Tíminn - 27.10.1973, Blaðsíða 17
Laugardagur 27. október 1973
TÍMINN
17
þaö likar áhorfendum aö sjálf-
sögðu mjög vel.
Þaö verður þvi gaman að fá
að sjá Geir leika hér i Laugar-
dalshöllinni gegn landsliði
Frakklands 4. nóvember n.k.
Það getur svo farið, að hann
komi islenzka landsliðinu i
HM-úrslitin i Austur-Þýzka-
landi 1974. Geir var spurður
um það i stórblaðinu BILD, en
það er eitt viðlesnasta blað i
heimi, hvort tsland gæti
hugsanlega unnið
VesturÞýzkaland i HM-keppn-
inni. Geir sagði að islenzka
liðið gæti unnið, ef það dytti
niður á góöan leik. Nú er bara
að vona, að Island detti niður á
góðan leik, þegar Geir leikur
með þvi gegn Frakklandi.
Geir fær mjög góða dóma i
v-þýzku blöðunum eftir leiki
Göppingen, enda hefur honum
gengið mjög vel og átt góða
leiki bæði i sókn og vörn, en
vörnin hefur ekki verið sterk-
asta hlið Geirs. ,,Stórskyttan
frá eyju langskyttanna”, hef-
ur Geir oft verið nefndur i
V-Þýzkalandi.
Hann er nú markhæsti
leikmaður Göppingen, og hinir
fjölmörgu áhorfendur, sem
koma til að sjá Geir, leika, eru
mjög ánægðir með hann. Enda
er hann fjölhæfur leikmaður,
skorar mörk með langskotum,
hraðupphlaupum og gegnum-
brotum. Hann hefur allt til að
bera, sem góðum handknatt-
leiksmanni er nauðsynlegt, og
GEIR HALLSTEINSSON... hefur
verið bezti leikmaöur Göppingen.
Hér á myndinni sést hann skora
i v-þýzku 1. deildinni.
Bp 1 ' nn lljjgll
^ iMlttttfM ' I
MSStofilílK?!:
k. V V
Reykjavíkurmótinu í körfuknattleik
lýkur á morgun
A SUNNUDAGINN fæst úr þvi
skoriö, hvort KR-ingar verða
Reykjavikurmeistarar i körfu
knattleik eða hvort ÍR-ingar
tryggja sér aukaútslitaleik. Það
getur lika farið svo að þrjú liö
þurfi að leika aukaleiki um
Reykjavikurmeistaratitilinn. Þá
verður ÍR að vinna KR og Vals-
menn að vinna Armann i siðasta
leik mótsins. Fyrri leikurinn,
leikur IR og KR, fer fram i
Laugardalshöllinni annað kvöld
kl. 20.00, og strax á eftir mætast
Valur og Armann.
Ef KR-ingar vinna leikinn gegn
IR fá þeir afhentan Reykjavikur-
bikarinn eftir leikinn. Eftir leik
Vals og Armanns, verða verð-
launin fyrir vitahittni og varnar-
leik afhent. Það er ómögulegt aö
spá um úrslit leikjanna annað
kvöld, en þeir verða örugglega
spennandi.
STOR-
SKYTTAN
FRÁ EYJU
LANG-
SKYTTN-
ANNA
— Geir Hallsteinsson fær mjög góða
dóma í v-þýzku dagblöðunum. — Hann
er nú markhæsti leikmaður Göppingen
,,Ég held þvi fram, að v-þýzku félagsliðin séu þau
sterkustu í heimi, en aftur á móti er ég ekki nógu
ánægður með v-þýzka landsliðið”... þetta segir
Geir Hallsteinsson i viðtali við v-þýzka dagblaðið
Göppingen Kreisnachrichten i siðustu viku, og
svo heldur hann áfram: „Mismunurinn á hand-
knattleiknum i V-Þýzkalandi og heima á íslandi,
er sá, að markverðirnir hér eru betri og varnar-
leikurinn fastari. Það sést beztá þvi að, einhver
meiðist yfirleitt i hverjum leik hjá okkur i
Göppingen”.
ÍTALÍA ÚR LEIK?
Landsleik Ítaiíu og Frakklands í HAA hefur verið frestað
ALLT bendir nú til þess að framkoma ítala gagnvart íslendingum i
heimsmeistarakeppninni i handknattleik verði til þess, að ítalia verði
dæmd úr keppninni. Enda er framkoma þeirra mjög ámælisverð þvi að
islenzka landsliðið þurfti sem kunnugt er að ferðast langar leiðir til þess
að leika landsleik, em ekkert varð úr fyrir trassaskap ítala. Nú er búið að
fresta siðari leik Frakklands og ítaliu, og bendir það til þess, að ítalia
verði að öllum likindum dæmd úr HM-keppninni.
Wadmark, formaður skipulagsnefndar alþjóða handknattleikssambandsins, hefur sagt, að hann
standi með tslendingum i hinu umdeilda máli. Það er ekki ónýtt að hafa þennan sænska formann með
sér, þvi að hann hefur verið einn aðalmaður alþjóða handknattleikssambandsins undanfarin ár.
STOÐVAR IR
KR-INGA?