Tíminn - 27.10.1973, Blaðsíða 14
14
TÍMINN
Laugardagur 27. október 1973
ELLEN
DUURLOO:
Geymt
en
ekki
gleymt
12
það við Lenu. Hún var bara
sautján ára og hlakkaði til að
eignast systkin. Mamma vissi
vel, að hún hlakkaði til án þess að
Lena þyrfti að segja henni það.
Þess vegna hafði mamma
leyft henni að hjálpa til við að
sauma og prjóna á litla barnið.
Þau höfðu eignazt tvær telpur,
eftir að Lena fæddist, en þær dóu
báðar. önnur þeirra hafði verið
tæplega ársgömul. Lena mundi
einungis óljóst eftir henni, hún
var bara fjögurra ára þá.
Mamma hafði sagt henni.að litla
systirhefði dáið um haust, þegar
illkynjaður magasjúkdómur
hafði gengið og lagt túmlega hel-
ming allra smábarna i nágrenn-
inu i gröfina.
Hún mundi eftir Ragnhildi. Hún
hafði orðiðtæplega tiu ára, og það
voru þrjú ár siðan hún dó. Hún
dó úr skarlatssótt. Þau höfðu haft
vinnustúlku á heimilinu, sem
smitaði Ragnhildi. Þótt undarlegt
megi virðast, smitaðist Ragn-
hildurein allra á prestsetrinu, en
hún hafði alltaf verið ákaflega
veikbyggð. Hún hafði aldrei getað
verið úti á veturna. Lena var hins
vegar hraustbyggð og fékk ekki
einu sinni kvef. Það var sennilega
skýringin, var pabbi vanur að
segja.
Og nú var von á litlu barni. Allt
haustið og fyrstu mánuði
vetrarins höfðu þau setið hérna
og haft það notal. Þau hlökkuðu
öll til, þó að enginn minntist á
það. Lena hafði stundum rétt
mömmu sinni litla skyrtu sem
hún var búin með og mamma
hafði sagt brosandi:
„Mikið saumar þú vel, Lena
min”.
Stundum kom Svanhildur inn
með fulla tréskál af rauðum
eplum, sem ættingjar mömmu i
Danmörku höfðu sent þeim.
Mikið höfðu þessi epli bragðast
vel. Pabbi var vanur að leggja frá
sér pipuna og bókina, þær
mamma lögðu frá sér handavinn-
una, og svo höföu þau setið og
talað saman um daginn og
veginn og ekki grunað neitt
illt. ...\..
I kvöld var Lena ein i stóra her-
berginu. Alein og hrædd.
í nótt myndi litla barnið koma.
Mamma hafði verið veik allan
daginn. Aslaug gamla var sótt,og
Svanhildur hljóp með heitt vatn á
milli svefnherbergisins og eld-
hússins.
Pabbi var að sækja lækni. Það
voru fjörutiu kilómetrar til
læknisins, en Svanhildur haföi
sagt:
„Presturinn verður að ná i
lækni, það er nauðsynlegt. Það er
eitthvað af),og Aslaug ræður ekki
við þetta ein.” Hún heyrði As-
laugu mótmæla skrækri röddu.
Það særði stolt hennar, að Svan-
hildur skyldi halda, að hún gæti
ekki tekið á móti þessu barni án
hjálpar frá lækni. „Var hún
kannski ekki ljósmóðir og mennt-
uð á sjálfri fæðingardeildinni i
Kaupmannahöfn”, hafði hún
hrópað. En Svanhildur stóö fyrir
sinu.
„Presturinn verður að ná i
lækni,” endurtók hún.
En Hauge læknir bjó fjörutiu
kflómetra héðan og það tæki
pabba mara klukkutfma að sækja
hann i þessu veðri.
Lena hnipraði sig saman i öðru
horni hesthárssófans. 0, hvað það
var hræðilegt að sitja svona
hjálparlaus. Geta ekkert gert
nema að bfða og finna, hvernig
óttinn heltók hana.
Lena hafði mjög óljósa hug-
mynd um.hvað fæðing eiginlega
var, og hun hafði enga hugmynd
um hvað fólst i orðunum „Aslaug
ræður ekki við þetta ein.” Kýr
eignuðust kálfa, hestar folöld,
geitur kiðlinga, hundar hvolpa og
kettir kettlinga. Allt þetta varð til
i móðurkviði og stækkáðyþar til
timi var til kominn að koma út.
Hún vissi ekki annað en þetta.
Þetta hlaut að vera á sama hátt
með litil börn. En nú kom henni
skyndilega til hugar, að hún hafði
heyrt eldri konur tala um,að þessi
eða hin hefði látizt af barnsförum.
Hún hafði aldrei áður hugsað út i
þetta eða reynt að imynda sér
hvað það hefði i för með sér. Enn
siður hafði henni dottið i hug að
þetta gæti komið fyrir móður
hennar, sem hafði fætt bæði hana
og systur hennar. En þegar hún
sat hérna samanhnipruð i sófan-
um og skjálfandi af kulda, þrátt
fyrir að það skiðlogaði i arninum,
var hún heltekin ótta um^að
mamma hennar myndi deyja „af
barnsförum.” Gat hún alls ekkert
gert, gat hún ekki að minnsta
kosti litið inn til mömmu.Henni
fannst,að ef hún bara fengi að sjá
hana, þá....
Hún stökk á fætur og hljóp
fram i forstofuna og rakst þar á
pabba sinn, sem var að fara i
bjarnarskinnskápuna sina.
Hún sá i daufu ljósskininu að
hann var ákaflega fölur og augun
rauð og þrútin.
„Pabbi”, hvislaði hún hásri
röddu, — „ó, pabbi” Hann snéri
sér i áttina að henni og leit á
hana, en það var eins og hann sæi
hana ekki. Hann sagði annars
hugar:
„Lena min, farðu bara að
leggja þig, þú getur hvort sem er
ekkert gert”.
Nei hún gat vist ekki gert neitt
gagn. Hún vissi það bezt af öllum,
en það var andstætt eðlisfari
Lenu að láta hlutina gerast og
sitja með hendur i skauti. Þó gat
hún ekki svarað öðru en:
„Nei, pabbi, nei — ég get ekki
gert neitt gagn, en þú verður að
flýta þér að sækja lækninn,
pabbi”.
„Heldur þú ekki að ég flýti mér
eins og mér og Svart gamla er
unnt i þessu óskapar veðri”, sagði
hann og klappaði henni annars
hugar á vangann. En farðu nú að
hátta, Lena min, farðu nú að
hátta...
Nú heyrðist i hestasleðanum úti
á túni. Faðir hennar klappaði
henni vélrænt á vangann og sagði
álika vélrænt.
„Farðu nú að hátta, barnið
mitt, — farðu nú að hátta. Siðan
fór hann i stóru skinnhanskana.
Þegar hann opnaði dyrnar út að
hlaðinu, þá stóð snjóstrokan inn
og snörp vindhviðan slökkti á
öðru kertaljósinu sem var i for-
stofunni. Dyrnar lokuðust á eftir
honum og Lena stóð ein eftir i
rökkrinu og heyrði gegnum
veðurgnýinn i hestsleðanum og
hvernig hann fjarlægðist smátt og
smátt. Hún stóð kyrr og hallaði
sér upp að forstofudyrunum, hún
stóð sem andlega og likamlega
lömuð, lömuð undan oki van-
máttarsins. Henni fannst sem öll
hljóð bærust til hennar úr fjarska.
Dyrnar milli svefnherbergis for-
eldra hennar og stofunnar
opnuðust og lokuðust. Hún heyrði
lága kveinstafi og að einhver
sagði eitthvað, án þess að hún
greindi orðaskil. Siðan heyrði hún
hratt og ákveðið fótatak í stof-
unni. Hún áttaði sig ekki fyrr en
dyrunum að forstofunni var
hrundið upp og hún nær datt i
faðm Svanhildar.
„Guð minn góður, stendur þú
hérna, barn. Farðu nú að hátta
sagði Svanhildur Vertu nú
skynsöm, Lena min, þú getur
hvort sem er ekkert gert.....”
Hjálpa, hjálpa, — öllsögðu þau að
hún gæti ekkert hjálpað. Eins og
hún vissi það ekki, þau þurftu
ekki að endurtaka það svona oft.
„Ó, Svanhildur, Hún þrýsti sér
að konunni eins og hún væri litið
barn. Hvenær heldur þú að pabbi
verði kominn með lækninn?
Heldur þú að hann geti hjálpað
mömmu?”
„Við Aslaug gerum allt.sem i
okkar valdi stendur fyrir mömmu
þina. Vertu nú bara róleg. Pabbi
þinn og læknirinn koma sjálfsagt
með morgninum......” „það eru
margir klukkutimar þangað til,
margir klukkutimar, — og á
meðan....”
„Reyndu að vera róleg, Lena
min, með þvi myndiröu hjálpa
til...”
„Svanhildur, hvað er að
mömmu, getur þú ekki hjálpað
henni, þú sem ert svo dugleg,
Svanhildur..”
„Já, já, já....”
Svanhildur, sem var stór og
ljóshærð, klappaði Lenu hug-
hreystandi á öxlina. „En nú
skaltu fara að sofa, Lena min.
Hún reyndi að losa sig úr
örvæntingarfullu faðmlagi Lenu,
en stúlkan þrýsti sér enn þéttar
að henni.
„Þú verður að segja mér hvað
er að. Af hverju verður að sækja
lækni? Af hverju fæðist ekki
barnið? önnur börn fæðast slysa-
laust. Af hverju er ekki eins með
þetta barn?”
Lárétt Lóðrétt
I) Smyrsli,- 6) Land.- 10) 11.- 2) Ræl.- 3) Svo.- 4) ósómi.- 5)
II) Baul,- 12) Heimskur,- 15) lsinn.-7) Efi.-8) Fák.-9) Sen.-
Landi,- 13) Sýp.- 14) Uml,-
Lóðrétt
2) Eins,- 3) Gyðja.- 4) Fiskar.-
5) Arstið,- 7) Mjúk.- 8) Mátt-
ur,- 9) Þoku.- 13) Spé,- 14)
Beita.-
X
Ráöning á gátu nr. 1536
Lárétt
I) Hross.- 6) Selfoss.- 10) Öf.-
II) EI,- 12) Miskunn.- 15)
Spóla,-
-- Hvers vegna sendi Worobu mig
Fyrsta spurningin. Skauztu
i
llllÍU
Laugardagur
27.október
Fyrsti vetrardagur.
7.00. Morgunútvarp.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 Óskalög sjúklinga
14.30 Á iþróttavellinum. Jón
Asgeirsson segir frá.
15.00 islenskt mál.Dr. Jakob
Benediktsson flytur þáttinn.
15.20 Hvað verður i barnatim-
um útvarpsins? Nokkrar
upplýsingar um barnaefni I
upphafi vetrar.
15.30 Útvarpsleikrit barn-
anna: „Siskó og Pedró”,
saga eftir Estrid Ott, i leik-
gerð Péturs Sumarliðason-
ar. Fyrsti þáttur. Leik-
stjóri: Klemenz Jónsson.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
16.15 Veðurfregnir. Tiu á
toppnum. örn Petersen sér
um dægurlagaþátt.
17.20 i umferðinni. Þáttur i
umsjá Jóns B. Gunnlaugs-
sonar.
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.30 Fréttir.
18.45 Veðurfregnir.
18.55 Tilkynningar.
19.00 Veðurspá. Vetrarvaka.
a. Hugleiðing um missira-
skiptinSéra Björn Jónsson i
Keflavik flytur. b. Tómas
Guðmundsson — ljóð og
söngvar. Vilmundur Gylfa-
son sér um þáttinn.
Kórsöngur: Karlakór
Reykjavikur syngurlög eft-
ir Árna Thorsteinsson, Sig-
valda Kaldalóns og Bjarna
Thorsteinsson. Söngstjóri:
Páll P Pálsson Kl. 20.30:
Nýtt frámhaldsleikrit hefst:
„Snæbjörn galti” eftir
Gunnar Benediktsson.Leik-
stjóri: Klemenz Jónsson.
Persónur og leikendur:
Snæbjörn galti: Þorsteinn
Gunnarsson. Þorbjörn
Þjóðreksson: Baldvin
Halldórsson. Hólmsteinn
Rúrik Haraldsson. Svipdag-
ur: Karl Guðmundsson.
Kjalvör: Helga Bachmann.
Hallur: Árni Tryggvason.
Sögumaður: Gisli Halldórs-
son.
21.15 Hljómplöturabb. Þor-
steinn Hannesson bregður
plötum á fóninn.
22.30 Dansskemmtun útvarps-
ins i vetrarbyrjun, auk
danslagaflutnings af plötum
leikur hljómsveit Ásgeirs
Sverrissonar. Söngvari:
Sigga Maggý.
02.00 Dagskrárlok.
16.30 Þingvikan Þáttur um
störf Alþingis. Umsjónar-
menn Björn Teitsson og
Björn Þorsteinsson.
17.00 tþróttir Meðal annars
mynd úr ensku knattspyrn-
unni kl. 18.00. Umsjónar-
maður Ómar Ragnarsson.
Hlé
20.00 Fréttir
20.20 Veður ogauglýsingar
20.25 Brellin blaðakona
Breskur gamanmynda-
flokkur. Þýðandi Heba
Júliusdóttir
20.50 Ugla sat á kvisti
Skemmtiþáttur i sjónvarps-
sal með söng og gleði.
Gestir þáttarins eru Svan-
hildur Jakobsdóttir og
hljómsveitin Logar.
Umsjónarmaður Jónas R.
Jónsson. Stjórnandi upp-
töku Egill Eðvarðsson.
21.20 Gefið þeim frið Bresk
fræðslumynd um fuglalif á
Seychellseyjum i Indlands-
hafi. Þýðandi og þulur Ell-
ert Sigurbjörnsson.
21.50 Orrusta á Atlantshafi
(Action in the North
Atlantic) Bandarisk striðs-
mynd frá árinu 1943. Aðal-
hlutverk Humprey Bogart,
Raymond Massey, Alan
Hale og Dane Clark. Þýð-
andi Ellert Sigurbjörnsson.
23.45 Dagskrárlok