavikur verða á Akranesi á vegum Tónlistar- félags Akraness fimmtudaginn 25. október og hefjast kl. 21 i Bió- höllinni. Stjórnandi verður Páli P. Pálsson og einsöngvari John Speight. Flutt verða verk eftir Bizet, Smetana, Tsjaikovsky, Mozart, Gounod og Beethoven.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.