Tíminn - 23.10.1973, Blaðsíða 7
Þriöjudagur 23. október 1973.
TÍMINN
7
Hafið þér ánægju af tónlist?
Tónlist í einhverri mynd hefur fylgt mannkyninu
frá upphafi vega. Af hverju, hefur oft verið spurt.
Því er örðugt að svara, en sumir hafa haldið því
fram, að hin reglubundna hrynjandi tónlistar sé ná-
tengdari sjálfu lífinu í brjósti manna en nokkuð
annað. Að okkar dómi hefur tónlisi aldrei verið
nauðsynlegri manninum en einmitt nú, á dögum
hins mikla hraða, hinnar miklu spennu og álags.
— Við leggjum okkur fram um að hafa á boð-
stólum sem fjölbreyttast úrval hvers kyns hljóm-
tækja. Hér sýnum við einn möguleika af mörgum,
GRUNDIG Mandello 6 stereo-radiofóninn. Mandello
6 er 4ra bylgju útvarpstæki, 10 watta magnari,
sjálfvirkur plötuspilari — allt stereo — og 2 „super-
phon“ hátalarar, allt sambyggt í fallegum skáp.
GRUNDIG Mandello 6 er vandað tæki á mjög hóf-
legu verði (kr. 48.590,00 í Ijósum valhnotuskáp og
kr. 49.920,00 í dökkpóleruðum skáp), og álítum við
hann réttu lausnina fyrir marga. — Eigið þér ekki
einn inni — hjá yður sjálfum?
1NESCO HF
LEIÐANDI FYRIRTÆKI Á SVIÐI SJÓNVARPS-, ÚTVARPS- OG HLJÓMTÆKJA.
LAUGAVEGI 10. SÍMAR: 19150 - 19192