Tíminn - 27.10.1973, Blaðsíða 8

Tíminn - 27.10.1973, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Tryggja þarf aðgang að reikningum ogskjölum, sem almenning varða Ólafur Jóhannesson forsætis- ráðherra mælti í neðri deild Alþingis á miðvikudag fyrir stjórnarfrumvarpi um upplýs- ingaskyldu stjórnvalda. Frum- varp þetta var einnig flutt á síð- asta þingi, en varð þá ekki útrætt. Fer hór á eftir meginhlutinn úr ræðu Ólafs Jóhannessonar: Þetta frumvarp er samið samkv. ályktun Alþingis frá 19. mai 1932. En þar var rikisstjórn- inni falið að láta undirbúa og leggja fyrir- næsta Alþingi frum- varp um, hver sé skylda stjórn- valda og rikisstofnana til að skýra opinberlega frá störfum sinum og ákvörðunum, og hvenær ber að veita þeim, sem þess óska, aðgang að reikningum og skjöl- um, sem almenning varða. I greinargerð tillögunnar er m.a. minnt á það, að eigi almenn- ingur að geta dæmt um gerðir stjórnvalda og rikisstofnana, þurfi hann að eiga þess kost að geta fengið sem áreiðanlegastar upplýsingar um starfsemi þeirra og ákvarðanir. Enn fremur er bent á, að leynd á þessu sviði dragi mjög úr aðhaldi þvi, sem þegnarnir gætu ella veitt, og geri þeim erfitt fyrir um að dæma um athafnir stjórnvalda og rikis- stofnana. 1 rökstuðningi tillögunnar var aðaláherzlan lögð á lýðræðislega nauðsyn þess að opna borgurun- um aðgang að þvi að fylgjast með vinnubrögðum og athöfnum stjórnvalda. Þessi tillaga var á sinum tima samþykkt einróma, og án þess að um hana yrðu þá miklar umræður. Frumvarpið er flutt i samræmi við þessar óskir, sem þá komu fram af Alþingis hálfu i þingsályktuninni. Þetta. frumvarp er samið með hliðsjón af nýlegri löggjöf annarra Norðurlanda um þetta efni, einkanlega danskri löggjöf og norskri og skal ég ekki rekja það nánar, en vikja með nokkrum orðum að þeim innlendu forsend- um löggjafar um þetta efni, sem virðist vera fyrir hendi. Engin almenn ákvæöi um upplýsingaskyIdur í ís- lenzkum lögum Það hafa ekki verið i islenzkri löggjöf nein almenn ákvæði um upplýsingaskyldu stjórnvalda. Hins vegar eru ýmis dreifð laga- ákvæði um leyndar- eða þagnar- skyldur embættismanna eða opinberra starfsmanna, og á hinn bóginn kemur fyrir, að i laga- ákvæðum séu fyrirmæli um, að ákveðið efni skuli kynnt almenn- ingi með tilteknum hætti. Af slik- um dreifðum lagaákvæðum verða naumast dregnar nokkrar óyggjandi almennar ályktanir um reglur islenzkrar löggjafar um leyndarskyldu eða upplýs- ingaskyldu. Rannsóknir skortir einnig til þess, að um það verði fullyrt, hver er hin raunverulega framkvæmd i stjórnkerfinu að þessu leyti, en viðbúið er að fram- kvæmdin hafi verið nokkuð á reiki, þegar ekki eru nein almenn lagaákvæði, sem setja henni úr- lausnartakmörk. Það verður auð- vitað i þessu sambandi að hafa i huga, að hið islenzka þjóðfélag hefur á ýmsán hátt sérstöðu i þessu efni, eins og á svo mörgum öðrum sviðum, vegna smæðar sinnar. Það má segja, að að vissu marki sé leiðin hér styttri á milli borgarans og stjórnvaldsins, þar sem stjórnvaldsstigin eru nú yfir- leitt færri en annars staðar tiðk- ast. Og enn gildir það i okkar samfélagi, miklu fremur en i flestum öðrum, að allir þekkja alla og vita meira um einstaka þætti almennra málefna en ann- ars staðar er mögulegt. Hins veg- ar er þvi ekki að neita, að einnig okkar þjóðfélagskerfi er að verða flóknara en áður, þrátt fyrir fámennið, þannig að þörf getur verið, og ég vil segja, veruleg þörf, á að marka lagareglur um vinnubrögð á þessu sviði. Norræn löggjöf Það má segja, að nær öll ákvæði frumvarpsins séu úr nör- rænni löggjöf fengin. 1 Danmörku og Noregi eru lög þau i báðum löndunum, sem sett voru um þetta efni á árinu 1970, fyrstu al- menn lög um efnið. Hins vegar eru margra ára rannsóknir, nefndastörf og greinargerðir undanfari lagasetningarinnar, i báðum löndunum. Enn fremur hefur um efnið verið nokkuð umfangsmikil umræða á fræði- legum vettvangi um áratuga- skeið, m.a. á norrænum lög- fræðingamótum. Það er þvi ekki óeðlilegt út af fyrir sig, að byggt sé i frumvarpi þessu nokkuð náið á þeim niðurstöðum. En eins og ég sagði áðan, er það auðvitað nauðsynlegt, að jafnframt sé haft i huga, að okkar stjórnsýslukerfi er að ýmsu ley ti frábrugðið, þó að það sé hins vegar sams konar að ýmsu öðru leyti og kvistur af þeim sama meiði, þ.e.a.S: Norðurlöndunum. Þaö er mjög liklegt, þrátt fyrir umfangsmik- inn undirbúning, að reynslan á Norðurlöndum eigi eftir að skera úr þvi, og þurfi alllangan tima til, hvort þessi löggjöf nágranna okk- ar þar samsvari þörfum þeirra samfélaga. Má ætla að vandséð sé, hvað bezt hentar i reyndinni aðstæðum i okkar samfélagi. Undantekningarnar Ég býst við þvi, og það hefur reyndar komið fram, að mörgum, sem hafa gert sér hugmyndir um reglulega opið stjórnkerfi, ef maður notar það orð, þyki undan- tekningarnar, sem taldar eru upp i 2. grein frumvarpsins, heldur umfangsmiklar, og kannske nokkuð ógnvekjandi, og þannig úr garði gerðar, að þær taki nokkuð mikið aftur af meginreglunni, sem fram er sett. En hjá þvi verð- ur ekki komizt að minna á i sam- bandi við þetta mál, að hér verður að gæta hagsmuna i ýmsar áttir. Einstaklingarnir eiga t.d. rétt á þvi, að um einkamálefni þeirra, þótt um hendur stjórnvalda fari, sé farið með viðhlitandi gát, þannig að slik einkamál þeirra séu ekki fyrir opnum dyrum. Einnig má það vera ljóst, að gæzlu almannahagsmuna verður stundum ekki nægilega gætt, nema þvi aðeins, að hún sé nokk- uð ótrufluð á framkvæmdastigi. Aukið álag og kostnaður — Rétt er einnig að minna á, að mörkuð skylda stjórnvalda til þess að veita upplýsingar, og það mjög umfangsmikil skylda, er þrátt fyrir allar undantekningar, lögð á stjórnvöldin með þessu frumvarpi og getur leitt til aukins vinnuálags á stjórnsýslumenn- ina, á stjórnsýslukerfið, og þá auðvitað kostnaður fyrir hið opin- bera. Það er að sjálfsögðu erfitt að meta bað fvrirfram. hve mikið slíkt aukið vinnuálag mundi verða. En hitt eF Ijóst, að það hlýtur i einhverjum mæli samt að leita til aukinna útgjalda, og ber að hafa það i huga, þó að það megi að minum dómi ekki horfa of mikið I það, ef það er af öðrum ástæðum talið nauðsynlegt að hafa upplýsingaskylduna sem fyllsta. Það kemur fram i 1. grein frumvarpsins sem á að vera aöal- regl. í þessu máli, að hver maður eigi rétt á að kynna sér skjöl i máli, sem til meðferðar hefur verið hjá stjórnvaldi. En undan- tekningarnar eru taldar i 2. grein. Þær undantekningar eru að sjálfsögðu af ýmsum togum spunnar. Þær byggjast m.a. á öryggi rikisins, réttmætum hags- munum einstaklinga, friðhelgi einkalifs, málefnum, er varða Ólafur Jóhannesson Framsöguræða Ólafs Jóhannessonar fyrir frumvarpi um upplýsingaskyldu stjórnvalda fjárhagslega hagsmuni einstakl- inga og samfélaga, og fer ég ekki nánar út i það hér. Það er þó rétt að undirstrika, að undantekningarnar, sem taldar eru i 2. grein,leysa undan upplýs- ingaskyldu, en banna i sjálfu sér ekki að veita upplýsingar, ef stjórnvald metur, að hagsmunum sé ekki raskað, þótt upplýsingar séu veittar um málefni, sem gæti verið undanþegið upplýsinga- skyldu. Stjórnvöld þau, sem upp- lýsingaskyldan nær til, eru bæði stjórnvöld rikisins og sveitar- félaga og stofnanir þeirra aðila. Alþingi Þess má geta, að það kom til at- hugunar, og hefur komið til at- hugunar, hvort upplýsingaskyld- an ætti einnig að ná yfir Alþingi og dómstóla. Svo er ekki i Dan- mörku og Noregi, en aftur á móti i Sviþjóð og Finnlandi. Hér á landi sýnast nú ekki eðlileg rök fyrir þvi, fremur en i Danmörku og Noregi, að með þessari löggjöf sé farið inn á þau svið. Það er nú svo, að bæði um Alþingi og dómstóla gilda sérstök lög, þing- skaparlög annars vegar og réttarfarslög hins vegar, og það er nú grundvallarreglan i þeim báðum, að þessir aðilar haldi sinar samkpmur fyrir opnum dvrum og'almenningur eigi þar aðgang að, þannig að starfsemi þessara stofnana er að þvi leyti til að verulegu leyti mörkuð i heyranda hljóði. Vitaskuld eru þó þar frá mjög margar undantekn- ingar, eins og við þekkjum t.d. um Alþingi, þar sem eru öll nefndarstörfin. Almenningur á ekki neinn aðgang, að nefnda- fundum á Alþingi og ekki aðgang að þeim skjölum, sem þar koma fram, nema að þvi leyti, sem þau birtast aftur i þingskjölum, sem fram eru lögð hér á þingi. Dómstólar Um dómstólana vitum við það lika, að það eru undantekningar á þvi, að starfsemi þeirra fari fram i heyranda hljóði, bæði samkv. eðli málsins og einnig, sem við verðum þvi miður að játa, að vegna aðstæðnanna varðandi t.d. húsakynni og fl., er ekki alltaf svo auðvelt að koma þvi við, að al: menningur eigi þar aðgang að. Þannig að i reyndinni er náttúr- lega nokkur undantekning frá þvi, að allt fari fram i heyranda hljóði hjá dómstólum og Alþingi, jafnvel hjá Alþingi, þó að það megi kannske stundum segja, að þeir, sem hér sitja, séu i glerhúsi og það sé fylgzt vel með athöfnum þeirra. Og þess vegna er auðvitað sjálfsagt, að það komi til skoð- unar hjá þeirri nefnd, sem fær þetta frumvarp til meðferðar, hvort hún telur heppilegt að vikka gildissvið laganna að þessu leyti til eða láta það ná að einhverju leyti til þessara stofnana, sem ég nefndi. 1 4.-15. grein frumvarpsins er fjallað um ýmis tæknileg atriði varðandi framkvæmd upp- lýsingaskyldunnar, og skal ég ekki eyða orðum að þvi að rekja það. Ekki afturvirkt t iokagrein frumvarpsins er svo mótuð regla, sem sjálfsagt getur lika orðið ýmsum ihugunarefni, en hún er sú, að það skuli ekki verka aftur fyrir sig, ef að lögum verður. Auðvitað er sú regla i samræmi við hina almennu reglu um lög, og hún er lika i sam- ræmi við það sem ákveðið var i dönsku og norsku lögun- um. Það má segja sitthvað um það, með og á móti, hvort láta skuli það vera lokað, sem hefur gerzt fyrir gildistöku þessara laga, eða hvort það ætti lika að láta þá upplýsingaskyldu, sem ráðgert er að lögleiða með þessu frumvarpi, ná til þess, sem gert hefur verið fyrir gildistöku laganna. Þetta er auðvitað mikið álitamál, og ég fyrir mitt leyti tel það réttari reglu, sem hér er horfið að i frumvarpinu, að láta, þaö ekki verka aftur fyrir sig, þvi að það gæti verið óheppilegt og valdið ýmsum vandamálum, um ef það ætti að ná þannig aftur i timann. Það þarf mikinn undirbúning við framkvæmd svona löggjafar, og þess vegna er miðað við, að þarna sé allmikið svigrúm þangað til lögin taka gildi þótt gert sé ráð fyrir að hægt verði að afgreiða þau á þessu þingi. Ég geri ráð fyrir að nefnd sú, sem fær frumvarpið til meðferðar, sendi það ýmsum aðilum til um- sagnar. Þetta er þess háttar mál, ýmsir aðilar hafa á þvi áhuga. Almenningur allur hefur hags- muna að gæta i sambandi við svona mál, og þess vegna er eðli- legt, að margir vilji koma á fram- lllHlll III ■ Laugardagur 27. október 1973 færi sinum sjónarmiðum i sam- bandi við það. Blaðamenn Annars vegar eru það fyrst og fremst blaðamenn og þeir, sem vinna við fréttaöflun og frétta- miðlun, sem þarna hafa veru- legan áhuga, og þeirra áhugi beinist auðvitað i þá átt að hafa sem greiðastan aðgang að öllum þessum gögnum til þess að geta gegnt þvi hlutverki sinu að veita almenningi réttar upplýsingar. En það má gá að þvi, að leynd getur einmitt oft verið óheppileg að þvi leyti til, að hún getur orðið til þess, að á kreik komist get- gátur, kannske af hálfu þessara aðila, fréttamanna, m.a. um það, hvað sé að gerast. En þær eru svo kannske alls ekki réttar, vegna þess að þeir hafa ekki haft aðgang að þeim skjölum og gögnum, sem fyrir hendi eru. Og slikar upplýsingar, ef upplýsingar skyldi kalla, geta verið skaðlegar að ýmsu leyti, skaðað t.d. þann einstakling, sem i hlut á. Út frá þessu sjónarmiði er eðlilegt, að þessir aðilar leggi áherzlu á, að upplýsingaskyldan sé sem rfkust, og það er ekkert óeðlilegt, þó að þeim séu t.d. undantekningarnar, sem taldar eru upp i 2. grein, nokkur þyrnir i augum og þeir geti kannske litið svo á, að undantekningarnar beri aðalregluna ofurliði. Staða embættismann- anna En svo eru á hinn bóginn, aðilar, sem gæta hagsmuna hinnar hliðarinnar, ef svo mætti segja. Þar eru embættismenn og þeir., sem hafa undir höndum ýmis trúnaðarmál almennings. Þeir verða að vera á verði i þeim efnum, að það sé ekki rofinn sá trúnaður, sem þeir eiga að varð- veita um þessi efni. Enn- fremur verður auðvitað að hafa i huga, og þeir lika að gæta þess, að ekki sé lagt á þá óeðlilegt umstang, ef ég má nota svo ljótt orð, með eftirgangsmunum um þessi efni. Þess vegna tel ég lika jafneðlilegt, að eins og nefndin sendir þetta auðvitað blaða- mönnum til umsagnar, þá leiti hún umsagnar t.d. þeirra manna, sem mest hafa um þetta að sýsla og mesta reynsluna hafa, t.d. ráðuneytisstjóra i hinum ýmsu ráðuneytum, sem mjög hafa um þetta fjallað, og e.t.v. forstjórum einhverra rikisstofnana, sem reynslan kannske sýnir, að fari með gát á þeim hagsmunum, sem almenningur hefur sérstakan áhuga á. Það eru sjálfsagt fleiri aðilar heldur en ég hef hér nefnt, sem gæti verið ástæða til þess að senda þetta frumvarp til umsagnar, og ég vænti þess, að nefndin geri það. Ennfremur vil ég benda á það, að dönsku lögin þótt ekki séu þau gömul, eru einmitt til endurskoðunar um þessar mundir, og nefndin mundi að sjálfsögðu geta snúið sér til dómsmála ráðuneytisins og það séð um að afla gagna um þau atriði, sem hún teldi nauðsyn á. Ég legg þetta frumvarp hér fram eins og frá þvi var gengið og i samræmi við boð frá Alþingi, eins og ég hef rakið, en það er auðvitað ekki svo, aðég sé ekki til viðræðu eða opinn fyrir hvers konar breytingum á þessu frum- varpi, sem þeim sem fjalla um það, þykir betur mega fara. Það er sjálfsagt, að svona mál sé athugað sem bezt, og það er auð- vitað i sjálfu sér ekki bundið við neina flokkapólitik, og þess vegna sjálfsagt að kanna, hverjar breytingar þykja nauðsynlegar á þvi eða heppilegar, og vafalaust verður það ekkert eilifðarverk, sem hér verður unnið, hvort sem gengið verður frá þvi á þessu þingi, sem ég þó vona, eða siðar. Ég geri ráð fyrir þvi, að reynslan sýni, hér eins og annars staðar, að það þurfi að breyta ýmsu i þessum efnum. Þetta er ákaflega mikilsvert mál i sjálfu sér, og það eru eins og ég hef lik- lega dcepið á áður, mjög miklar fræðilegar ritgerðir um þetta fyrir hendi. Það hefur verið deilt um það, hvernig eigi að draga hér mörkin og ekki hafa allir verið á einu máli um það. En þó held ég, að segja megi, að þróunin hafi alveg tvimælalaust stefnt i ákveðna átt i þessum efnum, og það er að opna þetta miklu meira heldur en áður var.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.