Tíminn - 27.10.1973, Blaðsíða 16
16
TÍMINN
Laugardagur 27. október 1973
Umsjón: Alfreð Þorsteinsson.
FRIÐRIK OG
SIGURÐUR VEKJA
ATHYGLI
SVÍÞJÓÐ
ÍSLENZKU sund-
sem eru
við æfingar og nám i
Kristianstad i
Svíþjóð, þeir Friðrik
Guðmundsson úr KR
og Sigurður Ólafsson
úr Ægi, láta mjög vel
af dvölinni þar. Þeir
sögðu i blaðaviðtali
fyrir stuttu, að þeim
likaði mjög vel að æfa
með sænsku lands-
liðsmönnunum i sundi
undir stjórn hins
kunna Ronny Paleski,
þjálfara sænska sund-
sambandsins. Ronny
lét strax þrekmæla
þá, þegar þeir komu
til Kristianstad, og
sá hann þá, að þeir
voru þreklitlir, Þvi lét
hann þá hlaupa i einn
klukkutima á dag. Þá
æfa þeir sund tvisvar
á dag og synda um (»
km i hvorum tima,
eða 12-13 km á dag.
Friðrik og Sigurður
sögðu i viðtalinu, að
þeir hefðu aldrei
kynnzt öðrum eins
æfingum, og það væri
eins og þeir hefðu
aldrei æft fyrr.
Sænska sundsambandið
hefur boðið þeim Friðrik ög
Sigurði að dveljast við æfingar
og nám i Kristianstad næstu
þrjú árin, eða fram að
Olympiuleikunum 1976 i
Montreal i Kanada. Ronny
Paleski þjálfari sagði i blaða-
viðtali fyrir stuttu, að þeir
Friörik og Sigurður sérstak-
lega Friðrik, myndu bæta sig
mjög næstu árin.
Ronný sagði, að Friðrik gæti
orðið sundmaður á heims-
mælikvarða, orðið framarlega
á Olympiuleikunum 1976.
Hann sagði ennfremur að
Friðrik ætti fljótlega að geta
synt 1500 m skriðsund á
16:30.00 min. og 400 m skrið-
sund á 4:10.00 min. Einnig ætti
hann aö geta bætt sig i fjór-
sundi og flugsundi. Þá ætti
Sigurður að geta synt 100 m
skriðsund á 54-55 sek.
Eins og sést á þessu, er þeir
Friðrik og Sigurður i góðum
höndum, þar sem Ronny
Paleski, þjálfari sænska sun-
sambandsins, er. Þá er það
mikill heiöur fyrir þá, að þeim
hefur veriö boðið að þjálfa
með sænska landsliðinu næstu
þrjú árin, eða fram að
Olympiuleikunum 1976. Þeir
Friðrik og Sigurður hafa ekki
enn tekið þátt i mótum, en að
þvi kemur fljótlega, og
munum við þá segja frá þeim
og timunum, sem þeir fá.
SOS
H H
Sigurður ólafsson ug Friörik Guömundsson fá góöa dóma f
sænsku hlööunum.
i
1
i
i
i
i
i
i
i
i
i
r
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
Þeim hefur verið
boðið að aefa með
sænska sundlands-
liðinu næstu
árin. — Friðrik er
spáð miklum frama
og sagt er, að
hann geti orðið
sundmaður á
heimsmælikvarða
HANDKNATT-
LEIKSDÓMARAR
Á AKUREYRI ÚTI
í KULDANUM
Þeir fá engin verkefni yfir
handknattleikstímabilið
Það er eölilegt, aö handknattleiksdómarar á Akureyri séu i lltilli æf-
ingu og lið frá Reykjavík kvarti undan dómgæzlu á Akureyri, þegar
þau leika þar. tþróttasiöan haföi samband viö einn handknattleiks-
dómara á Akureyri og spuröi hann um dómaramál staöarins. Sagði
hann okkur, aö handknattleiksdómarar á Akureyri fengju engin
verkefni, og væri því ekki nema eðlilegt, aö þeir væru f lftilli æf-
ingu. Þá sagöi hann, aö þegar breytingar á handknattleiksreglum
væru geröar, væri þeim á Akureyri sagt frá þeim gegnum sfma, og
stundum fengju þeir ekkert um þær að vita. Þess vegna þyrftu þeir
stundum aö búa til sinar eigin reglur.
Þá benti Akureyringurinn á, að hann hefði verið dómari um tlu
ára skeiö og fengið örfá verkefni á þessum tima. Hann sagði okkur,
að nú væru islenzku millirikjadómararnir að kvarta um, að þeir
fengju engin verkefni I Alþjóðakeppni. En hvers eiga þá dómararrýir
á Akureyri að gjalda, sem fá ekki einu sinni verkefni i heimalandi
sinu?
A þessu sést, að dómarar á Akureyri eru hafðir útundan hjá
Handknattleiksdómarafélagi tslands. Iþróttasiðan skorar á félagið
að senda einn af okkar reyndustu handknattleiksdómurum norður á
Akureyri til þess að leiðbeina dómurum þar kynna þeim breytingar
á handknattleiksreglunum.
— SOS.
DAVE MACKAY
TIL DERBY
Tekur við framkvæmda-
stjórastöðunni af Brian
Clough
Hinn kunni knattspyrnumaöur 1972. Nú er bara aö sjá, hvaða
Dave Mackay, fyrrum fyrirliöi árangri Dave Mackey nær sem
Tottenham og Derby, hefur veriö framkvæmdastjóri Derby.
ráöinn framkvæmdastjóri Derby
I staðinn fyrir Brian Clough, sem
sagöi af sér I sföustu viku.
Mackcy var einn þekktasti knatt-
spyrnumaöur Bretlandseyja,
meöan liann var og hét. Hann
lagði knattspyrnuskóna á hilluna
fyrir tveimur árum og gcrðist þá
framkvæmdastjóri Swindon og
slöan Nottingham Forest. Hann
var lengi fyrirliði Tottenham, og
lék þá einnig f skozka landsliöinu.
Mackey byrjaöi síöan aö lcika
meö Derby f 2. deild, og hann átti
mestan heiöurinn aö þvf, aö liöiö
komst upp i 1. deild og tryggöi sér
siöan Englandsmeistaratitilinn
» »
DAVE MACKAY... kominn aftur
til sinna gömlu félaga.
Hermann hefur
tekið fram hand-
knattleiksskóna
»»
HERMANN GUNNARSSON
.. sést hér skora eitt af sinum
frægu hornamörkum i leik
gegn FH i 1. deiidar keppni.
llinn kunni knattspyrnumaöur
Hermann Gunnarsson, er nú
byrjaöur aftur að æfa hand-
knattleik meö Val. Það er ekki
að efa, að henn kemur til meö
aö styrkja Valsliöiö I vetur,
þvi aö hann er mjög snjall
handknattleiksmaöur. Her-
mann hefur áöur leikiö meö
Valsliöinu, og var einnig fast-
ur landsliösmaöur uin tfma.
Þótti hann þá mjög efnilegur
og framtiðarmaður I hand-
knattleik. En þvi miöur lagöi
hann skóna alltof snemma á
hilluna. Nú hefur hann tekiö
þá fram á ný, og verður
gaman að fylgjast með honum
i vctur.
Mun leika með íslands-
meisturum Vals í vetur