Tíminn - 02.11.1973, Blaðsíða 23

Tíminn - 02.11.1973, Blaðsíða 23
TÍMINN 23 Föstudagur 2. nóvember 1973 © Hannes ræðis og þingræðis og þar meö stuðla að frelsi, jafnrétti og öryggi borgaranna innan ramma lögbundins skipulags. Hann vill beita sér fyrir öflugri byggða- stefnu sem tryggi blómlega byggð i öllu landinu, dreifingu rikisvaldsins og efnahagslega valdsins. Til þess aö stuöla aö hagvexti, framleiöni, fram- leiðsluaukningu og alhliöa fram- förum lands og lýös, vill hann koma á samvinnuhagkerfi á ts- landi. Jafnframt þvi vill hann stuðla að stoínun velferöarþjóö- félags, félagslegu öryggi, réttlæti og aukinni menningu I landinu. Hann telur mikilvægt að sætta striðandi andstæður og hags- munahópa og leita jafnvægis I efnahags- og stjórnmálum. Þau megingildi, sem felast i þessu oröalagi á kjarnanum i gildakerfi Framsóknarflokksins, mætti setja eitthvaö öðru visi fram án þess að túlkunarmögu- leikar þeirra breyttust að nokkru verulegu leyti. En sérhver sönn framsetning á honum, og i sam- ræmi við stefnuyfirlýsingar flokksins og starf i nærri 60 ár, mundi i öllum meginatriðum vera i samræmi við þetta. Framsókn til hvers? En spyrjum nú: Til hvers þessi langtimamarkmið Framsóknar- flokksins? Til hvers þetta gilda- kerfi, og fyrir hvern? Þessum spurningum svaraði Hermann Jónasson, fyrrverandi forsætisráöherra og formaður Framsóknarflokksins, i raun og veru fyrir okkur á stofnfundi Sambands ungra Framsóknar- manna að Laugarvatni 11. júni árið 1938. Hann sagði, að til þess að lifið verði einstaklingunum þolanlegt, þurfi þeir að lifa i félagi hver við annan. ,,Og fyrir þessu samfélagi, sem við köllum þjóðfélag, erum við stöðugt að reyna að finna betri form og regl- ur”, sagði Hermann Jónasson. „Við vitum ýmisiegt, sem er nauðsynlegt til þess að þjóð- félagið sé traust og einstakling- arnir hæfir. Við vitum m.a. að þjóðfélagið getur þvi aöeins verið heilbrigt og traust, að einstakl- ingar þess séu ábyrgir og hæfir”. Með öðrum orðum, þaö sem Hermann Jónasson benti rétti- lega á að væri varanlegt verkefni Framsóknarmanna er, að við stefnum ekki aðeins að þjóð- félagsumbótum, heldur viljum við jafnframt stuðla að mannbót- um.þ.e. að byggja upp heilbrigt og traust þjóðfélag með ábyrg- um, hæfum og hamingjusömum þegnum. Þetta er i raun og veru það, sem gildakerfi og langtima- markmið Framsóknarflokksins miða að. Við þetta miðast hin þjóðfélagslega afstaða Fram- KAUPFÉLAG VOPNFIRÐINGA sóknarmanna, og með þetta og langtimamarkmið flokksins i huga eru stefnuyfirlýsingar flokksins i dægurmálum gefnar út á hverju flokksþingi. Heilbrigt félagslegt siögæði Framsóknarmanna boðar okkur hollustu við þetta meginmark- mið, við gildakerfi Framsóknar- stefnunnar og langtimamarkmið, erfðavenju og þjóðfélagslega af- stöðu Framsóknarflokksins. Jákvætt uppbyggilegt starf á þeim grundvelli ætti að vera öll- um Framsóknarmönnum ljúft. Jafnframt boðar heilbrigt félags- legt siðgæði okkur að slá skjald- borg um forystumenn okkar og tilveru og vaxtarmátt flokksins sem fastmótað, leiðandi stjórn- málaafl. Það boðar okkur enn- fremur aö snúast til varnar hvenærsem hópar tækifærissinna efnatil neikvæðrar niðurrifsstarf- semi meö félagslegum ber- serksgangi á grundvelli mál- efnalegra sápukúlna. En umfram allt boöar það okkur jákvætt og uppbyggilegt starf i málefna- baráttu og framfarasókn flokks- ins til hags og heilla fyrir land og lýð. 0 Alþingi bæjarins og rekstur. Okkur var svarað, að ákvörðun um staðar- val yrði ekki tekin að sinni og Alþingf yrði að taka ákvöröun um fjárframlag. Ekki er hægt að rekja hér allan ganga málsins. Forsætisráðherra fær það til athugunar. Er málinu visað til aögeröa þjóðhátiðar- nefndar Arnsesýslu 14. mars 1972. Nefndin bregður skjótt við og boðar til fundar með þjóðhátiðar- nefnd 1974 og nokkrum aðilum innan héraðs hinn 30. mars 1972. Þar var m .a. ákveðið að láta gera áætlun um kostnað. Var hún gerð af hinum færustu mönnum og mjög nákvæmlega og vandlega. Bauðst þjóðhátiðarnefnd Arnes- sýslu til þess aö sjá um 6 millj. kr. til byggingarinnar og rekstur að verulegu leyti. Einhverjum mun hafa vaxið i augum kostnaður við þetta mannvirki. En hér var allt tekið með: vegagerð til bæjarins, full- komin hreinlætisaðstaða, og allur frágangur umhverfis. Þess skal og getið hér, að tilboð mun hafa borist um mjög mikil- vægan stuðning við þetta fyrir- tæki erlendis frá og tæknilega aðstoð. Er hér átt við Norðmenn, sem rennur hér blóðið til skyld- unnar, og eru þeir þaulreyndir i þessum efnum. Varla er þar i landi byggö án fornminja, sem vegleg rækt er lögð við”. Þjóðhátiðarnefnd Árnessýslu sendi þjóðhátiðarnefnd 1974 svo- hljóðandi bréf, dags, 21. október 1972: ,Á fundi sinum á Selfossi laugardaginn 21. okt. samþykkti þjóðhátiðarnefnd Árnessýslu að taka að sér byggingu sögualdar- bæjar i Þjórsárdal. Nefndinbýðst til að annast alla framkvæmd verksins og ábyrgjast greiðslu allt að 6, millj. af áætluðum kostnaði. Jafnframt tekur nefndin að sér að annast gæslu og umsjón með þessum mannvirkjum aö veru- legu leyti eftir nánara samkomu- lagi. Væntir þjóðhátiðarnefnd Arnes- sýslu, að þjóðhátiðarnefnd 1974 taki afstöðu til þessa tilboðs hið fyrsta og afgreiði það til forsætis- ráðherra. Viröingarfyllst, þjóðhátiðarnefnd Árnessýslu Eirikur Eiriksson, Jóhannes Sigmundsson, Hafsteinn Þorvaldsson”. Stórhug Arnesinga og virö- ingarverðan áhuga ber að taka með þakklæti. Liklegt er, að frjáls framlög vegna kostnaður við sögualdarbæinn komi viöar að en frá Árnesingum. Þaö fjár- magn, sem vantar til þess að byggja bæinn^verður aö koma frá rikinu. Það er á valdi Alþingis aö ákveða það, og þess vegna er þessi þáitill. flutt. 0 Hallveig sinum sjálfir og fara á loðnu- veiðar, kolmunnaveiöar og þess háttar, en þaö væri aö sjálfsögöu möguleiki. Nú er bara að biða og sjá hvort einhverjir Islendingar vilja kaupa skipið til áframhaldandi notkunar, eða hvort skipið verður selt úr landi til niðurrifs. —hs— 0 Á víðavangi gera". „1 næstum heilt ár hafa 50 milurnar verið nafnið tómt, bókstafur á pappir". (Þeir mega trútt um tala, mennirnir, sem á 12 ára óslitnum valdaferli unnu það sér til ágætis að binda íslendinga á brezkan klafa með landhelgissamningum 1961). Jafnvel eldgosið i Heimaey var notað till rógsiðju: „Það var einkar óviðkunnanlegt að sjá eidgosið notað sem hald- reipi þegar á öðruin degi og lesa feginleikann á inilli grát- bólginna Hnanna". „Þá átti að nota eldglæringarnar þar til að breiða yfir efnahagsleg afglöp þessarar rikis- stjórnar". i þokkabót er svo ríkis- stjórnin bæði heimsk og illgjörn: „Kjánaskapurinn keyrir úr hófi fram". „Enginn gerir ráð fyrir þvi, að rikis- stjórnin komi nieð skynsam- legar tillögur". Káðherrarnir iiafa hvorki vit né þrek til að ræða við Willy Brandt”. „öll er stjórn þeirra mála þannig, að gengur vitfirringu næst”. Forsætisráðherra hefur „staðið að mestu svivirðingu, sem þingræðinu hefur verið sýnd á íslandi". Svona mætti lialda áfram endalaust. Hér er siður en svo um að ræða nokkra allsherjar úttekt á stjóriiarandstöðunni. Kn þessar ivitnanir f ilialds- blöðin, leknar af handahófi, gefa nokkra hugmynd um hversu „liörð”, „málefnaleg" og „ábyrg” sú stjórnarand- staða er, scm telur sér be/.t hæfa að beita þvilikum vopnum. Öllum rikisstjórnuni eru mislagðar hendur. Heiðarleg stjórnarandstaða hefur veiga- miklu hlutvcrki að gegna f lýð- ræðisriki. Hún veitir aðliald, varar við, bendir á heppileg úrræði, cf henni þykir á bresta. Stjórnarandstaða, sem hefur róg að uppistöðu en ósannindi og blekkingar að ivafi i sínum pólitiska vef, er hins vegar naumast likleg til góðra verka. ihaldi og krötum kann að vera nokkur vorkunn. Eftir 12 ára samfellda svefngöngu vakna þeir allt I einu upp með andfælum, ringlaðir og ráð- þrota. Hvílik umskipti. Þeir fyllast öfund f garð þcirra nianna, scm breyta svefni i vöku, atvinnuleysi f athafna- lif, vörn i sókn á hverju sviði. Öfundin og örvæntingin brý/.t út i hrópyrðum, i fálmi og fumi, i máttvana neyðarópi: „Niður með rfkisstjórnina! ” Þetta er hinn „ferski tónn”. —TK 0 Læknanemar margt bendir nú einmitt til þess, að svo muni fara. Hlýtur það að teljast mikil fyrirmunun að ýta undir slikt i stað þess að sporna gegn þvi eftir megni. 1 framhaldi af þessu gera læknanemar þær kröfur, að þegar verði hafizt handa um hönnun og byggingu kennsluhúsnæðis á lóð Landspitalans, og samhliða verði deildinni séð fyrir bráðabirgða- húsnæði þar til framtiðarbygg- ingarnar komast i gagnið. Þar aö auki er þess krafizt, að kennslu- aðstaða á Borgarspitalanum og St. Jósefsspitala veröi nýtt og gerðar nauðsynlegar umbætur til þess, að svo megi verða. — Lausn þessara vandkvæða, sem hér hafa veriö rakin, eru for- senda þess, að kleift verði að mennta lækna i landinu nú og um ófyrirsjáanlega framtið, segja læknanemarnir. Löngumýrar- skóli í þrjátíu ár NÆSTKOMANDI vor hefur Hús- mæðaskólinn á Löngumýri verið starfræktur i 30 ár. Eftir næstu áramót hefjast aö vanda hin vinsælu og hagnýtu 5 mánaða námskeið i sambandi viö húsmæöraskólann á Löngumýri. Þar verður m.a. kenndur sauma- skapur, hannyrðir, vefnaður og matargerð. liiiiimiii Félagsmálaskóli Framsóknarflokksins Næsti fundur i Félagsmálaskólanum verður laugardaginn 3. nóvember kl. 15. — önnur málfundaræfing. Sjálfvalið efni, samkv. 2. verkefni, bls. 300, Lýðræöisleg félagsstörf. Hveragerði - Ölfus Fundur veröur i Framsóknarfélagi Hverageröis og ölfuss sunnudaginn 4. nóv. næstkomandikl. 16:30 á venjulegum fundar- stað. Fundarefni: 1. Kosning fulltrúa á Kjördæmisþing. 2. Rætt um væntanlegar sveitarstjórnarkosningar. 3. önnur mál. Stjórnin. Aðalfundur FUF Kópavogi Aöalfundur FUF i Kópavogi veröur haldinn laugardaginn 3. nóvember i Félagsheimili Kópavogs 2. hæð kl. 15. Dagskrá fundarins: 1) Venjuleg aðalfundarstörf. 2) Umræður um bæjar- mál. Framsögu flytja Siguröur Geirdal. Pétur Einarsson og Sigurður Einarsson. 3. Kosning fulltrúa a kjördæmisþing. Framsóknarvist í Árnessýslu Framsóknarfélag Arnessýslu heldur þriggja kvölda spilakeppni i nóvember á eftirtöldum stöðum. Aratungu, föstudaginn 16. nóvember kl. 21. Félagslundi, föstudaginn 23. nóv. kl. 21, Borg föstudaginn 30. nóv. kl. 21. Aðalverðlaun veröa Kaupmanna- hafnarferð fyrir tvo. Allir velkomnir. Eftir fréttir í kvöld, föstudagskvöld, verður á dagskrá, i staö Valda- tafls, íslenzki viðtalsþátturinn „Maöur er nefndur”. Þar ræðir Pétur Pétursson viö Sverri Kristjánsson sagnfræðing. Þetta er alveg nýtt viötal, 70 minútna langt, tekið á heimili Sverris. Astæða er til aö vekja athygli fólks á þessum þætti, þar sem vænta má, aö Sverrir hafi frá mörgu fróðlegu og skemmtilegu að segja. — Step RÍAAUR SIGURÐAR BREIÐFJÖRÐS —Gunnarsrímur önnur útgáfa SJÖTTA BINDI i rimnasafni Sigurðar Breiöfjöðs er nú komið út hjá Isafoldarprentsmiðju og inniheldur það Gunnarsrimur. Þær eru ortar veturinn 1836 eftir áramótin. Sigurður orti þær fyrir Kristján Magnússon, sýslumann á Narfeyri. Fyrst átti Siguröur að yrkja fyrir hann rimur af Sig- mundi Brestissyni og var byrjað- ur á þeim, en þá datt Kristjáni i huga að fá heldur rimur af Gunn- ari á Hliðarenda og var þá hinum fleygt en tekið til við þessar. Mun Sigurður hafa dvaliö aö mestu i Stykkishólmi þennan vetur, en þó stundum á Narfeyri. Hann var þá póstur á norðanveröu Snæfells- nesi og segja sumir, að póst- ferðirnar hafi tekiö nokkuð lang- an tima á stundum. Gunnarsrimur eru 193 blaðsíö- ur, Sveinbjörn Beinteinsson sá um útgáfuna, Jóhann Briem geröi myndirnar og Isafoldarprent- smiðja prentaði. —SB. tannduftið sem gerir tóbaks- liíaðar tennur HVÍTAR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.