Tíminn - 02.11.1973, Blaðsíða 13

Tíminn - 02.11.1973, Blaðsíða 13
Föstudagur 2. nóvember 1973 TÍMINN 13 Hin þjóðfélagslega staða Framsóknarflokksins hefur staðizt próf reynslu og tíma, en aðrir íslenzkir stjórnmólaflokkar hafa verið á flótta fró sinni upprunalegu stöðu og stefnu og færzt nær Framsóknarflokknum bera við einstaklinginn, og þar með sem mest athafnasvið fyrir hið opinbera, en afleiðing þess er rýrara athafnasvið einstaklinga og félaga, ofskipulagning og of- stjórn miðstjórnarvalds rikisins. Frjálslyndur Umbótaflokkur — millistéttaviðhorf Það fer ekki á milli mála, hvar Framsóknarflokkurinn á heima innan þessara þriggja stjórn- málalegu gildakerfa. Bæði stofn- saga flokksins, starf hans og stefnuyfirlýsingar frá upphafi og fram til þessa dags taka af öll tvi- mæli um það. Framsóknarflokkurinn er að eðli og uppruna frjálslyndur um- bótaflokkur. Hann var upphaf- lega stofnaður sem þingflokkur 8 þingmanna, sem sæti áttu á Al- þingi og bókuðu fyrstu fundar- gerð Framsóknarflokksins sem sérstaks flokks 16. desember 1916. Allir voru þessir 8 stofnendur þingflokksins bændahöfðingjar, kennarar og skólamenn, sýslunarmenn og ritstjóri. Hér voru á ferð millistéttarmenn, sem voru að stofna frjálslyndan um- bótaflokk. Mikið hafði verið unnið utan þings árum saman að undir- búningi stofnunar Framsóknar- flokksins. Komu þar einkum til forvfgismenn úr þremur félags- málahreyfingum, þ.e. Búnaðar- hreyfingunni, Samvinnuhreyfing unni og Ungmflhreyfingunni Hafði Jónas Jónsson frá Hriflu manna mest með höndum að undirbúa flokksstofnuna utan þingsog túlka þörfina fyrir slikan stjórnmálaflokk. Hann hafði ver- ið einn af forystumönnum ung- mennafélaganna og ritstjóri SkinfaXa allt frá 1911. Það var hlutverk utanþingsmanna úr þessum þremur hreyfingum, undir forystu Jónasar Jónssonar frá Hriflu, að stofna málgagn fyr- ir Framsóknarflokkinn, Timann, 17. marz 1917. Bæði Þorsteinn M. Jónsson, einn af stofnendum þingflokks Framsóknarflokksins I desember 1916, sem skrifað hef- ur Stofnsögu Framsóknarflokks- ins.og Þórarinn Þórarinsson, nú- verandi formaður þingsflokks Framsóknarflokksins, sem skrif- að hefur hina ágætu bók Sókn og sigrar, skýra frá þvi i verkum sinum, að hinn hugsjónafræðilegi grundvöllur Framsóknarflokks- ins hafi skýrast komið fram i skrifum Jónasar Jónssonar frá Hriflu, ýmist i greinum hans i Skinfaxa, Suðurlandi, timaritinu Kéttieða Timanum.eftir að hann hóf göngu sina. Kemur þar greinilega fram, að það, sem fyr- ir honum vakti, svo og stofnénd- um þingsflokksins og öðrum for- vigismönnum þeirra féiagsmála- hreyfinga, sem stuðluðu að stofn- un og vexti Framsóknarflokksins, var,að flokkurinn yrði frjálslynd- ur miðflokkur, sem myndi vinna að alhliða framförum ,,alls lands- ins og állrar þjóðarinnar”, eins og komizt er að orði i fyrstu greininni, sem birtist i Timanum. Eðlilega flokkaskiptingu töldu stofnendur F'ramsóknarflokksins og Timans vera þá, að ihalds- flokkur auðmanna væri hægra megin við þá, enda stefni hann að þvi, að efnamenn geti sem mest notað aðstöðu sina til meiri fjár- öflunar, margbreyttari lifsnautna og aukins gróða, þótt það feli i sér grimmlyndi i garð veikari með- borgara, verkalýðs og olnboga- barna þjóðfélagsins. Vinstra megin við Framsóknarflokkinn töldu brautryðjendur flokksins að jafnaðarmenn og sósialistar ættu að vera, af þvi að þeirra megin- markmið var að lyfta hinum eignalausa öreigalýð þjóðanna á þann hátt, að rikið sjálft og opin- berir aðilar verði atvinnuveitandi i hverju landi og rikið reki stærstu fyrirtækin. Frjálslyndir bændur, framleiðendur, sýslunar- og skólamenn og aðrir millistéttar- menn til sjávar og sveita hafi hins vegar myndað Framsóknarflokk- inn til þess að vinna að alhliða framför allrar þjóðarinnar, efna- legri, andlegri, menningarlegri og siðferðilegri. A þessum upprunalega grund- velli frjálslyndis og millistétta- viðhorfa, sem forvigismennirnir nefndu stundum vinstri stefuu.er Framsóknarflokkurinn stofnað- ur, og á þessum grundvelli hefur hann starfað 1 sögu, starfi og málefnabaráttu flokksins i nærri 60 ár er að finna okkar pólitisku arfleifð, þann grundvöll, sem enn þann dag i dag mótar hina þjóð- félagslegu afstöðu Framsóknar- manna. Dæmi um skilgreiningu forystumanna á stöðu Framsóknarflokksins Ég þarf ekki að nefna mörg dæmi til staðfestu arfleifðar okk- ar og stöðu flokksins i islenzkri pólitik, en ég vil nefna örfá til skýringa: 1 grein i Suðurlandi 11. marz 1916, undir nafninu ,,Stjórnmála- horfur á Islandi”, segir Jónas Jónsson frá Hriflu, sem var for- maður Framsóknarflokksins 1934-1944 óg einn helzti brautryðj- andi flokksins, m.a. svo: „Til þess að gagn sé að flokkum verða þeir að vera stefnufastir og lang- lifir. En til þess að geta verið það, verða þeir að vera sniðnir eftir þörfum þjóðanna. Lik lifskjör skapa likar skoðanir. Þess vegna eru allir heilbrigðir flokkar i raun og veru byggðir á stéttum 1 hverju einasta landi, sem til lengdar hefur haft viðunanlega þingræðisstjórn, eru yfirleitt i ihaldsflokkunum efnuðustu mennirnir og þeir, sem hafa mest völd i landinu, i framsóknar- flokknum miðstéttin, og i verka- mannaflokknum fátæklingarnir”. 1 öðru lagi lýsti Hermann Jónasson, þáverandi forsætisráð- herra og formaður Framsóknar- flokksins, stöðu hans i islenzkum stjórnmálum með þessum orðum i erindi sinu á stofnfundi Sam- bands ungra Framsóknarmanna á Laugarvatni 11. júni 1938: „Keppinautar okkar til beggja handa hafa mikið um það. rætt, hvort Framsóknarflokkurinn muni hallast til hægri eða vinstri. --------------------------------------------------------------- Samvinnuhugsjónin hefur frá upphafi verið einn meginnkjarninn i stefnu Framsóknarflokksins,enda litur flokkurinn svo á,að rekja megi ýmsa stærstu sigra þjóðarinnar i atvinnu-, efnahags- og viöskipta- málum til gifturikrar starfsemi samvinnuhreyfingarinnar. Með eðli- legri útbreiðslu sam vinnustarfseminnar er stefnt að þvi,að komið verði á fót samvinnuhagsklpulagi, en það er blandað hagkerfi allra reksturs- formanna, þar sem samvinnureksturinn er mest áberandi;, fram- kvæmdur er skipulagður áætlanabúskapur án hafta, til þess aö tryggja hagvöxt og efnahagslegar framfarir; öllum tryggð atvinna; stefnt að hagsæld, félágslegu öryggi og rettlætl; og sjö aðaltegundir samvinnu- félaga velta um 40-60% af heildarveltu viðkomandi rekstursgreina, þannig að arðrán verði afnumiö af vinnu og viðskiptum, maðurinn og velferð hans sett i öndvegi, en fjármagni gefin þjónustustaða en ekki herradómur. Myndin er af húsum Gefjun og Heklu á Akureyri. Jónas JóiisKun llermann Jónasson Kysteinn Jónsson <>lafur Jóliannesson 1 stefnuyfirlýsingum og málefnabaráttu Framsóknarflokksins I nærri 60 ár er að finna pólitlska arfleifö Framsóknarmanna, þann grundvöll, sem enn í dag mótar hina þjóðfélagslegu afstöðu flokksins, en forystumennirnir hafa allt frá stofnun hans 1916 skilgrcint Framsóknarflokkinn sem frjálslyndan, lýðræðissinnaöan umbótaflokk,eins og fram kemur I tilvitnunum f greininni. Þorsteinn M. Jónsson Glsli Guðmundsson llér á þessum fundi er litið talað um hægri eða vinstri — menn virðast hér hvorugt muna. Við vitum það eitt, Framsóknar- menn, að við erum hér saman komin til þess að athuga dagsins vandamál og vinna að lausn á þeim i samræmi við stefnu okkar og lifsskoðun. — Og sú stefna er hvorki til hægri né vinstri, heldur beint fram”. 1 þriðja lagi tók Gisli Guð- mundsson alþingismaður, árið 1952, saman bókina „Fram - sóknarflokkurinn, störf hans og stefna”, i samráði við miðstjórn flokksins, einkum þó Eystein Jónsson, þáverandi ritara flokks- ins. Þar segir m.a. svo um flokk- inn og stefnu hans: „Stundum hefur orðið nokkurt umtal um það, hvort telja skuli F'ramsóknarflokkinn „miðflokk” eða „vinstri flokk”, en fyrir ligg- ur samþykkt llokksþings um, að hann skuli teljast „frjálslyndur miðflokkur". Jafnframt segir: „Samvinnuhugsjónin er megin- kjarni stefnu Framsóknarfíokks- ins”. 1 fjórða lagi er vert að geta þess, að stjórn Framsóknar- flokksins sendi i október 1972 bréf til Framsóknarmanna, undirritað af Olafi Jóhannessyni, Einari Agústssyni, Steingrimi Her- mannssyni og Tómasi Arnasyni, þar sem Framsóknarflokkurinn er skilgreindur sem Irjálslyndiir og lýðræðissinnaður stjórimiála- flokkur. Af öllum þessum tilvitnunum er ljós sú erfðavenja Framsóknar- flokksins, að Framsóknarmenn hafa alltaf litið á hann sem frjáls- lyndan, lýðræðissinnaðan um- bótaflokk, og gera enn. Stöðu sinni sem miðllokkur hefur hann aldrei breytt og jalnan lálið mál- efni ráða, með hvaða flokkum hann hefur starfað, þótt hin frjálslynda, lýðræðissinnaða um- bótastelna hans hali stundum verið kiilluð „vinstristefna.” Djóðlélagsþróun og stéttarviðhorf Viðhorf slofnenda Fram- sóknarllokksins mótuðust eðli- lega af þjóðfélagsaðslæðum þeirra tima, en m.a. fyrir þá for- ystu, sem Framsóknarflokkurinn helurhaft i Iramfarasókn þjóðar- innar, hefur orðið mikil breyting á öllum þjóðfölagsaðstæðum á Is- landi siðustu 50-60 árin. Fyrir 50 árum var tekju-, eigna- og ga-ðaskipting i landinu mjög misjöfn og óréttlát og verkalýðs- stéttin fátæk og vanhaldin vegna þess þ jóðlélagslega óréttlætis, sem þá var rikjandi. En lyrir atbeina Framsóknar- flokksins og ýmissa bandamanna hans og umbótahreyfinga, þ.á.m. verkalýðshreyfingar og sam vinnuhreyfingar, helur mikil framsókn átt sér stað á þessu sviði. Gildir þetla ekki aðeins um hin einlöldustu eínahagslegu g;eði, svo sem launatekjur, fæði, húsnæði og klæði, heldur Hka um þjóðfélagslega þróuð elnahagsleg gæði, svo sem aðgang að mennt- un, tryggðum hvildartima, orlofi, sjúkrahjálp I veikindum, félags- legu iiryggi, o.s.frv. Aður fyrr byggðust hin þjóð- félagslega þróuðu gæði eingöiigu á peningaylirráðum, en lyrir um- bótabaráttu Framsóknarflokks- ins og pólitiskra bandamanna hans, svo og vegna áhrifa verka- lýðshreyfingar og samvinnu- Framhald á bls. 15.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.