Tíminn - 23.10.1973, Blaðsíða 9
Þriöjudagur 23. október 1973.
TÍMINN
9
ÞRIÐJUDAGSGREININ
Jónas Jónsson:
HAGURBÆNDA
Engum sem til þekkir bland-
ast hugur um þaö að hagur
bænda hefur fariö verulega
batnandi siðustu tvö árin. Allt
bendir til þess aö nokkuð hafi
dregið saman með þeim og
viðmiðunarstéttunum, sem svo
eru nefndar. En eins og kunnugt
er hefur verulega skort á það á
undanförnum árum að bændur
hefðu sambærilegar meðal-
tekjur og verkamenn, sjómenn
og iðnaðarmenn.
Fyrir bættri afkomu bænda
liggja vitanlega fleiri orsakir,
árferði siðustu 3 árin hefur verið
verulega betra en það var á
árunum 1965-1970. Bændur, sem
á kalárunum streittust við að
halda bústofninum með
árlegum ræktunarauka,
miklum kjarnfóðurkaupum,
heykaupum og með ræktun ein-
ærra jurta, njóta nú aftur eöli-
legs afraksturs af túnum sinum.
Áburðar og kjarnfóðurkaup eru
þvi hlutfallslega minni nú, og
meira i samræmi við afurðir.
Svo miklu sem batnandi
árferði ræður, hefði það ekki eitt
nægt til að rétta við erfiðan hag
bændanna eftir „Viðreisnar”-
og harðindaárin. A fyrri árum
„Viðreisnar” var árferði áfalla-
laust um mestan hluta landsins,
þó varð afkoman ekki betri en
svo, að gripa varð til ráðstafana
til að létta af bændum _ lausa-
skuldum, sem á þá hlóðust.
Buskapurinn hefur aldrei
verið arðvænlegri en nú
Glöggur bóndi hefur sagt við
þann er þetta ritar, að bændur
byggju nú við betri heildarkjör
en nokkru sinni áður.
Nú rikir almennt mikil bjart-
sýni i sveitum og framkvæmda-
hugur er mikill, byggingafram-
kvæmdir sem verulega drógust
saman eftir 1965, eru meiri en
nokkru sinni.
Fjós og fjárhús eru byggð
með nýju og betra sniöi, þar
sem tækni og vinnuhagræðing
koma til með að stórlétta
störfin.
Hvað hefur þá fleira gerzt en
bætt árferði. Telja mætti
margar bragarbætur i
landbúnaðarmálum.
Afurðalán voru öll aukin,
vextir af þeim lækkaðir og
teknir með allir vöruflokkar,
sem eðlilegt var að fengjust
afurðalán út á. Fullt tillit tekiö
til þess sem fer til útflutnings
með hærri lánum og lægri
vöxtum. Þannig er þetta nú
sambærilegt við það sem
sjávarútvegurinn býr við.
Rekstrarlán til sauðfjárfram-
leiðslu voru aukin um helming
fyrir þau svæði, þar sem sauðfé
er höfuðbúgrein. Sérstök upp-
gjörslán hafa siðan verið veitt
til að hægt sé að borga sauð-
fjárbændum fyrr að fullu fyrir
afurðir sinar. Allt þetta gerir að
bændur eiga nú aö fá vörur
sinar fyrr greiddar en ella.
Þróun verðlagsins hefur
verið hagstæð
Siðastliðin tvö ár, það er á
timabilinu frá vori 1971 til júni
1973 hækkaði verðgrunnur
búvara um 57,9%. Þetta er
JónasJónasson
meira en átt hefir sér staö áður
á sömu timalengd.
Af einstökum liðum grund-
vallarins sem máli skipta hafa
launin hækkað langmest, eða
um 73,3% á fyrrnefndu timabili.
A sama tima hafa meðallaun i
timavinnu hjá verkalýðs-
félögunum hækkað um 60%.
Þrjár ástæöur liggja fyrir þvi
að laun i verðlagsgrundvelli
hafa hækkað meira en hjá
viðmiðunarstéttunum. Mestu
veldur það, að sú stytting vinnu-
vikunnar, sem var ákveðin i
samningum verkalýðsfélag-
anna i desember 1971 kom
bændum til góða, þannig að
viðurkennt var að vinnumagn
þeirra við búið gæti ekki
minnkað. Þetta fengu bændur
inn i verðlagið i marz 1972.
Sama máli gengdi um orlofs-
lenginguna. Bændur fengu þá og
viðurkennda 7% hækkun á
launaliö vegna orlofs. En 1.
september 1972 var þaö hækkaö
i 8,33%, sem svarar til fulls
orlofs.
Þá munar það ekki minnstu,
að leiöréttingar vegna fram-
reiknings á verðlagsgrundvelli,
hvort sem er vegna verðhækk-
ana á rekstrarvörur eða hækk-
unará kauptöxtum viðmiðunar-
stettanna hafa nú komið fyrr inn
í grundvöllinn en áöur var, og
þvi sem næst jafnóðum.
Samningarnir á
síðastliðnu hausti
1 samningum sexmanna-
nefndar um verðlag, sem tók
gildi á s.l. hausti, náðist síöan
verulegur áfangi, þar sem þá
fengust viöurkenndar hækkanir
á fjármagnslið grundvallarins.
Fyrir þessum hækkunum hafa
fulltrúar bænda lengi barizt og
náðist nú loks samkomulag um
að taka þær inn i áföngum.
Fjórir þessara áfanga koma á
þessu ári og þrir á þvi næsta.
Ekki eru enn fyrir hendi
upplýsingar um það, hve mikill
tekjumunur er enn á milli
bænda og viðmiðunarstéttanna
á árinu 1972. En samkvæmt
athugun, sem gerð hefur verið
meö úrtaki úr skattaskýrslum
bænda frá 1972, virðast meðal-
tekjur kvæntra bænda hafa
aukizt um 37% frá árinu 1971.
Eftir spá Framkvæmdastofn-
unarinnar ættu tekjur
viðmiðunarstéttanna að hafa
aukizt um 28% á sama timabili.
Með þeim leiðréttingum, sem
að framan er iýst, ættu tekjur
bænda enn að hafa batnað á
þessu ári sem nú er að liða.
Nú má ekki leggja þennan
samanburð út á þann veg, að
bændum sé þaö ekki til góös að
kjör annarra stétta i landinu
batni, þvert á móti, það er
einnig þeirra hagur.
Það skiptir einnig miklu máli
fyrir þá og þjóðarbúið allt, að
markaðir eru nú góöjr fyrir
landbúnaðarvörurnar, sala
þeirra eykst yfirleitt innan-
lands, og það sem ekki fer i
neyzlu hér er auðselt erlendis
fyrir miklu betra verð en áður.
Ekki er að efa það, að enn eru
þeir til i þjóöfélaginu, sem sjá
ofsjónum yfir hvaðeina, sem til
bænda og sveitafólks rennur, og
telja nú að landbúnaðarvörur
séu hér óhóflega dýrar. Það er
þó alls ekki hvernig sem á málin
er litið. Ekki miöað við þaö sem
þær kosta erlendis, og ekki
miðað viö það, sem fólkið, sem
að framleiðslu þeirra vinnur,
leggur á sig.
Þess er þá einnig holltað
minnast, að það sem bændur
bera úr býtum fer að minna
leyti i eyöslu, og meira til
fjárfestingar en hjá flestum
öðrum Sú fjárfesting er
nauðsynleg fyrir landbúnaðinn
og þjóðina, hann verður við það
hæfari, og skilar enn betur
sinum mikilsverða hlut i
þjóðarbúið.
Jón Múli Arnason
og
stórhlj ómsveit FÍH
kynna úrslitalögin
í Trimmkeppni
ÍSÍ/FÍH
í Súlnasalnum
í kvöld
GLÆSILEG VERÐLAUN
Höfundar þriggja vinsælustu laganna hljóta glæsileg verðlaun.
1. Verðlaun: Radionette-útvarps- og hljómburðartæki frá E. Farestveit & Co.
2. Verðlaun: Pioneer-hljómburðartæki frá Karnabæ.
3. Verðlaun: Philipps-hljómburðartæki frá Heimilistæki, hf.
AUKAVERÐLAUN FYRIR ALMENNING:
Dregið verður úr nöfnum þeirra, sem geta rétt um vinningslagið, 10 þeirra hljóta tvær S.G.-hljómplötur eftir eigin vali.
Félag íslenzkra hljómlistarmanna