Tíminn - 02.11.1973, Blaðsíða 5

Tíminn - 02.11.1973, Blaðsíða 5
Föstudagur 2. nóvember 1973 TÍMINN 5 Lúðrasveit Akureyrar 80 ára LÚÐRASVEIT Akureyrar er 80 ára á þessu ári, en þegar hún var stofnuð kallaðist hún hornaflokk- ur, eins og þá tiðkaðist. Það var Magnús Einarsson, organisti, sem gekkst fyrir stofnun sveitar- innar á sinum tima og mun þess verða minnzt siðar á árinu. Núverandi i.úðrasveit hefur þó ekki starfað nema siöan 1942, en þá var hún endurvakin eftir að hafa legið i dái i átta ár. Núver- andi stjórnandi er Roar Kvam. Á aðalfundi Lúðrasveitarinnar, sem nýlega var haldinn, kom i ljós, að starfsemin hefur verið blómleg siðasta árið. Tvennir tónleikar voru haldnir á Akur- eyri, einir á Húsavik og á Laugar- borg i Eyjafirði og spilað var við ýmis tækifæri i bænum, bæði inn- an huss og utan. Þá fór sveitin norður fyrir heimskautsbaug i júni, með póstbátnum Drangi og spilaði fyrir Grimseyinga og kom svo við i Hrisey á heimleiðinni og tók lagið fyrir heimafólk þar. Lúðrasveit Akureyrar er sjálf- stætt félag, sem byggir starfsemi sina fjárhagslega á stuðningi frá Akureyrarbæ og litillega frá rik- inu. Lúðrasveitin greiðir stjórn- anda sinum laun, en allir 20 félag- ar sveitarinnar starfa þar án endurgjalds. Samstarf sveitar- innar og Tónlistarskóla Akureyr- ar er gott, og eru nú um 30 nemendur i barnalúðrasveit skól- ans og kennir Roar Kvam þeim. Jakob Tryggvason var fyrsti stjórnandi Lúðrasveitar Akur- eyrar og stjórnaði hann i ein 20 ár. A aðalfundinum var stjórn sveitarinnar öll endurkjörin, en hana skipa Ævar Kari ölafsson, formaður, Guðlaugur Baldurs- son, gjaldkeri og Hannes Arason, ritari. — sb. Minningarsjóður dr. Victors Urbancic vill hér með tjá þakklæti sitt öllum nær og fjær, sem heiðruðu minningu hans i tilefni af sjötugustu ártið hans með fégjöfum til sjóðsins. Auglýsitf Tímanum Nýtt rit um útvegsmól SJAVARFRETTIR lieitir nýtt timarit, seni hefur göngu sina um þessi mánaðarmót. Það er út- gáfufyrirtækið Frjálst Iramtak hf., sem gefur blaðið út, en sem knnnugt er stendur það nú þegar að útgáfu Frjálsrar verzlunar og iþróttablaðsins. Eins og nafnið gefur til kynna mun efni hins nýja timarits aðallega fjalla um sjávarútvcgsmál, fiskiðnað' og þær þjónustugreinar, sem gegna þvi þýðingarmikla hlutverki að gera aðalatvinnuveg landsmanna starfhæfan. t bréfi frá útgefanda 1. tbl. Sjávarfrétta segir m.a..: Til- gangur blaðsins er að flytja les- endum fréttir og fróðleik af vett- vangi sjávarutvegsins og vera uppiýsingarit um þau málefni, sem að þessari atvinnugrein lúta. Stefna blaðsins markast af þeim hagsmuna málum, sem sjávarút- vegnum er nauðsynlegt að halda fram hverju sinni. Blaðið mun stefna að þvi að eiga sem bezt samstarf við þá aðila, sem að út- gerð og fiskiðnaði starfa og þjónustuaðila”. Meðal efnis 1. tbl. má m.a. nefna greinar um landhelgismál, 200 milna fiskveiðilögsögu og vörzlu landhelginnar. Lúðvik Jósepsson, sjávarútvegsráðherra ritar ávarpsorð og þá er enn- fremur fjallað um útgerðina, og má þar nefna grein um skut- togara, fiskverðsákvarðanir, sér- hannaðan bát fyrir linuveiðar og aöstöðu sjómanna i Vestmanna- eyjum. Grein er um fiskiðnað og endurhæfingu og uppbyggingu frystihúsanna, ennfremur þáttur um markaðsmál.einkanlega með tilliti til þróunar heimsvið- skiptanna og bandariska fisk- markaðsins. Þá er þáttur um rannsóknir og visindi og er þar m.a. rætt um háskólanám i fisk- veiðum, ævisögu þorsksins og fjárskort og manneklu, sem eru mikið vandamál rannsóknar- stofnana sjávarútvegsins. Þá má loks nefna greinaflokk um tækni og nýjungar, m.a. nýjungar i frystitækni, loðnu- flokkunarvél, hnifa sem skera netin frá skrúfunni o.fl. Auk þess sem tim.aritið Sjávarfréttir flytur fjölbrevtt og áhugavert efni um hinar ýmsu greinar sjávarút- vegsmála, er timaritið kjörinn vettvangur fyrir auglýsendur. sem vilja kynna vöru og þjónustu, sem sjá-varútvegurinn þarf á að halda. Gert er ráð fyrir, að tima- ritið Sjávarfréttir komi út annan- hvern mánuð. Ritstjórar blaðsins eru Jóhann Briem og Þórleifur Ólafsson. STANLEY VERK FÆRI eru alls staðar í notkun — enda er merkið þekkt og virt ISllMbl Skeifan 4 • Simi 8-62-10 Klopparstig 27 • Sími 2-25-80 0 Electrolux ENDURNÝWM Dregið verðúr mónudaginn 5. nóv. Munið að endurnýja Jl! HÚSIÐ VERZLIÐ ÞAR SEM ÚRVALI0 ER MESTOG KJÖRIN BEZT Jl! HÚSIÐ | Opið til 10 í kvöld — Næg bílastæði s :S Opnum i dag Cafeteriu fyrir viðskiptamenn á IV. hæð xr C/5 CO tSi C/J tsi tsi Q u> o X 9 "> Safir sófasettið vinsæla. — Crval áklæöa. I. IIÆÐ: Byggingavörukjördeild: Málning, veggfóður, flisar o.fl. Teppadeild: Úrval teppa, afskorin og stök, ryamottur, gjafavörur, sælgætissala. — Upplýsingar. II. HÆÐ: Ljósa- og raftækjadeild: Loft- og veggljós i úrvali, raftæki. Atondeiíd: Hin vinsælu Atonhúsgögn. III. HÆÐ: Húsgagnadeild: Borðstofuhúsgögn, skrifborð, stakir stólar, skatthol o.fl. .IV.HÆÐ: llúsgagnadeild: Sófasett í úrvali. Cafet,eria: Veitingar fyrir viðskiptamenn JL-hússins. V.HÆÐ: llúsgagnadeild: Svefnherbergishúsgögn, innlend og erlend, úrval svefnbekkja. BAKHÚS: Verksmiðja, lager, hyggingavörur: Einangrunarefni, timbur o.fl. c 15 X O c/> 0 tSi JI5 I ! ! I I . I I I I I I ' • 1 111 ; 1 ; 1 ■ n',i -TT-ryT-rint tSi Hringbraut 121 sími 10 600 3ón lofftsson hf JB HÚSIÐ VERZLIÐ HR SEM URVALIÐ ER MESTOfi KJÖRIN BEZT JB HÚSIÐ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.