Tíminn - 27.10.1973, Blaðsíða 4

Tíminn - 27.10.1973, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Laugardagur 27. október 1973 Og hann lifir enn John Wayne er 66 ára, og enn i fullu fjöri, þótt útlitið sé kannske orðið heldur skugga- legra heldur en það var fyrir nokkrum árum. Hann er eins og allir vita siðasta hetja vesturs- ins úr gömlu góðu kúrekamynd- unum, sem mörgum hefur þótt gaman að horfa á. Wayne er mjög mikill föðurlandsvinur, og gerir allt, sem i hans valdi stendur til þess að halda uppi frægð Bandarfkjanna. Eitt af uppáhaldsupphrópunum hans er: Ég þakka guði svo sannar- lega fyri að börnin min (hann á sjö börn) skuli hafa fengið að fæðast i bezta landi heims. Menn héldu ekki alls fyrir löngu, að úti væri um John Wayne, þegar hann fékk lungnakrabba og var skorinn upp. Svo var þó ekki, og hann lifir enn góðu lifi, og hefur heitið aðdáendum sinum þvi, aö hann skuli að minnsta kosti lifa þar til hann verður áttræður og leika i kvikmyndum til siðasta dags. Nýjasta tízka Þessi glæsilegi kjóll var nýlega sýndur á tizkusýningu i Paris. Ekki vitum við, hver átti hug- myndina að honum, né heldur hver lagði til efnið i hann, en trúlega hefur það verið einhver af hárskurðarmeisturum Parisarborgar. Pilsið og ermarnar eru nefnilega úr mannshári! Þetta hlýtur að era rándýr flik, og ósennilegt þykir okkur, að margir slíkir séu á markaðn- um. Sú sem kemur til með að kaupa kjólinn, ef hann er þá ekki þegar seldur, getur þvi áreiðanlega veriðóhrædd um að „hitta sjálfa sig,” eins og finu frúrnar kalla það vist, þegar þær eru svo óheppnar að mæta tvær, eða jafnvel fleiri i eins kjólum i einni og sömu veizlunni. TUNGUS-fyrirbærið enn óleyst góta Visindaleiðangur starfar nú i nágrenni við þorpið Podka- mennaja Tunguska i Vestur-Siberiu. Sá leiðangur vinnur að rannsókn á sporum eftir risaloftstein, sem féll niður þar þann 30. júni 1908. Stjórnar- vottar lýstu þvi, hvernig lýsandi hnöttur fór með geysihraða yfir himininn frá austri til vesturs og siöan hreyöist feykileg spreng- ing. Visindamenn hafa lengi unnið að rannsókn á þessum at- burði,og reynt að finna ýmsar skýrinar á þvi, hvernig stóð á þvi, að hnötturinn sprakk með svo óskaplegri orku, að jafngildir mörgum vetnis- sprengjum. A hverju ári fara vfsingaleiðarngrar til Tungus til rannsókna. M.a. hefur þvi nú verið slegið föstu, að hér hafi ekki verið um venjulegan loft- stein að ræða, eins og i fyrstu var ætlað, heldur hafi þetta ver- ið litil halastjarna, sem sprung- ið hafi þarna. 1» Eftirsóttasta stúlka heims Fyrir einu ári var Tricia O ’Donnel kjörin eftirsóttasta stúlka heims. Titilinn hlaut hún með þvi skilyrði, að hún héti að giftast ekki næsta árið. Þetta var heldur erfitt skilyrði, þvi Tricia hafði einmitt ætlað að fara að gifta sig vini sinum Pat. Þau ákváðu þó að fresta giftingunni um eitt ár, og strax daginn eftir að árið var liðið mátti heyra kirkjuklukkurnar hringja i tilefni brúðkaupsins. Hér heldur brúðguminn á hinni fallegu og eftirsóttu brúði sinni að hjónaviglsunni lokinni. isaf.HiSliij fóoo'vo o 0 0 0 6 0 — Fyrst þú veist allt um vegg- fóðrun, geturðu þá ekki agt mér, hvernig við eigum að komast héðan út? — Ég sé unga, fallega stúlku, en skil ekki, hvað hún sér við yður. — Vitleysa Halli. Þú veisF að læknirinn sagði þér að hreyfa'þig svolitið. DENNI DÆMALAUSI Segðu þeim aö hringja aftur, en ekki segja að ég sé i baði. Geturðu hringt aftur, hún er á klósettinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.