Tíminn - 27.10.1973, Blaðsíða 9

Tíminn - 27.10.1973, Blaðsíða 9
Laugardagur 27. október 1973 TÍMINN 9 (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif- stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif- stofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusími 12323 — aug- lýsingasimi 19523. Áskriftagjald 360 kr. á mánuði innan lands, i lausasölu 22 kr. eintakið. Blaðaprent h.f. >■■■■ .....- .... .................v Stjórnarandstaðan 1 umræðunum um stefnuræðu forsætisráð- herra vék Vilhjálmur Hjálmarsson nokkuð að málflutningi stjórnarandstæðinga. Vilhjálmur sagði m.a.: „Efnahagsþróunin, verðbólgan, er stjórnar- andstæðingum löngum kært ádeiluefni. En hér er nú við óvenju ramman reip að draga, þvi að auk innlendrar þenslu, sem engum hefur raunar enn tekizt að hefta, koma nú til utanað- komandi og óviðráðanleg atvik. Áætluð verð- hækkun innflutnings i erlendri mynt verður t.d. i ár 10%, en áratuginn 1960-1970 breyttist inn- flutningsverðlag svo að segja ekki neitt. Kær- komin verðhækkun helztu útflutningsvara okkar verkar lika til aukinnar eftirspurnar og hækkandi verðlags innanlands. Vestmanna- eyjaáfallið hefur enn verkað mjög verðbólgu- aukandi i þjóðfélginu. Rikisstjórnin hefur haft forustu um ýmsar aðgerðir til viðnáms og m.a. leitað samstarfs við aðila vinnumarkaðarins, og eru ekki hvað sizt bundnar vonir við þann þátt viðnámsins. Stjórnarandstæðingar ræða jafnan margt um skattamál. Þeir skildu þannig við, að skyndibreyting var óhjákvæmileg þegar á fyrsta þingi eftir stjórnarskiptin. Að öðru leyti situr nú enn við sömu lög.og þeir létu eftir sig. Við samanburð milli timabila verður auðvitað að lita á heildarmyndina, en ekki að slita úr samhengi einstaka þætti. Tekjuölfunarkerfið allt er nú i endurskoðun, og ber að leggja megináherzlu á sem réttlátasta skattheimtu og svo á það, að skattheimtan dragi ekki úr vilja skattborgaranna til verðmætamyndunar. Það er ekki vandaður málflutningur að býsn- ast yfir hækkun fjárlaga, en geta þess að engu, að tryggingagjöld einstaklinga og sveitarfél- aga koma nú i gjaldabálk fjárlaga og að fram- kvæmdaáætlun rikisins er núna i fyrsta sinni innbyggð i fjárlög. Þessi málflutningur táknar i raun og veru blekkingar i milljörðum og dæmir sig vitanlega sjálfur. Hitt er svo stað- reynd, að athafnasöm rikisstjórn, sem hefur mörg járn i eldi, þarf jafnan á háum fjárlögum að halda”. Byggðamálin í lok ræðu sinnar vék Vilhjálmur Hjálmars- son að byggðamálunum og sagði m.a.: ,,Það er einkennandi fyrir málefnastöðuna á hálfnuðu kjörtimabili, hvað viða hefur verið tekið til hendi, svo að um munar, og mörgu þjóðþrifamáli komið á rekspöl. Gildir það ekki sizt um byggðamálin, og má þar enn minna á nokkur atriði. Opnun hringvegar umhverfis landið mun marka timamót. Ný hafnalög, heilbrigðislög- gjöfin og lög um dvalarheimili aldraðra ákvarða stóraukna þátttöku rikisins i mann- virkjagerð og innihalda merk skipulagsleg ákvæði. Breiðholtsáætlunin jók ójafnvægi i ibúðabyggingum. Lög um leiguibúðir sveitar- félaga eru aðeins fyrsta skref af mörgum, sem stiga þarf i jafnvægisátt. Byggðasjóður var strax efldur og hefur þeg- ar veitt atvinnulifi margra byggðarlaga mik- ilsverðan stuðning”. Þannig hefur tilkoma núverandi rikis- stjórnar valdið þáttaskilum i byggðamálum. — Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Keppinautarnir fró Oxford og Cambridge Eban og Zayyat þykja góðir fulltrúar landa sinna AÐ UNDANFÖRNU hefur athygli manna á vettvangi al- þjóðamála mjög beinzt að tveimur utanrikisráðherrum, sem þar hafa af eðlilegum ástæðun; mjög látið til sfn taka, en þeir eru Abba S. Eban, utanrikisráðherra tsra- els, og Mohammed Hassan el- Zayyat, utanrikisráðherra Egyptalands. Það hefur ekki dregið úr þessari samkeppni, að þeir hafa hlotið menntun sina við þá tvo háskóla Bret- lands, sem frá fornu fari hefur verið talsverður metingur á milli, en það eru Oxford og Cambridge. Eban lærði i Cambridge, en Zayyat i Ox- ford. Þetta verður þó ekki merkt á ræðum þeirra, þvi að fáir eru taldir flytja betur ræður á svonefndri Oxford- ensku en Eban. Hennar gætir að visu einnig sterklega hjá Zayat, en hann er hins vegar ekki eins fljúgandi mælskur og Eban, sem á siðari áratugum hefur verið einn mesti eða mesti ræðusnillingur á vett- vangi S.þ. Báðir eru glöggir og rökfastir i málflutningi. Eban kryddar stundum ræður sinar með tilvitnunum i Shakes- peare, Cicero og Voltaire, en Zayyat bregður hins vegar fyrir sig kimni og er oft ágæt- lega orðheppinn. Þótt Eban sé honum jafnsnjall eða snjallari við ræðuborðið, bætir Zayyat það upp i samtölum. Hann þykir mjög viðræðugóður og þægilegur i umgengni, en Eban þykir þurr og fráhrind- andi. ÞEIR Eban og Zayyat eru nokkurn veginn jafnaldrar. Eban er fæddur 2. febrúar 1915, en Zayyat 12. febrúar sama ár. Báðir lögðu þeir út á sömu menntabrautina, þ.e. nám i Austurlandamálum, og hugðu báðir á kennslustörf. Zayyat er sagður tala fimm tungumál reiprennandi, eða persnesku og urdu, auk ara- bisku, ensku og frönsku. Eban talar hins vegar hebresku, arabisku, persnesku, grisku og latinu, auk ensku og frönsku. EBAN fæddist i Suður- Afriku, en fluttist ungur til Bretlands og óx þar upp. Hann stundaði nám við Cambridge, eins og áður segir, og likaði þar lifið vel. Hann tók mikinn þátt i kappræðufundum stú- denta og þótti skara þar fram úr. Hann hóf kennslustörf að námi loknu og ætlaði sér að dveljast áfram i Bretlandi. Kunningjar hans frá þessum tima segja, að hann hafi þá miklu fremur litið á sig sem Breta en Gyðing. Hann gekk i herinn, þegar siðari heims- styrjöldin hófst, og hafði hlotið majórsnafnbót, þegar hanni lauk. Arið 1944 var hann send- ur til Palestinu til að vinna við höfuðstöðvar Breta þar. Þar komst hann fyrst að ráði i kynni við baráttu Zionista, og varð það til þess, að hann gekk i mótspyrnuhreyfingu þeirra, og var brátt einn helzti samn- ingamaður þeirra. Eftir að Israel varð sjálfstætt riki, starfaði hann i utanrikisþjón- ustunni. Hann var i ellefu ár, eða frá 1948-1959, aðalfulltrúi Israels hjá Sameinuðu þjóðun- um og jafnframt sendiherra tsraels og gegndi þar ýmsum ráðherrastörfum. Oft er gizk- að á, að það hafi verið gert til að undirbúa hann sem for- sætisráðherraefni. Eban vann sér hins vegar ekki nægilega Eban Zayyat nylli heima fyrir og þvi var hann skipaður utanrikisráð- herra 1965,og hefur hann gegnt þeirri stöðu siðan. Hann hefur þannig um langt skeið verið einn helzti talsmaður Israels út á við. ZAYYAT ER fæddur og uppalinn á stórum búgarði i Nilardalnum. Hann var ungur settur til mennta og lagði stund á Austurlandamál og bókmenntir i Cambridge. Eft- ir heimkomuna kenndi hann Austurlandamál við háskól- ann i Alexandria. Arið 1950 fékk egypzka stjórnin hann til að ganga i utanrikisþjónust- una, og var hann skipaður menningarráðunautur við sendiráð Egyptalands i Washington. Siðan hefur hann gegnt margvislegum störfum á vegum utanrikisþjónustunn- ar, en flest hafa þau verið tengd málefnum Araba og Gyðinga. Eftir júnistyrjöldina 1967 skipaði Nasser hann blaðafulltrúa rikisstjórnar- innar, og þótti hann reynast svo vel i þvi starfi, aðhann var 1969 skipaður aðalfulltrúi Egyptalands hjá Sameinuðu þjóðunum. Sadat skipaði hann svo utanrikisráðherra i febrú- ar 1972. Zayyat vann sér góðar vinsældir á vettvangi Samein- uðu þjóðanna,meðan hann var aðalfulltrúi Egypta þar, og hefur hann notið þess, siðan hann varð utanrikisráðherra. Hann hefur hlotið það orð að vera sérlega laginn samn- ingamaður að tjaldabaki. Hann segir bæði i gamni og al- vöru, að hann sé bóndi að upp- runa og sé þvi hlynntur gróðri og þróun, þótt stundum gangi hægt. Þetta móti afstöðu hans sem samningamanns. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.